Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Þorkell
Slasaðist alvarlega
RUMLEGA sextug kona slasaðist alvarlega í hörðum árekstri
í Hafnarfirði um kl. 10 í gærmorgun. Konan ók Trabant bíl
sínum eftir Hellisgötu og í veg fyrir Bronco jeppa, sem var
ekið suður Reylqavíkurveg. Við áreksturinn kastaðist konan
út úr bílnum og hlaut höfuðmeiðsli og beinbrot. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði var hún ekki talin í
lífshættu. Okumaður jeppans slapp ómeiddur.
Könnun Félags vísindastofnunar HI
Meirihluti fylgj-
andi ESB-aðild
TÆP 60% landsmanna telja æski-
legt að sækja um aðild að Evrópu-
sambandinu. Hlutfallið er hærra
þegar spurt er hvort menn séu
hlynntir aðild ef ísland stæði eitt
Norðurlandanna utan ESB, því þá
eru 70% fylgjandi aðiid. Þegar enn
er spurt, hvort menn séu hlynntir
aðild ef íslendingar næðu fram
öllum meginkröfum sínum í físk-
veiðimálum í samningaviðræðum
við ESB, þá eru 83% fylgjandi
aðild.
Þetta eru niðurstöður könnunar,
sem Félagsvísindastofnun Háskól-
ans vann dagana 31. maí til 4.
júní. Úrtakið var 1600 manns á
landinu öllu, á aldrinum 18-75 ára.
Svör fengust frá 1075, eða 67,2%.
í könnuninni var fólk fyrst spurt
hvort það teldi æskilegt eða óæski-
legt að íslendingar sæktu um aðild
að Evrópusambandinu. Af þeim
sem tóku afstöðu töldu 17% það
mjög æskilegt, 42,4% frekar æski-
legt, 22,4% frekar óæskilegt og
18,3% mjög óæskilegt. 59,4% töldu
umsókn því frekar eða mjög æski-
lega, á meðan 40,7% töldu hana
frekar eða mjög óæskilega.
Allt að 83% fylgjandi aðild
Önnur spuming könnunarinnar
var á þá leið hvort fólk væri hlynnt
eða andvígt aðild að ESB ef íslend-
ingar stæðu einir Norðurlanda-
þjóðanna utan þess. 70% voru þá
hlynnt aðild, en 30% á móti. Þegar
enn var spurt um afstöðu til aðild-
ar, miðað við að íslendingar næðu
fram öllum sínum meginkröfum í
fiskveiðimálum í samningaviðræð-
um við ESB voru 82,6% hlynnt
aðild, en 17,4% andvíg.
Ingimimdur Sig-
fússon lætur af
störfum hjá Heklu
Selur systkinum
sínum hlut sinn 1
fyrirtækinu
INGIMUNDUR Sigfússon, stjórnar-
formaður Heklu hf., hefur látið af
störfum hjá fyrirtækinu eftir nær
30 ára starf og selt hlutafé sitt til
systkina sinna. Hann varð forstjóri
Heklu hf. árið 1967 en gerðist stjóm-
arformaður árið 1990.
„Ég hef unnið hjá fyrirtækinu í
tæplega 30 ár og mér finnst tfmi-til
kominn að hægja á og snúa mér að
öðrum hugðarefnum. Ég hef hins
vegar ekkert ákveðið ennþá hvað ég
mun taka sér fyrir hendur," sagði
Ingimundur í samtali við Morgun-
blaðið. Hann sagði aðspurður að
þessi breyting tengdist ekki þeim
sviptingum sem átt hefðu sér stað
hjá íslenska útvarpsfélaginu að und-
anförnu. „Það er augljóst að þegar
ég læt af störfum hjá Heklu eftir
30 ára starf þá hlýtur það að hafa
lengri aðdraganda heldur en þetta
mál sem kom upp hjá íslenska út-
varpsfélaginu fyrir skömmu. Tilvilj-
un ein réði því að þetta gerist á
sama tíma."
Morgunblaðinu barst í gær eftir-
farandi fréttatilkynning frá Heklu
hf. og Ingimundi Sigfússyni: „Ingi-
mundur Sigfússon, stjómarformað-
ur Heklu hf., hefur nú ákveðið að
láta af störfum hjá fyrirtækinu og
hverfa til annarra starfa. Hann tók
við stöðu forstjóra Heklu hf. við
andlát föður síns, Sigfúsar Bjarna-
sonar, í september 1967 og gengdi
því starfi til ársins 1990 þegar hann
gerðist stjómarformaður fyrirtækis-
ins. Hafa systkini hans, Sverrir, Sig-
fús og Margrét, sem einnig hafa
starfað í fyrirtækinu um árabil leyst
til sín hlutafé hans og munu þau
reka fyrirtækið áfram í sameiningu.
Um leið og Ingimundur hverfur
af þessum starfsvettvangi færir
hann öllu'samstarfsfólki sínu í Heklu
hf. og viðskiptavinum gegnum árin.
innilegar þakkir , fyrir ánægjuleg
samskipti og óskar fyrirtækinu und-
ir stjórn systkina sinna áframhald-
andi velgengni og blessunar. Af
hálfu Heklu hf. eru Ingimundi færð-
ar þakkir fyrir farsæl störf hans í
þág^i félagsins og honum ámað
heilla í framtíðinni."
íslendingur flaug meö aldna fallhlífa-
hermenn er D-dagsins var minnst
• •
Oldungarnir
voru í sæluvímu
FÁFNIR Frostason,
atvinnuflugmaður og
lærður flugvirki, var
í áhöfn upprunalegr-
ar Douglas C-47 Da-
kota-vélar (DC-3),
sem flutti aldna fall-
hlífahermenn til
Normandí vegna há-
tíðarhalda í tilefni af
50 ára afmæli D-dags-
ins. Fáfnir, sem sjálf-
ur fiaug hluta leiðar-
innar, sagði í samtali
við Morgunblaðið að
ferðin hafi gengið
mjög vel og verið
ævintýri likust. Fé-
lagsskapurinn hafi
verið kostulegur, yngsti fallhlífa-
stökkvarinn hafi verið 68 ára, sá
elsti 84 ára.
„Hermennirnir gömlu höfðu aug-
ljóslega lifað fyrir þennan atburð
í langan tíma,“ sagði Fáfnir. „Þeir
höfðu allir staðist læknisskoðun
og stokkið í fallhlíf þrisvar sinn-
um á siðastliðnum þremur mánuð-
um. Þegar lendingarstaðurinn,
Sainte-Mére-Eglise skammt frá
Utah-ströndinni í
Normandí, nálgaðist
tóku öldungarnir að
stappa niður fótum
og æpa. Þeir voru
hreinlega í sælu-
vímu.“
Fáfnir segir að
stökk hermannanna
öldnu hafi í raun
markað upphaf hátíð
arhalda á Normandí-
strönd. Klukkan 1:45
þann 5. júní hafi þeir
stokkið samkvæmt
áætlun og að sögn
Fáfnis gekk nær allt
að óskum. „Þessi at-
burður vakti gríðar-
lega mikla athygli í fjölmiðlum.
Við fórum um allt á einhvers
konar sendiherrapassa en við
gátum, þó einkum öldungarnir,
vart þverfótað fyrir hnýsnum
fréttamönnum," sagði Fáfnir.
Að sögn Fáfnis var Douglas
C-47 Dakota-vélin smíðuð 1944
og var hún notuð síðustu árin í
seinna stríðinu. Hún er nú eina
flughæfa vélin sinnar tegundar.
Fáfnir Frostason
Hágangi I var neitað um viðger ðarþj ónustu í Harstad í Noregi
Skipstjóri
yfirheyrður
o g sektaður
NORSKA lögreglan kallaði skip-
stjóra Hágangs I til yfirheyrslu
og gerði honum að greiða 5.000
norskar krónur í sekt fyrir að hafa
ekki tilkynnt skipið sólarhring
áður en komið var í norska land-
helgi á þriðjudag. Reynir Arnason,
útgerðarstjóri skipsins, segir að
ítrekað hafí verið reynt að ná í
loftskeytastöð í Vardö nyrst í
Noregi. Hún hafí ekki svarað, trú-
lega af ástettu ráði, og hafí verið
brugðið á það ráð að láta varðskip
vita. Náðst hafí í skipið á sömu
bylgju og loftskeytastöðin. En boð-
unum hefði greinlega ekki verið
komið tii skila.
Reynir segir að reynt hafi verið
að koma í veg fyrir að skipið legð-
ist að bryggju í Harstad á mánu-
dag. Hótanir hafi ekki borið árang-
ur og hafi skipið legið í höfn yfír
nóttina. Daginn eftir bárust þau
fyrirmæli frá háfnaryfírvöldum að
færa yrði skipið út á ytri höfn
vegna komu skemmtiferðaSkips til
bæjarins.
Starfsmenn skipasmíðastöðvar,
sem lofað hafði að taka að sér
viðgerð, skoðuðu Hágang og mátu
aðstæður svo að skipið væri ekki
haffært. Neituðu skipveijar að
færa skipið og vörpuðu allri
ábyrgð á hafnaryfírvöld. Lyktír
urðu þær að skipið var dregið af
pramma yfir á aðra bryggju í höfn-
inni.
Reynir segir að sama dag hafi
skipstjóri Hágangs verið kallaður
í yfírheyrslu og gert að greiða
sekt fyrir að hafa ekki tilkynnt
skipið sólarhring áður en komið
var í norska landhelgi. Hann hefði
útskýrt málavexti, en skellt hefði
verið skollaeyrum við orðum hans.
Bréf Nordland fylkesfiskarlag,
samvinnuráðs hagsmunaaðila í
sjávarútvegi, til útgerðar Hágangs
inniheldur að sögn Reynis hótun.
Samtökin hafa sent þjónustuaðil-
um í sjávarútvegi í Noregi bréf
og hvatt sjómenn, fyrirtæki í við-
skiptalífi og almenning til að snið-
ganga fyrirtæki og framleiðendur
sem láti „Smugutogurum“ vörur
eða þjónustu í té frá og með 5.
júní. Fyrirtæki fari á svartan lista
bijóti þau viðskiptabannið. Hin
fari á hvítan lista og á þau verði
bent. Listarnir verði birtir með
aðstoð dagblaða og Ijósvakamiðla
til að þeir beri sem mestan árang-
ur.
Reynir segir að hægt sé að lag-
færa skipið við bryggju, a.m.k. til
bráðabirgða, og ætli útgerðin að
bíða átekta og athuga hvort skipa-
smíðastöðin endurskoði afstöðu
sína, þegar mesti hugurinn sé far-
inn úr mönnum. Einnig komi til
greina að draga skipið heim enda
telji hann útséð um viðgerð annars
staðar í Noregi.
4500 síma-
númer
breytast
UM 4500 símanúmer breytast í
Reykjavík á laugardag. Er þegar
búið að breyta þeim í nýrri síma-
skrá sem hafín er dreifing á.
Hrefna Ingólfsdóttir, blaða-
fulltrúi Pósts og síma, segir að
númerin sem breytist séu flest
í Árbæ, Breiðholti og Grafar-
vogi. Númer þar sem nú byija
á 68 breytast í 87, en númer
annars staðar í Reykjavík sem
byija á 68 breytast ekki. Eftir
breytinguna munu öll símanúm-
er í hverfunum þremur byija á
7, 67 eða 87. Einnig munu nokk-
ur símanúmer í austurbænum
sem byija á 67 breytast í 88,
en símanúmer í Breiðholti, Graf-
arvogi og Árbæ _sem byija á 67
breytast ekki. í Múlahverfínu
munu eftir breytinguna öll síma-
númer byija á 8, 68 eða 88.
Lýðveldishá-
tíð á flokks-
þingi
FLOKKSÞING Alþýðuflokksins
hefst kl. 20.30 í kvöld með
menningarhátíð sem haldin er í
tilefm af 50 ára lýðveldisafmæl-
inu. Á hátíðardagskrá er m.a.
söngur Kvennakórs Reykjavíkur
og Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður flokksins, flytur ávarp
sem nefnist „Ættjarðarást og
alþjóðahyggja.“ Einnig flytur
dr. Ólafur Þ. Harðarson stjóni-
málafræðingur erindi undir heit-
inu „Stjórnmálakerfi lýðveldis-
ins: Höfum við gengið til góðs.“
Formleg þingsetning verður kl.
10 á morgun og flytur Jón Bald-
vin Hannibalsson þá setningar-
ræðu sína.
■ Átök um brúna/miðopna
Seðlabanka-
stjóri í af-
mæli Eng-
landsbanka
BIRGIR ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri og formaður
bankastjórnar Seðlabanka ís-
lands, er fulltrúi bankans við
hátíðahöld vegna 300 ára af-
mælis Englandsbanka.
300 ár eru síðan Englands-
banki var settur á laggirnar og
af því tilefni eru í Lundúnum
hátíðahöld sem hófust í gær og
halda áfram í dag. Meðal ann-
ars er efnt til ráðstefnu um þró-
un og hlutverk seðlabanka.
Tónleikar Bjarkar
3500 miðar
seldir
MIÐASALA vegna tónleika
Bjarkar Guðmundsdóttur í
Laugardaishöll 19. júní hefur
verið stöðug að sögn Sveins
Kragh, miðasölustjóra hjá út-
gáfufyrirtækinu Smekkleysu.
Þegar hafa 3.500 manns
tryggt sér miða og 1.178 miðar
í sæti seldust upp fyrir löngu.
Gert er ráð fyrir 4.500 gestum.
Auk seldra miða bíða fjölmargir
í pöntun en fólki á landsbyggð-
inni var gert kleift að panta
miða. Ósóttir miðar verða seldir
eftir 14. júní.