Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994 41
BRÉF TIL BLAÐSINS
FYRIR fatlaða er það eins og að fara í sáfaríferð að ferðast um
Reykjavík. Það þarf að þrautkanna svæðið sem fara á um til að
vita hvort það er ferðafært.
Mannréttindamál
Frá Jóhanni Pétri Sveinssyni:
ÞAÐ hefur ugglaust ekki farið
fram hjá mörgum að ekki náðist
áður en Alþingi lauk störfum nú
í vor að ákveða þingmál til flutn-
ings á lýðveldishátíðarfundi Al-
þingis á Þingvöllum á 50 ára af-
mæli lýðveldisins.
Hér fyrr á árinu vöktum við
Sjálfsbjargarfélagar athygli á því
að okkar afmælisgjöf til lýðveldis-
ins verður sérstakt átak á afmælis-
árinu til að vekja athygli á aðgeng-
is- og ferlimálum, sérstakt átak
til að vinna að „þjóðfélagi án þrö-
skulda“.
Þröskuldir alls staðar
Þau eru mörg stór mannrétt-
indamálin en því verður tæpast
neitað að eitt af þeim stærstu hlýt-
ur að vera að ryðja úr vegi óþarfa
þröskuldum og hindrunum í um-
hverfi okkar. Gangstéttarbrúnir,
eitt þrep inn í byggingar, þungar
hurðir, þröngar dyr, of mikill halli *
á fláum, allt saman litlir hlutir sem
fólk tekur sjaldnast eftir, eru fyrir
okkur sem einhverra hluta vegna
eigum erfitt með gang eins og
fyrir ykkur að klífa Hallgríms-
kirkjuturn.
Eins og að skipuleggja
safaríferð
Hreyfihamlaður maður sem ætl-
ar að ferðast um ísland í dag þarf
að skipuleggja ferðalagið eins og
hann sé að fara í safaríferð til
myrkviða Afríku. Hann getur ekki
gert það sem honum dettur í hug
í það og það skiptið. Hann þarf
að vera búinn að kynna sér stað-
ina út í hörgul og kemst þar að
auki ekki nema á hluta af þeim
stöðum sem hann ugglaust myndi
svo gjarnan vilja skoða! Hreyfi-
hamlaðir einstaklingar ferðast
stöðugt meira. Við íslendingar
erum að byggja upp ferðaþjónustu
og hún er talin einn af vaxtar-
broddum atvinnulífs okkar. Við
höfum líka stært okkur af því Is-
lendingar að vera gestrisnir og
góðir heim að sækja. Þá þurfum
við líka að geta tekið jafn vel á
móti öllum gestum okkar!
Verðug afmælisgjöf
Þann 17. júní er íslenska lýð-
veldið 50 ára. Þau 50 ár hafa
hreyfihamlaðir á íslandi verið sem
í stofufangelsi með alla glugga
byrgða. Smám saman hefur verið
tekið frá gluggunum og byrjað
hefur verið á því að opna gættir.
Nú getur þingheiinur gefið ís-
lenska lýðveldinu verðuga afmæl-
isgjöf, gjöf sem skiptir máli fyrir
alla þegna þess, ekki bara þa sem
í dag eru hreyfihamlaðir. Á lýð-
veldishátíðarþingfundinum geta
þingmenn flutt stærsta mannrétt-
indamál nútímans, þeir geta opnað
allar dyr stofufangelsis upp á gátt
og fleygt lyklunum! Þeir geta sam-
þykkt áætlun um að gera ísland
aðgengilegt öllum! Látum 50 ára
afmælisárið vera árið sem markaði
upphafið að raunverulegum breyt-
ingum í aðgengismálum á íslandi,
Nú skulum við láta verkin tala[
Til hamingju með afmælið ís-
lendingar!
JÓHANN PÉTUR SVEINSSON,
formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra.
YOGASTQOIN HEILSUBÓT,
Hátúni 6a, auglýsir
Okkar vinsæla sumarnámskeið hefst 2. júní. Við bjóðum
yður alhliða æfingar í formi HATHA-YOGA sem eru undir-
staða fyrir líkamlega vellíðan og andlegt jafnvægi.
Byrjendatímar og almennir tímar. Tími fyrir barnshafandi.
Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 27710.
Heilsuskór
Leður - gott verð
eg. 47000.
'erð 1.650,-
itærðir 36-41.
Teg. 41252.
Verð 1.980,-
Stærðir 36-41.
Póstsendum.
SKÆÐI fjsiskylduna MÍLANO
LAUGAVEGI 61-63. SlMI 10655
Kripalujóga - leið úr
viðjum blekkingar
Frá Ásmundi Gunnlaugsson
ÆVAFORN bæn hinna fornu jóga
Indlands byijar þannig: Asatoma
sadagamaya, Tamasoma jyotir
gamaya. Þetta er sanskrít og þýðir:
Leið oss frá blekkingu til raunvera-
leika. Leið oss frá myrkri til ljóssins.
Hver er blekkingin sem hijáir
okkur í dag. Fyrir mér er stærsta
blekkingin sú trú að eitthvað utan,-
aðkomandi muni ná að gera mig
endanlega hamingjusaman. Meira
af einhveiju, betra eitthvað, stærra
eitthvað, oftar eitthvað. Eða þá,
þegar ég fæ þetta eða hitt þá get
ég verið ánægður. Sannleikurinn
er sá, að við lifum nánast því aldrei
í núinu. Hamingjan er alltaf örlítið
handan við næsta horn. ÞesSu má
líkja við manninn sem lagði af stað
út í heiminn til að leita að staðnum
þar sem himinninn og jörðin mæt-
ast. Ekki misskilja mig, við þurfum
öll á ákveðnum hlutum að halda
okkur til lífsviðurværis og það er
ekkert að því að njóta þess sem líf-
ið býður uppá. Spurningin er sú
hvenær er það nóg?
Hvenær er nóg komið?
Við getum í dag ferðast á nokkr-
um klukkustundum það sem tók
vikur eða mánuði áður. Það losar
okkur samt ekki við óþolinmæði
okkar. Það má segja að við höfum
komist hærra, fljótar, hraðar og
lengra á flestum sviðum en nokkru
sinni áður. Þetta virðist því miður
ekki hafa fært okkur hamingju eða
frið. Þvert á móti. í þessari enda-
lausu leit okkar að hamingju í gegn-
um neyslu og afrek á hinu ytra
sviði höfum við gengið háskalega á
auðlindir jarðarinnar. Við höfum
umgengist jörðina og lífríki hennar
með lítilsvirðingu. Megum við bera
gæfu til að snúa þeirri þróun við
áður en við verðum tuktaðir óþægi-
leg til að móður jörð sjálfri. Ástand
jarðar er bara endurspeglun á sam-
bandi okkar við sjálf okkur.
Nútímafólk úr tengslum við
líkama sinn
Flest nútímafólk er að verulegu
leyti úr tengslum við líkama sinn.
Þegar ég segi úr tengslum við lík-
amann þá á ég við að við erum
hætt að hlusta á skilaboð líkamans
um næga hvíld, næga hreyfingu,
rétta næringu, losun úrgangsefna
og ekki síst kyrrð og andlega nær-
ingu. Ef ekki er gripið í taumana
leiðir þetta ástand til líkamlegra
einkenna sem geta orðið alvarlegir
sjúkdómar með tímanum.
Margir eiga sér þann draum að
eyða ellinni sælir og glaðir í
draumahúsinu eða bústaðnum. Átt-
um okkur samt á því að við búum
í líkamanum meðan við erum á
þessari jörð og líðan okkar byggist
að verulegu leyti á því hvernig okk-
ur líður í því musteri. Það skiptir
engu máli hvaða stigi af ytri þæg-
indum við náum, vellíðan okkar
ákvarðast endanlega af heilbrigði
líkamans og þar með rósemi hug-
ans.
Meðvitund
Nú kviknar eðlilega spurningin
hvernig stigum við úr blekkingu til
raunveraleika. Frá myrkri til ljóss-
ins. Svarið hlýtur að vera „meðvit-
und“. Við þurfum að vera meðvituð
um líkama okkar, jörðina okkar,
umhverfi okkar, og meðvitund um
okkur sjálf sem andlegar verur í
jarðneskum líkama.
Hvernig eflum við meðvitund
okkar? Það eru að sjálfsögðu til
margar leiðir til þess og verður
hver að velja fyrir sig hvað hentar.
Kripalujóga er hins vegar ein sú
áhrifamesta sem völ er á. Kripalu-
jóga er kerfi sem inniheldur þekk-
ingu hinna fornu indversku jóga-
meistara, en hefur verið sniðið að
þörfum Vesturlandabúa. Þannig að
allir geta stundað það. Jafnvel þeir
sem eru hreyfihamlaðir að ein-
hveiju leyti.
Með ástundun kripalujóga byij-
um við að verað meðvitaðri um lík-
ama okkar og huga. Við byijum
að losa um hindranir á orkustreymi
líkamans þannig að smám saman
losnar um spennu og jafnvel kvíða.
Melting, öndun, æðakerfi styrkist,
líkmasstaða réttist. Þetta eru ein-
ungis örfá dæmi um það sem
ástundun þessa kerfis gefur. Reglu-
leg ástundun veitir sjálfstraust, ein-
beitingu, viljastyrk, orku, úthaíd og
seinast en ekki síst kærleika, gleði
TOpPTILffOð
KVENSKÓR
Stærðir: 36-41
Litir: Hvítur, beige
Verð kr.
1.495
V Ath.:
Leðurfóðraðir,
þægilegir
gönguskór
Ioppskórinn
VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21212
VIÐ INGÓLFSTORG
Ioppskórinn
ÍITSfil IIMARKADIIR AIISTIIR
ÚTSOLUMARKAÐUR, AUSTURSTRÆTI 20
OPIÐ FRÁ KL. 12-17
og innri frið. Ég er ekki aðeins að
tala um eitthvað sem ég hef lesið
í bókum, heldur það sem ég hef
upplifað sjálfur.
Það er mín einlæg ósk að hvaða
leið sem farin er, þá megi sem flest-
ir finna leið út úr myrkinu og finna
ljósið í sjálfum sér.
Megi friður vera með ykkur öll-
um.
ÁSMUNDUR GUNNLAUGSSON,
jógakennari og lærisveinn Yogi
Amrit Desai (Gurudev).
Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, rauð
ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins
7 þ. km. Sem nýr. V. 820 þús.
cnevrolet Camaro RS '91, blár, sjálfsk.,
6 cyl., ek. 39 þ. km. Fallegur bill. Tilboðs-
verð kr. 1390 þús., sk. á ód.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/ReykjanesbrauU
Kopavogi, sími
571800
Mazda 323 F 16v Fastback '92, rauður,
5 g., ek. 41 þ. km., rafm. í öllu, hiti í
sætum o.fl. V. 1080 þús. Einnig: Mazda
323 GLX Sedan ’91, 5 g., ek. 44 þ. km.
V. 960 þús.
MMC Lancer EXE ’92, hlaðbakur, dökk-
blár, 5 g., ek. aðeins 15 þ. km., rafm. í
öllu o.fl. V. 1160 þús., sk. á ód.
Subaru Legacy station '90, brúnsans,
5 g., ek. 51 þ. km., rafm. í rúðum o.fl.
V. 1280 þús., sk. á ód. Einnig: Subaru
Legacy 2,0 '93, sjálfsk., ek. 14 þ. km.,
rafm. í rúðum, álfelgur, centrallæs. o.fl.
V. 2.050 þús., sk. á ód.
Subaru Legacy Sedan 2,2 ’91, sjálfsk.,
ek. 55 þ. km.( spoiler, rafm. í rúðum, álfelg-
ur o.fl. V. 1680 þús., tilboðsverð kr. 1490
bús.
Toyota Corolla XL Sedan ’88, grænn,
sjálfsk., ek. 89 þ. km. V. 570 þús.
Toyota Camry XLi ’88, hvítur, sjálfsk., ek.
81 þ. km. V. 850 þús., sk. á ód.
MMC Pajero langur, bensín, '85, grár, 5
g., ek. 123 þ. km., 31“ dekk. V. 850 þús.,«
sk. á ód. eða fólksbíl slótt.
Mercedes Benz 190E '88, sjálfsk., ek. 98
þ., sóllúga, central læs. V. 1590 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan ’91, grár,
sjálfsk., ek. 42 þ. km. V. 880 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, 4 g., ek.
82 þ. km. V. 530 þús.
Chevrolet Surburban, bensín '85,
sjálfsk., ek. 145 þ. km., 33“ dekk, ný
sjálfsk. m/overdrive. Tilboösverö kr. 790
þús.
Toyota 4Runner EFi ’85, rauður, 5 g., ek.
113 þ. km., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10
hlutföll, sóllúga o.fl. Gott aintak. Tilboðs-
verð: 980 þús.
Nissan Vanette diesel '92, 5 g., ek. 107
þ., 7 manna. V. 1280 þús., sk. á ód.
MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 90 þ.
km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 970
þús., sk. á ód.
Renault Trafic 4x4 húsbfll ’85, rauður,
góð Innrétting. Gott ástand. V. 700 þús.
Toyota Corolla DX '87, 5 dyra, 4 g., ek.
90 þ. V. 390 þús., sk. á ód.
Daihatsu Charade '90, 3 dyra, 4 g., ek.
60 þ. km. Tilboðsverð kr. 490 þús.
MMC Colt GLX ’89, blár, sjálfsk., ek. 77
þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 690 þús., sk. á ód.
Toyota Double Cab SR5 ’92, hvítur, ek.
43 þ. Gott eintak. V. 1.830 þus.
VW Golf Champ '89, blár, sjálfsk., ek. 92
þ., 4ra dyra. V. 780 þús.