Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stórstúku- og unglingaþing IOGT Unglingaregluþing verður sett í Templarahöllinni miðvikudaginn 1. júní kl. 10.00. Stórstúkuþing hefst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30. Stórstúka íslands. JMmiptitHb&ft - kjarni málsins! LISTIR Morgunblaðið/Þorkell MOTETTUKOR Hallgrímskirkju. Að syngja fyrir þjóðir TÓNLIST Hallgrímskirkja MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU Verk eftir Schiittz, J.S. Bach., Mess- iaen, Briickner, Poulenc, sálmar eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og Jón Hlöðver Áskelsson og frum- flutt kórverkið Óður til kærleikans, eftir Pál P. Pálsson. Sunnudagnrinn 29. maí 1994. ÞRÓUN tónlistar hér á landi ber sams konar einkenni og sjá má í sögu tónlistar í Evrópu, allt frá 16. öld og einkennið er, að sönglist nær hér þroska, nokkru fyrr en hljóð- færaleikur. Þetta á bæði við um tón- flutning og tónsköpun, fyrst með kórum og síðan einsöngvurum. Við höfum í dag ágæta kóra allra aldurs- hópa, sem hafa sungið fyrir þjóðir og einsöngvararnir okkar eru enn að nema lönd, með glæsilegum söng sínum. Tónskáldin áttu þar vettvang fyrir sköpun sína og því eru til ágæt tónverk fyrir kóra og til einsöngs. Þróun hljóðfæraleiks tekur þar við sem vissu hámarki hefur verið náð og fyrst fór starf hljóðfæraleikara að miklu ieyti í það að byggja upp sinfóníuhljómsveit, sem nú er orðinn veruleiki og að því marki náðu, tók einleikarahópurinn að stækka út frá fáum einstaklingum, sem fyrst reyndu sig í kammertónlist, er nú stefnir til afreka á sviði einleiks. Tónskáldin fylgja í fótspor hljóð- færaleikaranna og semja verk sín með hliðsjón af þeim vexti, sem ein- kennir þróttmikið starf tónlistar- mannanna, sem ef til vill á eftir að rísa hæst í flutningi óperuverka, en á því sviði er enn ýmislegt ógert, bæði er varðar flutning og sköpun. Nú hefur vissu marki verið náð og þá rísa upp menn, sem gefa sig að tónlistaruppeldi almennings og þannig lokast þróunarhringurinn og verður þá fyrst hægt að tala um „standard" að saman fari góðir skól- ar og blómstrandi starfsvéttvangur. Mótettukórinn er orðinn frábær kór og það sem þó gleður mest, er að enn bætir hann við sig, því auk tónfegurðar hefur hann náð meiri skerpu í hryn og hljómi og stjórnand- inn Hörður Askelsson er að ná því marki listamennskunnar, að vera óumdeilanlega frábær stjórnandi. Tónleikar Mótettukórsins hófust á tveimur afburða fögrum mótettum eftir Schutz og þar eftir mótettan Singet dem Herrn, eftir meistara J.S. Bach, sem er ótrúlega marg- slungið verk, hvað snertir raddferli og hljóm- og formskipan. Þrátt fyrir að kórinn væri tvískiptur var söngur hans bæði kraftmikill og hljómfagur en sakir mikillar endurómunar kirkj- unnar týndist flókið raddferlið að nokkru, þó greina mætti helstu átakslínumar. í þremur sálmalögum, eftir Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson og raddsetningu eftir Jón Hlöðver Askelsson, hjálpaði enduróman kirkjunnar við mótun fallegra blæ- brigða verkanna og sama má segja um fallegt tónverk Páls P. Pálsson- ar, sem hann nefnir Óðurinn til kærleikans og er samið við texta úr fyrsta Korintubréfi (13). Einsöng sungu Kristín Erna Blöndal, Guðrún Finnbjarnardóttir og Þorbjörn Rún- arsson, félagar í kórnum, og var söngur hinn ágætasti og segir það nokkuð til um stöðu söngfólksins í kórnum. Seinni hluta tónleikanna flutti kórinn sig um set og tók sér stöðu innst inni í altariskapellunni og þá minnkaði bergmálsómun kirkjunnar mjög mikið. Það hefði verið fróðlegt til samanburðar, að heyra mótettu Bachs sungna þar. Hvað um það, þá var söngur kórsins mjög góður í verkum eftir Messiaen (0 sacrum convivium), Brúckner, (Locus iste og Christus factus est) og Poulenc (Salve Regina og Exultate Deo). Margt gott hefur Mótettukórinn gert undanfarin ár, undir stjórn Harðar Áskelssonar, en tónleikarnir í Hall- grímskirkju sl. sunnudag eru með því fallegasta sem undirritaður hefur heyrt og ber þar að nefna Locus iste, sem oft hefur verið sungið, en var nú frábærlega vel sungið. Sú tónfegurð og mýkt, sem hefur verið aðalsmerki kórsins, kom sérlega vel fram í sálmalögunum íslensku og Salve Regina eftir Poulenc. Þó segja megi að þróun kórsöngs hafi náð vissu marki hér á landi er löng leið enn framundan í flutningi kórtónlist- ar og á því sviði hefur Mótettukórinn numið ný lönd og skapað sér stöðu sem framsækinn kór auk þess að leggja mikla rækt við eldri tónlist. Fyrir glæsilega frammistöðu kórs og stjórnanda, fylgja góðar kveðjur, með ósk um gott gengi í væntan- legri ferð kórsins að „syngja fyrir þjóðir" og góða heimkomu. Jón Ásgeirsson I I Sjáanlegur árangur eftir 15 daga ðu strax! Skólastjóri kveður Seyðisfirði. Morg-unblaðið. SEINNI hluti vortónleika Tónskólans á Seyðisfirði voru haldnir nú fyrir skömmu. Þar komu fram um 25 nemendur skólans, auk kennara og skólastjóra. Tónleikarnir að þessu sinni voru dálítið sérstakir fyrir þær sakir að vera þeir síðustu sem fara fram und- ir stjórn skólastjórans, Kristrúnar Helgu Björnsdóttur, sem nú lætur af störfum. Kristrún hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar síðan 1987 en hún lauk prófi úr blásara- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík sama ár. Skólinn hefur eflst mikið á þeim árum sem hún hefur starfað við hann og má meðal annars nefna hina stórgóðu Skóla- lúðrasveit Seyðisfjarðar, sem Kristr- ún hefur stjómað frá upphafi. Ekki má heldur gleyma því að hún er frá- bær flautuleikari og óhætt er að full- | yrða að sá sem hefur heyrt hana leika á þverflautu, gleymir því aldrei. Að loknum tónleikunum þakkaði ) Kristrún samborgurum og nemend- um samveruna og samstarfið og voru síðan flutt nokkur ávörp þar sem henni var sömuleiðis þakkað fyrir hönd nemenda, bæjarstjórnar og bæjarbúa allra og óskað velfarnaðar. Greinilegt var að Seyðfirðingar sjá á eftir henni til nýrra starfa með sökn- uði og mörgum tónleikagestum vökn- aði um augu þegar að kveðjustund- inni kom. Kristrún ætlar nú að flytj- ast til Reykjavíkur og hyggst leggja ) meiri stund á hljóðfæraleik í bland við kennsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.