Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994 33 Það var eins og kippt væri und- an mér fótunum þegar mér var sagt að amma væri dáin. Það er erfitt að horfast í augu við þetta ótímabæra andlát hennar. Að ég skuli aldrei eiga eftir að sjá hana og njóta ráðleggingar hennar er sárara en orð fá lýst. Við nöfnurn- ar áttum margar góðar stundir saman, enda ekki annað hægt því amma sá björtu hliðarnar á öllu. Amma var sífellt eitthvað að gera enda bar heimili ömmu og afa þess glögg merki. Að föndra eða sauma út var hennar líf og yndi, t.d. hafði hún mjög gaman af að búa til páska- og jóladót og kom oft færandi hendi. Eg minnist gleðistundanna hjá ömmu og afa um jólin og páskana. Þá var margt um manninn eins og amma vildi hafa það og geislaði af henni gleð- in. Mér er ofarlega í huga þegar amma varð 65 ára í mars sl. Þá tók ég smá forskot og fór með rós handa henni strax um morguninn og amma tók utan um mig og geislaði af gleði. Mamma bauð síð- an ömmu, afa og fjölskyldu í mat um kvöldið. Þá settumst við saman inni í herbergið mitt og ræddum um heima og geima, en uppáhalds umræðuefni okkar var föt, skart- gripir og ilmvötn. Enda vildi amma alltaf líta vel út. Við lofuðum hvor annarri að við skyldum fara saman í bæinn þegar hún væri búinn að fara í aðgerð og yrði orðin stálhress. Amma hafði sterkt aðdráttarafl og átti gott með að kynnast fólki, enda leið öllum vel í návist henn- ar. Þessi missir er okkur mikil sorg og mest fyrir afa sem hún hugsaði svo vel um og mátti ekki af henni sjá. Afi minn og allir aðrir ástvinir, ég veit að algóður guð mun hugsa vel um ömmu. í tómarúminu sem myndast er það styrkur okkar að eiga fallegar minningar um elsku- lega og góða ömmu. Nanna Dísa. Það er vor í lofti, allur gróður að vakna eftir vetrardvala. Afi í Erló var búinn að vera undanfam- ar helgar í garðinum að tína rusl og klippa trén, en það átti að gera garðinn kláran áður en amma færi í sína aðra hjartaaðgerð. En það er ekki hægt að segja að hann hafi fengið mikinn frið því amma var alltaf komin út og búin að taka klippurnar eða dytta að gróðrinum, sem olli honum miklum áhyggjum. Þannig er ömmu rétt lýst, sívinn- andi og kraftmikil og hafði miklar áhyggjur af að afí ofgerði sér. Fyrri aðgerðin var erfið og löng, en með miklum vilja fór hún í gegn- um hana. Fáum dögum eftir að- gerðina hringdi síminn heima og ég svaraði. Það var amma hinum megin á línunni, hún var komin af gjörgæslu og inn á einkastofu með einkasíma. Eg trúði varla mínum eigin eyrum, þetta var hún hress sem fyrr, þessu símtali gleymi ég aldrei. Nú fór í hönd uppbyggingartími hjá henni, þar sem hún byggði upp þol og þrek. Hún var staðráðin í því að ná fullri heilsu á ný, og henni tókst það með ótrúlegri þrautseigju. Ekkert var skemmtilegra en að fylgjast með henni í nýjum íþróttaskóm og jogginggallanum ganga um Breið- holtið þvert og endilangt. Það leið ekki langur tími þegar það kom í ljós að fyrri aðgerðin hefði ekki tekist sem skyldi og önnur aðgerð blasti við. Hún tók þessu með jafn- aðargeði og leit á björtu hliðarnar, sagðist myndi bara verða hress eftir hana eins og unglamb. Það var svo 18. maí að hún gekkst undir sína aðra aðgerð og ég hugs- aði hvað það yrði skemmtilegt að fá annað símtal frá henni. En sím- talið kom aldrei, aðgerðin var löng og alvarlegri en gert var ráð fyrir, þannig að hjartað gaf sig. Hún lést á gjörgæslu Landspítalans að kvöldi 19. maí eftir rúmlega sólar- lmngsbaráttu. ’ Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég alltaf verið mikið í kringum ömmu og afa í Erló. Fyrstu fimm árin bjó ég við hliðina á Lúllabúð sem langafi á, en afí og amma unnu þar, hún hálfan daginn meðan heilsan leyfði. Um leið og ég lærði að ganga, rötli ég oft upp í búð til að þiggja eins og eitt lakkrísrör. Þegar ég flutti, hélt ég áfram að leggja leið mína niðrí búð staðráðinn í að fá að hjálpa til við reksturinn. Amma var dugleg við að finna verkefni fyrir mig og senda mig í stuttar sendi- ferðir. Eftir því sem árin liðu varð sam- band milli mín, ömmu og afa alltaf betra. Ég gekk í FB þannig að ég nýtti frímínútumar til að hlaupa út í Erló til að fá mér í gogginn því þar var nóg til í svanginn. Milli mín og ömmu myndaðist mjög skemmtilegt samband, við töluðum saman sem algerir jafningar og gerðum grín hvort að öðru t.d. hvort borðaði meira og hraðar í matarboðum. Amma í Erló átti fáa sína líka, hún var jafningi allra og gat talað við hvern sem var. Hún var mikill húmoristi, aldrei hægt að reka hana á gat, hvort sem um var að ræða tísku, bíla, íþróttir eða önnur málefni. Mér rennur sterkt í huga þegar ég kom út í Erló föstudaginn fyrir aðgerðina til að heilsa upp á ömmu og kíkja í blöðin, en hún var rétt ókomin heim, en ég er með lykla þannig að ég hinkraði eftir henni. Innan skamms heyrði ég umgang á neðri hæðinni og heyrði hana kalla „Hæ hæ.“ Ég heilsaði á móti en það var ekki nóg því hún heilsaði aftur og aftur á meðan hún labbaði upp stigann, svona rétt til að grínast. Við sett- umst fram í stofu til að rabba sam- an um prófin og sumarið í sumar sem við hlökkuðum bæði jafn mik- ið til. Meðan við spjölluðum hringdi síminn látlaust sem lýsti því hve vinamörg hún var. Núna rétt viku seinna sit ég í sorg minni að skrifa minningargrein um þessa frábæru ömmu sem ég laðaðist að og mat svo mikils. Elsku afi minn, mamma, Jó- hanna, Lúlli og ljölskylda, ég veit að við vorum það mikilvægasta sem hún átti og hún vill að við séum sterk og stöndum saman á þessari sorgarstund. Amma mín, ég vil þakka þér fýrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, minning mín um þig mun fylgja mér um ókomna tíð. Megi hún hvíla í Guðs friði. Óskar Sveinsson. Hinn 19. þessa mánaðar andað- ist tengdamóðir mín, Nanna Dísa Óskarsdóttir, aðeins 65 ára að aldri. Hið skyndilega fráfall hennar svo langt um aldur fram kom sem reiðarslag yfir okkur öll venslafólk hennar, og hafði hún þó verið heilsutæp um fimm ára skeið. Fyr- ir um hálfu þriðja ári gekk hún undir hjartaaðgerð, sem mun ekki hafa tekist svo sem vænst hafði verið, og ný aðgerð reið henni nú að fullu. Fyrstu kynni mín af tengdamóð- ur minni urðu með allsérkennileg- um og skemmtilegum hætti. Við Guðríður, dóttir hennar, vorum þá að „draga okkur saman“, og hugð- ist ég heimsækja konuefnið laugar- dagsmorguninn einn, er ég taldi öruggt að „tengdó“ væri ekki heima. En viti menn! Var hún þá ekki úti við, önnum kafin að þvo heimilisbílinn, enda kynntist ég því síðar að sjaldan féll henni verk úr hendi. Datt mér í hug að ekki dygði að renna huglaus af hólmi og að hentast mundi að kynna sig þá þegar. Steig ég nú út úr bílnum, bauð góðan dag og spurði hvort dóttir hennar væri heima. Svaraði hún þá glaðlega að bragði: „Ég á tvær! Hvora viltu?“ Setti þá hljóðan sveininn unga aldrei þessu vant, en hváði síðan. Hún brosti við enda leikurinn til gamans gerður. Fann ég nú strax að með orðum sínum MINNIIVIGAR var hún að bjóða mig velkominn í fjölskylduna. Varð þetta upphafið að miklum og góðum vinskap okk- ar, sem átti eftir að endast meðan bæði lifðu. Kynntist ég nú brátt þessari ágætu fjölskyldu og heimili henn- ar. Þau Halldór bjuggu í kjallara- íbúð í Sigtúni 47 hjá tengdaforeld- rum hennar, en ekki varð þess vart er inn var komið, svo notalegt og allt að því glæsilegt var heimil- ið. Síðar fluttust þau búferlum í glæsilegt einbýlishús í Breiðholti og lögðu alla alúð sína og smekk- vísi í að búa það sem best, yst sem innst. Má nærri geta að okkur hjónum og bömum okkar varð æði tíðförult til afa og ömm'u. Skipti þá engu á hvaða tíma dags það var, alltaf voru viðtökurnar með sömu hlýju og ekki stóð á höfðing- legum veitingum. Mest var þá auð- vitað vert um einlægt ástríki hús- ráðenda. Við þau mátti ræða bæði í gamni og alvöru um flesta hluti, enda áhugamálin oft sameiginleg og viðhorf svipuð. Tengdamóðir mín giftist ung inn í fjölskyldu sem hafði frá upphafi verið mikill þátttakandi í hinu ágæta knattspyrnufélagi Fram. Varð hún brátt hinn áhugamesti félagsmaður og kom það m.a. fram í mikilli þátttöku í starfsemi Fram- kvenna, en hún var ein af stofnfé- lögum Framkvenna. Hefur þetta gengið í arf til barna hennar, sem öll þijú hafa verið Framarar af lífi og sál frá barnæsku og dæturnar báðar meistaraflokkskonur, bæði í handbolta og fótbolta kvenna. Mun að líkindum fátítt að þrír ættliðir hafi orðið jafntryggir íþróttafélagi sínu. Heimilið var tengdamóður minni þó kærast alls. Samband hennar við foreldra, tengdaforeldra og systkini var með slíkum kærleika og umhyggju að til fyrirmyndar var, einkum þó þeirra Jórunnar, systur hennar. Sama gildir um börn og barnabörn. Það er því með sorg í hjarta og sárum söknuði sem við kveðjum í dag elskulega konu sem var okkur öllum svo óendan- lega mikils virði. Halldór minn, börn, barnabörn og aðrir ástvinir, megi guð veita ykkur styrk vegna þessa stóra skarðs sem hún skilur eftir í hjörtum okkar. Megi góður guð varðveita sálu hennar. Sveinn G. Óskarsson. Við viljum á kveðjustund senda þér þennan sálm sem þér var svo kær, elsku amma. Þú munt ávallt búa í hjörtum Hvíl í Guðs friði! Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur j’fír þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfír þér. (Sig.Kr.Pétursson) Róbert Geir og Ragnar Geir. HANNES S. GUÐJÓNSSON + Hannes S. Guð- jónsson var fæddur í Sandvík á Stokkseyri 12. ág- úst 1911. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 28. þessa mánaðar. Foreldrar hans voru Jónina Ásbjörnsdóttir frá Skipum á Stokks- eyri og Guðjón Þor- kelsson frá Gamla Hrauni á Eyrar- bakka. Þau eignuð- ust sjö börn og kom- ust fimm þeirra til fullorðinsára. Ein systir, Elín Dagmar, er eftirlifandi, en hin hétu: Ásbjörn, Tryggvi, Þor- kell, Guðrún Ása og Jóna Þuríð- ur. Hannes giftist Svanlaugu Pétursdóttur (f. 27. desember 1910, d. 3. febrúar 1991) 2. febr- úar 1935. Þau skildu. Synir þeirra fjórir, sem allir lifa for- eldra sína, eru: Guðjón Her- mann, Tryggvi Þórir, Grétar og Guðni Jóhann. Hannes átti eina dóttur fyrir, Unni. Utför hans fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag. MIG langar í fáum orðum að minn- ast elsku afa sem kvaddi þennan heim á kyrrlátu og fallegu vor- kvöldi hinn 23. maí 1994. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka, en kannski eru kærastar minningarn- ar frá sunnudagsmorgnunum þeg- ar við laumuðumst í bíltúr til að skoða heiminn eins og þú sagðir. Þá lá leiðin gjarnan niður í fjöru til að tína skeljar. Á leiðinni heim var svo komið við í sjoppu til að kaupa appelsín, pylsu og „afa- súkkulaði". Elsku afi, þú áttir svo gott með að koma mér til að brosa gegnum tárin þegar þau laumaðir að mér skemmtilegum athugasemdum hvað allt væri fallegra ef maður myndi bara brosa. Enda gast þú gert grín að öllu og snúið sorg í gleði. Elsku afi, ég veit að þér líður vel fyrir handan móðuna miklu þar sem við hittumst á ný. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú kenndir, sýndir og sagðir mér. Þó að þú sért horfinn sjónum mínum lifa minningar svo lengi sem ég lifí. Elsku afi, það er alltaf sárt að kveðja þann sem maður elskar. Ég bið góðan Guð að geyma þig um alla eilífð. Dýpsta sæla, sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir) Kveðja. Margrét Grétarsdóttir Þegar við bræðurn’-* ir fréttum andlát Hannesar afa setti okkur hljóða og þá er gott að hugsa til baka og rifja upp minningar liðinna ára. Sérstaklega eru okkur kærar þær stundir er við horfðum á hann vinna eða unnum með hon- um jafnframt sem hann kenndi okkur handbragðið og miðlaði til okkar reynslu sinni og kunnáttu sem við búum að enn í dag, en Hannes afi vann í mörg ár við byggingarvinnu og var eftirsóttur sökum þess hve lagtækur hann var. Okkur eru einkanlega minnis- stæðar hans gamansömu athuga- semdir sem hann hafði á reiðum höndum í leik og starfi. Hann átti ætíð gott með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Það var ekki hægt að komast hjá því að taka eftir því hve Hann- es afi var beinn í baki og myndar- legur, jafnvel er hann var kominn á efri ár, en í návist okkar gleymd- ist oft aldursmunurinn er hann talaði til okkar sem jafningi. Ogleymanlegt var að ferðast með Hannesi afa um sveitir Árnes-'- sýslu. Þar þekkti hann næstum öll bæjarnöfn og var afar fróður um landslagið. Þarna var hann á heimaslóðum, en hann var fæddur á Stokkseyri og var í sveit þegar hann var unglingur á Landinu. Stundum áttum við það til þar sem við erum áhugasamir um gamla bíla að setjast niður með Hannesi afa og ræða um þau mál þar sem hann vann við akstur í mörg ár og var vel heima í þeim málum. Þegar hugurinn fer á flug væri nánast endalaust hægt að ylja sér við endurminningarnar, en með þessum fáu orðum viljum við- þakka þér samfylgdina og þau heillaráð er þú gafst okkur og biðj- um algóðan Guð að fylgja þér yfir móðuna miklu. Með hinstu kveðju. Hannes Svanur Grétarsson, Grétar Hannesson. ARFAÞING FRÁ MULALUNDi FYRIR RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEiÐ 06 FUNDI. Stendur fyrir dyrum ráðstefna,námskeið eða fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auðvelda skipulag ,og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! HafSu samband viS sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c • Sfmar: 68 84 76 og 68 84 59. UJ > I 3 Z z > 3 Q CtL LU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.