Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 19 Erich Honecker látínn í Chile Faðir Berlínar- múrsins lést í út- legð og einsemd Bonn, London. The Daily Telegraph, Reuter. ERICH Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, lést á heimili sínu í Santiago í Chile á sunnudag. Honecker, sem hafði um nokkura ára skeið þjáðst af krabbameini í lifur, neitaði að gangast undir bráða- aðgerð á síðustu stundu þar sem hann taldi slíkt vera vonlaust. Honec- ker, sem þekktastur var fyrir að hafa látið reisa Berlínarmúrinn, hafði búið í Chile frá því í janúar 1993. Þangað flutti hann eftir að dómstóll í Berlín hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann væri of veikur til að hægt væri að rétta í máli hans. í október 1992 greindu læknar frá því að Honecker ætti í mesta lagi eftir 18 mánuði ólifaða. Reyndist þeim einungis skeika um mánuð. Þýskur almenningur virtist ekki taka andlát Honeckers mjög nærri sér er þýska sjónvarpið spurði fólk um viðbrögð. „Er hann látinn? Loksins, Guði sé lof,“ sagði einn aðspurðra. Honecker fæddist árið 1912 i bænum Neunkirchen í Saarland í suðvesturhluta Þýskalands. Hann gerðist meðlimur í ungliðahreyf- ingu Kommúnistaflokksins árið 1922 og sjö árum síðar í Komm- únistaflokki Þýskalands. Arið 1930 nam hann við Lenínskólann í Moskvu og er hann sneri aftur heim varð hann ritari ungliða- hreyfingar kommúnistaflokksins í Saar-héraði. Fimm árum síðar, eftir að nasistar höfðu komist til valda, var hann handtekinn í Berl- ín og árið 1937 var hann dæmdur til tíu ára fangelsivistar. Hann hlaut frelsi á ný er Rauði herinn hernam Berlín árið 1945 og hóf hann þá á ný störf í flokknum. Er ungmennahreyfing Austur- Þýskalands, FDJ, var stofnuð árið 1946 varð Honecker leiðtogi henn- ar og árið 1950 tók hann sæti í miðstjórn Kommúnistaflokksins. Honecker starfaði mikið að innri öryggismálum og gat sér orð fyrir mikla hörku, ekki síst í kjölfar uppreisnarinnar gegn stjórnvöld- um árið 1953. Árið 1961 var hann orðinn næst valdamesti maður Austur-Þýskalands á eftir Walter Ulbricht og falin yfirumsjón með byggingu Berlínarmúrsins. Árið 1971 varð hann leiðtogi Kommún- istaflokksins og er Ulbricht lést árið 1973 tók hann við forseta- embættinu. Mikil persónudýrkun var byggð upp í kringum Honecker og hélt hann því gjarnan fram að honum hefði tekist að gera Austur-Þýska- land að öflugasta iðnrikinu austantjalds. Eftir sameiningu Þýskalands kom hins vegar í ljós að flestar yfirlýsingar um efr.a- hagslegan mátt landsins höfðu byggt á lygum og fölsunum. A níunda áratugnum lenti aust- ur-þýska hagkerfið í miklum erfið- leikum vegna verðhækkana á so- véskri olíu og öðrum hráefnum auk tölvubyltingarinnar á Vesturlönd- um. Honecker reyndi að bregðast við þessu með því að halda uppi hagvexti óháð því hveiju yrði að kosta til. Leiddi þetta til gífurlegra umhverfisslysa í austurhluta Þýskalands. Austur-þýska kerfið hrundi svo loks haustið 1989 í kjölfar þess að Ungveijar höfðu opnað landa- mæri sín gagnvart Austurríki og hundruð þúsunda Austur-Þjóð- veija streymdu til Vesturlanda. Erich Honecker var ýtt frá völdum af eigin flokksmönnum og við stjórn landsins tók Egon Krenz. Honecker var rekinn úr kommúni- staflokknum og lengi vel var hann í stofufangelsi í Berlín. í apríl 1990 var hann fluttur á sovéskt hersjúkrahús í Austur-Þýskalandi og í mars 1991 til Sovétríkjanna. Kröfurnar um að hann yrði látinn svara til saka fyrir gjörðir sínar urðu sífellt háværari í Þýskalandi, ekki síst í kjölfar þess að fjórir fyrrum austur-þýskir landamæra- Rcuter Boltamynt sett á markað í Japan HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í knattspyrnu hefst eftir röskar tvær vikur í Bandaríkjunum og stendur keppnin yfir í fjórar vik- ur. Til að fjármagna kostnaðar- samt mótshaldið verða fram- kvæmdaraðilar að hafa allar klær úti og hefur framkvæmda- nefndin meðal annars látið slá sérstaka minjapeninga. Verður hún seld í sérstökum öskjum um heim allan og var myndin tekin er hún var sett á markað í Japan í gær. HONECKER lést á heimili sínu í Chile um helgina. Hér má sjá ekkju hans, Margot, á Iíkvöku.í gær. verðir voru kærðir fyrir að hafa skotið pilt er reyndi að flýja yfir Berlínarmúrinn. í árslok 1991 gaf Borís Jeltsín Rússlandsforseti fyr- ^rheit um að Honecker yrði fram- seldur og leitaði hann þá hælis í sendiráði Chile í Moskvu. Þar hafð- ist hann við þar til í ágúst 1992 að hann gafst upp og hélt til Þýskalands þar sem hann var handtekinn og settur í gæsluvarð- hald. Réttarhöldin yfir honum hóf- ust í nóvember sama ár og var hann sakaður um manndráp. í janúar 1993 var hins vegar kveð- inn upp úrskurður um að Honec- ker væri ekki nógu heilsuhraustur til að halda réttarhöldunum áfram. Hélt hann þá til fjölskyldu sinnar í Chile. Honecker kvæntist árið 1947 Edith Baumann, sem var háttsett innan Kommúnistaflokksins. Þau skildu og sá Honecker til þess að hún var svipt stöðu sinni og öllum embættum. Árið 1953 kvæntist hann Margot Feist, sem hann gerði síðar að menntamálaráð- herra. Var hún almennt kölluð „Nornin" meðal Þjóðveija. Þau áttu tvær dætur saman. Kólumbía Kosið að nýju um forseta Bogota. Reuter. EFNA verður til annarrar um- ferðai' í forsetakosningunum í Kólumbíu eftir þijár vikur þar sem enginn frambjóðendanna fékk meirihluta atkvæða í kosn- ingunum á sunnudag, þeim tví- sýnustu í sögu landsins. Þegar talið hafði verið í 97% kjörstaðanna var hagfræðing- ut'inn Ernesto Samber, fratn- bjóðandi Fijálslynda flokksins, með 45,25% atkvæða og Andr- es Pastrana, fyrrverandi sjón- varpsmaður og frambjóðandi íhaldsflokksins, 44,92%. Kosið verðut' á rnilli þeirra tveggja í síðari umferðinni 19. júní en sextán aðrir frambjóð- endur heltust úr lestinni. Kosningarnar fóru friðsam- lega fram en kjörsóknin var mjög lítil, tveir af hverjum þremur neyttu ekki atkvæðis- réttar síns. Sumarbústaðaeigendur: Við eigum réttu eldavélina fyrir ykkur Hæð 85 cm, breidd 50 cm. 4 hellur venjulegar kr. 43.605,- 4 hellur keramik kr. 71.155,- Hjá okkur færðu ennfremur ELFA-OSO ryðfría hitakúta með blöndunarkrana. ELFA-GENNEL ódýra olíufyllta rafmagnsofna. Blomberg kæliskápa. Ávallt nýbakað brauð Taktu El-Gennel brauðvélina í bústaðinn og þú átt þá alltaf nýtt brauð án nokkurrar fyrirhafnar. Hún hnoðar, hefar og algerlega sjálfvirkt. íslenskar uppskriftir fylgja. Verð kr. 26.505,-. ÖII verð staðgreiðsluverð með vsk. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 622901 og 622900 Hæð 85 cm, breidd 40 cm. 2 hellna venjuleg kr. 37.905,- - Þjónusta í þína þágu -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.