Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk reglulega góiiir dagur. Ég gerði allt rétt. að mínu áliti. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Um starfprests við lögregluna íReykjavík ÞAÐ var ánægjuleg og minnisstæð stund í Bústaðakirkju 1. maí sl. þeg- ar lögreglumessa var þar sungin. Hún var prestunum þremur stjórn Landssambands lögreglumanna (LL), Lögreglukór' Reykjavíkur og öilum sem komu nærri messunni til mikils sóma. Eftir messuna hef ég verið spurð- ur um tilkomu starfs prests við embætti lögreglustjórans í Reykja- vík og daglegrar þjónustu hans við lögreglumenn. Hraust sál í hraustum líkama Þegar ég hóf störf sem starfs- mannastjóri haustið 1987 hafði því verið komið á að embættið styrkti lögreglumennina til að sækja líkams- ræktarstöðvar og auðvelda þeim að halda sér í góðu formi með því að sækja slíkar stöðvar. Þegar fram liðu stundir sá ég að ekki mátti einungis líta á líkamlegt atgervi manna það þyrfti einnig að hlúa að andlegri velferð þeirra og veita þeim þjónustu varðandi persónuleg vandamál og álag sem starfinu fylgir. Það sem kallað er álags- og áfallahjálp. Þegar álagið er orðið mikið eða lögreglu- menn lenda í erfiðum útköllum þar sem reynir gífurlega á andlegt jafn- vægi þeirra er nauðsynlegt að þeir geti rætt sín mál - létt á sér. Æskilegt væri að þeir færu ekki af vaktinni eftir slík útköll nema að hafa rætt málið til þess að koma í veg fyrir að þeir tækju vandamálin með heim. Lögreglumannsstarfíð er álags- starf og karlmennskuímyndin gengur ekki endalaust, eins og fram kom í máli formanns LL í sjónvarpsviðtali. Ekki er hægt að ætlast til þess að makar lögreglumanna eða aðrir ættingjar taki að sér að vera sálu- sorgarar. Vinnuveitandinn ber þar ábyrgð og á að koma til skjalanna og gæta þess eftir megni að menn fari ekki með vinnuna heim. Eftir talsverðar vangaveltur hvernig best væri að standa að málinu var niður- staða mín sú að heppilegast væri að ráða prest til starfans. Lögreglustjóri og skrifstofustjóri sýndu báðir málinu mikinn áhuga og vildu að því yrði fram haldið. Formaður Lögreglufélags Reykja- víkur taldi heldur ekki vanþörf á að vinna að heill lögreglumanna á þenn- an hátt. Sömuleiðis hefur verið með formann LL, Jónas S. Magnússon. Kjartan E. Sigurbjörnsson ráðinn Þegar rætt hafði verið við lækna og fleiri um störf presta á sjúkrahús- um beindist athygli mín að Kjartani Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér afl liitandi. E. Sigurbjörnssyni, sjúkrahúspresti á Landakoti. Kjartan er fæddur á Siglufirði 23. október 1948. Hann lauk námi frá guðfræðideild Háskóla íslands 1974, árið eftir að hann út- skrifaðist, var hann kennari við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Kjartan var vígður til Vestmanna- eyjaprestakalls 1975. Þar þjónaði séra Kjartan sem sóknarprestur til ársins 1991, að undanskildu er hann var við framhaldsnám í Bandaríkjun- um í sálgæslu 1988 til 1989. Séra Kjartan var ráðinn sjúkra- húsprestur á Landakotsspítala 1991. Það var síðla árs 1992 sem ég ræddi við séra Kjartan um það hvort hann væri fáanlegur að veita lög- reglunni í Reykjavík þjónustu sína. Séra Kjartan var fús að taka málið að sér og hóf hann störf í byijun árs 1993. Þar sem þjónustan var nýmæli varð hann að leggja grunn að starf- inu. Hann kemur á lögreglustöðina tvisvar í viku og er þá í hinum ýmsu deildum. Hann hefur gert sér far um að kynnast starfínu, lögreglu- mönnum og öðrum starfsmönnum. Ræðir hann við starfsmenn í hópi eða einslega. Menn geta leitað til hans hvort sem er innan veggja lög- reglustöðvarinnar eða utan. Lög- reglumenn geta einnig notið þjón- ustu hans að öðru leyti varðandi starfíð eftir því sem þörf er á. Starfið hefur gefið góða raun Starf séra Kjartans hefur gefið mjög góða raun og hafa önnur emb- ætti sýnt starfí hans áhuga og reyndar notið þjónustu hans. Það er von mín og fullvissa eftir þá reynslu sem komin er að þessi þjónusta við starfsmenn og fjölskyld- ur þeirra sé til góðs í hinu vanda- sama og álagsmikla starfí lögreglu- mannsins. Að lokum ítreka ég þakklæti til stjórnar LL og þeirra sem stóðu að og komu fram í messunni og ber fram þá ósk sem margir töluðu um í Bústaðakirkju hinn 1. maí sl. að slík messa yrði gerð að árlegum við- burði. GUÐMUNDUR M. GUÐMUNDSSON, starfsmannastjóri við embætti lögreglustjóráiis í Reykjávík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.