Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTIJDAGUR 9. JÚNÍ1994 23 AÐSENDAR GREINAR NÚ ERU nær 43 ár frá því að ég hóf rann- sóknir mínar á land- helgi íslands en sú rannsókn snerist upp í baráttu fyrir stækkaðri landhelgi. Upphaf þess máls var blaðagrein í Alþýðublaðinu 19. september 1951: „Landhelgin og fom réttur íslendinga". Kjami þeirra skrifa var að hinn fomi réttur okkar ætti að vera helsta vopnið í baráttu fyrir stækkaðri fisk- veiðilögsögu. Var mér í því efni minnisstæður málflutningur Jóns Sigurðssonar forseta varðandi fom- an rétt íslendinga, einkum ritdeilur Jóns Sigurðssonar og Juliusar Lars- ens lagaprófessors. Næstu áratugina ' fylgdi hver greinin annarri í dagblöðum og tíma- ritum, þar sem með rökum var m.a. bent á það sem betur mátti fara í baráttunni. Alls munu hafa birst eftir mig um 70 greinar um land- helgismálið. Stundum var baráttan á tæpu vaði. Sérstaklega þótti mér málinu stefnt í tvísýnu, þegar á al- þjóðafundinum í Genf 1958 munaði aðeins einu atkvæði að 12 sjómflna landhelgi eða efnahagslögsaga yrði viðtekin sem alþjóðaiög. Virtist, sem látið yrði við 12 sjó- mílna landhelgina sitja. Su afstaða þáverandi ríkisstjómar var óbeint staðfest, þegar ráðunautur hennar í landhelgismálum flutti, hinn 30. nóvember 1970, erindi á vegum Stúdentafélags Reykja- víkur um landhelgis- málið. Kjarni erindisins var að 12 sjómílna land- helgin væri það lengsta, sem komist yrði í mál- inu og við það stæði. Viðbrögð mín við þessari afstöðu til land- helgismálsins vom þau, að herða á baráttunni fyrir útfærslunni í 50 sjómílur. í framhaldi af því urðu veruleg þátta- skil í málinu. 50 sjó- mílna landhelgi varð að aðalbaráttumáli Al- þingiskosninganna 1971. Hinn forni réttur hafði verið vakinn til lífs. íslendingar vom eina þjóðin, sem gat stuðst við slíka sérstöðu. Að tilhlutan flokka þeirra, sem gert höfðu 50 sjómflna landhelgina að aðalkosningamálinu, var fískveiði- lögsagan því næst færð út í 50 sjóm- ílur. Síðar kom fram krafan um 200 sjómílur og varð að veruleika. Sá böggull fylgdi því skammrifi að fljót- lega fóru aðrar þjóðir að fordæmi okkar og við það glötuðum við sér- stöðu okkar og misstum verðmæt mið t.d. við Grænland. Nú er svo komið, að sérstaða okk- ar virðist vera gleymd og grafin. Því hefur heyrst fleygt erlendis að íslenskir fiskimenn eigi hvorki rétt til fiskveiða í Smugunni né Barents- hafi, en sú kenning fær ekki stað- ist. Svar við þessu hlýtur að vera m.a. að skírskota til tilskipana Krist- jáns IV frá 17. öld, um víðáttu fisk- Viðbrögð mín urðu þau að herða á baráttunni fyrir 50 sjómílum, segir Gunnlaugur Þórðar- son, og bætir við að í framhaldi af því hafí orðið veruleg þáttaskil í málinu. veiðilögsögunnar, sem dönsk stjóm- völd hömpuðu í milliríkjabréfaskipt- um til styrktar málstað íslensku þjóðarinnar. Þar var lögð áhersla á, að tilvera íslensku þjóðarinnar byggðist á réttindum til að geta ein stundað fiskveiðar á miklu víðáttu- meiri ■ landhelgi en aðrar þjóðir byggju við. Til þessara gagna er vitnað í doktorsritgerð minni. Aftur á móti skorti mig þá bæði skotsilfur og tíma til þess að rannsaka betur gögn í dönskum skjalasöfnum sem skyldi. Á sínum tíma var það ætlun mín að veija doktorsritgerð mína um 50 sjómflna fiskveiðilandhelgi, áður en fjögurra sjómflna landhelgin yrði sett. Það munaði aðeins örfáum dögum að mér tækist það í París í maí 1952. Þótt langt sé um liðið er full ástæða til, að þessi hlið mála verði athuguð nánar með hliðsjón af því hve þrengt hefur verið að íslensku þjóðinni vegna hinnar glötuðu sér- stöðu, þegar nú allar þjóðir gera kröfu til 200 sjómflna víðáttu. Öllum rökum ber að beita. Því skyldum við ekki kreíjast þess, að hin sögulega og foma sérstaða okkar í landhelgis- málum verði virt og metin á nýjan hátt á alþjóðasviði? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Eftirþankar um landhelgismálið Gunnlaugur Þórðarson í hjarta bæjarins liafa opnað saman Fótaaðgerða- og snyrtistofan Agiísla og hárgreiðslustofan Hjá Guðrúnu Hrönn. Þar býðst nú á cinum stað fyrsta íloLLs alliliða }>jónusta í hárgreiðslu og snyrtingu. 10% afsláUur af pcrtnancnti, strfpunt og litun til 17. júní ÍHÁKGREIÐ6IDSTOFA Hafnarstræti 5 • Sími 61 46 40 fOIAAÐRfRBA OG SIUVRTISTOr AK Hafnarstrœti 5 • Sími 2 90 70 Sérhœfðar stofur f brúðargreiðslum og brúðarförðun Nýjungar í Jagforðun og pcnnancn t-liðu n. 10% afslátíur af silbinöglutn og ancllits- baði til 17. jútxf Aðstaðan á gististöðum Benidorm er til mikiliar fyrirmyndar -trá Levante Club hinu vinsæla íbúðarhóteli. Einn farþegi okkar á Hvítu ströndinni komst svo að orði: „Hamin?jan er hvít!“ Benidorm á Hvítu ströndinni á austurströnd Spánar er eftirlæti íslenskra sóldýrkenda og það ekki að ástæðulausu: @ Silkimjúk, hvít sandströnd O Gullfallegt umhverfi og einstök veðurblíða ® Framúrskarandi gististaðir ® Fjölskrúðugt skemmtanalíf ® Aragrúi verslana og veitingastaða ® Siglingar O Sjóskíði ® Seglbretti ® Skoðunarferðir ® Útimarkaðir ® Vatnsleikjagarður © Grillveislur og óvænt uppátæki íslensku fararstjóranna. íbúðargistingin sniðin að þörfum alira - líka knattspyrnuáhugamanna! Levante Club er mjög gott íbúðarhótel þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Groenlandia er nýtt íbúðarhótel rétt hjá strandgötunni. ATH: Sjónvarp er í hverri íbúð þannig að knattspyrnuáhugamenn geta fylgst með HM! Staðgreiðsluverð frá: .320 kr. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, islensk fararstjórn, skattar og gjöld. Sami/iniiiiferðir-Laiiilsýii Reykjavík: Austurstraeti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandslerðir S. 91 - 69 10 70 • Simbrót 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Söflu við Hagatoro • S. 91 - 62 22 77 • Slmbról 91 • 62 24 60 Hatnartjðrður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 6511 55 * Simbréf 91 - 655355 Kellavfk: HafnarQötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 -13 490 Akrane*: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akarayrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Slmbróf 96 -1 10 35 Vattmaimaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbróf 98 -1 27 92 V|S / QISQH VIJAH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.