Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hótel- rekstrarnám í Sviss 2ja ára háskólanám sem lýkur með próf- skírteini. Háskólagráða (Sviss/Bandaríkin). (1 ár í Sviss/ 1 ár í Bandaríkjunum). Svissnesk/bandarísk háskólagráða (7-8 annir). Framhaldsnám sem lýkur með prófskír- teini (1 ár). Öll kennsla fer fram á ensku. HOTEL CONSULT SHCC COLLEGES, CH-1897 Le Bouveret, Sviss. Sími (+41) 25 81 38 62 eða 81 30 51. Fax. (+41) 25 81 36 50. 0 ASIMMETRIA O Glæsilegasta úrval matarstella á iandinu. Kristalsglös, hnífapör, gjafavörur. Brúðhjónalistar og gjafakort. þegíir þú gef/ir gjöf Laugavegi 52, sími 91-624244 Hólaskóli, Hólum íHjaltadal Fiskeldisnám Áhugaverð framtfð Hefur þú áhuga á fiskeldi? Á Hólum er boðið upp á hagnýtt og metnaðarfullt nám. ★ Á Hólum eru stundaðar leiðandi rannsóknir í fisk- eldi og kynbótum laxfiska. ★ Á Hólum er miðstöð rannsókna í bleikjueldi. ★ Á Hólum eru fagmenntaðir og reyndir kennarar. Áhersla er lögð á: ★ Seiða- og matfiskeldi. ★ Líffræði og lífeðlisfræði laxfiska. ★ Vistfræði laxfiska og vatnakaerfa. ★ Eldi sjávardýra. ★ Slátrun og markaðssetningu. Nemendur þurfa að hafa lokið a.m.k 65 einingum úr framhaldsskóla eða að viðkomandi sé orðin 25 ára. Möguleiki er að útskrifast sem stúdent frá Hólum. Auðsótt er að fá nánari uppiýsingar á skrifstofu Hólaskóla, sfmi 96-39562 eða fax 96-36672. Umsóknarfrestur er til 10 júní 1994 ★ Hólaskóli í fallegu umhverfi á góðum stað ★ úr glasfiber Með öllum búnaðl í/erð 6 metra kr. 24.450.- 7metrakr.26.670,- 8 metra kr. 28.820.- ui VA < z '< u. < cc < TRANAVOC11 -2 SÍMI 682850 4 FAX 682856 \A HÓTELIÐ 9SMÁ HJEM Vika í Kaupmannahöfn með eigin baðherbergi og salerni, sjón- varpi, bar, ísskáp og morgun- mat, sameiginlegu nýtísku eld- húsi og þvottahúsi. Allt innréttað í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu verði viö 0sterport st. Við byggjum á því að leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan eropin daglega kl. 9-17. Verð fyrir herbergi: Eins manns.....1.764 dkr. á viku. Eins manns......325 dkr. á dag. Tveggja manna..2.415 dkr. á viku. Tveggja manna...445 dkr. á dag. Morgunmatur er innifalinn í verðinu. Hótel-íbúðir með séreldhúsi, baðherbergi og salerni og að- gang að þvottahúsi. Eins herbergis ibúð, sem rúmar einn, 1.764 dkr. á viku. Eins herbergis ibúð, sem rúmar tvo, 2.415 dkr. á viku. Tveggja herbergja íbúð. Verð á viku.......3.164 dkr. Tveggja herbergja íbúð. Hótel-íbúð sem rúmar fjóra. Verð á viku............3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. í okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kebenhavn N. 2 herbergja hótel-íbúðir sem rúma þrjá. Með sturtuklefa...2.198 dkr. 3 herbergja............3.990 dkr. Sendum gjarnan upplýsingabækling. HOTEL9SMÁ HJEM, Classensgade 40, DK-2100 K0benhavn O. Sími: (90 45) 35 2616 47 Fax: (90 45) 35 4317 84 LISTER Þýskur söngmáti TÖNLIST íslenska óperan SÖNGUR OG PÍANÓ. Haukur Páll Haraldsson bariton, Jónas Ingimundarson píanó. 5. maí 1994. ÞAÐ SKAL viðurkennt að píanóútdrættir úr óratóríum Hándels og Bachs eru oft vand- ræðalegir á píanóið og oftast illspi- landi, maður nennir ekki að æfa þá, þeir þurfa óeðlilega mikla æf- ingu og hljóma þó aldrei vel, þolan- legast er að lesa þá bara af blaði. Stundum væri jafnvel gáfuleg- ast að spila aðrar nótur en þær sem á blaðinu standa, en þá er að hitta á þær réttu nótur og það er kannski aðeins gefið mönnum eins og Victor heitnum Urbancic, sem lék slíka hluti meistaralega. Við Jónas vitum báðir að þetta er ekki einfalt mál og erum áreið- anlega sammála um að fyrir svona alvarlega konserta ætti maður að setjast niður og æfa aðra hvora leiðina þá réttu eða þá röngu, sök- in bitnar nl. á söngvaranum, sem venjulega trúir því að mistökin séu honum að kenna, við sitjum hvít- þvegnir á píanóstólnum. Líklega bitnaði þetta svolítið á framhaldinu hjá söngvaranum, Bergljót Laxdals er ekki vínarvals, verður innihaldslaus í þessu tempói og kitlar aðeins valsatend- ensinn í áheyrandanum. Á líkan hátt náði Jarpur skeiðar ekki spor- inu, einhver tilbúin túlkun varð ofaná. Besta meðferð íslensku lag- anna fengu Ferðavísur Helga Páls- sonar. Að loknu námi á íslandi hefur Haukur Páll lært í þýsku- mælandi löndum og því eðlilegt að söngmáti hans sé þýskur, ef hægt er að nota það hugtak. Vafasamt er einnig hvort hægt er að tala um fallega eða ekki fallega söngrödd, fallegust er röddin kannski þegar tæknin er orðin örugg og hnökralaus og tón- listarþroski mannsins náð fullorð- insárum. Hvorugt hefur enn náð algjörri fótfestu hjá Hauki, röddin er hljómmikil, stundum nokkuð sár og sú spurning hlýtur að veltast fyrir honum hvort hann sé óvenju hár baritón, verðandi Wagner- tenór eða kannske óperettubari- tón, en hann hefur gott sviðsútlit og virðist geta leikið. Haukur á til að syngja óhreint, sem sjálfsagt er því að kenna að röddin situr ekki alltaf alveg á réttum stað. Lögin úr Schwanegesang söng Haukur misvel, stundum dýpt í innihaldi, eins og t.d. í Die Stadt, en oft velur Haukur of hröð tempó sem hjálpa ekki innihaldinu. Benjamín Britten-lögin söng Haukur skemmtilega og Mozart- aríuna úr „Cosi“ í stíl, en kom manni svo á óvart með aríu Posa úr Don Carlos og síðast prologus- inum úr Pagliacci. Haukur er spennandi efni, hann þarf að finna eðlilega heimahaga raddarinnar og vonandi lætur hann ekki þýsku óperuintendant- ana sprengja í sér röddina. Jónas átti eftir að bæta fyrir aríuna eftir Bach. Ragnar Björnsson Vottónleikar Tónlist- arskólans í Keflavík RÖÐ vortónleika Tónlistarskólans í Keflavík hófst um síðustu helgi. Þá léku strengj anemendur í göngugötunni á Flughóteli. í dag sunnudag munu eldri og lengra komnir nemendur leika og syngja á tónleikum á Flughóteli. Hefjast þeir kl. 20.30. Miðvikudagskvöldið 11. maí mun Lúðrasveit skólans halda sína árlegu vortónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju og laugardaginn 14. maí verður skólanum slitið í Fé- lagsbíói. Nemendur tónlistarskól- ans í vetur hafa verið tæplega 250 og kennarar 26. í lok maí mun Lúðrasveit skólans síðan halda í tónleikaferð til Frakklands. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víhara samhengi! Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins (Rf) og Aflanýtingarnefnd sjávarútvegsráðuneytisins (ANN) óska eftir samstarfi við fyrirtæki um þróun nýrra eða endurbættra matvæla sem eru að uppistöðu til fiskmeti. Gert er ráð fyrir að afurðirnar henti til útflutnings. Rf og ANN munu greiða allt að 40% af heildarkostnaði einstakra verkefna, þó að hámarki 2,5 milljónir króna í hvert verkefni. Þeir aðilar eða fyrirtæki, sem áhuga hafa á þátttöku í Vöruþróunarverkefni Rf og ANN, þurfa að leggja inn umsóknir til Rf fyrir 15. júní 1994. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá verkefnisstjórum, Sveini Víkingi Árnasyni og Guðmundi Stefánssyni á Rf, Skúlagötu 4, í síma 91-620240. Vöruþróunarverkefni Rf og ANN fór af stað sumarið 1993. Þá bárust átta umsóknir og þrjú verkefni hlutu styrk. f einu þeirra er unnið að nýtingu rækjuhrogna, framleidd hafa verið sýnishorn af rækjuhrognakavíar og send á markaði erlendis. Hin tvö verkefnin eru skemur á veg komin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.