Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994
LISTIR
MORGUNBlxAÐIÐ
Minnst við
landið
MYNPLIST
R á d h íi s i ð / K r i n g I a n
LIST BARNA OG
UNGLINGA
Island - sækjum það heim!
Opin alla daga frá kl. 9-16 til 16. maí.
Aðgangur ókeypis.
LISTAHÁTÍÐ 1994 er hafin og
fór vel á því að opna hana með
sýningu á list barna og unglinga í
skólum landsins í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Jafnframt er hluti sýningar-
innar, eða viðbót hennar í Kringl-
unni, eða nánar tiltekið við hlið
Búnaðarbankans, sem er styrktar-
aðili framkvæmdarinnar.
Það er samstarfshópur um
ferðaátakið „ísland - sækjum það
heim“ sem á hugmyndina að sýn-
ingunni, og nefnist myndlistarverk-
efnið „íslandsferð fjölskyldunnar
1994“ og stendur samgöngumála-
ráðuneyti og Félag íslenskra mynd-
listarkennara að framkvæmdinni.
Markað viðfangsefni var fjölbreyti-
leiki landsins sem ferðamanna-
lands. En sjálft ferðaátakið er svo
samstarfsverkefni Olíufélagsins hf.,
Mjólkursamsölunnar og samgöngu-
málaráðuneytisins. Að undirbúningi
sýningarinnar unnu Gréta Mjöll
Bjarnadóttir, Iðunn Thors, íris Ing-
varsdóttir og Hrafnhildur Gunn-
laugsdóttir frá FÍMK.
Það er mikill fjöldi mynda á sýn-
ingunum, og þannig eru þær 120
í Ráðhúsinu, og án þess að hagnýtt-
ir séu milliveggir út á gólf til að
gera einstaka þætti aðgengilegri.
Vafalítið var það gert með hliðsjón
af opnunarhátíðarhöldunum og til
að skapa aukið rými fyrir hina
mörgu gesti, en það gerir sýninguna
eðlilega full opna, en fyrir sumt
aðgengilegri.
Vel og snyrtilega er staðið að
báðum sýningunum og eru í Ráð-
húsinu litljósmyndir og skýringar-
textar sem auðvelda fólki að setja
sig inn í myndmenntakennslu og
þýðingu skapandi atriða í námi.
Lögð er mikil áhersla á að mynd-
mennt er ekki hjáfag og leikur,
heldur mikilvægur hlekkur í öllu
námi á þroskaárum einstaklingsins,
sem er hárrétt afstaða. Jafnframt
mætti koma í framhaldi sýningar-
innar árétting á þýðingu fagurfræð-
innar í nútfma samfélagi, sem er
hrátt, vélrænt og staðlað.
Að vissu marki kemur þessi stöðl-
un fram á sýningunni í mjög til-
breytingalausri og vélrænni upp-
hengingu ásamt því að innrömmun-
in hefur svip af verslunarrekstri og
á þetta einkum við um sýninguna
í Kringlunni. Þá hefur viðbótin við
bakgrunninn í Ráðhúsinu engan
sýnilegan tilgang hvað sjálfar
myndirnar áhrærir, og tekur at-
hygli frá þeim, þó það árétti að sjálf-
sögðu stefnumörk framkvæmdar-
innar. Það vegur á móti hve vel og
snyrtilega er gengið frá myndunum,
en ef þetta er liður í samhæfingu
allrar myndmenntakennslu segir
maður nei takk. Stöðlun í þessari
mynd á nefnilega ekki heima innan
skapandi atriða og hér má gefa
reglustikumeisturunum og títu-
ptjónafræðingunum frí. Þ.e. mönn-
unum sem ákveða fyrirfram stærð-
ir mynda, myndefni ásamt því að
aðlaga einkunnagjafir við þekkta
staðla í bóknámi o.s.frv.
Báðar sýningamar staðfesta hve
myndrænt upplag íslenskra ung-
menna er gott, sem er í-samræmi
við fjölskrúðuga náttúru allt um
kring og tíð veðra- og ljósbrigði.
Helst saknar maður tjákraftsins og
umbúðaleysisins og má vera að
þeim atriðum hafí verið fórnað fyr-
ir snyrtileg vinnubrögð og hnökra-
lausan frágang.
Sem fyrr vekja myndir yngstu
kynslóðarinnar mesta athygli og þó
næsta óréttlátt sé að nefna einstök
myndverk, vil ég til áherslu máli
mínu vísa sérstaklega til tjáríkra
mynda eins og „Tröllskessan" eftir
Tómas Pálsson, 1. bekk Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði (5), og „Trúður
á 17. júní“ eftir Sunnu Sigurðar-
dóttur, 1. bekk Hólabrekkuskóla í
Reykjavík (32). Þá vöktu hópverk-
efni sérstaka athygli mína og þó
slík séu góðra gjalda verð taka þau
kannski full mikið rými, og eru að
auki steypt í ákveðið mót, svo að
þau hafa nokkurn keim af einstak-
lingsverkefni. Hélt þau sum eftir
einn höfund þar til ég gáði betur.
Þetta eru sýningar sem vert er
að skoða og vafalítið mun fólk fjöl-
menna á þær og trúa mín er að
fæstir verði fyrir vonbrigðum. Veig-
urinn við báðar sýningarnar er svo
að þær leggja þunga áherslu á
vægi myndmenntunar I skólakerf-
inu, og jafnframt undirstrika þær
hið hljómmikla kjörorð fram-
kvæmdarinnar, ÍSLAND - sækjum
það heim.
Bragi Ásgeirsson
LISTAHATIÐ I DAG
■Ö
ÞRIÐJA sýning á óperunni Nifl-
ungahringnum verður í kvöld.
Sýningin er á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins og hefst klukkan 18.
Af öðrum þáttum á Listahátíð
skal bent á, að Myndlistarsýning
barna og unglinga stendur yfjr
í Ráðhúsinu, sýningin íslensk
samtímalist á Kjarvalsstöðum. í
Listasafni ASÍ er sýning á verk-
um Helga Þorgils Friðjónssonar
og Sigurður Guðmundsson sýnir
skúlptúra og teikningar í Gallerí
Sólon Islandus.
Heilsuskór
Leður - gott verð
4—
Teg. 47000.
Verð 1.650,-
Stærðir 36-41.
—►
Teg. 41252.
Verð 1.980,-
Stærðir 36-41.
Póstsendum.
SKÆÐI JSjffii MÍUNO
IAU6AVEGI 61-61. SlMI 106»
Utan við
tíma og rúm
MYNDLIST
Listaskáli alþýðu
HELGI ÞORGILS
FRIÐ JÓNSSON
Vatnslitamyndir á Listahátíð.
Opið kl. 14-19 daglegatil 12.júni.
Aðgangur ókeypis.
FRAMLAG Listaskála alþýðu til
Listahátíðar eru vatnsiitamyndir
eftir Helga Þorgils Friðjónsson.
Þetta eru myndir úr hugarheimi
listamannsins, sem er eins og utan
við raunveruleikann, draumheimi
svífandi í tíma og rúmi. Hlutveru-
leikinn eins og stokkaður upp, gerð-
ar á honum smá lagfæringar, enda-
skipti höfð á þekkjanlegum hlutum.
Fyrir utan
eitt stórt ol-
íumálverk í
stigagangin-
um, eru þetta
allt myndir í
smærri kant-
inum frá
hálfu lista-
mannsins,
sem er
þekktur fyrir
stóra og
volduga
fleka. En
Helgi virðist
einnig vera
iðinn við gerð
smámynda,
sem eru svo
grunnurinn
að viðameiri
framkvæmd-
um.
Það sem
helst vekur
athygli á
sýningum Helga er, að það er sem
heimurinn standi kyrr í augum
manna og dýra sem hann málar,
eru eins og stjörf og fryst við eitt-
hvert órætt augnablik í tímalausu
rými. Þetta eru kunnugleg mynd-
efni sem við blasa á sýningunni,
enda hefur listamaðurinn lengi ver-
ið að þróa þann ákveðna stíl sem
hann er þekktur fyrir og hefur
áunnið honum nokkra frægð í út-
landinu og þá einkum á Ítalíu.
En fljótlega fer maður að spyrja
sjálfan sig hvort þetta séu vatnslita-
myndir, eða teikningar litaðar með
vatnslitum, því Helgi virðist ekki
hafa yfrið mikinn áhuga á að draga
fram hin sérstöku einkenni vatns-
litanna eða akvarellunnar svo sem
tæknin nefnist á fagmáli. Og þótt
hann sé sér ágætlega meðvitaður
um gildi hins fagurfræðilega, er
eins og hugmyndafræðin sé kyrfi-
lega skorðuð í vinnuferli hans. Og
hugmyndafræðin gerir ekki endi-
lega kröfur til nákvæmra vinnu-
bragða, helst skal forðast fagurt
yfirborð en leggja áherslu á frá-
sögnina, í þessu tilviki lýsingu
ófresks hlutveruleika. Kannski er
Helgi öðrum þræði rómantíker, sem
hefur þjóðsagnir og ævintýri að
leiðarljósi í myndsköpun sinni og
víst er hann skáldlega sinnaður eins
og eftirfarandi hugleiðingar í sýn-
ingarskrá bera með sér. „Ég er
höfuð sem rís upp úr endalausri
eyðimörkinni. Sandöldur og klettar
svo langt sem augað eygir. Á tungu
minni vex grænn gróður, sem er
eins og vin í eyðimörkinni. Það er
súrefnisgjafi minn. Höfuð mitt er
eitt í sandin-
um, ég veit
ekki hvort
það er líkami
ofan í jörð-
inni sem
tengist því,
ég hef ekki
tilfinningu
fyrir því. Sá
líkami til-
heyrir þá
öðrurn tíma.
Ég veit þó
fyrir víst að
einu sinni var
annar tími og
ef ég loka
munninum
verður annar
tími.“
Og lista-
maðurinn er
trúr þessum
hugleiðing-
um svo sem
við blasir úr
hveiju horni sýningarrýmisins. Þar
vekja ýmsar myndir meiri athygli
en aðrar og þá einkum þar sem
eðli vatnslitarins hefur samhljóm
með kraftmikilli útfærslu svo sem
í myndunum „Vorvindar" (56) og
„Til fyrirheitna landsins“ (79). Þá
er myndaröðin frá nr. 75-79 mjög
samstæð og sterk en meiri og und-
urfurðulegri frásögn er í litlu mynd-
unm nr. 15-22. Myndir eins og 53
og 57 eru sér á báti fyrir hug-
myndafræði, en teikningin „Svarta
dýrið“ (30) er þó gott innlegg í
heildina.
Að öllu samanlögðu er þetta sýn-
ing sem býður upp á mikla nánd
við hugarheim listamannsins og er
að auki rammíslenskt framlag til
Listahátíðar.
Bragi Ásgeirsson
Sigurborg
Jóhanns-
dóttir sýn-
ir í Hlað-
varpanum
Á MORGUN,
miðvikudag-
inn 1. júní, kl.
17-19, opnar
Sigurborg Jó-
hannsdóttir
sýningu á
grafíkverkum
í Hlaðvarpan-
um við Vest-
urgötu. Sigur-
borg útskrifaðist úr grafíkdeild
MHI árið 1989. Þetta er fyrsta
einkasýning Sigurborgar en
hún hefur áður tekið þátt í sam-
sýningu ungra listamanna á
Akureyri árið 1991.
Á sýningunni eru hand-
þrykktar tréristur sem unnar
eru á þessu ári og því síðasta.
Sýningin stendur til 14. júní
og er opin frá kl. 12-18 virka
daga og frá kl. 14-18 um helg-
ar.
Eigur njósn-
ara á upp-
boði
BÆKUR, skjöl, bréf og per-
sónulegir munir njósnarans
Kims Philbys verða boðnir upp
hjá Sotheby’s í London 18. júlí.
Philby (1912-1988) er kunn-
asti breski njósnarinn á þessari
öld. Hann settist að í Sovétríkj-
unum eftir 24 ára dygga þjón-
ustu við Sovétmenn, en hún
fólst í því að koma mikilvægum
upplýsingum og hernaðar-
leyndarmálum bresku leyni-
þjónustunnar í hendur KGB.
Það sem verður á uppboðinu
fannst í íbúð hans í Moskvu og
er boðið upp að ósk ekkjunnar,
Rufina Philby.
Meðal vina og samstarfs-
manna Philbys voru háttsettir
menn í austri og vestri, meðal
þeirra kunnir rithöfundar eins
og Graham Greene, sem hann
skrifaðist á við (bréfin varða á
uppboðinu), og John le Carré,
sem gerði Philby að einni af
söguhetjum sínum.
Leirlistar-
verðlaun
Gallerís listar
LEIRLISTARVERÐLAUN
Elísu Jónsdóttur eiganda Gall-
erís listar voru veitt í fyrsta
sinn í vor. Þau eru ætluð út-
skriftarnema úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands sem þykir
hafa skarað fram úr í hönnun
og lokaverkefni. Kristbjörg
Guðmundsdóttir hlaut verð-
launin við skólaslit MHÍ um
miðjan mánuð fyrir matarsett
úr renndum leir, málmi og tré.
Verðlaunin nema 80 þúsund
krónum og tilgangur þeirra er
að hvetja til góðrar hönnunar
og handverks. Auk fjárhæðar-
innar býðst verðlaunahafa að
sýna í Galleríi list og hann læt-
ur þá galleríinu eitt verk í té
svo til verði síðar vísir að nytja-
listasafni. Sýning Kristbjargar
í Galleríi list, Skipholti 50b,
stendur til 6. júní. Dómnefnd
skipuðu Bjarni Daníelsson fyrr-
verandi skólastjóri MHÍ, Elísa
Jónsdóttir forstjóri Gallerís list-
ar og Jóna Guðvarðardóttir
skorarstjóri í leirlist við MHÍ.