Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 PFAFF SINGER SAUMAVELAR VIÐ ALLRA HÆFI i PFAFF FIOBBY. Ódýr og einföld sauma- vél 6 spor, stillanleg sporlengd. ► PFAFF OVERLOCK. Vélin sker efniö, saumar saman og gengur frá jaöri I einni umferö. PFAFF creative7550 tölvuvélin. Yfir 500 stillingar og óendanlegir möguleikar. SINGER GREEN Heimilisvél meö 14 spor. Enföld í notkun. SINGER conserto heimilisvél.með 25 spor, hnappagöt saumuð I einni lotu. ðgreiðsiu Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni BORGARTÚNI 20 sími 626788 _____________ERLENT___ Sósíalistar með meiri- hluta í Ungvenalandi Búdapcst. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKUR Ungveijalands vann stórsigur í síðari umferð þingkosninganna á sunnudag og náði hreinum meirihluta á þinginu. Samsteypustjórn hægri- og miðflokka hefur verið við völd í Ungveija- landi í fjögur ár og í kosningunum kom fram mikil óánægja meðal al- mennings með versnandi lífskjör í kjölfar efnahagslegra umbóta. „Það sem gerir þetta enn merki- legra er að kjörsóknin var meiri bæði í fyrri og síðari umferð kosn- inganna en árið 1990,“ sagði Gy- ula Horn, formaður Sósíalista- flokksins. Lýðræðisvettvangur vann sigur í kosningunum 1990 og sósíalistar voru þá í fjórða sæti. Sósíalistaflokkurinn fékk 209 þingsæti af 386 og næst kom Bandalag frjálsra demókrata með 70 þingmenn. Horn sagði að sósíalistar myndu leggja áherslu á að bæta hag hinna verst settu í þjóðfélaginu, hækka ellilífeyri og bætur til barnmargra fjölskyldna. Þótt sósíalistar fengju meirihluta á þinginu kvaðst Horn vona að Bandalag fijálsra demókrata feng- ist til að taka þátt í samsteypu- stjórn til að tryggja stuðning við nauðsynlegar aðgerðir til að rétta efnahaginn við. Forystumenn fijálsra demókrata virtust hins veg- ar hafa lítinn áhuga á slíku sam- starfi. Sósíalistar efna til flokksþings um helgina til að velja forsætisráð- herra og líklegt er talið að Horn verði fyrir valinu. Horn er mjög umdeildur í Ungveijalandi og varð heimsfrægur árið 1989 þegar hann var utanríkisráðherra og leyfði Austur-Þjóðveijum að fara um landið til Vestur-Evrópu. Hann var gagnrýndur harðlega í kosninga- baráttunni fyrir að hafa verið í þjóðvarðliði sem aðstoðaði rússn- eska hermenn við að kveða niður uppreisn Ungveija árið 1956. Horn vísaði á bug vangaveltum um að sósíalistar kynnu að bjóða fijálsum demókrötum stól forsætis- ráðherra til að laða þá til stjórnar- samstarfs. Samþykki fijálsir demó- kratar aðild að stjórninni hefði hún tvo þriðju þingsætanna og gæti breytt stjórnarskránni að eigin vild. Sósíalistaflokkurinn var stofnað- ur árið 1989, af umbótasinnuðum kommúnistum sem tóku þátt í að afnema einsflokkskerfið og koma á róttækum efnahags- og stjórn- málaumbótum. Flokkurinn hefur afneitað marxisma og vill að Ung- veijar gangi í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið (NATO). Reuter Sigvrviss á kjörstað GYULA Horn mætti með undarlegan höfuðbúnað á kjörstað en hann handarbrotnaði og meiddist á hálsi í bílslysi. Líklegt er að hann verði næsti forsætisráðherra Ungveijalands. Mæðgur greina frá ástar- sambandi við Alan Clark London. Reuter. MÆÐGUR, eiginkona fyrrum dóm- ara og tvær dætur hennar, lýstu því yfir í viðtali við breska sunnu- dagsblaðið News of the World um helgina að þær hefðu allar átt í ástarsambandi við breska auðjöfur- inn Alan Ciark, sem er fyrrum að- stoðarvarnarmálaráðherra lands- ins. Sögur af kvensemi Clarks eru ekki nýjar af nálinni og dró hann sjálfur ekki dul á ýmis ástarævin- týri í endurminningum sínum „Dagbækur" (Diaries) sem komu út í Bretlandi á síðasta ári og hafa selst í fleiri eintökum en endurminn- ingar Margaretar Thatcher. Mæðgumar, sem nú eru búsettar í Suður-Afríku, sögðust hafa ákveð- ið að leysa frá skjóðunni er til stóð að gefa út endurminningar Clarks þar í landi. Dómarinn, James Har- kess, sagði við News of the World að líklega væri hann gamall ein- feldningur en hann hefði borið fyllsta traust til Clarks. „Ef ég hefði vitað af þessu hefði ég barið hann með svipunni,“ sagði Harkess. Eig- inkona hans Valerie, segist hafa átt í fjórtán ára ástarsambandi við Clark og hefði hann einnig dregíð dætur hennar tvær, Alison, sem nú er 36 ára að aldri, og Josephine, sem er 34, á tálar. Hin 64 ára Valerie sagði Clark hafa sent þeim klámfengin bréf á bréfsefni breska þingsins og póstkort með mynd af honum hálfnöktum. Jane, eiginkona Clarks, sem hef- ur þurft að þola.'ýmislegt á undan- fömum árum, var þó ekki að æsa sig vegna yfirlýsinga mæðgnanna: „I hreinskilni sagt, ef maður sæng- ar hjá lágstéttarliði þá hleypur það í blöðin." Clark sjálfur var í við- skiptaferð í París er yfirlýsingarnar birtust og vildi hann ekki láta neitt hafa eftir sér er blaðamenn höfðu uppi á honum. „Ég hef aldrei tjáð mig um yfirlýsingar kvenna um mig.“ c Clark hætti afskipti af stjórnmál- um árið 1992. Hann er þó ekki á flæðiskeri staddur, þar sem eignir hans eru metnar á rúma íjóra millj- arða króna. Major kallar reiði betlara yfir sig Lundúnum. Reuter. UMMÆLI Johns Majors, forsætis- ráðherra Bretlands, um betlara vöktu hörð viðbrögð pólitískra and- stæðinga hans og biskupa á sunnu- dag. Tony Blair, sem er líklegur til að verða fyrir valinu sem leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að ummæli forsætisráðherrans væru til marks um harðýðgi og þröngsýni og Paddy Ashdown, leiðtogi Fijáls- Iyndra demókrata, sakaði Major um að höfða til ofstækisfullra hægri- manna. Major olli miklu uppnámi þegar hann lýsti því yfir í blaðaviðtali á föstudag að betl væri ekki nauðsyn- legt og bryti í bága við lög og hvatti fólk til að benda lögreglunni á betl- ara. Forsætisráðherrann kvaðst á sunnudag standa við orð sín. ,,Ég lít á það sem mjög ógeðfelld einkenni á stjórnmálalífinu þegar valdamenn beina spjótum sínum að fyrirlitnustu hópunum í þjóðfélag- inu frekar en að spyrja um orsakirn- ar,“ sagði David Sheppard, biskup í Liverpool, sem er áhrifamikill inn- an ensku biskupakirkjunnar. Hann sagði að aukið betl á götum breskra borga mætti meðal annars rekja til þeirrar ákvörðunar bresku stjórnar- innar árið 1988 að afnema velferð- arstyrki til 16-17 ára ungmenna og þeirrar stefnu að útskrifa and- lega veilt fólk af stofnunum. Heimilislaust fólk efndi til mót- mæla á götum Lundúna á sunnudag til að minnast þeirra 600 manna sem taldir eru deyja á götunum á ári hveiju. „Hann ræðst á heimilis- lausa fólkið vegna þess að það virð- ist varnarlaust," sagði einn af skipuleggjendum mótmælanna. Sarajevo- listinn hættir við HÓPUR kunnra menntamanna sem tekið hafa afstöðu með múslimum i stríðinu í Bosníu hafa hætt við framboð í Frakk- landi til þings Evrópusam- bandsins (ESB). Baráttunni fyrir því að vopnasölubanni verði aflétt af Bosníu verði haldið áfram eftir öðrum leið- um. Samtökin sem ganga undir heitinu „Evrópa byijar í Bosn- íu“ hafa fengið milljónir manna í Frakklandi á sitt band. Pinochet vís- að af hóteli AUGUSTO Pinochet hershöfð- ingi og leiðtogi herforingja- stjórnarinnar sem rændi völd- um í Chile 1973 var vís- að af Amstel- hótelinu í Amsterdam á föstudag. Hann skráði sig undir fölsku nafni en starfsmað- ur bar kennsl á hann næsta dag. Hollensk yfirvöld vissu ekki um að hann væri á ferð í landinu en þarlend blöð sögðu hann í vopnakaupa- leiðangri. Hann fer í vikunni til Prag og Bratislava í boði tékkneska vopnasölufyrirtæk- isins Omnipol. Hitasvækja í Indlandi HITABYLGJA hefur verið í Indlandi í tvær vikur og hefur lofthiti ekki mælst meiri í Nýju Dehli í 50 ár en í gær mældist þar 46° á Celcius. Hitastigs- metið er 47,2° frá 29. maí 1944. í ríkinu Rajasthan hefur hitinn komist í 49° síðustu daga og 48° í Taj Mahal. Veð- urfræðingar spá því að enn eigi eftir að hitna í Indlandi fyrir monsún-rigningarnar í júní. Dauðsföllum vegna reyk- inga fjölgar ALÞJÓÐA heilbrigðismála- stofnunin (WHO) varaði við útbreiðslu reyk- inga í þróunar- ríkjum og sagði að óbreyttu myr.du 10 millj- ónir manna deyja árlega af völdum reyk- inga eftir 30 ár. í dag eru þijár milljónir dauðs- falla á ári rakin til reykinga. Örust er útbreiðsla meðal kvenna í þróunarlöndunum og þykir brýnast að reyna draga úr henni til að ná dauðsföllum niður. * Okeypis í strætó DRENGUR sem fæddist í strætisvagni í borginni Olsyth í Póllandi í fyrrakvöld fær að líkindum ókeypis í strætis- vagna borgarinnar fyrir lífstíð, að sögn borgaryfirvalda. Drengurinn vó 2,5 kíló og heils- ast honum og móðurinni vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.