Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 29'
Kór og barnakór Grafarvogskirkju ásamt Sigurbjörgu Helgadótt-
ur stjórnanda og Ólafi Finnssyni orgelleikara.
Grafarvogskirkja
Miimingartónleikar
um Sigríði Jónsdóttur
Óvissu eytt
Vera varnarliðsins hér á landi
byggist á þörfinni á að tryggja
öryggi og varnir landsins, en ekki
á efnahagslegum forsendum.
Þann 4. janúar á þessu ári var
bundinn endir á þá óvissu sem
ríkt hafði um íslensk varnarmál
um nokkurt skeið. Sérstakt sam-
komulag íslands og Bandaríkj-
anna var þá gert um fyrirkomulag
varnarsamstarfs ríkjanna á
grundvelli varnarsamningsins frá
1951. Með samkomulaginu var
einnig fest í sessi sú grundvall-
arregla að fyrirkomulag varnar-
samstarfs ríkjanna skuli háð sam-
eiginlegu mati þeirra á íslenskum
öryggis- og varnarhagsmunum,
svo lengi sem varnarsamningur-
inn_ varir.
Á meðan óvissa ríkti um fram-
hald í öryggis- og varnarmálum
skapaði hún eðlilegan ótta meðal
starfsmanna vamarliðsins og
fyrirtækja sem vinna fyrir það.
Fólk gat ekki vitað hvað framtíðin
bæri í skauti sér. Samkomulagið
frá 4. janúar eyddi ekki bara óviss-
unni um öryggismálin. Óvissunni
um atvinnumálin var líka eytt
vegna þess að áframhaldandi sam-
starf í varnarmálum bægir frá
röskun á högum launafólks á
Keflavíkurflugvelli. Tíminn mun
svo leiða í ljós hvert framhaldið
verður. En það verður ekki ákveð-
ið nema með samvinnu íslands og
Bandaríkjanna.
KÓR Grafarvogskirkju heldur
minningartónleika sem tileinkað-
ir eru Sigríði Jónsdóttur, fyrsta
kórstjóra og organista Grafar-
vogssafnaðar, í dag, sunnudag, í
Grafarvogskirkju kl. 17. -
Sigríður, sem lést fyrir aldur
fram á liðnu ári, stofnaði kirkjukór
Grafarvogssafnaðar. Starf hennar
lagði grunn að kirkjukór í Grafar-
vogssókn.
Á tónleikunum sem em fystu
tónleikar kórsins í nývígðri Grafar-
vogskirkju, verður m.a. flutt tón-
verkið Messa eftir Ivar Widéen.
Flytjendur verða Inga Bachmann
sópran, Kristján Elís Jónsson bari-
ton, Wila Young fiðla, Bjargey Þ.
Ingólfsdóttir píanó, Haukur Guð-
laugsson söngmálastjóri Þjóðkirkj-
unnar, orgel og kór Grafarvogs-
kirkju.
Stjórnandi er Sigurbjörg Helga-
dóttir kórstjóri og organisti. í lok
tónleikanna verður orgelsjóður
Grafarvogskirkju stofnaður. Að-
gangur er ókeypis.
Nuddtilboð
★ Fimm tíma nudd 30 mín. kr. 5.900.
★ 10 tíma nudd 30 mín. kr. 10.700.
★ 5 tíma nudd 1 klst. kr. 8.300.
★ 10 tíma nudd 1 klst. kr. 15.900.
Vöðvabólga og stress - bíess.
FÆRANLEGAR GIRÐINGAR
Höfum til sölu færanlegar girðingar.
Mjög gott verð og stuttur afgreiðslufrestur.
Höfum sýnishorn á staðnum.
Húsib og garimrinn
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 15. maí nk., fylgir blaðauki, sem heitir
Húsið og garburinn. í þessum blaðauka verður fjallað um málun húsa,
viðarvörn, klæðningu steinhúsa, val trjáplantna, matjurtarækt, gerð og
viðhald sólpalla, val á hellum, hellulagnir og hleðslu, garðáburð,
klippingu trjáa, safnþrær fyrir lífrænan úrgang, dagatal garðræktandans,
graslausa garða o.fl.
Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á, ab
tekið er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 9. maí.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir
og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111
eba símbréfi 69 1110.
i
jltanpmlAjifetfr
1 - kjarni málsins!
Pallar hf.
Vesturvör 6, Kópavogi, sími 641020.
AÐALFUNDUR SIF HF.
Aðalfundur Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda hf. fyrir árið 1993 verður
haldinn í Súlnasal Hótels Sögu miðviku-
daginn 11. maí 1994 og hefst kl. 13.30.
Dagskrá skv. grein 4.03 í samþykktum félagsins.
Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á
skrifstofu SÍF hf., Aðalstræti 6, Reykjavík,
þriðjudaginn 10. maí milli kl. 9 og 16 og
miðvikudaginn 11. maí milli kl. 9 og 12.
Um kvöldið verður haldið aðalfxmdarhóf fyrir
hluthafa og gesti þeirra í Súlnasal Hótels Sögu
og hefst hófið kl. 20.00. Iiúsið verður opnað kl. 19.30.
Miðar á hófið verða seldir á skrifstofu
SÍF og á aðalfmidinum.
Stjórn SlF hf.
4-