Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 12
lgr FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Uppskriftir
Tveir einfaldir
kjúklingaréttir
í LITLUM ferðamannabæ, sem heitir Varkiza og er skammt fyrir sunnan
Aþenu í Grikklandi er íjöldi veitingahúsa sem ferðamenn venja komur
sínar á. Einn vinsælasti barinn þar um slóðir er lítill og heimilislegur og
gengur undir nafninu La Voile, sem þýðir segl á íslensku. Eigandinn,
Nontas Argiroudakis, er eins og fæddur inn í hlutverk veitingamannsins.
Hann er á þönum milli borða, sest niður og rabbar um daginn og veginn
við viðskiptavinina og spilar fyrir þá uppáhaldstónlistina sína sem gjarnan
er hágæðaklassík á borð við Domingo og Pavarotti.
Þegar ég rölti á dögunum um
götur Varkiza og villtist inn á La
Voile leið ekki á löngu uns Nontas
hafði tekið mig í kunningjahópinn
og þegar hann komst að því að ég
væri frá íslandi, fannst honum ekk-
ert sjálfsagðara en að bjóða upp á
kvöldverð þar sem að ég var fyrsti
íslendingurinn sem sótti hann heim.
Eftir matinn lofaði hann bíltúr um
næsta nágrenni sem hann efndi
með glæsibrag.
Matseðillinn á La Voile er ekki
flókinn. Á honum eru fljótlegir og
þægilegir réttir og þegar sú hug-
mynd var viðruð að fá uppskrift var
það auðsótt mál. Anthony Vrettas
ræður ríkjum í eldhúsinu og með
aðstoð hans fengum við tvær ein-
faldar kjúklinga-uppskriftir, kín-
verska og mexíkóska, sem allir
ættu að geta ráðið við.
Kínverskur
kjúklingur
______1 kg beinlaus kjúklingur_
_________200 g gulrætur________
•_____200 g motbaurtir_______
ólífuolía
hvítlaukur
engifer
soja-sósa
|Girnilegur|
Mukl inéaiiíaklií
*
Hraórétta veitingastaður
í hjarta borgarinnar
J
Sími 16480
kjúklingastaður
Miele
fyrirheimili og fjölbýlishus
Margfaldir verðlaunagripir fyrir
hönnun og gæði.
mmilistæki hf veswrgöw 25,101 Rvk. S: 91-28210
NEYTENDUR
Nontas Argiroudakis og Anth-
ony Vrettas á veitingastaðnum
La Voile, sem þýðir „segl“.
Skerið kjúklinginn í litla bita og
marinerið þá yfir nótt eða í a.m.k.
þrjá klukkutíma í ólífuolíu, hvítlauk
og engifer. Skerið gulrætumar í
litla bita og hafið matbaunirnar
sömuleiðis tilbúnar.
Steikið kjúklingabitana við lítinn
hita í um 2 mínútur. Bætið sojasósu
út í og steikið áfram í um 1 mín-
útu. Grænmetinu bætt út á pönn-
una. Borið fram með hrísgijónum.
Mexíkóskur
kjúklingur
____500 g nautahakk______
laukur
chili pipar
nýrnabaunir
150 g tómatsósa
Blandið saman nautahakkinu,
smátt skornum lauk, chili pipar og
nýmabaunum. Steikið á pönnu.
Bætið síðan 150 g tómatsósu við
og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Látið kjötmaukið inn í Taco skeljar
og bætið síðan við rifnu salati, tóm-
ötum og smávegis af sýrðum rjóma.
Þetta má til dæmis bera fram með
baunastöppu.
Ávöxtur sem
getnaðarvörn
HITABELTISÁVÖXTURINN papaya kemur í veg fyrir getnað samkvæmt-
niðurstöðum úr nýlegum rannsóknum sem gerðar voru við háskólann íJ
Sussex á Englandi. Greint er frá niðurstöðum í vikuritinu Asiaweek, og
segir meðal annars að kynslóð fram af kynslóð hafi indverskar konur
vitað að papaya-át og þungun færi ekki vel saman.
Morgunblaðið/Júlíus
Ávöxturinn er oft
fáanlegur hér en er
fremur dýr. Vel þrosk-
að papaya á vera mjúkt
viðkomu og þeir
heppnu fá verulega
bragðgóðan ávöxt.
Hinir fá þurran og ekk-
ert sérstaklega góðan
ávöxt.
Nýjan og vel þrosk-
aðan papaya-ávöxt er
hægt að borða einan
eða í ávaxtasalati, ann-
að hvort eins og hann
kemur fyrir eða með
svolitlum sítrónusafa.
Papaya er einnig hægt að fylla
með sjávarréttum eða nota í salat,
til dæmis með avocato. í Banda-
ríkjunum er ávöxturinn stundum
bakaður með kjúklingum eða
kálfakótilettum.
Papaya er ræktað í hitabeltis-
loftslagi og er verð í ræktunarlönd-
um miklu lægra en í Evrópu. Enda
segir Tharmalingam Senthilomo-
han, stjórnandi rannsóknarinnar,
sem getið er að framan, að margar
konur í Sri Lanka noti papaya-
ávexti sem getnaðarvöm „af því
það er ódýr og náttúruleg leið.“
Hann segist líka hafa komist
að því að yfirgnæfandi líkur séu á
fósturláti ef kor.a borðar óþroskað
papaya þrjá daga í röð. „Sé þrosk-
aður ávöxtur hins vegar borðaður
daglega dregur hann úr líkum á
getnaði,“ segir Senthilomohan.
Hann telur að ensímið papain í
ávextinum bæli niður kynhormónið
progesterone, en það er nauðsyn-
legt til að undirbúa leg fyrir getn-
að og viðhalda þungun. Hann seg-
ir ástæðuna geta verið þá að papa-
in, sem stundum er notað til að
gera kjöt meyrt, geti brotið niður
himnur sem stuðla að þroska fóst-
urs.
í papaya er fjöldinn allur af fræj-
um og samkvæmt alþýðutrú eru
fræin mjög góð við hægðatregðu..
Hægt er að borða þau eintóm eða
til dæmis blanda saman við AB-
mjólk eða súrmjólk.
í Stóru matreiðslubók Iðunnar
kemur meðal annars fram að
óþroskað papaya sé notað í krydd-
mauk, sultur og hlaup. Einnig að
hægt sé að sjóða það svipað og
um grænmeti væri að ræða. Þetta
er hitaeiningasnauður ávöxtur. I
100 g eru aðeins 39 hitaeiningar.
Frá Hárprýði/Fataprýði
í tilefni þjóðhátíðarafmælis okkar bjóðum
við 19,44-19,94% afslátt af öllum fatnaði
vikuna 9.-16. júní.
Gleðilega hátíð!
Hár;x
ypryð
V y BOK
FATAPRYÐI
Bommmimi,
HÆO, SÍMI3234J
-w-----------W
Pöntunarsími
B.MAGNUSSON
HÓLSHRAUNI 2 ■ SlMI S28Í6 • HAFNARFIRÐI
Fallegir
varalitir og
tvöfaldur
spegill
með
g
S
Karamellu-
regn í
Hveragerði
TÍVOLÍ-húsið í Hveragerði hefur
nú fengið nýtt hlutverk. Á laugar-
dag verður opnað þar markaðs- og5
sýningarsvæði, þar sem settir verða
upp sölubásar á milli trjágróðurs
og göngustíga. Einnig er barnaleik-
völlur þar og sýningarsvæði fyrir
tjaldvagna, bíla og aðra sýningar-
gripi.
Methúsalem Þórisson hefur
umsjón með markaðstorginu og
segir hann að þar verði seld mat-
væli, heimilisiðnaður og ódýr fatn-
aður. „Við opnum formlega kl. 11
á laugardag. Skólalúðrasveitin og
þekktir harmonikkuleikarar spila
og svifdrekasýning býr til hið vin-
sæla karamelluregn.“