Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagt til að þorskaflinn á næsta ári verði ekki meiri en 130.000 tonn Þýðir milljarða króna tekju- missi verði aflinn ekki meiri FISKIFRÆÐINGAR Hafrannsókna- stofnunar leggja nú til að þorskaflinn á næsta fiskveiðiári fari ekki yfir 130.000 tonn. Aldrei fyrr hefur verið lagt til að svo lítið af þorski verði veitt á íslandsmiðum, en fara þarf aftur til fyrri heimsstyijaldar til að finna tíma þegar svo lítið eða minna hefur veiðzt. Nú er áætlað að þorskaflinn á þessu ári fari í allt að 190.000, en svo lítill hefur þorskaflinn ekki orðið síðan í síðari heimsstyijöldinni. Verði farið að tillögum fiskifræðinga þýðir það um 6 milljarða tekju- missi við þorskveiðar, vinnslu og útflutning, miðað við 60.000 tonna niðurskurð. Lögð er til aukin veiði á síld og loðnu og bætir það stöðuna nokkuð. Hafrannsóknastofnun metur stöðu veiði- stofns og hrygningarstofns þorsksins í sögu- legu lágmarki og báðir stofnarnir minnki við 190.000 tonna veiði. Við 160.000 tonna þorskveiði á ári standi hrygningarstofninn í stað, en veiðistofn aukizt lítillega, en við 130.000 tonna markið náist að stækka bæði hrygningar- og veiðistofn. Fiskifræðingarnir leggja til sama ýsuafla og nú er leyfilegt að taka, 65.000 tonn, en 15.000 tonna niðurskurð á ufsaveiðum eða alls 70.000 tonn og 25.000 tonna samdrátt í veiðum á karfa, en nú er leyfilegt að taka 90.000 tonn af honum. Á móti er lagt til að veidd verði 150.000 tonn af úthafskarfa, en aflahámark fyrir hann hefur ekki verið lagt til áður. Þá er ráðlagt ekki verði veitt meira en 25.000 tonn af grálúðu, en kvótinn er nú 30.000 tonn. Lögð er til 14.000 tonna veiði af steinbít, 10.000 tonn af skarkola, 6.000 af keilu og 120.000 tonn af síld, sem er aukning um 9.000 tonn. Upphafkvóti á loðnuveiðum fyrir tímabilið júlí til og með nóvember er 950.000 tonn. Lögð er til 2.200 tonna veiði á humri, 5.700 tonna veiði á inníjarðarrækju, 45.000 tonn af rækju á djúpslóð og 10.200 tonna veiði á hörpudiski. Séu tillögur um botnfiskafla teknar sam- an er lagt til að veidd verði 385.000 tonn af 8 fiskitegundum, en aflamark fyrir sömu tegundir er nú um 470.000 tonn, en reiknað er með að þorskveiðin fari um 25.000 tonn fram úr aflamarkinu vegna veiða smábáta, línutvöföldunar og flutnings á kvóta milli ára. Það er því ljóst að verið er að legga til niðurskurð á botnfiskafla á íslandsmiðum upp á rúm 100.000 tonn frá því, sem leyfi- legt er að veiða nú og líkur eru á að veiðist. Aflahámarkið á úthafskarfa, 150.000 tonn, skiptist á milli þeirra þjóða, sem þær veiðar stunda, en á síðasta ári varð úthafs- karfaafli okkar um 23.000 tonn og eru mikl- ar líkur á því að hlutur okkar úr honum verði mun meiri nú, enda sókn í karfann mikil. Loðnuaflinn á síðasta ári var 1.180.000 tonn, en leyfilegur afli var 1.250.000 tonn. Nú er gert ráð fyrir að loðnuafli verði 1.400.000 til 1.450.000 tonn en upphafsk- vóti hefur verið ákveðinn 950.000 tonn fyr- ir tímabilið júlí til og með nóvember. Hlutur okkar úr loðnukvótanum er 78% eða 1.131.000 tonn miðað við efri mörk veið- anna og hefur aldrei komið svo mikið í okk- ar hlut til þessa. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Erfitt að skerða þorskafla frekar „ÞVÍ ER ekki að leyna, að það er erfitt að skera þorskafla enn frek- ar niður. Aflinn hefur verið skorinn gífuriega niður á hveiju ári að undanförnu og það verður stöðugt erfiðara og reynir orðið mjög mikið á stjórnkerfið. Að hinu leytinu vitum við, að við stöndum frammi fýrir mikilli hættu og við verðum að ná því marki að geta stækkað veiðistofninn. Það er jafnframt ljóst að hrygningarstofninn má ekki minnka,“ segir ÞQrsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um tillögur fískifræðinga Hafrannsóknarstofnunar og um 130.000 tonna há- marksafla á þorski á næsta fískveiðiári. í tillögum fiskifræðinga kemur fram, að verði veidd 190.000 tonn á næstu tveimur árum muni veiði- stofn, sem nú er í sögulegu lág- marki, um 590.000 tonn, nánast standa í stað, en hrygningarstofn minnka, en hann telzt nú 235.000 tonn. Við 160.000 tonna veiði mun veiðistofn vaxa en hrygningarstofn standa í stað, en við 130.000 tonna markið verði veiðistofn kominn upp í 770.000 tonn árið 1997 og hrygn- ingarstofn í 300.000 tonn. „Ákvörðun um heildarafla liggur ekki fyrir, en ég stefni að því að hraða henni. Ég get ekkert um það sagt nú hveijar líkur eru á því að ekki verði heimilaðar veiðar nema á 130.000 tonnum á næsta ári. Það eru vissulega miklir erfiðleikar á að skera meira niður, en það væri mikil áhætta í því fólgin að horfa alveg framhjá hinum köldu stað- reyndum sem við okkur blasa. Auðvitað hefur niðurskurður á þor- skafla heilmikil efnahagsleg áhrif, en á móti kemur að margt annað í hafínu er í góðu horfi. Við reikn- um með góðri loðnuvertíð. Við get- um reiknað með mikilli rækjuveiði, þannig að það eru ýmsir jákvæðir þættir líka,“ segir Þorsteinn Páls- son. Kristján Ragnarsson Alvarlegt ástand sem taka verður tillit til „VIÐ ERUM sammála um að þetta sé svo alvarlegt ástand að það verði að taka tillit til þess,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Þetta kemur okkur ekki á óvart sem höfum fylgst með. Þessir árgangar í þorski undan- farin átta ár hafa verið langt undir meðaltali áranna þar á undan. Við erum komin niður í lágmark þess sem nokkurtíma hefur þekkst við íslandsstrendur síðan fiskveiðar hófust hér að einhveiju marki,“ sagði Kristján. „Það mótast af því að sóknin hefur verið of þung sam- fara því að aðstæður hafa verið okkur óhagstæðar. Verst er að vita ekki hvað veldur þessu.“ Spurning- in væri hvort hrygningarstofninn væri of lítill eins og Hafrannsókna- stofnun óttaðist. Jafnvel þó að góð- ir árgangar hafi komið úr litlum hrygningarárgangi væri miklu al- gengara að stór hrygningarár- gangur gæfi betri nýliðun. Kristján sagði að taka yrði tillit til ástandsins en það væri erfítt, þar sem Aiþingi hefði á síðustu dögum þingsins samþykkt að taka frá 20 þúsund tonn fyrir trillubáta og 17 þúsund tonn fyrir línubáta. Þá væri ekki mikið eftir fyrir allan togara- og bátaflotann ef farið yrði að tillögum Hafrannsóknastofnun- ar um 130 þúsund tonn. „Að mínu mati er þetta ekki hægt,“ sagði hann. „Það er svo yfírgengilega ósanngjamt að gera einum að taka þátt I þessum erfiðleikum á meðan annar á að sleppa og fær að njóta þess sem hann hefur best gert undanfarin ár á sama tíma og aðr- ir eru skertir. Við erum hér í öng- stræti og mjög erfitt um vik en ég legg áherslu á að ástandið er alvar- legt og full ástæða tíl að taka tillit til þess.“ Kristján benti á að í fyrsta sinn væri gert ráð fyrir verulegum nið- urskurði á karfaveiðum eða úr 90 þúsund tonnum í 65 þúsund tonn. Það væri vegna alvarlegs ástands á gullkarfastofni sem er annar tveggja karfastofna hér við land og talið er að sé í mikilli hættu. 1.600 tonn 1.400 ’ 1.200 Stærð þorskstofnsins 1980-1995 og áhrif mísmunandi afiahámarks á áætlafia stærð hans 1998-1997 Veiðistofn Hrygningarstofn 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 Jakob Jakobsson, Hafrannsóknastofnun Tillögnnum sjaldan fylgt „REYNSLAN segir okkur að sjaldan sé farið að tillögum okkar. Eg vil því ekkert fullyrða um það hvort svo verði gert nú. Þetta er I höndum sjáv- arútvegsráðherra og ríkisstjómar- innar og ákvörðunar þaðan er að vænta innan skamms," segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur einnig komizt að sömu niðustöðu um heildarafla af þorski hér við land, enda er ákvörðun þess byggð á sömu gögnum og Hafrannsóknastofnun byggir niðurstöðu sína. Jakob segir, að þrátt fýrir að trillukarlar séu að fá góðan afla víða um land geti það alveg komið heim og saman við slaka stöðu þorsksins. Þótt veiðistofninn sé í sögulegu lágmarki í um 590.000 tonnum sé það náttúrulega töluvert af fiski. Það sé því ekkert óeðlilegt að það sé góð þorskveiði einhvers staðar. Ætli menn sér að byggja stofninn upp { stað þess að stofna honum í hættu sé nauðsynlegt að takmarka veiðina, enda hafí alltaf verið veitt meira hin síðari ár, en fískifræðingar hafi lagt til. Þá bend- ir hann á, að síðan árið 1985 eða í samfellt 9 ár hafi þorskárgangar verið lélegir og allir undir meðallagi. Af því hljóti þróun þorsksstofnsins að mótast næstu árin. ----» ♦ ♦--- Arthur Bogason Ófullkomin vísindi „ÞAÐ ER til miklu meira af þorski en fiskifræðtngarnir 'segja. Eg er sannfærður um að þeir eru ekki með rétta mælingu á þorskstofninum. Ég er ekki ekki að segja að stofninn sé í einhverri metstærð, en það fer fjarri því að hann sé í einhverri útrýming- arhættu,“ segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábátaeig- enda, um tillögur fískifræðinga um 130.000 hámarksafla af þorski. „Ég tek það ekki í mál að svo iila sé komið fyrir þorskstofninum. Ég er með fréttir frá trillukörlum um allt land sem segjast ýmist vera í vandræðum vegna mikils þorsks í afla eða að þeir séu að veiða mjög vel af þorski. Það gengur bara ekki upp, fyrst það eru svona fáir þorskar eftir, að góð veiði sé umhverfís allt land. Fiskifræðingarnir virðast fá útkomuna tvo þegar þeir leggja sam- an tvo og tvo, en út úr því dæmi fæ ég fjóra. Þessi niðurstaða fískifræð- inga staðfestir það eitt, að þessi vís- indi eru afar ófullkomin og eiga langt í land með að verða raunhæf miðað við aðstæður," segir Arthur. ♦ ♦ ♦ Þórður Friðjónsson, Þjóðhagsstofnun Akvörðun ekki tekin „VIÐ verðum að hafa það í huga að þetta eru tillögur," sagði Þórður Frið- jónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Ákvörðun um hámarksafla hefur ekki verið tekin.“ Þórður sagði, að verið væri að kanna hvaða áhrif tillögur Hafrann- sóknastofnunar hefðu á afkomu þjóð- arbúsins ef eftir þeim yrði farið. Hafa bæri í huga að á síðasta ári ráðlögðu fískifræðingar að veidd yrðu 150 þús. tonn en endanleg ákvörðun um hámarksafla það ár stefndi á 165 þús. tonn. Horfur væru nú á að aflinn yrði um 180 þús. tonn. „Það er kannski ekki mikið gagn af að spá mikið í spilin fyrr en stjórn- völd hafa mótað afstöðu sína til þess hvemig aflamarki verði háttað á næsta ári,“ sagði hann. Óskar Vigfússon Eigum ekki annarra kosta völ „OKKAR afstaða hjá sjómannasam- bandinu gagnvart ráðleggingum fiskifræðinga hefur verið í gegnum árin að okkur bæri að fara eftir þeim þó að það hafí að sjálfsögðu áhrif á afkomu sjómanna," sagði Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands. „Þetta hefur ekki eingöngu áhrif á afkomu sjómanna heldur allrar þjóðarinnar,“ sagði Óskar. „En við ætlum að lifa áfram hér í þessu landi og okkar stefna hefur verið sú að reyna að koma í veg fyrir að við verðum fyrir meiriháttar áföllum vegna ástands fískistofna. Við mun- um að sjálfsögðu sætta okkur við þær tillögur sem gerðar verða í sam- ræmi við afstöðu fískifræðinganna. Við eigum ekki annarra kosta völ.“ -----».. » »--- Arnar Sigurmundsson Trúiað ráðherra bæti við „ÉG HEF tæpast trú á að farið verði að þessum tillögum hvað varðar þorskaflann,“ sagði Arnar Sigur- mundsson formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. „Ég hef þá trú að ráðherra muni bæta þar einhveiju við, þar sem þetta er svo lág tala.“ „Því er ekki að neita að margir í sjávarútvegi áttu von á að tillögurn- ar yrðu í þessa veru,“ sagði hann. „Ég neita því ekki að þorskniður- skurðurinn er heldur meiri i þeirra tillögum heldur en við gerðum ráð fyrir. Það er alveg ljóst að tillögur um 130 þús. tonn og með þeim nýju fískveiðistjórnarlögum sem taka gildi í haust þá þýðir þetta verulegan sam- drátt á næsta fiskveiðiári." Arnar sagði að sjávarútvegurinn þyldi einfaldlega ekki þessa skerð- ingu kæmi hún öll til framkvæmda. „Við verðum að hafa í huga að einn- ig er verið að skera niður karfaafl- ann en sem betur fer eru einnig ljós- ir punktar í ýmsum öðrum tegundum á móti,“ sagði hann. „Við höfum ekki reiknað út hver áhrifin verða á einstakar greinar í sjávarútvegi. Við komum sennilega til með að bíða eftir úrskurði ráðherra, sem hlýtur að liggja fyrir fljótlega."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.