Morgunblaðið - 09.06.1994, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Syngjandi
hljóðfæri
Þrír einsöngvarar taka þátt í fmmflutningi Kamm-
ersveitar Reykjavíkur á Tímanum og vatninu.
Bergþór Pálsson og Marta Halldórsdóttir segja
frá kynnum sínum af nútímatónlist og klassískri.
síðast, vegna þess að það er svo
mikil vinna að læra verkið tækni-
íega.“
En þótt Marta eigi ekki langan
feril sem söngkona — kom heim
frá námi í Þýskalandi síðastliðið
haust — hefur hún orðið þó nokkra
þjálfun í flutningi nútímaverka.
„Ég hef sungið í kammerkórnum
Hljómeyki,“ segir hún, „og gert
mjög mikið af því að frumflytja
ísíensk verk. Mér finnst mjög gam-
an að syngja nútímatónlist og svo
finnst mér mikill kostur að vera í
beinu sambandi við tónskáldið. Það
gefur meira frelsi, því við frum-
flutning er verið að móta útkom-
una endanlega. Það er enginn sem
hefur ófrávíkjanlegar fyrirfram
hugmyndir um hvernig þetta á að
vera. Þótt þetta sé tæknilega erfitt
er engin forskrift.
Marta Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og Bergþór Pálsson.
AÐ ER ekki laust við að
maöur fyllist eftirvænt-
ingu þegar fréttist að
frumflutt verði næstum
þriggja tíma tónverk eft-
ir íslenskt tónskáld. Á
landi, þar sem forgangsröð út-
gjalda úr sameiginlegum sjóðum
er síður en svo listum í hag, er
vaninn að tónverk séu stutt —
þótt það sé ekki nema bara til
þess að flutningur þeirra kosti
sama sem ekki neitt.
Eitt af því sem hæst ber á Lista-
hátíð að þessu sinni er án efa
„Tíminn og vatnið“ eftir Atla
Heimi Sveinsson, sem nú er verið
að æfa í Langholtskirkju og þegar
blaðamann Morgunblaðsins bar
þar að garði fyrr í vikunni sat
stjómandinn Paul Zukofsky með
sín aldeilis ótrúlegu tóneyru og fín-
pússaði lokakafla verksins.
Hún var hreint ótrúleg, fegurðin
sem streymdi frá því ólíklega safni
af hljóðfærum sem verkið er skrif-
að fyrir; píanó, fiðlur, sembal, org-
el, harmónikkur, gítarar, saxó-
fónn, flauta, slagverk af öllu tagi,
kór, sópran, kontratenór, baritón
og margt, margt fleira. Hvert
hljóðfæri hefur sitt stef, sinn tón;
einfaldleikinn eins tær og í hinu
fallega lagi Atla „Snert hörpu
mína“. Svo syngja öll hljóðfærin
saman og hljómkviðan, eða öllu
heldur myndin, sem birtist er eins
og lofgjörð til allrar tónlistar í
heiminum; frönsk kaffihúsa-
stemmning, austurlensk blæbrigði,
suður-amerískur andvari, trúarleg
upphafning og allt er bundið sam-
an á hárnákvæmri taktsetningu,
sem gerir flókna myndina skýra.
í flutningi Kammersveitarinnar
eru þrír einsöngvarar, Marta Hall-
dórsdóttir, sópran, Sverrir Guð-
jónsson, kontratenór, og Bergþór
Pálsson, barítón, og það er ljóst
að verkið er mikil þrekraun fyrir
þau, þó einkum fyrir hina ungu
Mörtu og óperusöngvarann Berg-
þór, sem ekki hefur sungið mikið
af nútímatónlist til þessa.
Bergþór Pálsson:
Litir og stemmningar
„„Konseptið" í nútímatónlist
byggist á allt öðrum hlutum en í
óperum eða klassískri tónlist,“ seg-
ir Bergþór. „Nútímatónlistin bygg-
ist fremur á litum og stemmning-
um og þetta er bæði ögrandi og
skemmtilegt verkefni. Ég hef að-
eins einu sinni sungið í nútíma-
verki. Það var úti í Bandaríkjunum,
þar sem ég söng hlutverk Vladim-
irs í Beðið eftir Godot. Það var
mjög erfitt hiutverk, eiginlega erf-
iðara en flutningurinn á Tímanum
og vatninu, vegna þess að þar
þurfti ég að læra hlutverkið utan
að, bæði textann og tónlistina.“
- Hver er mesti munurinn á því
að syngja nútímatónlist og klass-
íska?
„í þessu verki hefur maður ekki
neina tilfinningu fyrir grunntóni.
Það er ekkert þemastef til leið-
sagnar. Hins vegar er ákveðinn
litur og uppbygging í hveijum
kafla; eins konar ritmísk uppbygg-
ing sem er einkennandi fyrir kafl-
ann. Það er aldrei tilfinning fyrir
því að maður sé í ákveðinni tónteg-
und sem veitir þá tilfinningu þegar
maður syngur þann tón, sé maður
kominn heim. Verk eins og þetta
krefst því gífurlegrar einbeitingar,
einkum vegna þess að það er eng-
inn stuðningur frá hljóðfærunum.
Það er ofsalega gaman að takast
á við þetta verk og þegar allt er
komið heim og saman er það mjög
spennandi.
En þótt tónmálið sé allt annað
en ég á að venjast, snýst verkið í
grunninn um fólk sem er að tjá
tilfinningar. Það gefur verkinu
mjög skemmtileg og altæk blæ-
brigði. Svo eru tveir þættir sem
ég syng, sem eru mjög lýrískir og
fallegir og hreint ekkert skyldir
þeirri nútímatónlist sem fólk virð-
ist óttast. Annars held ég að ekk-
ert þurfi að óttast í þessu verki.
Grundvöllurinn er mannlegar til-
finningar — og þær hafa allir, ekki
satt?“
Marta Halldórsdóttir:
Raddir eins og hljóðfæri
Það mæðir mikið á Mörtu Hall-
dórsdóttur, hinni ungu sópransöng-
konu, þessa dagana. í gærkvöldi
tók hún þátt í flutningi á 9. sinfón-
íu Beethovens og verða þeir tón-
leikar endurteknir í kvöld. „Þegar
maður stillir sig inn á að þetta
verði annasamur tími, er eins og
hlutirnir gerist átakalaust," segir
Marta, aðspurð um hvort þetta sé
ekki mikið álag á röddina.
„Ég var búin að skipuleggja vik-
una fyrir löngu þannig að ég þyrfti
ekkert að koma heim til mín þessa
dagana, svo ég þarf ekki að hafa
áhyggjur af því hvernig allt gengur
án mín. Það gerir herslumuninn.
Þetta eru tvö mjög krefjandi verk-
efni og skemmtileg, svo það er
ekki eins og ég sé að hanga yfir
engu.“
- En eru þau ekki ólík?
„Nei, ekki raddlega séð. Beet-
hoven er dálítið hátt skrifaður fyr-
ir sópran. J>að er Atli líka, þannig
að það fer ágætlega saman að æfa
þessi tvö verk.
Verk Atla er hins vegar þannig
að maður þarf að byrja á því að
læra sína rödd, þangað til maður
kann hana eins vel og Atti katti
nóa, aftur á bak og áfram. Þá
þarf að læra öll hin hljóðfærin, sem
hvolfast yfir mann þegar komið
er á samæfingu. Svo er það text-
inn. Hann er svo flókinn að maður
á fullt í fangi með að læra strúkt-
úr verksins; hvar og hvenær maður
á að koma inn og hitta þar á rétta
tóninn. Innihaldið kemur eiginlega
Atli leikur sér mikið að því að
skrifa fyrir raddir eins og þær séu
eitthvað allt annað, til dæmis
flauta. Hann notar raddir eins og
hljóðfæri í Tímanum og vatninu.
Það eru margir mjög lýrískri kaflar
í verkinu, sem verða ekkert svo
augljósir fyrr en allt kemur heim
og saman. Þessa dagana erum við
að kynnast þeim grunntóni sem í
verkinu er og það er mjög spenn-
andi, því hingað til hef ég verið
svo upptekin af því einangraða
hljóðfæri sem ég syng.“
Áður en Marta byijaði að æfa
í þeim tveimur verkum sem hún
syngur þessa vikuna, var hún á
Akureyri, þar sem hún söng í
Operudraugnum. Hún hefur einnig
tekið þátt í flutningi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands á „Sjö orðum
Krists á krossinum og „Máríuvís-
um“ eftir Hróðmar Sigurbjörnsson.
Eftir að lokið verður upptöku á
tónverkinu Tímanum og vatninu
seinni hluta mánaðarins, ætlar hún
að taka sér frí, en byijar þá að
æfa í allsérstæðu stykki. Það er
brúðuleiksýnig, sem Reykjavíkur-
borg hefur ákveðið að kaupa til
að sýna sex ára börnum. Messíana
Tómasdóttir gerir brúður og bún-
inga, Hjálmar H. Ragnarsson sem-
ur tónlistina og ásamt Mörtu syng-
ur Sverrir Guðjónsson í þeirri sýn-
ingu. Hljóðfæraleikarar verða Kol-
beinn Bjarnason, flautuleikari og
Guðrún Óskarsdóttir, semballeik-
ari.
SIEMENS
NY ÞVOTTAVEL A NYJU VERÐI!
• 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott,
mislitan þvott, straufrítt og ull
• Vinduhraði 500 - 800 sn./mín.
• Tekur mest 4,5 kg
• Sparnaðarhnappur (1/2)
• Hagkvæmnihnappur (e)
• Skolstöðvunarhnappur
• Sérstakt ullarkerfi
• íslenskir leiðarvísar
Og verðið er ótrúlega gott.
Siemens þvottavél á aðeins
kr. 59.430 stgr.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
Vfl/ír þú cndingu og gæði-
TónvaMnn í
þriðja sinn
Umsóknarfrestur rennur út um helgina
NÚ UM HELGINA rennur út
umsóknarfrestur til þátttöku í
Tónvakanum, tónlistarkeppni Rík-
isútvarpsins. Keppnin er sú þriðja
í röðinni auk þess að vera undanf-
ari í tónlistarkeppni Norðurlanda,
sem haldin verður næsta sumar.
Verður þeirri keppni útvarpað um
Norðurlönd og alla Evrópu í fyrsta
sinn.
Tónvakakeppni RÚV tekur mið
af Norðurlandakeppninni í þeim
skilningi að aldurstakmark er sett
á þátttöku söngvara, sem miðast
við 30 ára og yngri, en aldurstak-
mark hljóðfæraleikara er 25 ára
og yngri. Auk 250 þúsund króna
verðlauna kemur sigurvegarinn
fram með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands á tónleikum í haust. Einnig
verður unnið að gerð hljóðritunar
með söngvaranum eða hljóðfæra-
leikaranum sem sigrar með útgáfu
í huga.
„Hér er gullið tækifæri fyrir
unga tónlistarmenn og tónlistar-
nema,“ segir Guðmundur Emils-
son, tónlistarstjóri Ríkisútvarps-
ins, „tækifæri til að sýna hvað í
þeim býr og koma sér á framfæri
við umheiminn."
Umsóknarfrestur rennur út 12.
júní, en hvernig gengur að fá inn
umsóknir?
„Mér finnst eins og ungt tónlist-
arfólk hafi ekki tekið nægilega
vel við sér,“ segir Guðmundur.
„Kannski það átti sig ekki á þessu
einstaka tækifæri. Má líka vera
að það hafi í huga að þeir tveir
hljóðfæraleikarar, sem hlotið hafa
verðlaunin hingað til, era þau
Bryndís Halla Gylfadóttir og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson, sem eru
ívið eldri en aldurstakmarkið
kveður á um.
En ég vil hvetja ungt tónlistar-
fólk til að syngja eða leika inn á
nsældu og senda okkur upp í út-
varp. Þar verður opið í móttök-
unni alla helgina. Það eru ekki
gerðar neinar kröfur um gæði
hljóðritunarinnar sjálfrar. Hún
þarf bara að gefa lágmarks hug-
mynd um getu tónlistarmanns-
ins,“ sagði Guðmundur að lokum.
I
í
í
I
(
f
(
í
I
(
(
(
(
(
(
(
<
I
I
(