Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Yeijandi Olafs Gunnarssonar í stóra fíkniefnamálinu við málflutning
Bera „höfuðpauriim“
sökum til að sleppa sjálfir
Á tali
Dómarar fíkniefnamálsins á tali
við lögmenn í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Frá vinstri:
Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
sækjandi málsins, Guðjón St.
Marteinsson, héraðsdómari og
dómsformaður, Hjörtur O. Aðal-
steinsson, héraðsdómari, Orn
Clausen, hrl., verjandi eins sak-
borninganna og Sigurður Tómas
Magnússon, héraðsdómari.
*
Akæruvaldið telur að það hafí enga
þýðingu í stóra fíkniefnamálinu að lög-
regla hafí af vangá eytt 5,8 kg af hassi
og 200 g af amfetamíni, sem áttu að
vera meðal sönnunargagna í málinu.
MALFLUTNINGI í stóra - fíkni-
efnamálinu var framhaldið í gær,
ákæruvaldið lauk máli sínu og veij-
endur þriggja af sautján sakbom-
ingum fiuttu sínar ræður.
Ákæruvaldið telur eyðingu flkni-
efnanna aðfínnsluverð mistök, en
þau hafi áður verið vigtuð, ljós-
mynduð og skráð nákvæmlega og
hinir ákærðu tjáð sig um magnið
og ekki þrætt fýrir það þótt þeir
hafí síðar sammælst um að draga
úr fyrri játningum.
í máli Jóns Magnússonar hrl.,
veijanda Ólafs Gunnarssonar, svo-
kallaðs höfuðpaurs hins meinta
fíkniefnahrings, sem krafðist sýknu
af hinum 13 ákæruatriðum á hend-
ur Ólafi, kom fram hörð gagnrýni
á rannsókn málsins og taldi hann
að ákveðnir sakborningar hefðu
sammælst um að bera umbjóðanda
sinn sökum í því skyni að hljóta
sjálfir vægari refsingu.
Þess er krafist að
þremur sakbominganna
sautján, sem nú eiga
aðild að þessu máli, verði
m.a. refsað fyrir brot á
því ákvæði almennra
hegningarlaga sem leggur allt að
10 ára fangelsi við stórfelldu fíkni-
efnamisferli en yfir öðmm er kraf-
ist refsingar eingöngu á grundvelli
laga um ávana- og fíkniefni. Jó-
hannes Rúnar Jóhannsson, sækj-
andi málsins, dró saman þátt þeirra
þriggja þannig að í málinu væri um
að ræða 13 brot ólafs Gunnarsson-
ar á 18 mánaða tímabili þar sem
flutt hefðu verið inn 27 kg af hassi
og 4 kg af amfetamíni; 30 ára gam-
all maður sem_talinn er helsti milli-
göngumaður Ólafs um að koma á
viðskiptunum, hafí á 12 mánaða
tímabili gerst sekur um 9 brot sem
varði innflutning á allt að 19,2 kg
af hassi og 2,7 kg af amfetamíni
sá þriðji, eitt burðardýranna, hafí á
þriggja mánaða tímabili farið fjórar
ferðir með allt að 7,5 kg af hassi
og 1,5 kg af amfetamíni. Um sam-
felld brot væri að ræða þar sem
undirbúningur næstu ferðar hefði
hafíst um leið og einni lauk.
Vægustu
refsingar
krafist
Engar málsbætur
Sækjandinn sagði að Ólafur
Gunnarsson hefði verið frumkvöðull
og skipuleggjandi innflutnings á
miklu magni fíkniefna auk þess sem
hann væri ákærður sérstaklega fyr-
ir stórfelld skjalafals og þjófnaðar-
brot. Um þrauthugsuð brot væri
að ræða sem framin hefðu verið
með sterkum ásetningi á löngum
tíma í von um hagnað. Allt stuðlaði
að refsiþyngingu en Ólafur ætti
engar málsbætur.
Neitar 9 af 13 ákærum og
segist enginn höfuðpaur
Jón Magnússon hrl., veijandi
Ólafs Gunnarssonar, krafðist þess
að skjólstæðingur siiin yrði dæmdur
til vægustu refsingar sem lög leyfa
og sýknaður alfarið af 9 af 13
ákæruliðum. Hann neitaði öllum
sakargiftum sem lúti að
því að hann hafí verið
frumkvöðull sem skipu-
lagt hafí og haft frum-
kvæði að kaupum og inn-
flutningi á fíkniefnum en
játi aðild í félagi við aðra
að nokkrum tilvikum að því að leggja
fram fé til kaupa á fíkniefnum.
Jón sagði að jafnvel þótt Ólafur
yrði sakfelldur fyrir allar ávirðingar
yrði fjórðungur hassins og fímmt-
ungur amfetamínsins í málinu hon-
um alls óviðkomandi, á því bæru
ábyrgð aðilar sem tengdust honum
ekki með neinum hætti og sú stað-
reynd gerði lítið úr því mikla for-
ystuhlutverki sem ákæruvald og
lögregla ætli Ólafi í ímynduðum
fíkniefnahring.
Hann sagði að Ólafur hefði aldr-
ei keypt fíkniefni. Ef undan væru
skildar þær sakargiftir, sem stydd-
ust aðeins við framburð manna, sem
sjálfir væru berir að innflutningi
fíkniefna, að Ólafur væri foringi
fíkniefnahrings, . stæði næsta lítið
eftir af hinum alvarlegu ákærum
gegn honum.
Verðmæti 87,5 milljónir
Þá sagði Jón Magnússon að ef
ákæran fengi staðist hefði verið um
mjög umfangsmikil viðskipti að
ræða og miðað við upplýsingar lög-
reglu um markaðsverð fíkniefna
hefði markaðsverð fíkniefna í mál-
inu verið 87,5 milljónir króna og
verðmæti þess áætlaða magns sem
lögregla hefði ekki lagt hald á væri
59,3 milljónir króna. Engin merki
væru hins vegar um að Ólafur
Gunnarsson hefði haft mikla pen-
inga milli handa heldur þvert á móti.
Jón hafnaði yfírlýsingum ákæru-
valds um að ganga bæri út frá því
að lögreglumenn hefðu farið að
reglum við yfirheyrslur og sagði að
fíkniefnalögreglan lifði í hörðum
heimi og ekki væri rétt að lýsa
þessum yfirheyrslum eins og og
sunnudagaskóladrengir hefðu verið
að ræða við kórdrengi. Ólafur hefði
iðulega verið yfírheyrður að nætur-
lagi, jafnvel undir áhrifum svefn-
lyfja og gefið í skyn við hann, að
bæri hann rétt, yrði hann e.t.v. lát-
inn laus eða a.m.k. veittar ívilnanir
í gæsluvarðhaldinu.
Þá hefði lögregla leitt áfram
framburð þeirra manna sem beri
vitni um frumkvæði Ólafs að fíkni-
efnamisferli með því að gera þeim
grein fyrir að ella yrði þeim sjálfum
ætlaður sá sess við rannsóknina.
Rannsóknin hefði tekið á sig þá
mynd að leiða hefði átt Ólaf í gildru,
með hlerunum sem viðmælandi
hans meðan á þeim stóð, maður sem
fram að því var grunaður skipu-
leggjandi innflutningsins, vissi af
að áttu sér stað.
Ýmsir þeirra sem bæru Ólaf sök-
um hefðu hist og haft tækifæri til
að ræða málið og samræma fram-
burð sinn gegn Ólafi, sem ekki hefði
átt kost á slíku, sitjandi mánuðum
saman í gæsluvarðhaldi við ómann-
úðlegar aðstæður í Síðumúlafang-
elsi. Hann sagði að í stuttum yfír-
heyrslum yfír lögreglumönnum fyr-
ir dómum hefði komið fram margs
konar misræmi og væri því ekki
að undra þótt sitthvað rækist á
annars horn í öllum þeim skýrslum
sem teknar hefðu verið hjá lögreglu
og fyrir dómi af Ólafi Gunnarssyni.
Jón Magnússon krafðist vægustu
refsingar sem lög leyfa yfír umbjóð-
anda sínum og sagði að við ákvörð-
un hennar ætti að taka tillit til
ómannúðlegs gæsluvarðhalds og
óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar.
Viðstadddir
tónleika
Kristjáns
►FJÖLDA erlendra gesta hefur
verið boðið til landsins vegna
þjóðhátíðar ál>ingvöHum 17.
júní. Þeirra á meðal eru allir
þjóðhöfðingjar Norðurlandanna,
auk fulltrúa ríkisstjórna Fær-
eyja, Græniands, Álandseyja,
Stóra-Bretlands, Frakklands,
Bandaríkjanna, Kanada, Þýska-
lands, Rússlands og Kína.
Gestirnir koma til landsins 16.
júní og mun forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, taka á
móti öllum þjóðhöfðingjum eftir
því sem kostur er, en þeir lenda
ýmist í Keflavík eða á Reykjavík-
urflugvelli. Um kvöldið hlýða þeir
Lýðveldisafmæli 17. júní
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Peðítafli
Hilmar Ingimundarson hrl., er
veijandi þrítugs manns sem sakað-
ur er um aðild að níu smyglferðum
þar ákæruvaldið telur að flutt hafi
verið inn 19,2 kg af hassi og 2,7
kg af amfetamíni. Hilmar krefst
lægstu refsingar, skilorðsbundinnar
að öllu eða að hluta, sagði að eins
og ákæran væri úr garði gerð yrði
hvorki umbjóðandi sinn né aðrir
sakfelldir sem frumkvöðlar eða
skipulagningu jafnvel þótt Ólafur
yrði sýknaður heldur legði ákæru-
valdið málið þannig upp að þeir
hefðu verið peð í tafli Olafs Gunn-
arssonar.
Hilmar sagði skjólstæðing sinn
hafa gengist við sínum brotum í
öllum aðalatriðum, aðeins gert
ágreining við ákæru hvað varðar
magn amfetamíns í nokkrum ferð-
um enda væri það oft rúmt og óljóst
tilgreint í ákærunni. Hilmar sagði
að án hreinskilningslegra játninga
í skýrslum umbjóðanda síns, allt frá
fyrstu lögregluskýrslum, hefði
sönnunarfærsla ákæruvalds í mál-
inu, ekki síst gagnvart Ólafí Gunn-
arssyni, verið erfið og nánast útilok-
uð. Menn ættu að njóta þess við
ákvörðun refsingar að játa sín brot
af hreinskilni.
á tónleika Kristjáns Jóhannssonar
1 Laugardalshöll og að því búnu
þiggja þjóðhöfðingjarnir kvöld-
verð í boði forseta Islands. Full-
trúar ríkissljómanna sem fyir er
getið munu borða í Perlunni í
boði forsætisráðherra.
Umferð til og frá
Þingvöllum
► AKSTURSLEIÐIR verða þijár
til Þingvalla 17. júní næstkom-
andi, yfir Mosfellsheiði að vestan
og gegnum Grímsnes og yfir
Lyngdalsheiði að austan. Nesja-
vallaleið og Grafningi verður
lokað fyrir almennri og ekki er
búist við að Uxahryggir eða
Kaldidalur verði akstursfærir.
Ráð er fyrir gert að 12.000
einkabifreiðar geti farið yfir
Mosfellsheiði frá 8-11 fyrir há-
degi og verða báðar akreinar
nýttar í austurátt frá Þingvalla-
afleggjara. Verður önnur þeirra
ætluð langferðabifreiðum sem
verða í förum frá klukkan 7 frá
Reykjavík og frá klukkan 15.30
frá Þingvöllum í bæinn. Farið
verður af stað frá Mjódd í Breið-
holti og Umferðarmiðstöðinni við
Kalkofnsveg. Útbúin verða bif-
reiðarstæði fyrir einkabifreiðar
á báðum stöðum og er fargjald
í rúturnar 400 fyrir fullorðna
fram og tilbaka.
Þjóðhöfðingjar
►ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norður-
landa sem hingað koma eru;
hennar hátign Margrét Þórhild-
ur Danadrottning og hans kon-
unglega tign Henrik prins, þá
hans hátign Karl XVI. Gústaf
Svíakonungur og hennar hátign
Silvía drottning, þvínæst hans
hátign Haraldur V. Noregskon-
ungur og hennar hátign Sonja
drottning og loks forseti Finn-
lands Martti Athissari og frú
Eeva Athissari.
Kínverskur
sendiherra
FYRIR hönd Álandseyja koma
Ragnar Erlandsson og frú. Frá
Danmörku kemur Niels Helveg
Petersen og kona hans frú Kirst-
en Lee. Fyrir hönd færeyskra
stjórnvalda kemur frú Maríta
Petersen lögmaður ásamt manni
sínum Kára Petersen. Frá Græn-
landi kemur formaður lands-
sljórnarinnar, Lars Emil Johans-
en, ásamt konu sinni frú Ivalo
Egede. Fyrir hönd franskra
stjómvalda kemur Lucette Mích-
aux-Chevry ráðherra mannrétt-
indamála og frá Kína kemur
Zheng Yaowen sendiherra og
kona hans frú Bi Xiying.
Óvíst um fulltrúa
Bandaríkjanna
►EKKI er ljóst hveijir koma
fyrir hönd stjórnvalda í Banda-
ríkjunum, Kanada og Rússlandi,
en það ætti að skýrast í lok vik-
unnar að sögn Sveins Björnsson-
ar forsetaritara. Fyrir hönd
Bretlands kemur David Heathco-
at-Amory, aðstoðarráðherra í
utanríkisráðuneyti, sem meðal
annars hefur með málefni Nato-
ríkja að gera. Fulltrúi þýskra
stjórnvalda er Ursula Seiler-
Albring aðstoðarráðherra í utan-
ríkisráðuneyti.