Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 23
Listir
Morgunblaðið/Kristinn
MUSICA Nova á tónleikum í Kristskirkju.
Sálarlausn fyrir-
gefningar innar
Kristján
Guðmunds-
son sýnir hjá
Sævari Karli
KRISTJÁN Guðmundsson sýnir
„sjö teikningar við fundna sýn-
ingarskrá" i Galleríi Sævars
Karls, Bankastræti 9. Kristján
er fæddur á Snæfellsnesi 1941.
Hann bjó og starfaði í Amster-
dam árin 1970-1979, á Hjalt-
eyri 1979-1982 og síðan í
Reykjavík. Hann hefur haldið
fjölda sýninga .hérlendis og er-
lendis og þessa stundina stend-
ur yfir yfirlitssýning á verkum
hans í Niirnberg í Þýskalandi.
Sýningin er opin á verslunar-
tíma, á virkum dögum frá kl.
10-18.
Vortón-
leikar
VORTÓNLEIKAR Tónlist-
arskóla Flateyrarhrepps voru
haldnir laugardaginn fyrir
hvítasunnu. Um leið var skólan-
um slitið í 14. sinn. Að þessu
sinni luku 6 nemendur stigs-
prófi.
Skólastjóri var Ágústa Ág-
ústsdóttir, söngkona í Holti, og
kennari Gunnar Björnsson. Við
skólaslitin tók formaður skóla-
nefndar, Sigrún Gerða Gísla-
dóttir, til máls og þakkaði
ánægjulegt samstarf í vetur.
Á myndinni eru tveir nem-
endur skóians, þeir Grétar Orn
Eiríksson (selló) og Georg Rún-
ar Ragnarsson (píanó), en þeir
léku saman tvö lög op. 19 eftir
Hugo Schlemúller, Leikir barn-
anna og Fram, fram fylking.
TONLIST
Kristskirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
MUSICA NOVA í SAM-
VINNU VIÐ AMNESTY
INTERNATION AL OG
BARN AHEILL.
Flutt voru verk eftir Leif Þórarins-
son, John Speight og Atla Heimi
Sveinsson. Flytjendur voru Sverrir
Guðjónsson, Mai-t ial Nardeau, Auður
Hafsteinsdóttir, Ármaim Helgason,
Einar Kr. Einarsson og Bryndís
Halla Gylfadóttir. Laugardaginn 28.
maí 1994.
STRÍÐ og friður er yfirskrift tón-
leikanna og eru tvö verkanna bænir
en miðverkið, Það var vor í Króatíu,
sem frumflutt var eftir John Speight,
er sótt til átakanna suður á Balkan-
skaga. Textinn er á köflum ótrúlega
hrottalegur og byggður á kviksögum,
sem gengu á tímabilum í þessu
grimmúðuga stríði, þar sem stríðs-
hatrið birtist allt eins í ófrægjandi
frásögninni og þeim veruleika sem
bræðravíg eru. Sagan gæti verið
sögð til þess að afla sér samúðar
aðkomumanna, sem svo nýttu
óhugnaðinn sem áhrifamikið frétta-
efni.
Þrátt fyrir margt ágætt í verki
John Speight, sem tengist drama-
tískri tilfinningu hans, slær innihald
þess flötu við, því miðhluti verksins
er að efni til eins og tekinn úr banda-
rískri stríðsmynd, þar sem leikið er
með óhugnanlega stríðsgeðveiki,
slitna úr öllu mannlegu samhengi.
Verkin á undan og eftir þessari
óhugnanlegu stríðssögu, voru bænir,
hljóðlátar og helgaðar friði. í verki
Leifs, ískvartett (1977), er leitað
fanga í sálmalögum, eins og Liljulag-
inu og Ó, Jesú, bróðir besti. Söngur-
inn er barnslegt ákall og aðeins vitn-
að í upphafsorð þessa innilega barna-
sálms, sem Sverrir söng af innlifun.
Bænir (1993), eftir Atla Heimi
Sveinsson, eru samdar við texta eft-
ir Soren Kirkegaard og fluttar í þýð-
ingu Sigurðar A. Magnússonar.
Verkið er einsöngskantata, þijár
bænir, sem eru umvafðar fallega
unnum tónrænum hugleiðingum fyr-
ir mismunandi hljóðfærahópa. Verkið
er látlaust og er síðasta bænin, ásamt
eftirspili, sérlega falleg, gædd inni-
legri tilbeiðslu.
Flytjendur léku mjög vel og söngv-
arinn Sverrir Guðjónsson söng bæði
bænir Leifs og Atla af tilfinningu.
Sama má segja um verk John
Speight, þó verkið í heild líði fyrir
æsifréttaefni þess, 'er gerði það erfitt
fyrir Sverri, að skila óliugnaðinum,
án þess að ofgera í leikrænni túlkun.
Verkið hefst á sterkri vormynd að-
komumannsins til Dúbrovnik og síð-
asti hluti þess er hugleiðing áhorf-
andans að þessu stríði. Með því að
sleppa miðhlutar.um eða setja þar inn
upplifun aðkomumannsins á mannlíf-
inu, eins og hann sjálfur sér það, í
stað þess að endursegja haturssöng
og vinna síðan frekar úr hugleiðing-
unum í lokin, hefði verkið orðið býsna
áhrifamikið og styrkt ýmist það tó-
nefni sem John Speight vann annars
með af listfengi.
Líklega hefur firring nútímans og
óstöðugleiki veraldlegra gilda, skerpt
þær andstæður, sem birtast í stöðug-
leika trúarinnar og verður það hal-
dreipi er um síðir hjálpar mönnunum
að lifa af ótrúlegar ógnir og fyrir-
gefa, þegar þeim linnir. Sá sem á
ekkert eftir nema bænina, hreinsast
af öllu mótlæti og fagnar nýjum og
betri degi, fullur þakklætis og fyrir-
gefningar. Hinn, sem elur með sér
hatur, hefur sest í þann garð ills-
kunnar, þar sem hann var ofsóttur
og er sjálfur orðinn illur. Þannig
verður fyrirgefningin sálarlausn þess
ofsótta og bæn lians hafin upp yfit'
illsku hefndarinnar.
Jón Ásgeirsson
Vinningshafar í DAS-leiknum Dregið 27. maí 1994
Nöfn vinningshafa: Heimilisföng: Tegund vinnings:
Björn Lúðvíksson Skarðsbraut 19, Akranesi Fjallareiðhjól
Hildur Pálsdóttir Rjúpufelli 21, Rvík Fjallareiðhjól
Guðlaug Albertsdóttir Reynihólum 8 Dalvík Fjallareiðhjól
Fanney Sigurgeirsdóttir Grýtubakka 26, Rvík Fjallareiðhjól
Brenda Isobel Sigurðsson Lambastaðabraut 7, Setlj. Reiðhjólahjálmur
Gissur Ingi Helgason Álfaskeiði 96, Kóp. Reiðhjólahjálmur
Guðlaug Gigja Ottadóttir Valhúsabraut 11, Seltj. Reiðhjólahjálmur
Valgerður Eiðsdóttir Þórufelli 14, Rvík Reiðhjólahjálmur
Helga Björg Hannesdóttir Svölukletti 4, Borgarnesi Reiðhjólahjálmur
Áslaug Olga Heiðarsdóttir Bræðraborgarstíg 19, Rvík Reiðhjólahjálmur
Sólveig Jóhannsdóttir Ytra-Hvarfi, Dalvík Reiðhjólahjálmur
Jóhanna Zimsen Kleifarvegi 13, Rvík Reiðhjólahjálmur
Egill Ingvi Ragnarsson Kárastíg 11, Hofsós Reiðhjólahjálmur
Vilborg Sigurðardóttir Víðivöllum 9, Selfossi Reiðhjólahjálmur
Hjördís Guðmundsdóttír Túngötu 58, Eyrarbakka Sport ferðaútvarp
Bryndís Hilmarsdóttir Efstalandi 16, Rvík Sport ferðaútvarp
Salvar Guðgeirsson Suðurgötu 7, Rvík Sport ferðaútvarp
Kjartan Eyþórsson Ásgarði 4, Neskaupst. Sport ferðaútvarp
Adolf Hannesson Svölukletti 4, Borgarnesi Sport ferðaútvarp
Alda Viggósdóttir Dalbrekku 4, Kóp. Sport ferðaútvarp
Daníel Hjálmar Eiríksson Efstasundi 17, Rvík Sport ferðaútvarp
Kristín Þorláksdóttir Eskihlíð 6A, Rvík Sport ferðaútvarp
Jón Ingi Ragnarsson Hjaltabakka 28, Rvík Sport ferðaútvarp
Sigr. Helga Ólafsdóttir Háholti 5, Hafnarf. Sport ferðaútvarp
HádegisMatseðiu
Fiskréttartilboð matreiðslumeistarans
KR. 850,-
Ofnbö'kuð smálúða með osti og sperglum
KR. 950,-
Gufusoðinn regnbogasilungur með eplum
og banönum i karrí-engifersósu
KR. 95O,-
Glóðarsteikt blálanga í appelsínusósu
KR.95O,-
Súpa og heimabakaá brauófylgir öllum réttum dagsins.
Skólcibni
Sími 6Z 44 55
1944
1994
Lýðveldi íslands
50 ára
Það kemur fram í Morgunblaðinu 13. júní
1944 að þann 12. júní liafi verið lagt fram
frumvarp á Alþingi af þeim Ásgeiri
Ásgerissyni (sfðar forseta), Ólafi Thors,
Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess
efnis að taka Hótel Borg leigunámi í eitt
kvöld, þann 18. júní, til þess að fagna
stofnun lýðveldis íslands. Þetta var gert
vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í
á þeim tíma. Fmmvarpið var samþykkt í
báðum deildum samdægurs og afgreitt
sem lög frá Alþingi og veislan haldin með
pompi og prakt. Á þessu ári 1994 em liðin
50 ár síðan þetta átti sér stað. Við á Hótel
Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis
íslensks lýðveldis upp á se'rstakan afmælis-
matseðil, þar sem tveggja re'tta máltíð
kostaraðeins 1944 kr. (forrétturog
aðalréttur) og eftirréttur 50 kr. Það er
matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur
Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna
af sinni alkunnu snilld. Opið öll kvöld í
Gyllta sal og Pálmasal.
lÁðvTldismalseðill kr. 1.944
Forréttir:
H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti
Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati
Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót
Kjúklinga- og ostapasta með pannesan og ratatouille
Aðalréttir:
Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya
Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu
Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk
Steikt lambafilé með röstikartöflum og snjóbaunum
Kr. 1.944
Eftirréttir:
Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum
Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu
Myntuís með berjasósu og ávöxtum
Kr. 50
it/i. Eftirréttur á .5O kr. aðrins rncð ti/boði
TillmO |)Hla <>il(lir öll kvölil vikiinnar ú( júní
ttordað í Gyllla sal - slappað af í Pálmasal
öpið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um lielgar.
Njótið lífsins á Borginni
- það er aðeins ein Hótel Borg
llólel ISori* símar 1 1440 oií 11247