Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 11
BÆJAR-OG SVEITARSTJORNARKOSNINGAR 1994
60 dómsmál vegna kjörskrár í Reykjavík
Hæstiréttur kall-
aður saman vegna
kj örskrármáls
Landið alflt
Kaupstaðir
68%
90
’94
Höfuðborgarsvæði
\ 59% Vuh >90
62% WBK
KARLAR WÍW
Konur í
meirihluta
í borgar-
stjórn
HELDUR minni munur er á
fjölda karla og kvenna í
sveitarstjórnum eftir kosning-
ar en verið hefur. Stafar það
af hlutfallslegri fjölgun kvenna
í hreppsnefndum. Konur eru
nú í meirihluta í borgarstjórn
Reykjavíkur og tveimur bæjar-
stjórnum en hins vegar er eng-
in kona í tveimur bæjarstjórn-
um og um 25 hreppsnefndum.
Um 682 karlar og 231 kona
náði kjöri í borgarstjórn,
bæjarstjórnir og hreppsnefndir
um helgina. Hlutfall kvenna í
sveitarstjórnunum er 25% sem
er þriggja prósenta aukning
frá núverandi sveitarstjórnum
og hlutur karla minnkar sam-
svarandi, verður 75 í stað 78%.
Sú þróun sem verið hefur í
átt til jafnari skiptingar milli
kynjanna í sveitarstjórnum
gekk aðeins til baka á í þeim
níu sveitarfélögum sem teljast
til höfuðborgarsvæðisins.
Hlutfall kvenna þar er nú 38%
en var 41%. Hlutfall kvenna í
kaupstöðum er 32%, það sama
og síðustu fjögur árin.
í kauptúnahreppum og
sveitahreppum hefur hlutfall
kvenna hins vegar aukist veru-
lega, þó það standi kaupstöð-
um og höfuðborgarsvæði enn
nokkuð að baki, og er nú
22-23%.
Engin í hreppsnefnd
Konur eru í meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur og
bæjarstjórnum Seltjarnarness
og Mosfellsbæjar. Einnig
þremur hreppsnefndum.
Hins vegar er engin kona í
tveimur bæjarstjórnum, í Bol-
ungarvík og á Eskifirði. Ekki
er heldur nein kona í hrepps-
nefndum Suðureyrar, Skaga-
strandar, Fáskrúðsfjarðar,
Breiðdalsvíkur, Þorlákshafnar
og yfir 20 sveitahreppa.
UM 60 manns höfðuðu dómsmál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til
að fá viðurkenndan rétt til að
vera á kjörskrá í Reykjavík.
Hæstiréttur kom saman á laugar-
dag til að fjalla um mál konu sem
kvaðst ekki hafa vitað að eigin-
maður sinn hefði tilkynnt um að-
setursskipti þeirra til Hveragerðis
fyrir nokkrum vikum.
Konan krafðist þess að vera á
kjörskrá í Reykjavík þar sem hún
væri búsett. Eiginmaður hennar
hafði fyrir nokkrum vikum til-
kynnt aðsetursskipti fyrir hjónin
til Hveragerðis þar sem þau voru
skráð óstaðsett • í hús. Konan
kvaðst ekki hafa vitað af því fyrr
en hún kom á kjörstað og var
meinað að kjósa í Reykjavík. Þeg-
ar héraðsdómari synjaði kröfu
hennar um að komast á kjörskrá
í Reykjavík skaut hún málinu til
Hæstaréttar.
Sneri sér ekki til
skráningaryfirvalda
í dómi Hæstaréttar segir að
konan hafi ekki snúið sér til skrán-
ingaryfirvalda með ósk um leið-
réttingu á tilkynningu eiginmanns
hennar um flutning þeirra til
Hveragerðis. Þá hafi hún lýst því
yfir fyrir dómi að þau hjónin hafi
ekki slitið samvistir. Því staðfesti
Hæstiréttur þá niðurstöðu Hér-
aðsdóms að synja konunni um að
kjósa í Reykjavík.
Námsmenn erlendis
með flest málanna
í flestum málanna 60 sem höfð-
uð voru fyrir Héraðsdómi var um
að ræða námsmenn búsetta er-
lendis, sem fallið höfðu út af kjör-
skrá.
Að auki voru 52 mál kærð og
hlotið afgreiðslu hjá borgarráði
áður en almennir kærufrestur eft-
ir framlagningu kjörskrár rann
út 14. maí sl.
Hreinir meirihlutar eftir kosningarnar
Bolungarvik, D
Flateyri, D
Tálknafjörður, D
Reykhólahr., L
Stykkishólmur, D
Þórshöfn, K
Neskaup-
staður,
G
Garður, H
Sandgerðl, K
Kjalarneshr., D
Reykjavík, R
Seltjamarnes, D
Garöabær, D
Stöðvar-
fjörður,
s
Djúpivogur, I
Hveragerði, D
Eyrartrakki, H
Stokkseyri, K
Vestmannaeyjar, D
Meirihluti féll í
10 bæjarsljóraum
MEIRIHLUTI féll í tiu bæjarstjórnum og nokkrum kauptúnahreppum um
helgina. í hátt í þijátíu kaupstöðum og kauptúnum eru nú hreinn meiri-
hluti eins lista, margir þeir sömu og fyrir kosningar. D-listinn hefur
meirihluta á níu þessara staða og á aðild að þremur meirihlutalistum til
viðbótar.
í kosningunum féll hreinn meiri-
hluti sjálfstæðisflokks í Reykjavík,
Mosfellsbæ, Ólafsfirði og Bessa-
staðahreppi. í Hafnarfirði féll meiri-
hluti Alþýðuflokksins og í Hvera-
gerði féll meirihluti H-listans sem
Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og óháðir buðu
fram. Meirihluti Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks féll á Akranesi
og Patreksfirði, sömuleiðis meiri-
hluti Alþýðuflokks og Sjálfstæðis-
flokks í Borgarnesi og á Akureyri.
Framsóknarflokkur og H-listi
Óháðra á Egilsstöðum misstu meiri-
hluta sinn. Sömuleiðis I-listi Sam-
einaðra _ borgara á Hóimavík og
O-listi Óháðra á Breiðdalsvík. A
Daivík mynduðu Sjálfstæðisflokkur
og N-listi jafnaðarmanna meirihluta
í bæjarstjórn en N-listinn var ekki
boðinn fram nú.
D-listinn með meirihluta
á 9 stöðum
Hreinn meirihluti eins lista á
helstú stöðum er sýndur á meðfylgj-
andi korti. Er hann á um það bil
þijátíu stöðum, margir þeir sömu
og fyrir kosningar.
D-listinn vann um helgina hrein-
an meirihluta í Bolungarvík og
Hveragerði. Hefur D-listinn nú
meirihluta á 9 stöðum: Seltjarnar-
nesi, Garðabæ, Stykkishólmi, Vest-
mannaeyjum, Kjalarneshreppi,
Tálknafirði og Fiateyri, auk þeirra
sem unnust nú. Auk þess eiga sjálf-
stæðismenn aðild að þremur öðrum
framboðum sem hafa hreinan meiri-
hluta, þ.e. S-listanum á Hellu með
óháðum, S-listanum á Skagaströnd
með framsóknarmönnum og H-list-
anum í Garði með „öðrum fijáls-
lyndum“.
K-listi Alþýðuflokks og óháðra
vann meirihluta í Sandgerði og á
flokkurinn auk þess aðiid að R-list-
anum sem vann meirihluta í Reykja-
vík. Alþýðubandalagið jók við meiri-
hluta sinn í Neskaupstað og á aðild
að R-listanum í Reykjavík. Fram-
sóknarflokkurinn hélt meirihluta í
Vík í Mýrdal og á aðild að S-listan-
um á Skagaströnd með sjálfstæðis-
mönnum og R-listanum í Reykjavík.
Samtök um kvennalista eiga aðild
að R-listanum í Reykjavík en hafa
hvergi meirihluta. Aðrir meirihlu-
talistar eru ekki tengdir stjórnmála-
flokkunum, a.m.k. ekki opinber-
lega.
S..
Komið til kosninga
FRAMBJÓÐENDUR eru líka
kjósendur og sennilega þeir
einu, sem slá má föstu um,
hvernig verji atkvæði sínu. Á
Akureyri komu hjónin Gísli
Bragi Hjartarson, efsti maður á
A-lista, og Aðalheiður Alfreðs-
dóttir á kjörslað.
Stóð að fyrstu skoðanakönnuninni
um sameiginlegt framboð
Sláandi niðurstaða
miðað við úrslit
„ÞAÐ ER langt síðan ég hef verið eins ánægður með pólitískt líf mitt og
pólitíkina í landinu eins og þessa dagana, segir Hrannar Björn Arnarsson,
sem síðastliðið haust vann ötullega að því ásamt fleiru ungu fólki að af
sameiginlegu framboði minnihlutaflokkanna í borgarstjórn gæti orðið.
Hrannar pantaði sjálfur og gekkst
í fjárhagslega ábyrgð fyrir skoðana-
könnun sem Félagsvísindastofnun
gerði í nóvember þar sem spurt var
annars vegar um fylgi flokkanna í
borgarstjórn miðað við sundruð
framboð og hins vegar niiðað við
sameiginlegt framboð minnihluta-
flokkanna. í könnuninni kom það
fyrst fram svart á hvítu að meirihlut-
inn myndi hugsanlega vinnast með
sameiginlegu framboði minnihluta-
flokkanna.
Hrannar sagði í samtali við Morg-
unblaðið að ástæðan fyrir því að
hann réðst í að láta Félagsvísinda-
stofnun kanna fylgi flokkanna hefði
verið sú að hann hefði starfað í nokk-
urn tíma með hópi ungs fólks sem
hefði látið til sín taka sérstaklega
tilhögun framboðs minnihlutaflokk-
anna til borgarstjórnar.
„Niðurstöðurnar voru sláandi mið-
að við það sem síðar kom í ljós, en
listi sjálfstæðismanna fékk 45% í
könnúninm ' og sameiginlegur li^ti
hinna flokkanna 55%. Ég held að
þessi niðurstaða og þær kannanir
sem fylgdu í kjölfarið og staðfestu
niðurstöðuna hafi í rauninni orðið til
þess að forystumenn flokkanna fóru
að íhuga verulega fyrri afstöðu sína
til málsins. Þetta var í fyrsta skipti
sem þetta var raunverulega mælt,
en mótrökin gegn þessu voru alltaf
þau að það væri hreinlega ekki stuðn-
ingur fyrir sameiginlegu framboði,
og þetta sýndi fram á allt annað.
Það var því að sjálfsögðu eðlilegt að
menn bytjuðu að endurskoða afstöðu
sína eftir þetta,“ sagði hann.
Ingibjörg á heiðurinn
Hrannar sagði að ef einhver ein
manneskja ætti heiðurinn af fram-
boði R-listans þá væri það Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, og í rauninni hefði
hún lagt mest undir, en hins vegar
hefðu verk þess lióps ungs fólks sent
að þessu vann í upphafi að minnsta
, kosti ekki skaðað málstaðinn og þá
frekar liaft jákvæð álifif.
‘f j, f ■ mT