Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 31 Þig ætíð lífið leiki við, í þínu ljúfa hjarta. Guð þig vemdi, þess ég bið, þá áttu framtíð bjarta. Að lokum vil ég þakka elsku afa fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og Markús bróður, við minn- umst hans stolt. Elsku amma, miss- irinn er mikill fyrir þig og auðvitað fyrir börn og systkini og aðra ást- vini. Guð styrki ykkur og verndi. Ragnhildur. Eitt sinn skal hver deyja. Víst er það eðli lífsins og enginn fær það umflúið. Þó er það svo sárt að sjá á bak föður, sem hefur fylgt mér hvert fótmál lífs míns og umvafið mig ástúð og umhyggju frá fyrsta degi. Sem lítil hnáta spígsporaði ég hnarreist við hlið pabba míns á Lög- reglustöðinni, hélt í hlýju höndina hans og var sannfærð um að ég ætti fallegasta og langbesta pabba í öllum heiminum. Og rúmum tutt- ugu árum síðar hélt ég enn í þessu hiýju hönd, í gönguferð á sólbjörtum maímorgni og við dáðumst að vor- inu, Esjunni, bláa litnum á himnin- um og að gjörvöllu lífinu. Tilfinning- in að vera óhult og vernduð í návist hans var sterk. Vakinn og sofinn gætti hann mín, leiðbeindi mér og gerði sitt besta til að ég mætti verða góð og gæfurík manneskja. Og þeg- ar á reyndi stóð hann sem klettur við hlið mér og var reiðubúinn að berjast við hvern þann dreka sem á vegi mínum varð. Pabbi vígði mig inn í marga dýr- mæta heima. Hann vakti athygli mína á fegurðinni, tónlist, myndlist og bókmenntum, gildi heilinda og fyrirgefningar og kenndi mér að bera ástúð, íhygli og sáttahug í hjartanu. Allt eru þetta gjafir sem hafa gert mig að því sem ég er og hafa og munu framvegis auðga líf mitt óendanlega. Pabbi var alltaf að kenna mér vísur og ljóð. Hann skrifaði heilmik- ið sjálfur og fyrsta vísan sem ég lærði var einmitt eftir hann: Góða bam, ég gefa vil þér ráð, gakkt' ekki yfír veginn fyrr en vel þú hefur gáð. Mundu græna ljósið og merkta göngubraut, já, mikið væri gaman að kunna þessa þraut. Þetta notaði hann mikið í um- ferðafræðslu í skólum, en þar var hann forvígismaður eins og raunar á mörgum öðrum sviðum. Ég var bara ellefu ára þegar ég kom til hans með fyrst frumsamda ljóðið mitt. Hann varð himinlifandi, las ljóðið litla fyrir alla sem komu í heimsókn næstu daga og blés mér í brjóst löngun til að halda áfram. Síðan þá hef ég skrifað ýmislegt og hafði alltaf á bak við mig einlæg- an áhuga, markvissa gagnrýni og trú hans á að ég hefði eitthvað fram að færa á þessum vettvangi. Elsku pabbi minn, ég man þig sem mann glaðværðar og góð- mennsku. Alltaf áttir þú litlar sögur á reiðum höndum; frá Patró, þegar við vinirnir lékuð ykkur um fjöll og dali eða þræluðuð myrkranna á milli, sögur frá Núpsskóla eða um foreldra þína og Mugg, sem til- kynnti mömmu þinni að nú væru jólin komin til Tálknafjarðar, af fyrsta vörubílnum þínum og mönn- um og málefnum yfirleitt. Þú varst tilbúinn að ræða allt milli himins og jarðar, alltaf heiðarlegur í skoð- unum og deildir aldrei um trúar- brögð eða stjórnmál. Þú elskaðir mömmu og alla fjölskyldu þína tak- markalaust og barst hlýjan hug til nánast allra manna. Varst fastur fyrir, orð þín stóðu alltaf og menn treystu þér. Áttir jafnvel til að láta nokkur heilræði af hendi við þá sem þér þóttu eiga það skilið. Alltaf tein- réttur, settir stundum í axlirnar og áttir það til að taka af þér nefið til að plata mig. Ég kveð þig, sem ég elska svo mjög og heiti því að leitast við að vera sönn og góð manneskja. Eins og þú varst; sannur og góður maður. Steinunn Ásmundsdóttir. ÞORBJÖRG ANDRÉSDÓTTIR + Þorbjörg Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var fædd í Síðumúla í Hvítársíðu þann 8. janúar árið 1922. Hún lést á Landspítalanum 23. maí 1994. Þorbjörg var dóttir Andr- ésar Eyjólfssonar bónda og al- þingismanns í Síðumúla og Ingi- bjargar Guðmundsdóttur frá Mjóadal í Húnavatnssýslu. Hún var elst fimm barna er upp komust. Systkini hennar eru Ingibjörg, lengi símstöðvar- stjóri í Síðumúla, nú búsett í Mosfellsbæ, Eyjólfur, bóndi í Síðumúla, Magnús, bóndi í Síðu- múla og síðar bifreiðastjóri í Reykjavík, látinn 1986, og Guð- rún, gjaldkeri og húsfreyja í Kópavogi. Eiginmaður _ Þor- bjargar var Axel Óskar Ólafs- son, lögfræðingur og inn- heimtustjóri Ríkisútvarpsins. Þau gengu í hjónaband í Reykjavík 3. nóvember árið 1951 og eignuðust þijú börn. Þau eru: Ólafur Óskar arkitekt, f. 4. desember 1951. Kona hans er Svana Víkingsdóttir píanó- leikari og eiga þau þijú börn, Stefaníu, Víking Heiðar og Önnu Völu; Ingibjörg, kennari, f. 3. nóvember 1953, maður hennar er Sæmundur Rögn- valdsson kennari og eiga þau þijú börn, Höskuld, Þorbjörgu og Önnu Þórhildi; og Anna sjúkraliði, f. 15. desember 1955. Axel lést 13. ágúst 1980. Þor- björg verður jarðsungin í dag frá Dómkirkjunni. í DAG kveðjum við tengdamóður mína, Þorbjörgu Andrésdóttur, sem lést að morgni annars í hvítasunnu á Landspítalanum eftir stutt loka- stríð. Bogga, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp við venjuleg sveita- störf, gekk í héraðsskólann í Reyk- holti, fór síðan í Hjúkrunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1947. Hún starfaði við hjúkrun á Blönduósi, í Noregi, í Reykjavík og í Vestmannaeyjum þar sem hún hitti mannsefni sitt, Axel Óskar Ólafsson lögfræðing. Hann var þá fógetafull- trúi í heimabyggð sinni þar sem faðir hans, Ólafur Óskar Lárusson, var héraðslæknir og samstarfsmað- ur Boggu. Ekki voru fyrstu árin neinn dans á rósum hjá ungu hjónunum og reyndi þá ekki síst á kjark og þrek eiginkonunnar þar sem Axel var berklaveikur og þurfti að dvelja löngum stundum á Vífilsstöðum. Það var meira að segja tvísýnt um bata þegar Bogga gekk með annað bamið og vann sem hjúkrunarkona á Kleppi þar sem hún gat fengið húsnæði fyrir sig og drenginn. Þegar veikindi Axels vom að baki settu þau saman bú í Reykjavík, lengst af í Skaftahlíð 8. Axel vann ýmis lögfræðistörf fyrir Tollstjóra og Gjaldheimtuna en var síðan um árabil innheimtustjóri Ríkisútvarps- ins. Bogga vann á Landspítalanum, oftast í fullu starfí. Eftir að Axel lést langt um aldur fram brá Bogga búi sínu í Skaftahlíð og flutti á Hringbraut 30 þar sem hún var síð- ustu árin „amma á Hring“. Þarna bjó hún sér fallegt heimili með fögr- um munum, bókum og málverkum. Landspítalinn var hennar vinnu- staður í mannsaldur og þar var hún síðast á vakt nú í apríl. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun hætta alveg að vinna þó að formleg starfslok væru fyrir tæpum tveimur árum. Hún virtist eiga auðvelt með að setja sig inn i nýjungar og líknar- hönd hennar var söm þó árin færð- ust yfir. Það var á Landspítalanum sem ég sá hana fyrst nokkrum árum áður en ég kynntist dóttur hennar. Ég lagðist inn á handlækningadeild með botnlangabólgu og á stofu- gangi næsta dag var yfirhjúkrunar- konan mætt. Ég lá inni á sex manna stofu þar sem voru bæði farfuglar eins og ég og langlegusjúklingar sem fóru í hverja aðgerðina á fætur annarri. Þessi kona varð mér þá þegar minnisst'æð, fasið og fram- koman var þannig. Hún var greinilega í mjög góðu sambandi við fastagestina og gerði sér far um að nálgast nýliðann á stofunni. Eftir útskrift gleymdi ég auðvitað hvað deildin hét og konurnar einnig en persónan var ljóslifandi og skýr þegar ég var kynntur fyrir henni á tónleikum nokkrum árum síðar. Þegar ég kom svo fyrst inn á heimilið í Skaftahlíðinni haustið 1974 tók hún mér opnum örmum. Það var alveg einstaklega gott að koma inn á þetta fallega heimili Axels og Boggu. Hiýjan, fordóma- leysið og rausnin, allt þetta ein- kenndi hana Boggu okkar alla tíð. Hún þreyttist aldrei á því að greiða götu okkar og tók þátt í námi okk- ar, starfí og lífsbaráttu af lífi og sál. Samband hennar við barnabörnin var sérlega skemmtilegt. Þar ein- beitti hún sér að því að þau fengju að njóta sín sem einstaklingar. Hvert um sig fékk sína sérstöku meðhöndlun eftir aldri, áhugasviði og markmiðum. Jafnframt þessu passaði hún upp á að allir fengju sitt og að ekki hallaði á. Hlýja henn- ar og væntumþykja í garð sonar míns, Rögnvaldar Jóhanns og Birnu konu hans, var einstök og hún var stolt langamma Sæmundar litla. Bogga var heimakær og naut sín vel í eigin ranni við bóklestur og hannyrðir. Hún las ótrúlega fjöl- breytt efni bæði á íslensku og einn- ig á erlendum málum og var til dæmis langt á undan okkur að kynn- ast suður-amerískum bókmenntum. Hún kunni sannarlega að taka á móti gestum og naut þess að koma okkur á óvart í matargerðinni. Síð- ustu árin skapaðist milli hennar og Fir.nboga Guðmundssonar afar fal- legt samband vináttuog félagsskap- ar sem auðvitað stóð á gömlum merg. Þau nutu samvista í rólegheit- um, ferðuðust saman, innanlands sem utan og vorum við þakklát fyr- ir þennan félagsskap. Hún Bogga okkar var ljóðræn í fasi. Þegar maður sá hana álengd- ar, gangandi eða akandi, þá virtist hún utan við sig og líða áfram í sínum eigin heimi jafnvel svo að hún gat misst af sínum nánustu ef þeir gerðu ekki vart við sig. Þegar hún sá mann þá spratt fram hennar sér- staka bros sem lýsti upp allt um- hverfið. Brosið hennar Boggu þurrk- aði út allt sem á gat bjátað. Með þessu brosi og lágum hlátri, sem oft fylgdi, náði hún sambandi við unga jafnt sem aldna svo að af bar. Fram á síðustu stund átti hún handa okkur við sjúkrabeðið þetta bros sem verður hvað sterkast í minningunni um hana. Það er mikilsvert að fá að halda reisn sinni fram til hins síðasta. Eins og Bogga orðaði það sjálf þá er lífið ekki spurning um magn held- ur gæði. Hún hafði líknað mörgum sem líkt var ástatt fyrir og henni sjálfri. Hún vissi nákvæmlega hvað klukkan sló hverju sinni, hvort vís- bendingar voru góðar eða slæmar, til hvers lyf voru og hvaðeina sem laut að eigin aðhlynningu. Þess vegna fyllist maður aðdáun þegar hugsað er til hinnar gagnkvæmu virðingar sem ríkti milli hennar og hjúkrunarliðsins á 21A. Umönnunin á Boggu og aðstandendum hennar var einstök og færi ég þessu yndis- lega fólki okkar bestu þakkir. Að leiðarlokum er söknuðurinn sterkastur. Hún Bogga okkar átti svo sterkan þátt í okkur öllum, jafnt börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Jafnframt er það huggun að maður veit að hún brosir við öðrum annars staðar og víst er að þar finnur hún sér á ný einhvern þann farveg líknar og kærleika sem veitir henni sjálfri ánægju og öðrum frið og ró. Fari hún í friði. Sæmundur Rögnvaldsson. Nú er horfin á braut ein sú hjartahlýjasta og besta manneskja sem ég hef kynnst,* hún amma min á Hring. Hún andaðist á Land- spítalanum að morgni annars í hvítasunnu. Hún fór eftir alltof fáar samverustundir en þeir sem maður elskar deyja alltaf of snemma. Ámma var ein af þeim sem kunni að sýna væntumþykju og var samband okkar því sterkt. Hýn gaf sér alltaf tíma til að taia við mann, hlustaði og gaf af sér um leið. Þegar ég sá hana í síðasta sinn var augljóslega mikið af henni dreg- ið. Þó gat hún brosað til mín og sagt mér hvað henni þætti vænt um mig. Þessa mynd af huga hennar vil ég geyma hjá mér um ókomna tíð. Elsku amma mín, með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig í hinsta sinn. Ég sakna þín. Höskuldur. Með ömmu Þorbjörgu höfum við misst mikið. Hún var ein yndisleg- asta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var alltaf tilbúin að taka manni eins og maður var og var alltaf ánægð ef okkur gekk vel. Ámma hefur átt fallega og góða ævi. Hún á þijú börn og sex barnabörn og er ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera eitt af barnabörnunum hennar. Ég átti margar ómetanlegar stundir með henni og verða þær minning mín um hana. Ég er stolt af því að heita nafninu hennar og vonast til að bera það jafn fallega og hún. Ég þakka fyrir allt saman. Þorbjörg. Ég var svo lánsöm að tengjast fjölskyldu Boggu sumarið 1978, þegar við Óli sonur hennar kynnt- umst. Þá var Axel á lífi og þau bjuggu í Skaftahlíðinni. Þar ríkti einstaklega létt og skemmtilegt andrúmsloft. Systa og Sæmundur voru tíðir gestir með Höskuld litla, sem var fyrsta bamabarnið og mið- punktur heimilislífsins. Anna bjó í foreldrahúsum og var á fullu í sjúkraliðanámi, Axel var á sínum stað, svo hlýr og skemmtiiegur og alltaf tiibúinn með nýlagað kaffí á könnunni, en sameiningartáknið í fjölskyldunni var hún Bogga. I Skaftahlíðinni kynntist ég nýrri hlið á mannlífínu. Þarna voru tíðir gestir systurnar Didda og Adda, Iða, Örlygur, Kristjana og Finnbogi og svo heill saumaklúbbur af borg- fírskum hefðarkonum, sem staðið hafa saman í blíðu og stríðu. I stof- unni var margt skrafað og skegg- rætt, allt frá pólitísku þrasi í það að leysa lífsgátuna og fátt var fólk- inu óviðkomandi. Yfir heimilinu hvíldi mikill menningarblær, mörg falleg málverk, gott bókasafn og útsaumaðir munir, en Bogga var mjög listfeng og mikil hannyrða- og jnjónakona. Arið 1980 féll Axel frá og ári síðar flyst Bogga á Hringbraut. Þar kom hún sér vel fyrir innan um bækurnar og málverkin og stundaði hjúkrunarstörf á Landspítalanum sem fyrr. Barnabörnunum fjölgaði jafnt og þétt og í ófá skiptin var fjölskyldan kölluð saman á Hring- braut í dýrindis matarboð, en í matgerðarlist var Bogga snillingur. Hún var mikil heimiliskona og leið hvergi betur en heima hjá sér nema ef vera skyldi í vinnunni á Landspít- alanum sem var henni alltaf mjög kær. Þó átti hún það til að koma í snöggar heimsóknir til barnanna sinna, gjarnan hiaðin vistum. Þá var slegið upp veislu, pottur settur á hlóðir, súkkulaði hitað og ómiss- andi sveskjurandalínan sett á borð. Bogga stoppaði þó sjaldan lengi því oftast var hún að fara á vakt. Á seinni árum eignaðist hún ómetanlegan vinskap Finnboga, sem þá var orðinn ekkill. Saman áttu þau mörg áhugamál og dýr- mætar stundir. Bogga er ein stórbrotnasta manneskja sem ég hef kynnst, svo sterk var hún og gefandi. Hún var hundrað prósent hefðarkona, tein- rétt og tíguleg og bar í sér flest litbrigði mannlegrar náttúru. Hún var sjálfstæð og stóð fast á sínu, las jöfnum höndum klassísk ljóð og matreiðsluþætti „Lottu vinkonu“ úr dönsku blöðunum. Hún hafði sér- lega góða og gefandi nærveru og alltaf var stutt í húmorinn. Nú þegar ég hugsa til Boggu minpar lifír þó sterkast hennar bjarta og kærleiksríka bros, sem hún var svo óspör á allt fram á síð- ustu stund og jafnvel þá eins og alltaf áður var það hún sem gaf og við hin sem þáðum. Blessuð sé minning hennar. Svana. Nú er elsku amma mín farin upp til himna og þar veit ég að henni líður vel. Það voru ótal eiginleikar sem prýddu ömmu Boggu og einn af þeim var sá hvað hún var göfug- lynd. Það voru ekki fá skiptin sem hún bauð okkur krökkunum á leik- hús, í bæinn með tilheyrandi kaffí- húsaferð eða fór með okkur eitthvað annað. Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún frábærlega vel, hvort sem hún eldaði mat, pijónaði eða gerði eitthvað allt annað. Stund- um kom hún í heimsókn til okkar með suðusúkkulaði, ijóma og rand- alínuköku og sló þannig upp veislu. Síðan fór hún jafn snögglega og hún kom. Ég hef heldur aldrei kynnst neinum sem pijónar eins fallegar peysur og amma gerði en þær eru hver annari fallegri. Það var alltaf gaman að heimsækja hana og það breyttist ekkert þó að hún færi á sjúkrahúsið. Oft var hún þá kannski sofandi þegar við komum en um leið og hún vaknaði færðist bros fram á varirnar og andlitið ljómaði. Ég veit að ég á alltaf eftir að sakna ömmu sárt en minningarnar eru margar og góðar og þær munu lifa með mér alla tíð. Takk fyrir allt elsku amma mín. Stefanía. Amma Bogga var yndisleg amma og öllum sem þekktu hana líkaði vel við hana. Bestu stundimar okk- ar vom þegar við fórum á kaffíhús. Hún kom oft með litlum fyrirvara og hélt veislu. Hún hitaði oft súkk- ulaði og bakaði sultuköku. Við gleymum aldrei fallegu minningun- um um hana ömmu. Víkingur. Vorboði Ég veit, að vorið kemur, og veturinn liður senn, kvæðið er um konu, en hvorki um Guð né menn. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á jarðneskt vor. (D.St.) Með þessu ljóði viljum við sam- starfsfólk á deild 32A kveðja þig, Þorbjörg. Við fengum að njóta. starfskrafta þinna nú síðustu árin. Við þáðum mikið í því samstarfi. Lífsgleði þín, kraftur og gáfur gerðu alla hluti auðveldari og sjúklingar áttu góðan að þar sem þú varst. Það lýsir best starfsorku þinni og óeigigirni, að þú vannst fram á síðasta dag, þá orðin sárlasin. Við þökkum þér fyrir samstaifíð, sem við urðum öll ríkari af. Hvíl þú í friði, Samstarfsfólk 32A, Lsp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.