Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Tónleikar í
Akureyrar-
kirkju
KÓR Hafnaríjarðarkirkju
verður með tónleika í Akur-
eyrarkirkju annað kvöld,
föstudagskvöldið 10. júní, kl.
21 en þetta eru sjöttu tónleik-
ar kórsins á ferð sinni um
Suður-, Austur- og Norður-
land sem farin er í tilefni af
50 ára afmæli íslenska lýð-
veldisins.
Kórinn er skipaður ungu
fólki sem getið hefur sér gott
orð fyrir söng sinn, segir í til-
kynningu frá kómum. Geisla-
diskur er að koma út með
safni íslenskra þjóðlaga, ætt-
jarðarlaga og sönglaga í tilefni
lýðveldisafmælisins og verða á
tónleikunum flutt lög af hon-
um ásamt öðrum lögum. Að-
gangseyrir er 300 krónur en
ókeypis fyrir börn í fylgd full-
orðinna.
Djass í
Blómaskál-
anum Vín
LÉTTSVEIT Lúðrasveitar
Akureyrar stendur fyrir djass-
kvöldi í Blómaskálanum Vín í
Eyjaíjarðarsveit í kvöld,
fimmtudagskvöldið 9. júní.
Fram koma auk hennar Akur-
jass, saxófónkvartett, Finnur
Eydal, Jón Rafnsson, Birgir
Karlsson og Áni Ketill Frið-
riksson. Kynnir verður Hauk-
ur Ágústsson en tónleikarnir
hefjast kl. 21.
Biblíulestrar
BIBLÍULESTRAR með
Dananum Ove Petersen skóla-
stjóra Biblíuskólans Troens
Bevis í Sarons-Dal í Noregi
verða í kvöld, fimmtudags-
kvöld, og einnig á föstudags-
kvöld og hefjast kl. 20 í Hvíta-
sunnukirkjunni. Biblíulestr-
arnir eru einnig á daginn frá
kl. 15-17. Ove er góður og
lifandi biblíukennari, segir í
fréttatilkynningu frá Hvíta-
sunnukirkjunni.
*
Afall þegar riðuveiki greindist í tveggja vetra kind í Svarfaðardal
„ÞETTA er vissulega mikið áfall,"
sagði Ármann Gunnarsson, dýra-
læknir í Svarfaðardal, en fyrir
örfáum dögum var riða greind í
tveggja vetra kind á bænum Ing-
vörum. í samningi sem bændur
gerðu við sauðfjárveikivarnir við
fjárskipti fyrir nokkrum árum eru
bændur skuldbundnir til að skera
fé komi upp riða. Féð á Ingvörum
verður skorið en ekki hefur verið
tekin ákveðin ákvörðun um hve-
nær það verður gert.
Eftir að riðuveiki kom upp í
Svarfaðardal fyrir 6-8 árum var
allt fé skorið og var dalurinn fjár-
laus í eitt ár og á sumum bæjum
þar í þijú ár. Bændur í Svarfaðar-
dal keyptu fé bæði úr Þistilfirði og
Fé á bænum
skorið niður
af Ströndum þegar fjárbúskapur
hófst að nýju í dalnum.
„Það eru örfáir dagar síðan riðan
var staðfest og ekki er vitað um
fleiri tilfelli, en þetta verður kannað
gaumgæfilega og vel fylgst með
næstu daga. Bændur eru líka hvatt-
ir til að láta vita strax ef einhveij-
ar grunsemdir koma upp,“ sagði
Ármann.
Menn felmtri slegnir
Hann sagði að vonir hefðu verið
bundnar við að riðuveiki hefði verið
útrýmt úr Svarfaðardal með fjár-
skiptunum en því miður væri nú
Sextán ára og samdi hljómsveitarverk sem frum-
flutt verður á lýðveldishátíðinni á Akureyri
Dálítið
spenntur
„ÉG ER auðvitað dálítið spenntur," sagði Davíð Brynj-
ar Franzson sem samið hefur hljómsveitarverk fyrir
Blásarasveit æskunnar, en það flytur hún í lok lýðveld-
ishátíðarinnar á Akureyri 19. júní næstkomandi.
Davíð Brynjar, sem nýlega er orðinn 16 ára, hefur
varið frístundum síðustu ár við tónsmíðar en þetta
er fyrsta verk hans sem flutt er opinberlega.
Davíð Brynjar hefur stundað nám við Tónlistarskól-
ann á Akureyri í 10 ár þar sem hann er að læra á
trompet. í fyrravetur byijaði hann í kontrapunkti og
hljóðfærafræði hjá Rovari Kvam „ég var búinn að
fikta við að semja, en þarna fór maður að gera eitt-
hvað af viti,“ segir hann.
Fermingargjöfin
Fyrsta verkið, sem Davíð Brynjar samdi, gaf hann
systur sinni, Sigríði Rut, í fermingargjöf en þá var
hann 11 ára gamall og síðan hafa þau nokkur litið
dagsins ljós en ekkert verið flutt opinbeflega fyrr.
Hann sagði að Rovar hefði boðið honum að semja
hljómsveitarverk fyrir blásarasveitina og hann slegið
til. „Þetta er einhvers konar svíta fyrir kammerhljóm-
sveit,“ sagði hann um verkið. Ifyrstu tvo kaflana
samdi hann síðastliðið haust og byijaði á þeim þriðja
eftir áramótin. „Hann vafðist svolítið fyrir mér, ég
var dálítið lengi að koma honum saman en það kom
svo allt í einu,“ sagði Davíð Brynjar.
Tónleikar Blásarasveitar æskunnar verða í íþrótta-
skemmunni sunnudagskvöldið 19. júní og eru þeir
jafnframt því að vera lokatónleikar hljómsveitarinnar
lokapunktur þriggja daga lýðveldishátíðar á Akureyri
og verður bæjarbúum boðið á tónleikana af því til-
efni. Tónskáldið unga tekur þátt í frumflutningi verks
Morgunblaðið/Rúnar Þór
DAVÍÐ Brynjar Franzson, sem er 16 ára.
síns og það gerir einnig systir hans, Sigríður Rut,
ásamt um 15 hljóðfæraleikurum, en þau hafa bæði
verið í sveitinni frá upphafi og er Davíð Brynjar yngsti
hljóðfæraleikarinn þar.
„Ég verð að vinna hjá garðræktinni fram í miðjan
júlí og fái ég ekki aðra vinnu þá ætla ég að nota
tímann til að semja en ég er að leggja lokahönd á
eitt verk og vinna að tveimur öðrum,“ sagði Davíð
Brynjar, sem ætlar að hefja nám við Menntaskólann
á Ákureyri í haust og hefur mikinn hug á að halda
áfram á þessari braut í framtíðinni.
250 sumarstörf hjá Akureyrarbæ
Atvinnu-
lausum
fækkar
FÆKKAÐ hefur á atvinnuleysisskrá
á Akureyri að undanfömu, en m.a.
hefur fólk af skránni fengið vinnu
hjá Akureyrarbæ sem bauð upp á
250 sumarstörf. Un nýliðin mánaða-
mót. voru um 470 manns á atvinnu-
leysisskrá en voru í lok apríl 540
talsins, en þess má geta að í apríl
voru rúmlega 80 manns að störfum
við atvinnuátak en voru mun færri,
eða tæplega 50, í maí.
Sigrún Bjömsdóttir, forstöðumaður
Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akur-
eyri, sagði að fólk hefði fengið störf
tímabundið, m.a. hjá Akureyrarbæ.
Öllum 16 ára unglingum sem um
sóttu var boðin vinna hjá bænum í 6
vikur í sumar. Nokkru fleiri unglingar
eru í unglingavinnunni í sumar en var
í fyrra, eða 432 á móti 409, en jafn-
mörg böm em skráð í skólagarðana
bæði árin, eða 124.
Flestir þeirra sem eru skráðir at-
vinnulausir eru félagsmenn í Ein-
ingu, eða 212 manns, og þá eru yfir
100 manns úr Félagi verslunar- og
skrifstofufólks á skránni og tæplega
70 félagsmenn í Iðju. Loks má nefna
að um 40 iðnaðarmenn skráðir at-
vinnulausir, flestir smiðir, járniðnað-
armen'n óg ráfvirkjá.
ljóst að það hefði ekki tekist. „Það
má auðvitað segja að menn séu
felmtri slegnir yfir þessum tíðind-
um, en auðvitað gátum við allt eins
búist við þessu. Þetta var tilraun
sem víða hefur tekist en það gat
allt eins farið á hinn veginn, að
hún mistækist, en við vorum að
vona í lengstu lög að svo færi ekki,“
sagði Ármann.
Fé verður skorið á Ingvörum en
Ármann sagði að ákvörðun um
hvenær það yrði gert hefði ekki
verið tekin. Hann sagði að bændur
væru vel vakandi hvað þessi mál
varðar, en mikilvægt væri að taka
ekki í hús ókunnugt fé, eins að
hafa sem allra minnstan samgang
milli fjárhópa og að stunda ekki
fjárkaup milli bæja.
-------» ♦ ♦
Þrjú til-
boð í ný-
byggingu
viðFSA
ÞRJÚ tilboð bárust í fram-
kvæmdir við nýbyggingu Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Þau voru öll frá akureyrskum
byggingaverktökum og undir
kostnaðaráætlun sem hljóðar
upp á 160,8 milljónir króna.
Lægsta tilboðið var frá SS-
Byggb 142,4 milljónir króna eða
88,6% af áætluðum kostnaði. SJS
verktakar buðu 146,5 milljónir í
verkið og Trésmiðjan Fjölnir 146,7
milljónir króna.
4160 fermetra nýbygging
Nýbyggingin verður 4160 fer-
metrar að stærð alls á fjórum
hæðum með kjallara, en í þessum
fyrsta áfanga sem verið er að
bjóða út er um að ræða uppsteypu
hússins sem skila á fullfrágengnu
að utan. Síðan verður hugað að
næsta áfanga í framhaldinu en það
er innrétting á efstu hæð þar sem
verður barnadeild og er stefnt að
því að hún verði fullbúin til notk-
unar í ársbyijun 1998 að sögn
Finns Birgissonar, formanns
bygginganefndar FSA.
Gert er ráð fyrir að þessum
fyrsta áfanga verði lokið 1. sept-
ember árið 1996.
♦ ♦ ♦
Mánaðar-
bið eftir
bifreiða-
skoðun
ÓVENJU löng bið er nú eftir skoð-
un bíla hjá Bifreiðaskoðun íslands
á Akureyri eða um það bil einn
mánuður þannig að þeir sem panta
tíma í skoðun nú komast ekki að
fyrr en í byijun júlí.
Þorsteinn Friðriksson stöðvar-
stjóri Bifreiðaskoðunar fslands á
Akureyri sagði að yfirleitt væri
mest ásókn á þessum tíma, í
sumarbyijun. Fólk vildi Ijúka skoð-
uninni af áður en farið væri í sum-
arfrí og þá væri að jafnaði einn
skoðunarmaður af þremur í sum-
arfríi sem kæmi niður á afköstun-
um. Meiri ásókn og færri starfs-
menn gerðu því að verkum að bið-
in væri orðin óvenju löng.
„Það kemur alltaf bylgja í upp-
hafí sumars og svo erum við líka
að skoða alltof mikið af bílum sem
áttu að vera löngu komnir þannig
að hefur myndast svolítill kúfur í
þessu lijá okkur,“ sagði Þorsleinn.