Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
f
i
VIÐSKIPTI
Hlutabréfamarkaður
Hagnaðurhjá 21
fyrirtæki þrefoldast
ÞREFALT meiri hagnaður varð hjá 21 fyrirtæki á hlutabréfamarkaði á
árinu 1993 en árið á undan eða um 1.730 milljónir króna í stað 575
milljóna, samkvæmt könnun sem Kaupþing hefur gert á reikningum fyrir-
tækjanna. Arðsemi eigin fjár þessara fyrirtækja jókst úr 2,6% í 7,9% á
milli ára. Sé litið framhjá áhrifum gengisfellingar á miðju síðasta ári á
afkomu þessara fyrirtækja hefði meðalarðsemi þeirra verið rúm 11%.
Noregur
Hagnaður
Saga eykst
Ósló. Reuter.
SAGA Petrolium, stærsta einkafyr-
irtæki Norðmanna í olíuvinnslu,
skýrði frá því í gær að hagnaður
fyrirtækisins fyrir skatta hefði auk-
ist um 3% fyrstu íjóra mánuði árs-
ins þrátt fyrir lágt verð.
Hagnaðurinn frá janúar til apríl
varð 659 milljónir norskra króna
en var 640 milljónir á sama tíma í
fyrra. Framleiðsla Saga jókst veru-
lega á þessum tíma, úr 94.000 föt-
um á dag í 108.600. Verðið var
hins vegar lágt, féll úr 128 norskum
krónum á fatið í 105.
Þetta kemur fram í ársfjórðungs-
legu riti Kaupþings, Greining á
hlutabréfamarkaðnum. Þar er bent
á að ýmis ytri rekstrarskilyrði hafi
batnaði svo um munar á undanförn-
um mánuðum. Þannig bendir Kaup-
þing á að skattar fyrirtækja hafi
lækkað, verðbólga sé nú lægri en
nokkru sinni fyrr eða um 1% og
vextir hafi lækkað verulega frá því
í nóvember sl. og þar með fjár-
magnskostnaður fyrirtækja.
Þá sé raungengi krónunnar
lægra en verið hafi lengi, dregið
hafi úr gjaldþrötúm og töpum vegna
viðskiptakrafna og skuldir margra
fyrirtækja lækkað. Loks er á það
bent að friður sem ríki á vinnumark-
aði hafi skapað forsendur fyrir stöð-
ugleika og almennur rekstrarkostn-
aður lækkað hjá flestum fyrirtækj-
aum m.a. vegna hagræðingar, að-
halds og sparnaðar, minni yfir-
vinnu, fækkunar starfsmanna o.fl.
Efnahagsmál og verðbréfamarkaðir
í Japan og SA-Asíu
Morgunverðarfundur fimmtudaginn
2. júní nk. kl. 8.00 á Hótel Holiday Inn,
Hvammi.
John Sheppard, aðalhagfræðingur eins stærsta
verðbréfafyrirtækis Japans, Yamaichi, flytur
erindi um ofangreint efni.
Erindið verður flutt á ensku.
Tii umræðu á fundinum verða m.a. eftirfarandi efnisatriði:
- Eru líkur á að minnihlutastjórnin í Japan nái fram efnahags-
bata?
- Ef yenið styrkist á kostnað bandaríkjadollars, hver verða
áhrifin á efnahagskerfið og hlutabréfamarkað í Japan?
- Hefur Hong Kong markaðurinn tekið að fullu tillit til yfirvofandi
breytinga 1997?
- NAFTA, ESB, hvernig fellur SA-Asía inn í myndina?
- Hversu mikilvægt er Kína fyrir vöxt á Kyrrahafssvæðinu?
Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um
umræðuefnið eru hvattir til að mæta.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Markaðs-
lögmálin
í Hanoi
EINKAFRAMTAKIÐ er farið
að blómstra í Víetnam eins og
þessi mynd ber með sér. Hér
er ung kona í Hanoi að skoða
innkomuna en hún er að selja
notaðar, japanskar saumavélar.
Er verðið á flestum þeirra á
bilinu 7-8.000 ísl. kr.
Reuter
Verðbréfamarkaður
Nýherjimeð 50 millj-
óna skuldabréfaútboð
NÝHERJI hf. býður í dag út á almennum markaði skuldabréf að fjárhæð
50 milljónir króna og verður þar með fyrsta hlutafélagið í einkaeigu til
að afla sér fjármagns á þennan hátt. Bréfin skiptast í tvo undirflokka,
þ.e. 20 milljónir verða í bréfum til 2'h árs og 30 milljónir í bréfum til 3
ára. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 7,5%. Markmiðið með sölu bréfanna
er að lækka skammtímaskuldir og hækka þar með veltufjárhlutfall. Ný-
heiji ábyrgist endurgreiðslu bréfanna með tekjum sínum og eignum.
Kaupþing er umsjónaraðili útboðsins og hefur milligöngu um skráningu
þeirra á Verðbréfaþingi Islands.
Sænskt
tölvufyrir-
tæki fundar
hér á landi
Nýheiji var stofnaður 2. apríl
1992 og sameinaðist Skrifstofuvél-
um hf. og yfirtók rekstur IBM á
íslandi við stofnun, að því er segir
í útboðslýsingu. Stærstu hluthaf-
arnir eru IBM Danmark a/s með
30%, Draupnissjóðurinn 26,2% og
Vogun hf. 18,95%. Meginstarfsemi
félagsins felst í sölu og þjónustu á
IBM-tölvum, hugbúnaði, hvers kyns
skrifstofutækjum og áhöldum, hús-
stjórnarkerfum, kapallögnum og
annarri tengdri upplýsingamiðlun.
Hagnaður félagsins á sl. ári nam
alls um 21 milljón króna samanbor-
ið við 59 milljónir árið 1992. Velta
nam alls um 1.026 milljónum í fyrra
samanborið við 732 milljónir árið
1992 en hafa ber í huga að rekstur-
inn hófst 2. apríl það ár. Heildar-
eignir voru í árslok 1993 613,2
milljónir. Eigið fé var alls 261 millj-
ón og var eiginfjárhlutfall 43%.
Heildarskuldir námu samtals 351,8
milljónum en þar af voru skamm-
tímaskuldir 319 milljónir og lang-
tímaskuldir 33 milljónir. A árinu
1993 störfuðu að meðaltali 104
starfsmenn hjá félaginu eða svipað-
ur fjöldi og árið 1992.
Fram kemur í útboðslýsingu að
rekstraráætlun félagsins fyrir árið
1994 gerir ráð fyrir að hagnaður
verði 29 milljónir eftir skatta.
SÆNSKA tölvufyrirtækið Axis
Communications heldur þessa dag-
ana ráðstefnu hér á landi fyrir
umboðsmenn sína víða um heim.
Alls er um að ræða 80 manns sem
koma frá Evrópu, Asíu og Banda-
ríkjunum.
Axis Communications er vaxandi
fyrirtæki á tölvumarkaðnum sem
sérhæfir sig í framleiðslu og þróun
prentþjóna fyrir flestar gerðir tölvu-
neta, segir í frétt. Prentþjónn er
tæki sem sér um að miðla verkum
til prentara og þannig leysir hann
ýmis vandamál sem fylgt hafa
prentun á neti. Þar má nefna sam-
nýtingu prentara fyrir Unix, ein-
menningstölvu-, Machintosh- og
IBM-umhverfi, auk þess sem hann
leysir af hólmi tölvur sem notaðar
hafa verið til að þjóna prenturum.
Umboðsmaður Axis Communicati-
ons hér á landi er Króli hf.
NOVENCO
' FARAR -
BRODDI
ÞAKVIFTUR OG HITABLáSARAR
Staðlaðar einingar hitablásara frá Novenco til loftræsingar
og lofthitunar í íbúðarhús, skemmur, bílskúra,
veitingahús og verkstæði. Höfum einnig
þakblásara og þakhettur fyrir skemmur,
skrifstofubyggingar, verkstæði o.fl.
Novenco er dönsk gæðavara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val
á loftræsibúnaði og hitablásurum.
RAFVÉLAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviðgeröir
og allar almennar
rafvélaviðgerðir.
Pekking Reynsla Þjónusta<í
FALKINN
90ÁRN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
NÝHERJI
Skuldabréfaútboð
Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að leita inn á innlendan
lánsfjármarkað f þvl skyni aö lækka vaxtakostnað og skammtlmaskuldir og hækka
þannig veltufjárhlutfall fyrirtækisins.
Útgáfudagur, útboöstfmi og nafnverö skuidabréfa
Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 31. mal 1994. Útboðstlmi
er til 31. ágúst 1994. Heildarverömæti útboðsins er 50 milljónir króna aö nafnvirði.
Undirflokkar, lánstfmi og einfngar
Gefin verða út skuldabróf (tveimur flokkum, aö verömæti 20 og 30 milljónir hvor.
Skuldabróf i flokki 1 /1994A eru til 2'k árs og skuldabréf f flokki 1 /1994B til 3ja ára.
Bréfin verða gefin út í 1 og 5 milljóna króna einingum.
Gjalddagar, vextir, ávöxtunarkrafa og sölugengi
Gjalddagi bréta I flokki 1/1994A er 30.11.1996.Gjalddagi bréla I flokki 1/1994B er 31.05.1997.
Af skuldabréfum til Zh árs reiknast 7,50% vextir ofan á lánskjaravísitölu og greiöast 30.
nóvember ár hvert. Af skuidabréfum til 3ja ára reiknast 7,50% vextirofan á lánskjaravísitölu
og greiöast 31. maí ár hvert.
Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 7,50% á báöum flokkunum.
Sölugengi skuldabréfa í flokki 1/1994A er 1,000654 á fyrsta söludegi.
Söiugengi skuidabráfa í flokki 1/1994B er 1,000000 á fyrsta söiudegi.
Fjárhagslegur styrkleiki
Nýherji hf. var stofnað 2. aprfl 1992. Hlutafé fyrirtækisins er 200.000.000 króna. I árslok 1993
var eigið fé fyrirtækisins rúmar 261 milljónir króna og eiginfjárhlutfall um 43%.
Utboösgögn, söluaölli, umsjón meö útboöi og skráning
Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna á Veröbréfaþingi íslands. Útboðslýsing og önnur
gögn um útboöiö og Nýherja hf. liggja frammi hjá Kaupþingí hf. sem hefur umsjón með
útboöinu og annast sölu bréfanna.
Í
Kaupþing hf.
löggilt veröbréfafyrirtœki
Kringlunni 5
Sími: 689080
kjarni málsins!
I
L
(
i
i
K
í
I