Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 24
1 24 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 Rætt við Baldur Jónsson forstiiOu- mann fslenskrar i málstöðvar ! í 1 J eftir Oddnýju Sv. Björgvins „ALLT VELTUR á því að við getum skilað arfínum - íslenskri tungu - til næstu kynslóða," segir Baldur Jónsson prófessor, forstöðumað- ur íslenskrar málstöðvar. „Ef við getum það ekki, er úti um okkur sem þjóð. Þá glötum við þeim þjóðréttindum sem við njótum. Allir eru sammála um að efla þurfí ístenska málrækt, verkefnin eru óþijótandi, en Málræktarsjóður er ekki aflögufær. Á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins færi vel á því að ríkisstjórn og Alþingi veittu sérstakt hátíðarframlag til Málræktarsjóðs, eina milíjón fyrir hvert lýðveldisár. Þá fyrst gætum við farið að veita styrki til brýnna verk- efna.“ Nú er í gangi kynningarátak Málræktarsjóðs. Af því tilefni heimsótti blaðamaður íslenska málstöð á Aragötu 9 og ræddi við forstöðumanninn. Kirstin Flygen- rlng, Baldur Sig- urósson, Bryn- hildur Bene- diktsdóttir, Kóri Kuaber og Bald- ur Jónsson. Kirstin og Bryn- hildur eru aó vinna aó undir- búningi hag- fraeóioróasafns. Islensk málstöð er hin opinbera miðstöð málræktar í landinu, skrifstofa og framkvæmda- stofnun íslenskrar málnefndar og rekin af henni í samvinnu við Há- skóla íslands. „íslensk málnefnd sem stofnuð var 1964, er sprottin upp af hugmyndum um íslenska akadem- íu sem rekja má aftur fyrir síðustu aldamót," segir Baldur. „íslenskan var aðalvopnið í sjálfstæðisbaráttu okkar, við áttum þessa tungu, þessar bókmenntir. Allt tengist þetta sam- an, sjálfstæðisbaráttan, málhreinsun og nýyrðastörf fyrr á öldinni. Síðan kom tii hvatning frá norrænu frænd- þjóðunum sem ásamt þessu leiddi til stofnunar Islenskrar málnefndar. Segja má að málnefndin hafi iengi vel svifið í lausu lofti qg vantað fram- kvæmdamátt, þar til Islensk málstöð tók til starfa 1. janúar 1985. Þá færðist nýtt líf í starfsemina og hægt var að takast á við fleiri við- fangsefni." „Málstöðin er ráðgjafarstofnun, ekki lögreglustofnun,“ segir Baldur. „Málfarsráðgjöf fyrir almenning er eitt af verkefnum okkar, og yfirleitt gengur síminn hér allan daginn. Spurt er um málnotkun, merkingu orða, stafsetningu og beygingar. Mjög oft er spurt um nýyrði. Menn eru með nöfn á enskri tungu, en vantar íslenska heitið. Stundum verða til nýyrði í símtali." Allt er skráð, safnað saman í orðabanka. Málstöðin er miðstöð. nýyrðastarfs- ins. Henni er ætlað að fylgjast með þróun íðorðabanka í öðrum löndum, undirbúa og reka slíkan banka hér. „íðorð“ er nýyrði sem hljómar kannski framandlega, en íðorð eru orð sem bundin eru tilteknum fræði- greinum eða starfsgreinum. Nú eru starfandi í landinu um þijátíu orða- nefndir sem málstöðin heldur uppi samstarfi við. í tengslum við það samstarf hafa komið út sérhæfðar orðabækur, eins og Tölvuorðasafn og Orðaskrá úr uppeldis- og sálar- fræði, nú síðast Flugorðasafn, en bókaútgáfa fræðslu- og leiðbeining- arrita um íslenskt mál er mikilvægur þáttur f starfseminni. Einnig má geta þess að á vegum íslenskrar málnefndar er unnið að undirbúningi hagfræðiorðasafns í samvinnu við orðanefnd hagfræðinga. „Flugorðanefnd var stjómskipuð nefnd sem sat í fimm ár og hélt sam- tals 120 fundi við borðið héma,“ segir Baldur og bendir á litla fundar- borðið í skrifstofu sinni, þar sem við sitjum. „Það er geysileg vinna fólgin í því að taka saman orðasafn yfir heila atvinnugrein. Halldór Blöndal samgöngu- og landbúnaðarráðherra sagði, þegar útgáfu Flugorðasafnsins var fagnað: „Er þá ekki landbúnaðurinn næstur?“ Eg hef ekkert á móti því, en hvað þá með sjávarútveginn og hvað með hina nýju atvinnugrein ferðaútveg- MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn aðri frá okkur en við frá honum! Okkar hefur bara svo lítið gætt frá upphafi vega, vegna fámennis vors.“ — Hvað leggja íslendingar til heimsmenningarinnar? „Sérhver þjóðtunga er einstakur menningarheimur sem er óendanlega stór. Málið okkar getur verið jafn- stórt og aðrar þjóðtungur, þó að aðeins 250 þúsund manns hafí það að móðurmáli. Aftur á móti eigum við Iengri samfellda málhefð en nokkur önnur þjóð svo vitað sé. Við eigum þetta samband langt aftur í miðaldir, þetta dæmalausa samhengi í máli og bókmenntum. Ef það rofn- ar, þá er eins og skorið hafi verið á líftaug þjóðernisins. Fyrir þessum fjársjóði er okkur trúað. Enginn getur varðveitt hann nema við. Ef við glötum honum, vantar eina blómtegund í málflóru heimsins. Þetta er svo gríðarlega st^órt hagsmunamál fyrir fslensku þjóðina, að ég er ekki viss um að allir átti sig á því. Mér finnst það vera ævintýri að við skulum ein fá að ráða yfir þessu landi, yfir þessari landhelgi. Við fengjum það ekki, ef við værum enskumælandi. Hingað koma Japan- ar og Kínveijar í viðskiptaerindum, fulltrúar tugmilljóna- og milljarða- þjóða sem tala við íslendinga sem jafningja. Það myndu þeir ekki gera, ef við værum enskumælandi. Þá væri ísland verstöð eða herstöð. Ef við viljum vera þjóð á meðal þjóða, þátttakendur á alþjóðlegum vettvangi meðal margfalt fjölmenn- ari þjóða, verðum við að varðveita tunguna. Við kæmum engum fulltrú- um á málþing frá 250 þúsund manna samfélagi sem talaði ekki annað en ensku. Við eigum allt undir því að varðveita íslenskuna. Menn átta sig ekki alltaf á þessu samhengi, hugsa og tala meira um efnahagslegt sjálfstæði. Auðvitað getum við glatað því vegna gáleysis í efnahagsmáium. En jafnvel þótt við værum efnahagslega undirokuð, gætum við haldið áfram að vera sér- stök þjóð. Það hefur sagan kennt okkur. Það sem bjargaði okkur fyrr á öldum var að við varðveittum allt- af okkar eigið mál órofíð. Ef við glöt- um tungunni, þá er þjóðernið í hættu. Og ef við glötum þjóðerninu, eigum við engan rétt á að vera talin á meðal þjóða, þótt við byggjum þetta land. Hvað verður þá um fullveldi og sjálfstæði? Að þessu verðum við að hyggja vandlega." — Þú segir að sjálfstæði okkar sé fólgið í varðveislu íslenskrar Baldur Jónsson, forstöóumaóur íslenskrar mólstöóvar. inn? Mörg hugtök liggja einnig til úrlausnar í tengslum við umhverfís- málin. Við komumst bara svo lítið áfram vegna ijárskorts.“ Baldur segir, að kveikjan að Mál- ræktarsjóði hafí verið fjárskortur þeirra sem voru að starfa að sérhæfð- um orðasöfnum, en fengu hvergi styrkveitingar. „Enginn sjóður var til í landinu, sem þjónaði þessari starfsemi, — hún féll ekki undir rann- sóknir, Iistir né vísindi.“ Á 25 ára afmæli íslenskrar mál- nefndar, vorið 1989, þegar spurðist að hafínn væri undirbúningur að stofnun málræktarsjóðs, fóru fram- lög að berast. Sænska akademían reið á vaðið, kom í heimsókn um sumarið og afhenti íslenskri mál- nefnd 100 þús. sænskra króna stofn- framlag til væntanlegs málræktar- sjóðs. í skipulagsskrá Málræktarsjóðs frá 1991 segir, að meginmarkmið hans sé að beita sér fyrir og styðja hverskonar starfsemi til eflingar ís- lenskri tungu og varðveislu hennar. Markmiðum sínum hyggst Málrækt- arsjóður ná með því að sinna eftir- töldum verkefnum: Að styrkja fjár- hagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu; starf orðanefnda; útgáfu handbóka um málnotkun, kennslu- efnis í íslensku og orðabóka; veita viðurkenningar fyrir málvöndun og málrækt; styrkja hvers konar fram- tak sem verða má til þess að mark- miðum sjóðsins verði náð. í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins hafa þeir Ingi R. Helgason, Ottó A. Michelsen og Ólafur B. Thors ákveðið að beita sér fyrir söfnun frjálsra framlaga í sjóðinn. Enn frem- ur segir Baldur, að sú hugmynd hafí verið rædd við forystumenn þjóðar- innar, að ríkisvaldið styrki sjóðinn með myndarlegu hátíðarframlagi í tilefni þessa merkisafmælis lýðveld- isins. „Ollu þarf að fylgja eftir og þess vegna var farið út í þetta kynning- arátak,“ segir Baldur. „Stjóm Mál- ræktarsjóðs vill stefna að því að höf- uðstóll sjóðsins verði kominn í 100 milljónir kr. á 50 ára afmæli lýðveld- isins 17. júní 1994. Mín hugmynd var sú, að frá stjómvöldum kæmu 50 milljónir króna sem jafngiltu einni milljón á ári í sögu lýðveldisins. Þá væru stjórnvöld búin að gera það sem ætlast væri til af þeim.“ Að sögn Baldurs á höfuðstóllinn að standa óskertur, en leyfílegt að nota vextina í styrkveitingar. Hann segir að hingað til hafi allar stjómir sjóðsins verið til bráðabirgða og að- eins haft það hlutverk að safna fé. í ár muni aðalfundur Málræktarsjóðs kjósa fyrstu stjómina sem situr fullt skipunartímabil, það er fjögur ár. Islensk málnefnd, íslensk málstöð og Málræktarsjóður. Allt þetta til varðveislu og eflingar íslenskri tungú. — En hver er staða íslenskunnar? — Er íslensk tunga á undanhaldi? Við ræðum um breyttan framburð, hve erfitt sé að skilja mörg ung- menni. Afturför í lestrarkunnáttu. Afturför í skiiningi á almennum orðatiltækjum. Hve oft málsháttum sé brenglað. Hve oft megi heyra málvillur í almennri málnotkun. Baldur segir að málstöðin sé lítið á þessum vettvangi. „Okkur er ekki ætlað að skipta okkur beint af skólunum, en það er ljóst að vandi þeirra er mikill. Kannski höfum við ekki beitt áhrifum okkar sem skyldi, málnefndin þyrfti að vera öflugri, hafa meiri fjárráð. Mér fyndist til dæmis fara vel á því að íslensk málstöð fengi þó ekki væri nema eina nýja stöðu í tilefni af tíu ára afmæli sínu í byijun næsta árs! Málið er svo oft tengt því sem horfíð er. Oft hrökkva menn við steinhissa, skilja ekki hvað við er átt, þegar sagt er til dæmis „að hafa bæði töglin og hagldirnar". Fræðsla um þennan menningarheim er geysi- lega mikilvæg. Sá sem getur ekki lesið Brennu-Njálssögu, getur ekki heldur lesið Morgunblaðið sér að gagni. Það er nauðsynlegt að þekkja ávísanir málsins á þann menningar- eða hugarheim sem lifað er í hveiju sinni. Við þurfum að þekkja söguna. Sá sem þekkir hana ekki veit til dæmis ekki hvort okkur er að fara fram eða aftur. Ég óttast, að við vitum ekki nógu vel hver er styrkur okkar og veikleiki.“ — Hver erum við? „Eins og ég sagði, óttast ég að íslendingar hafí vanrækt fræðslu um sjálfa sig. Hætt er við að útlendingar geti logið okkur fulla, ef við höfum ekki gagnrökin á reiðum höndum. Sá sem er ófróður getur ekki tekið á móti rökum fávísra manna. Mörg okkar trúa því að Islending- ar séu einangraðir, en ég spyr — voru það kannski einangraðir bænd- ur sem skrifuðu íslenskar fombók- menntir, ekki aðeins sína sögu heldur einnig þjóðanna í kringum sig? Nei, ef nokkur þjóð er ekki einangruð, þá eru það íslendingar, hef ég oft sagt. Umheimurinn er miklu einangr- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.