Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Við Stóru-Giljá VEGURINN við Stóru-Giljá, skammt vestan Blönduóss, rétt sunnan við Reykjabrautarvegamót, rofnaði á löngum kafla á sunnudag þegar vatnsflaumur gróf undan ræsi, sem féll niður. Sjómannadagsrábs Húsið opnað kl. 19.00. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs setur hátíðina. Þorvaldur Halldórsson stjórnar fjöldasör með sjómannalögum. Borgardáetur: Berglind Björk Jónasdóttii, Ellen Kristjánsdóttir og Andrea Gylfadóttir Hinir landsfrægu grínarar Bessi Bjarnason og Ómar Ragnarsson skemmta. • Hljómsveit Gunnars Þórðarssonar leikur fyrir dt ásamt söngvurunum Helgu Möller og Þorvaldi Halldórssyni. __________Matsebill:___________________ Rjówasúpa Agnes'orel (fuglakjöt og aspargus). Léttreykt grísafille meö sherryrjómasósu, rauðvínsperu, smjörsteiktum jaröepium og gljáðu grœnmeti. Frönsk súkkulaöimús meö Grand Maniier ávöxtum og rjóma Verb kr. 4.200,- Vegir rofnuðu í Húnavatnssýslu Bráðabirgðabrú sett upp við Stóru- Giljá 1 gær TALSVERÐAR skemmdir urðu á vegum í umdæmi Vega- gerðarinnar á Hvammstanga í rigningunum á sunnudag. Þá stóð tæpt að húsinu í Hvammi í Svartárdal yrði bjargað und- an flaumnum, en þar urðu miklar skemmdir á vegi, girð- ingum og túni. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar á Hvammstanga rofnaði vegurinn við Stóru-Giljá, rétt sunnan við Reykjabrautar- vegamót, þegar vatnsflaumur gróf undan ræsi, sem féll niður. Bráðabirgðabrú Vegagerðin vann í gær við að setja upp bráðabirgðabrú utan við veginn og var reiknað rtieð að hann yrði fær litlum bílum um miðnætt- ið. Þá átti að gera vað fyrir stóra bíla, sem vonast var til að tekið yrði í gagnið í dag, þriðjudag, en óvíst er hvenær vegurinn kemst í samt lag. Þá rofnaði vegurinn einnig við Auðólfsstaði í Langadal, en það skarð var mun minna og lauk við- gerð þar í gærmorgun. Hvammur í hættu Einna mestar skemmdir urðu í Svartárdal, þar sem íbúðarhúsið í Hvammi var í hættu um tíma. Þar rofnaði vegur, girðingar eyðilögðust og tún eru þakin aur og grjóti, eins og nánar er getið á síðunni hér við hliðina. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson í Langadal VEGURINN við Auðólfsstaði í Langadal rofnaði, eins og hér sést, en skemmdir voru ekki verulegar og viðgerð lauk í gær. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.