Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 37 LAIMPSMÓT HESTAMAMWA Stóðhestar í gæðingakeppni ÞAÐ virðist stefna í að nokkur fjöldi stóðhesta muni taka þátt í gæðinga- keppni landsmótsins í sumar. A hvítasunnumóti Fáks tryggðu tveir stóðhestar sér rétt til þátttöku, þeir Geysir frá Dalsmynni í A-flokki og Logi frá Skarði í B-flokki, hjá Gusti tryggði Þytur frá Hóli sér þátttöku- rétt í A-flokki. Um næstu helgi mun Orri frá Þúfu taka þátt í gæðingakeppni Geysis og mun stefnan að sögn vera sett á gæðingakeppni lands- móts. Er Orri af mörgum talinn mjög líklegur til að vinna sigur í B-flokki á landsmótinu verði honum teflt þar fram. Heyrst hefur að fleiri stóðhestar en hér eru nefndir komi fram á þessum vettvangi. Svo virð- ist sem stóðhestaeigendur telji þátt- töku í gæðingakeppninni gefa betri auglýsingu en þátttaka í kynbóta- sýningu á landsmótinu, en í harðn- andi samkeppni er mikilvægt að kynbótahestarnir fái góða kynningu á réttum vettvangi. Rétt er að taka fram að það eru eigendur hestanna sem taka ákvörðun um á hvorum vettvangi hestarnir eru sýndir eigi þeir rétt á báðum stöðum. Hestamót helgarinnar SJÖ hestamót verða haldin um næstu helgi og er með réttu hægt að segja að tími gæðingakeppnanna sé genginn í garð því sex félög verða með slíkar keppnir auk kapp- reiða. Hjá Herði í Kjósarsýslu verð- ur byijað á föstudag og móti lokið á laugardag á Varmárbökkum. | Sömuleiðis hjá Þyti í Vestur Húna- i vatnssýslu á Króksstaðamelum og Mána á Suðurnesjum á Mánagrund. Sóti á Álftanesi verður með gæð- ingakeppni á laugardag en Geysis- menn byija sitt mót á föstudag og ljúka því á sunnudag. Með þeim í gæðingakeppninna verða Kóps- menn í Vestur Skaftafellssýslu með úrtöku fyrir landsmótið. Yfir fimm- tíu hross munu skráð í báða flokka. Á mótinu verður einnig kynbóta- sýning en dómar standa nú yfir og mun mikill fjöldi hrossa koma þar til dóms. Freyfaxi á Héraði verður með gæðingakeppni og kappreiðar á Stekkhólum laugardag og sunnu- dag og Léttir á Akureyri verður með íþróttamót sitt á Hlíðarholt- svelli sömu daga. Sem sagt í nógu að snúast hjá hestamönnum um allt land. Valdimar Kristinsson Frásögn af hestamótum Andvara, Gusts og Sörla, sem haldin voru um sl. helgi, mun birtast í Morgunblaðinu á morgun. skótar/námskeið tölvur ■ Námskeið um nýjar útgáfur forrita Stutt og markviss uppfræðslunámskeið hefjast næstu daga: Word 6.0, hefst í dag 31. maí-2. júní kl. 13-16. Excel 5.0, 13.-15. júní kl. 13-16. Powerpoint 4.0, 3. júní kl. 9-12. PageMaker 5.0,6.-8. júní kl. 13-16. FreeHand 4.0,9.-10. júní kl. 13-16. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Tölvusumarskóli unglinga Fjölbreytt og hagnýt námskeið fyrir börn og unglinga hefjast 6. júní. Mörg ný og spennandi framhaldsnámskeið, m.a.: Blaðaútgáfa og umbrot fyrir ungl- inga. Fjölbreytt og spennandi námskeið um blaðaútgáfu hefst þann 6. júní. Forritun og gagnagrunnar. Gagnlegt og skemmtilegt námskeið fyrir unglinga hefst í júlí. Hringið í s. 688090 og fáið sendar upp- lýsingar. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á Macintosh og PC Bjóoum gott úrval tölvunámskeiða í sumar. Ný námskrá komin út. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Nú er rétti tíminn til að sauma sumarföt- in. Mest 4 nemendur f hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í sfma 17356. tungumál Túngötu 5. ¥ ■ Enskunám í Kenbridge Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. ■ Enskur sumarskóli 3ja vikna námskeið fyrir 7-12 ára börn í júní þar sem allt fer fram á ensku. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar f síma 25900. ýmlslegt íullofeinsírSöslan s. 71155 Hóbergi 7 ■ Sumarönn: Framhaldsskóla- prófáfangar að hefjast 102/3, 202/3, 212, 302: ENS, ÞÝS, NOR, SÆN, DAN, STÆ, EÐL, ÍSL, ÍSL f. útlendinga. Upptökupróf o.fl. ■ Bréfaskriftir Ágæt aðferð til að bæta sig í ritmáli tungumáls er að skrifa bréf. Intemational Pen Friends útvegar þér a.m.k. 14 jafnaldra pennavini sem skrifa ensku, þýsku, frönsku, spænsku og portú- gölsku. 300.000 manns í 210 löndum. I.P.F., pósthólf 4276, 124 Reykjavík, sími 988-18 18 1. starfsmenntun ■ Kanntu að vélrita? Vélritun ' er undirstaöa tölvuvinnslu. Kennum blindskrift og uppsetningar. Vornámskeið byrjar 6. júní. Innritun í sfmum 36112 og 28040. Vélritunarskólinn. Blab allra landsmanna! J**®*?1****1* -kjarm malsms! RAÐAUGi YSINGAR Kópavogur Ung reglusöm hjón með 2 börn óska eftir 3-4ra herbergja íbúð á ieigu í Kópavogi. Fyrirframgreiðsla og meðmæli ef óskað er. < Sími 91-643867. [ Læknisfjölskylda utan af landi óskar eftir að taka á leigu einbýl- ishús eða raðhús, með 4 svefnherbergjum, á Reykjavíkursvæðinu eða Garðabæ, frá 1. ágúst. Tilboð sendist í pósthólf 54, 202 Kópavogur, helst fyrir föstudag 3. júní. Aðalfundur Aðalfundur Samtaka fjárfesta verður haldinn þriðjudaginn 31. maí á Hótel Sögu, Skála, kl. 17.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Matreiðslumenn Fundur um kjaramál verður haldinn miðviku- daginn 1. júní kl. 15.00, Þarabakka 3 í sal IOGT. Félagar fjölmennið. MARKAÐ9TORGIÐ í HVERAGERÐI Lifandi markaður. Ódýr söluaðstaða. Stærsta sölu- og sýningarhöll landsins. Lífrænt umhverfi laðar að. Leikir og fjör fyrir börnin. Áfangastaður fjölskyldunnar. Mikill straumur ferðamanna. Góð sölustemmning. Markaðurinn verður opnaður laugardaginn 4. júní með fjöri. Básar pantaðir í síma 91-684840, fax 91- 684841 og síma 98-34280, fax 98-34287. Nánari upplýsingar í síma 91-684840 kl. 10.00-13.00 mán., þri. og mið. HÚSEIGENDUR - < < < HÚSFÉLÖG ÞARF AÐ GERA VIÐ í SUMAR? VANTAR FAGLEGAN VERKTAKA? í Viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins eru aðeins viðurkennd og sérhæfð fyrirtæki með mikla reynslu. Leitið upplýsinga í síma 16010 og fáið sendan lista yfir trausta viðgerðaverktaka. SAMTÖK IÐNAÐARINS í Stjórnin. Til sölu blóma- og gjafavöruverslunin Dalía, Fákafeni 11 Upplýsingar veittar á skrifstofu hjá Einari Gaut Steingrímssyni, hdl., Ánanaustum 15 eða á skrifstofu Dalíu. Raðhústil leigu 150 fm raðhús á einni hæð á góðum stað í Grafarvogi. Leigist til eins árs frá 1. ágúst 1994 með eða án húsgagna og heimilistækja. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „R - 12740“. SIVICI auglýsingor Spíritistafélag Islands Anna Carla Ingva- dóttir, miðill, verður með nám- skeið í andlegum fræðum. Byrjað frá grunni. Námskeiðin standa í 12 stundir og taka 3 daga. Einnig með einkatíma. Hámarksfjöldi 10 til 12 manns. Reynt verður að fara út í per- sónulegar leiðbeiningar fyrir hvern og einn. Verð 4.500 kr. Nánari upplýsingar veittar í síma 40734. Opið kl. 10-22 alla daga. Euro og Visa. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins: Miðvikudaginn 1. júní - Heið- mörk (skógræktarferð). Brott- ] för kl. 20.00. - Farið verður í reit Ferðafélagsins - leiðbein- andi Sveinn Ólafsson. Laugardaginn 4. júní kl. 13.00 - Esja - vígsla útsýnisskífu á Þverfellshorni. i Helgarferðir3.-5. júní: 1) Þórsmörk - Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Brottför kl. 20.00. | 2) Breiðafjarðareyjar - Purkey. i Brottför kl. 19.00. Gist í svefn- pokaplássi. Silgt í Purkey og gengið um. Fyrstu sumarleyfisferðirnar: 1) 18.-21. júní Breiðafjarðar- eyjar-Látrabjarg um sumarsól- stöður. 2) 19.-28. júní Hesteyri-Hlöðu- vík-Hornvík, gist í húsum. 3) 22.-26. júnf Esjufjöll. Biðlisti. 4) 22.-26. júní Með jaðri Vatna- jökuls, skíðagönguferð. 5) 23.-26. júní Jónsmessuferð i Skagafjörð (farið í Málmey og víðar). 6) 21.-26. júní Ingjaldssandur. Gist að Brekku á Ingjaldssandi. Gönguferðir daglega um for- vitnilegt svæði. 7) 28. júní-7. júlí Hornvík- Hlöðuvík. Gist i húsum. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.