Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 120. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kigali, höfuðborg Rúanda, um það bil að falla Um hálf milljón manna á flótta Genf, Kigali. Reuter. sem mynduð var eftir að Juvenal Habyarimana forseti var drepinn 6. apríl, flúðu höfuðstöðvar stjórnar- innar i grennd við Gitarama á sunnu- dag vegna sóknar uppreisnarmanna. Grafin lifandi Sjúkrahús Rauða krossins í mið- borg Kigali er yfirfullt af sjúkling- um. Þeirra á meðal er 29 ára kona, sem var grafin lifandi í fjöldagröf ásamt ijölskyldu sinni. Konan lá í einu horni sjúkrahússins og stundi í, sífellu: „Ég vil lifa, ég vil lifa“. „Þeir settu fólkið ofan í holu, kon- una og fjölskyldu hennar, og lokuðu henni síðan, en fyrir einhvers konar kraftaverk gat hún andað,“ sagði hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu, sem taldi að konan hefði legið í gröfinni í 24-36 kiukkustundir. „Vandamálið er að allur líkaminn er illa bólginn vegna þrýstingsins frá líkum sem hún lá undir. Hún opnaði augun í dag en hefur enga tilfinningu í fót- unum.“ UM hálf milljón hútúa er nú á flótta vegna sóknar uppreisnar- manna í Rúanda og er innlyksa í grennd við bæinn Gitarama, að sögn talsmanna Rauða krossins í gær. Flóttamennirnir eru flestir frá höfuðborginni, Kigali, en koma einnig frá suðurhluta landsins. „Ástandið er orðið mjög alvar- legt,“ sagði Tony Burgener, tals- maður Rauða krossins. „Mjög erfitt er að bregðast við slíku ástandi. Matvæli og vatn eru af skornum skammti og heilbrigðisástandið er mjög slærnt." Rúm milljón Rúandabúa hefur flú- ið til nágrannaríkjanna og talið er að hálf milljón manna hafi beðið bana í stríðinu sem blossaði upp 6. apríl. Barist var í höfuðborginni í gær og var búist við að uppreisnar- herinn, sem er aðallega skipaður tútsum, næði borginni á sitt vald bráðlega. Fulltrúar stjórnarhersins og upp- reisnarmanna efndu í fyrsta sinn til viðræðna í Kigali í gær til að freista þess að semja um frið. Flestir ráð- herranna í bráðabirgðastjórninni, Fólk á flótta. Konan er með barnið sitt í fanginu en mað- urinn með Maríustyttu. Reuter „ Gúlagið“ áritað SOLZHENÍTSYN var enn i gær í Vladívostok þar sem hann áritaði meðal annars bók sína um „Gúlag-eyjaklasann“. Vill ekki póli- tískt embætti Vladívostok. Reuter. RÚSSNESKA skáldið Alexander Solzhenítsyn sagði um helgina, að í Rússlandi væri „gervilýðræði“ og þar hefðu engar umbætur átt sér stað enn sem komið væri. Þá kvaðst hann aldrei mundu gegna póli- tísku embætti, heldur reyna að beita sér fyrir andlegri endurfæðingu þjóðarinnar með öðrum hætti. Reynt að myrða leiðtoga Tsjetsjníju Rússar sakaðir um árásina á forseta landsins Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Tsjetsjníju í Kákasusfjöllum sökuðu í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa reynt að ráða forseta héraðsins af dögum og haldið uppi reglulegri hryðjuverkastarfsemi gegn héraðinu. Routor Fagnað með blómum Að sögn rússnesku fréttastof- unnar Interfax gaf utanríkisráðu- neytið í Tsjetsjníju út yfirlýsingu þar sem Rússar eru sakaðir um sprengjutilræði gegn forsetanum, Dzhokhar Dúdajev, á föstudags- kvöid. Dúdajev slapp þá naumlega þegar öflug sprengja sprakk í bif- reið hans og varð þremur mönnum að bana, innanríkisráðherranum, lögreglustjóra og bílstjóranum. Bifreiðin þeyttist tíu metra út af veginum en Dúdajev slapp ómeidd- ur. Segjast ekki munu svara í sömu mynt „Þetta er nýjasta hermdarverk- ið af hálfu rússneskra sérsveita í þriggja ára sögu ríkis Tsjetsjníju,“ sagði í yfirlýsingunni. „Yfirvöld í Tsjetsjníju munu ekki undir nokkr- um kringumstæðum grípa til hryðjuverka í hefndarskyni.“ Rússneska utanríkisráðuneytið segir þessa ásökun „algjöran til- búning sem jaðrar við fáránleika". Yfirvöld í Tsjetsjníju, sem er í norðanverðum Kákasusfjöllum, lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið 1990 en það hefur ekki feng- ið viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. Dúdajev hefur sakað Rússa um að hafa sett viðskipabann á héraðið til að kúga það til undir- gefni. Viðræðum við Jeltsín vísað á bug Rússneska stjórnin hefur að undanförnu reynt að draga úr spennunni, án þess þó að viður- kenna aðskilnaðinn. Háttsettur embættismaður í Moskvu hefur sagt að Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti kunni að efna til viðræðna við Dúdajev en í yfirlýsingu stjórn- valda í Tsjetsjníju var því hins vegar vísað á bug og sagt, að aðeins væri um að ræða lið í blekk- ingarstarfsemi stjórnarinnar í Moskvu. „Stjórnvöld í Rússlandi hafa mörg orð um lýðræði á sama tíma og þau vinna skipulega að því að grafa undan fullveldi Tsjetsjníju,“ sagði í yfirlýsingunni ÍSRAELAR létu lausa í gær uokkur hundruð Palestínumenn, sem setið hafa í ísraelskum fang- elsum, og var þeim fagnað með blómum þegar þeir komu heim til sín í Jeríkó og Gaza þar sem myndin var tekin. Var um að ræða fyrstu fangana, sem fá frelsi eftir að Palestínumenn tóku við stjórii eigin mála. „Ég neita að viðurkenna, að hér hafi átt sér stað einhveijar umbæt- ur. Umbætur felast í úthugsuðum aðgerðum en því er ekki til að dreifa í þessu landi,“ sagði Solzhenítsyn á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kvað það sitt hlutverk að vinna að andlegri endurfæðingu þjóðarinnar en lagði áherslu á, að af henni yrði ekki fyrr en Rússar hefðu komið á lýðræði, sem byggðist á rússneskum hefðum og gildum. „Rússar verða að losa sig við þá grillu, að þeir þurfi aðeins á sterkum leiðtoga að halda." Solzhenítsyn neitaði að tjá sig nokkuð um Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og hlustaði þegjandi á heillaóskaskeyti frá honum en Alex- ander Rútskoj, einn helsti fjandmað- ur Jeltsíns, sagði í viðtali við sjón- varpsstöð, að hann teldi Solzheníts- yn standa næst stjórnarandstöðunni. -----------»" ♦.♦--- Ungverjaland Sósíalist- ar sigra Búdapest. Reuter. SÓSÍALISTAR unnu mikinn sigur í síðari umferð þingkosninganna í Ungverjalandi á sunnudag og hafa nú hreinan meirihluta á þingi. Sigur þeirra er rakinn til óánægju al- mennings með bág kjör. Sósíalistaflokkurinn fékk sam- tals 209 þingsæti af 386 en næst þeim kom Bandalag fijálsra detnó- krata með 70 þingsæti. Alls eru þingflokkarnir átta. Það voru um- bótasinnaðir kommúnistar, sent stofnuðu Sósíalistaflokkinn 1989. Hafa þeir afneitað marxisma og vilja, að Ungverjar gangi í Evrópu- sambandið og NATO. ■ Sósíalistar með/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.