Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MOP.GUNBLAÐIÐ I I- AKUREYRI Ráðstefna um heil- brígða elli RÁÐSTEFNA um öldrunar- mál á vegum heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri verður haldin í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju dagana 13. og 14. júní næstkomandi. Aðalfyrirlesari verður Alice Hermannsson, dósent við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og mun hún kynna doktorsrann- sókn sína „Síðasta æviárið" sem fjallar um líðan fólks og hjúkrun á síðasta skeiði ævinnar. Haraldur Bessason rektor flytur fyrirlestur um ellina og eilífðina, Herdís Sveinsdóttir dósent við Háskólann á Akur- eyri um heílbrigði og kynlíf aldraðra, Sigríður Ágústsdótt- ir listakona um tómstundir og skapandi starf aldraðra og Halldór Halldórsson læknir um umönnun aldraðra á ís- landi fyrr og nú. Jón Björns- son, félagsmálastjóri á Akur- eyri, kynnir samanburðar- rannsókn sem gerð var í fimm sveitarfélögum á Norðurlönd- um og Björg Þórhallsdóttir flytur fyrirlestur um ellina, missinn og umhyggjuna. Hópumræður verða um málefni aldraðra seinni ráð- stefnudaginn. Þá verða kynnt- ar rannsóknir nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Há- skólanum á Akureyri. í tengsl- um við ráðstefnuna verður sýning á listsköpun aldraðra og ýmsu sem tengist efni hennar. Þátttaka og skráning er á skrifstofu Háskólans á Akur- eyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór VERKMENNTASKÓLINN á Akureyri brautskráði eitt hundrað og þi'játíu nemendur á laugardag. Tvö þúsund nemendur brautskráðir úr VMA TVÖ þúsundasti nemandinn var brautskráður frá Verkmennta- skólanum á Akureyri þegar honum var slitið í 10. sinn síð- astliðinn laugardag. Alls voru 138 nemendur brautskráðir frá skólanum, þar af voru stúdentar 96, sjúkralið- ar 13, iðnaðarmenn 24 og þrír luku meistaranámi. Við upphaf haustannar voru 959 nemendur innritaðir til náms auk 170 nem- enda í öldungadeild og í meista- raskóla. Þá sóttu um 150 manns ýmis konar námskeið. Yfir 100 manns starfa við skólann. Tekist var á við tvö ný verk- efni á tíunda starfsári skólans, haldið var námskeið fyrir nýbúa og tekin upp fjarkennsla með tölvum en tveir áfangar í ensku voru kenndir síðasta vet- ur og voru nemendur 14 talsins frá Hafnarfirði í suðri til Kópa- skers í austri. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri var formlega stofnaður 1. júní 1984, en hann var reistur á traustum grunni gróinna menntastofnana á Akureyri eins og Bernharð Haraldsson skólameistari komst að orði í skólaslitaræðu sinni, Fram- haldsdeilda Gagnfræðaskólans, Hússtjórnarskólans og Iðnskól- ans á Akureyri. Stefanía Guðmundsdóttir lauk stúdents- og sjúkraliða- prófi og hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan náms- árangur. Samið um meirihluta í Ólafsfirði NÝR meirihluti hefur verið myndað- ur í Ólafsfirði en bæjarfulltrúar S- lista, Samtaka -um betri bæ, og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa gert samkomulag um myndun meirihluta í bæjarstjórn Ólafsijarðar næsta kjörtímabil. Sjálfstæðisflokkur hafði hreinan meirihluta, fjóra bæjarfulltrúa af sjö, en fékk þtjá nú. Hálfdán Krlstjánsson verður bæj- arstjóri í Ólafsfirði/ Þorsteinn Ás- geirsson af Dlista forseti bæjar- stjórnar, en Jónína Óskarsdóttir af S-lista formaður bæjarráðs. Samstarf listanna byggist á mál- efnasamningi þar sem Þorsteinn Ásgeirsson sagði að lögð væri áhersla á að greiða niður skuldir vegna byggingar íþróttahúss, að efla atvinnumál og fegra bæinn. „Mér líst ágætlega á þetta samstarf og tel að það muni ganga vel fyrir sig,“ sagði Þorsteinn. Dalvík Viðræður B- og- I-lista FORMLEGAR viðræður fulltrúa B- lista Framsóknarflokks og I-lista á Dalvík um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkur eru að hefjast. Kristján Ólafsson, efsti maður á B-lista sagði að viðræðurnar myndu af hálfu flokksins byggjast á stefnu- skrá þeirri sem iögð var fram fyrir kosningar og framhaldið ylti á hvernig þeir kæmu sínum málum að. „Við höfum farið okkur rólega í þessu en að hafa fengið svo mikið traust frá kjósendum og þijá fulltrúa í bæjarstjórn hlýtur að kalla okkur til ábyrgðar og því viljum við ekki kasta höndunum að þessu verki,“ sagði Kristján. VERKMENNTASKOLINN Á AKUREYRI INNRITUN lýkur föstudaginn 3. júní nk. Skólameistari. fiuqfélaq uorð ii rlcíikIs lif SÍMAR »6-12100 og »2-11353 Framsókn og kratar bjart- sýn á meirihlutamyndun „ÉG SÉ ekkert á þessari stundu sem ætti að koma í veg fyrir að þetta takist,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki, um viðræður við fulltrúa Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar fyrir fund fulltrúa flokkanna í gærkvöldi. Framsóknarmenn, sem fengu fimm fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Akureyrar, hófu strax eftir að úr- slit lágu ljós fyrir viðræður við al- þýðuflokksmenn. Fyrsti formlegi fundurinn var á sunnudag þar sem fulltrúar flokkanna lögðu fram helstu hugmyndir sínar og síðan var aftur fundað í gærkvöld. Jakob bæjarstjóri „Við höfum gefið okkur tíma til föstudags til að ganga frá þessum málum,“ sagði Gísli Bragi. „Við ætlum að fara rækilega yfir alla málaflokka og stefnuskrár og ganga vel frá málum í upphafi." Framsóknarflokkurinn bauð Jakob Bjömsson efsta mann á list- anum fram sem bæjarstjóraefni þannig að gera má ráð fyrir að hann gegni stöðu bæjarstjóra á Akureyri næsta kjörtímabil. Ráðstefna um vannýttar tegundir sjávardýra og sjávargróðurs verður haldin á vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri á Hótel K.E.A. þann 3. júní nk. Tfmi Kl. 09.00 Kl. 10.00 Kl. 10.15 Kl. 11.00 Kl. 11.30 Kl. 12.00 Kl. 14.00 Kl. 14.30 Kl. 15.00 Málefni Afhending ráðstefnugagna Ráðstefna sett og dagskrá kynnt Þörungar í Austurlöndum - nýti.ng/vinnsla Þörungar hér við land, magn og útbreiðsla Fyrirlesari Chen Jia Xin Karl Gunnarsson Hagnýting þörunga/möguleikar íslendinga Gunnar Ólafsson Matarhlé - sýning og smökkun á réttum úr vannýttu sjávarfangi Hryggleysingjar hér við land Sólmundur Einarsson Helstu markaðir fyrir botnlæg sjávardýr Þorgeir Pálsson Vannýtt sjávardýr - nýting/vinnsla á Austurl. Chen Jia Xin í matarhléi verður boðið upp á kínverska rétti, sem verða matreiddir úr íslensku hrá- efni. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 9.00 með afhendingu ráðstefnugagna. Skráning fer fram dagana 30/5 - 2/6 frá kl. 9.00-16.00 ísíma 96-30940. Ráðstefnu- gjald er 3.000 krónur og innifalið í því eru ráðstef nugögn og hádegisverður. I l ft í I r i i i i b i ! ft ft r ft i ft ! I ft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.