Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994
MORGUNBLAÐIÐ
ftorgmfjM&M!
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavlk.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
KOSNINGA-
ÚRSLITIN
URSLIT borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík eru áfall fyr-
ir sjálfstæðismenn en annars konar áfall en vorið 1978,
þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins tapaðist 1 hið fyrra sinn.
Þá hafði slíkt ekki gerzt áður og kom þar að auki nokkuð á óvart.
Sjálfstæðismönnum hefur hins vegar verið ljóst vikum saman,
að borgin gæti tapast, og hafa þess vegna verið viðbúnari þessum
úrslitum en þeir voru fyrir 16 árum.
Hvað veldur því, að stjórnmálaflokkur, sem óumdeilanlega
hefur staðið sig vel og stundum frábærlega vel í stjórn borgar-
mála, tapar meirihluta í borgarstjórn? Fróðlegt er í þessu sam-
bandi að vitna til forystugreinar Morgunblaðsins hinn 30. maí
1978, þegar leitað var svara við sömu spurningu eftir fall meiri-
hluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn þá. Morgunblaðið sagði
þá m.a.: „En jafnframt er auðvitað augljóst, að stjórnarforysta
Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn hefur valdið flokknum
miklum erfiðleikum í sveitarstjórnarkosningunum á sunnudaginn.
Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í tvennum kosningum
fyrir fjórum árum og tók þá að sér forystu fyrir ríkisstjórn, sem
hafði það helzta verkefni að ná efnahagslífi þjóðarinnar upp úr
því óskaplega feni, sem vinstri stjórnin skildi eftir sig.. . óánægja
kjósenda með það, hversu seint hefur gengið að koma efnahags-
málum landsins á réttan kjöl, á áreiðanlega sinn þátt í fylgistapi
Sjálfstæðisflokksins .. . Úrslitin sýna, að báðih stjórnarflokkarn-
ir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, gjalda í þessum
kosningum erfiðleikanna á sviði landsmála."
Hið sama á auðvitað við nú; Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft
stjórnarforystu á hendi sl. þrjú ár, á tímum kreppu m.a. vegna
ástands þorskstofnsins, sem engin ríkisstjórn getur haft áhrif á.
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur gjalda þess í kosning-
unum nú að hafa borið ábyrgð á landsstjórninni á þessum erfiðu
tímum.
í forystugrein Morgunblaðsins 1978 sagði ennfremur: „Þegar
fylgistap Sjálfstæðisflokksins er metið verða menn þó að gera
sér grein fyrir því, að það tekur mið af úrslitum kosninganna
1974, þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur eins og kunn-
ugt er. Allt önnur mynd kemur í ljós ef miðað er við úrslit sveit-
arstjórnarkosninga 1970 og 1966.“
Hið sama á við nú. Nú bera menn saman atkvæðamagn Sjálf-
stæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 1990, þegar flokk-
urinn vann stórsigur og hinn mesta í sögunni í Reykjavík, og
atkvæðamagnið nú. Árangur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum
1990 var auðvitað undantekning, hápunktur, sem ekki er hægt
að ná, nema við sérstakar aðstæður.
Loks eru aðstæður auðvitað allt aðrar, þegar vinstri menn
sameinast á einum framboðslista. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hvað eftir annað á 60 árum haldið meirihluta sínum í Reykjavík
vegna þess, að atkvæðaskipting á milli andstöðuflokkanna hefur
verið Sjálfstæðisflokknum hagstæð. Þannig hélt flokkurinn meiri-
hluta sínum í Reykjavík árið 1970 í kjölfar annarrar mestu kreppu
sem þá hafði orðið á öldinní, með atkvæðamagni, sem var aðeins
0,2 prósentustigum hærra en atkvæðamagn flokksins nú.
Þegar saman fara erfiðar aðstæður í landsmálum og gjörbreytt-
ar aðstæður í framboðsmálum í höfuðborginni, verður það að
teljast umtalsvert afrek, að sjálfstæðismenn náðu eins langt og
raun bar vitni. Árni Sigfússon, borgarstjóri, hefur haft sóma af
framgöngu sinni í þessum kosningum. Þar er kominn fram á sjón-
arsviðið í Sjálfstæðisflokknum forystumaður, sem fylgzt verður
með á næstu árum. Undir forystu Árna Sigfússonar náðu sjálf-
stæðismenn að vinna upp 10 prósentustig í fylgi frá því, sem
skoðanakannanirisögðu til um á miðjum vetri. Það er afrek í sjálfu
sér.
Nú er það Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og meirihluta vinstri
manna í borgarstjórn að standa við stóru orðin. Það reyndist
hinum fyrri vinstri meirihluta í borgarstjórn erfitt. Þrátt fyrir
allt, sem sagt var í kosningabaráttunni um samstöðu í hópi R-
lista manna, á það eftir að verða erfitt verk fyrir hinn nýja borg-
arstjóra að halda borgarstjórnarflokki vinstri manna saman.
Kosningaúrslitin í heild undirstrika þá staðreynd, sem að var
vikið í forystugrein Morgunblaðsins fyrir 16 árum, að stjórnmáia-
flokkar gjalda forystu sinnar í landsmálum, þegar erfiðleikar
steðja að. Engu að síður er ljóst, að styrkur Sjálfstæðisflokksins
er mjög mikill og alþýðuflokksmenn geta unað við sinn hlut.
Alþýðubandalagið bætti við sig verulegu fylgi víða um land. Það
gerði flokkurinn líka fyrir 16 árum. Þegar kosningaúrslitin nú
eru metin í ljósi fyrri ára fer ekkert á milli mála, að sömu meg-
inlínur má sjá í úrslitum kosninga ár eftir ár. Þess vegna má
segja, að fátt í kosningaúrslitunum nú komi verulega á óvart.
Úrslit í borgim
samræmi við kan
MUNUR á fylgi framboðs-
listanna í Reykjavík varð
lítið eitt meiri en skoð-
anakannanir, sem gerð-
ar voru síðustu dagana fyrir kosning-
ar, höfðu gefið til kynna. Niðurstað-
an er þó innan skekkjumarka allra
kannana. Ættu úrslitin því ekki að
koma á óvart þar sem skoðanakann-
anir sýndu nánast sömu skiptingu
kjósenda undir lok kosningabarátt-
unnar. Kannanir bentu til að R-iist-
inn nyti heldur meiri stuðnings í
borginni en D-listinn en staðan var
engu að síður tvísýn og munurinn á
listunum ekki tölfræðilega marktæk-
ur. í nokkrum stærri bæjarfélögun-
um komu úrslitin á hinn bóginn að
ýmsu leyti á óvart sé tekið mið af
niðurstöðum skoðanakannana sein-
ustu vikurnar. í þeim könnunum
voru þó notuð mun minni úrtök og
skekkjumörkin þar af leiðandi meiri.
Á seinustu mánuðunum fyrir
kosningar saxaðist nokkuð jafnt og
þétt á fylgi R-listans. Birtar voru
niðurstöður fimm skoðanakannana
um fylgi framboðslistanna í Reykja-
vík í vikunni fyrir kjördag. I könnun
sem Skáís gerði laugardaginn fyrir
hvítasunnu mældist fylgi Sjálfstæð-
isflokksins meira en R-listans. Frá-
vikin í þessari könnun miðað við
úrslit kosninganna eru 5,6 prósentu-
stig.
Síðustu fjórar skoðanakannanirn-
ar sem birtar voru fyrir kjördag
bentu allar til þess að meiri líkur
væru á að R-listinn fengi átta menn
kjörna en D-listinn sjö eins og varð
niðurstaða kosninganna.
Skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar sem birtist 25. mai, könn-
un Gallup 26. maí og könnun DV
sem birtist einum degi fyrir kjördag
27. maí, sýndu allar að R-listinn
nyti stuðnings 51,6% en D-listinn
48,4%. Frávik þessara kannana frá
úrslitum kosninganna er 1,4%. 26.
maí birtust niðurstöður annarrar
Skáís-könnunar sem sýndi að fylgi
R-lista væri 52,5% en fylgi D-lista
47,5%. Frávik frá úrslitum kosning-
anna eru 0,5%. Úrslit kosninganna
urðu þau, að R-listinn fékk 52,97%
en D-listinn 47,03%.
I Kópavogi urðu niðurstöður kosn-
inganna talsvert frábrugðnar út-
komu einstakra flokka í skoðana-
könnunum sem gerðar höfðu verið á
seinustu vikum kosningabaráttunn-
ar. Meiri líkur eru á að kannanir sem
gerðar eru skömmu fyrir kosningar
sýni hvernig úrslitin verða en fyrri
kannanir.
Skoðanakannanir sýndu mikla
uppsveiflu sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi og virtist D-listinn jafnvel eiga
raöguleika á að ná nieirihluta. Sjálf-
Skoðanakannanir og úrslit kosni
SKÁÍS
Gerð 21. maí
Birt 24. maí
Félagsv.st. Gallup
Gerð 23.-24. maí Gerð 25. maí
Birt 25. maí Birt 26. mai
SKÁÍS D\
Gerð 25. maí Ger
Birt 26. maí Birt
INNLENDUM
VETTVANGI
Niðurstöður kosning-
anna í Reykjavík voru í
samræmi við skoðana-
kannanir seinustu dag-
ana fyrir kjördag en í
------------,-------
samanburði Omars
Friðrikssonar á könn-
unum og úrslitum kosn-
inganna kom í Ijós að
umtalsverðar breytingar
áttu sér stað í nokkrum
kaupstöðum.
stæðisflokkurinn mældist með tæp
42% í könnun Félagsvísindastofnun-
ar um rniðjan maí, 44,4% og 5-6
fulltrúa í könnun Gallup, sem gerð
var um svipað leyti, og 44,3% í könn-
un DV, sem gerð var 25. maí. Flokk-
urinn hlaut 38,2% atkvæða í kosn-
ingunum á laugardaginn og fékk
fimm menn kjörna. I könnun Félags-
vísindastofnunar mældist Alþýðu-
flokkurinn með tæplega 20% fylgi
og tvo fulltrúa, í könnun Gallup
mældist flokkurinn með 14,8% og í
könnun DV var fylgi hans 14,9%.
Alþýðuflokkurinn hlaut hins vegar
15,95% í'kosningunum og fékk tvo
mcnn kjörna. . >
Félagsvísindastofnun mældi
Framsóknarflokkinn með tæp 15%,
hann var með tæp 10% í könnun
Gallup, og 12% í könnun DV. Fram-
sóknarmenn fengu 14,42% í kosning-
unum og einn mann.
G-listinn mældist með rúm 17% í
könnun Félagsvísindastofnunar, rúm
14% í könnun Gallup og rúm 17% í
könnun DV en G-listinn fékk 20,12%
í kosningunum og tvo menn kjöma.
Kvennalistinn mældist með tæp 7%
atkvæða í könnun Félagsvísinda-
stofnunar, 16,5% í könnun Gallup
og rúm 11% í könnun DV. V-listinn
fékk 11,27% í kosningunum og fékk
einn fulltrúa kjörinn.
Af skoðanakönnunum á undan-
förnum vikum mátti ráða að meiri-
hiuti Alþýðuflokksins í Hafnarfírði
myndi falla í kosningunum eins og
kom svo á daginn. Fylgi einstakra
lista reyndist þó nokkuð frábrugðið
þeim stuðningi sem mælst hafði í
skoðanakönnunum.
Könnun DV 10. maí sýndi að A-
listinn fengi rúm 32% og fjóra menn
kjörna og listinn mældist með um
31% og 3-4 menn í könnun Gallup
sem gerð var um miðjan maí. Al-
þýðuflokkurinn fékk þó heldur betri
útkomu í kosningunum eða 37,9%
atkvæða og fímm bæjarfulltrúa.
Framsóknarmenn fengu svipað fylgi
í kosningunum og þeir höfðu fengið
í skoðanakönnunum en D-listinn
mældist með 41,7% atkvæða í könn-
un DV og rúm 38% í könnun Gall-
up. Úrslitin urðu þau að sjálfstæðis-
menn fengu 34,73% atkvæða og
íjóra menn kjörna.
Skv. könnun DV mældist fylgi
G-lista í Hafnarfirði 11,3% en tæp
15% í könnun Gallup. G-listi fékk
15,15% fylgi í kosningunum og tvo
menn kjörna. í báðum þessum könn-
unum fékk V-listinn 3-4 prósentu-
stigum meiri stuðning en í kosning-
unum.
Talsverður munur kom í ljós á