Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994 27 Atkvæðum skilað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni . Sigfússon greiða atkvæði á kjördag. Þegar talið hafði verið upp úr kössunum kom í ljós að R-listinn sigraði með tæp 53% atkvæða en D-listinn fékk rúm 47%. Munurinn á framboðslistunum er litlu meiri en fjórar skoðanakannanir sýndu á lokadögum kosningabarátt- unnar. mi nanir nga í Reykjavík Kosningar 28. maí f ð 25.-26. maí 27. maí niðurstöðum kosninganna á Akur- eyri og þeim skoðanakönnunum sem gerðar höfðu verið í bænum á meðan á kosningabaráttunni stóð. Fram- sóknarmenn unnu sigur í kosningun- um og fengu 40,18% atkvæða og fimm menn kjörna. Könnun sem fé- lagsfræðideild Menntaskólans á Ak- ureyri gerði í lok apríl sýndi þessa uppsveiflu Framsóknar en í henni mældist fylgi B-lista rúm 40%. Könn- un sem Gallup gerði um miðjan maí gaf flokknum 35% fylgi og fjóra menn og í könnun DV 19. maí mældist fylgi listans 38,2%. Allar kannanirnar sýndu að fylgi Alþýðuflokks fór jafnt og þétt vax- andi þegar nær dró kosningum eða frá tæplega 8% upp í 10,5% en flokk- urinn fékk talsvert meira fylgi í kosn- ingunum sjálfum, eða 11,7% og einn bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 31,3% fylgi í könnun félags- fræðideildar MA, tæp 30% í könnun Gallup og rúm 29% í könnun DV. D-listinn fékk hins vegar nokkuð minna fylgi í kosningunum eða 27,17% þrjá menn kjöma. Skv. könnun félagsfræðideildar gat G-listinn búist við að halda sínum tveimur fulltrúum í bæjarstjórn Ak- ureyrar og mældist með 21,1% fylgi. í könnun Gallup fékk listinn 26,1% fylgi, sem hefði dugað til að ná þrem- ur mönnum en DV-könnun sýndi 22,2% fylgi við listann sem gaf tvo menn. Niðurstöður kosninganna urðu þær að G-listinn fékk 20,94% atkvæða og tvo menn kjörna. Talsverðar sviptingar urðu í Suð- urnesjabæ frá því sem skoðanakann- anir höfðu sýnt. Þannig fengu sjálf- stæðismenn talsvert minna fylgi í kosningunum en kannanir höfðu gefið til kynna og fjóra fulltrúa en ekki fimm eins og spáð hafði verið á grundvelli kannana. G-listinn fékk hins vegar mun meira fylgi en mælst hafði í skoðanakönnunum. . Siguijón Sighvatsson kaupandi hlutabréfanna í Stöð 2 ÞURFTI AÐVERA STERKARI RÖDD Sigurjón er orðinn stærsti hluthafinn, korninn í lykilaðstöðu með 18% hlutafjár í stað 9% áður og í viðtali við Björn Vigni Sigurpálsson segist hann telja eðlilegt að hann fái sæti í stjóminni. Siguijón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmað- ur í Los Angeles, var fjárfestirinn sem keypti hlutabréf í Stöð 2 fyrir um 140 milljónir að markaðsvirði í vik- unni sem leið. Siguijón jók hlut sinn úr um 9% í tæp 18% eignar- hlut og er því orðinn stærsti einstaki hluthafinn í íslenska útvarpsfélaginu. Siguijón segir að fyrir sér vaki fyrst og fremst að auka ítök sín í fyrirtækinu og um stefnu þess en ekki að taka það yfir og breyta þar öllu. Siguijón segist ekki endilega viss um að aukinn styrkur hans í hlut- afélaginu þurfi að tákna miklar breytingar í stjórn og yfirstjórn Islenska út- varpsfélagsins og Stöðvar 2. Hins vegar sé hann vissulega kominn í lykil- aðstöðu og ekki sé því óeðlilegt að hann eða fulltrúi hans fái sæti í stjórninni en hann á nú sæti í vara- stjórn. Hann telur þó að sú breyting geti orðið án þess að til hluthafa- fundar þurfi að koma. Eftir því sem næst verður komist virðist geta verið hljómgrunnur fyr- ir slíku innan stjórnarinnar. Ingi- mundur Sigfússon, stjórnarformað- ur íslenska útvarpsfélagsins, sagði að Siguijón hefði tilkynnt sér á sunnudagskvöld að hann væri mað- urinn sem keypt hefði hlutabréfin í Stöð 2 í síðustu viku. Annað kvaðst Ingimundur ekki geta sagt um málið. Siguijón staðfesti siðan í símtali Við Morgunblaðið í gær að hann hefði staðið á bak við kaupin á hlutabréfunum í íslenska útvarps- félaginu, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna. „Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér með þessum kaup- um er að styrkja mína eigin stöðu innan fyrirtækisins," sagði Sigur- jón. __ „Ég var fyrir stór hluthafi með 9% í félaginu en ég hef hins vegar • ekki getað verið á staðnum frá degi til dags og fannst nú komið að því að annaðhvort þyrfti ég að hafa sterkari rödd í fyrirtækinu eða vera ekki í því. Ég hef trú á fyrir- tækinu. Það stendur að vísu á ákveðnum tímamótum í dag en ég held að það séu enn gífurlega mikl- ir og á margan hátt ónýttir mögu- leikar fyrir Stöð 2 á markaðinum. Án þess að ég sé endilega að gagnrýna það sem gert hefur verið innan fyrirtækisins til þessa, þá tel ég að með aðeins meiri heimssýn geti Stöð 2 notfært sér þessi tækifæri sem aftur verður til'að auka hag- sæld fyrirtækisins og auka verð- gildi hlutabréfanna." Siguijón kveðst ekki líta á hluta- bréfakaupin í Stöð 2 sem eitthvert stórkostlegt valdatafl. Með kaupun- um í síðustu viku jók þó Siguijón hlut sinn í fyrirtækinu úr 9% í hátt í 18% og greiddi fyrir um 140 milljónir króna. Hann dregur heldur enga dul á að hann telur sig kom- inn í lykilstöðu innan stjórnarinnar. „Ég sit að vísu núna einungis í varastjórn félagsins en mér fyndist ekki óeðlilegt eftir þessa breytingu að ég eða fulltrúi minn fengi sæti í aðalstjórn. Ég er hins vegar ekk- ert endilega viss um að það þurfi hluthafafund til að svo megi verða heldur megi koma því við með öðr- um og einfaldari hætti,“ sagði Sig- uijón. . . •usnioyaiBgiodi n i „Það er á margan hátt ágætis stjórn j fyrirtækinu, skipuð ágætum mönnum. Hins vegar má segja það um Stöð 2 sem ef til vill skýrir að þetta fyrirtæki hefur verið meira í fjölmiðlum en mörg önnur fyrir- tæki, að í félaginu eru tiltölulega fáir en stórir hluthafar sem ekki hafa alltaf verið alveg samstiga. Og þó ég haldi að það hafi í sjálfu sér ekki verið ýkja mikill ágreining- ur um markmið, þá hefur kannski á stundum verið ágreiningur um leiðir að því markmiði. Þess vegna hef ég stundum talið að félaginu væri betur borgið með annaðhvort miklu víðari hluthafa- hóp eða þá þrengri. Það sem ég gerði núna var raunverulega að þrengja hópinn með því að taka þetta stóran hluta og vænti þess að á þann hátt muni ég hafa meiri ítök í fyrirtækinu og um stefnu þess.“ Siguijón sagðist ekkert frekar eiga von á því að miklar breytingar yrðu í stjórn eða yfir- stjórn fyrirtækisins, þó að hann treysti stöðu sína með þessum hætti. „Þetta er ekki spurning um það að þarna sé einhver að koma inn til að taka yfir og breyta öllu, held- ur er ég fremur að tryggja það að rödd mín heyrist. Ég var búinn að velta því fyrir mér í langan tíma hvort ég ætti annaðhvort að kaupa meira í Stöðinni eða selja minn hlut. Það var kannski ekki endilega mikill markaður fyrir þetta stóran hlut og eftir því sem ég hef skoðað málin meira þá er ég nokkuð sann- færður um að meira að segja það verð sem þessi bréf voru keypt á sé ekki það sem kallað er „optim- um“- eða kjörverð. Það eru auðvitað þrengingar í íslensku þjóðlífi í dag sem haft hafa áhrif á afkomu okk- ar fyrirtækis eins og annarra, en ég er sannfærður um að það er svigrúm fyrir þessa stöð og vel það, ef rétt er á málum haldið." Siguijón var spurður að því hvort hann sæi fyrir sér að einhver breyt- ing yrði á styrkleikahlutföllum í stjórninni samfara auknum styrk hans. „Þessi meirihluta-minnihluta- skipting sem gengur á íslandi virk- ar einfaldlega ekki hérna úti í heimi. Maður vinnur í fyrirtæki fyrst og fremst með hagsmuni þess í fyrir- rúmi fremur en einstaklinganna sem eiga það, og ég vona að það sem ég hef til málanna að leggja verði til að bæta hag allra sem eiga í fyrirtækinu. Þessi meiri- hluta-minnihlutakúgun sem oft á sér stað í ís- lenskum fyrirtækjum er óþekkt hér í Ameríku og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíkum leik.“ Um ástæður þess að hann kaus að sveipa hlutabréfakaupin í síðustu viku leyndarhjúp í stað þess að koma fram á sjþnarsviðið strax, sagði Siguijón: „Ég taldi að bréfín myndu hækka enn meira í verði ef það spyrðist út hver kaupandinn væri.“ Siguijón mun fyrirsjáanlega þurfa að veija meiri tíma hér á landi með aukinni stjórnarþátttöku í ís- lenska útvarpsfélaginu en hann segist þó ekkert á heimleið fyrst um sinn. „Ég á enn eftir þijú ár af samningi mínum vegna sölunnar á Propaganda Film til Polygram og ég er skuldbundinn að ljúka þeim samningi, hvað sem síðar kann að verða.“ Er að þrengja hópinn Hyggst vera meira hér heima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.