Morgunblaðið - 09.06.1994, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
í tilefni 50 ára lýðveldisaimælisins gefur Morgunblaðið út sérstakt lýðveldisblað
á þjóðhátíðardaginn, 17. júní nk.
Blaðið verður sérprentað og látið fýlgja með Morgunblaðinu þennan hátíðisdag.
Auglýsendum gefst kostur á að auglýsa í blaðinu og bendum við á þann möguleika að
koma kveðjum frá fyrirtækjum til þjóðarinnar í tilefni 50 ára afmælisins.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessari sérstöku útgáfu, er bent á að tekið er við
auglýsingapöntunum til kl. 17.00 í dag, fímmtudaginn 9. júní.
Nánari upplýsingar veita Agnes Erhngsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína
Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 691111 eða símbréfí 691110.
JlfawgptiiMaMfr
- kjarni málsins!
AÐSENDAR GREINAR
Boðið til
vinafagnaðar
A
Opið bréf til Magnúsar Arna Magnús-
sonar, formanns ungra jafnaðarmanna
Og
Jón Daníelsson
Blab allra landsmanna!
- kjarni málsins!
GÓÐI kunningi
gamli starfsfélagi.
Ég heyrði frá því
sagt í fréttum að þú
og félagar þínir í ungl-
iðahreyfingunni hefð-
uð ályktað að við ís-
lendingar eigum tafar-
laust að sækja um að-
ild að Evrópusam-
bandinu. Ég get eigin-
lega ekki stillt mig um
að senda þér línu af
þessu tilefni að ekki
sé nú talað um þegar
það bætist við að horf-
ur eru á að þessi af-
staða ykkar verði til
þess að þið hættið unnvörpum við
að kjósa hana Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í formannskjöri.
Einhvern veginn hef ég á tilfinn-
ingunni að þið hafið svikist um að
lesa undir Islandssögutímana í
skóla. Við höfum nefnilega einu
sinni áður gengið í Evrópusam-
band. Við gengum í Noregsbanda-
lagið árið 1262. Noregsbandalagið
varð svo að Norðurlandabandalagi
og að lokum sátum við uppi í
danska heimsveldinu. Reynslan af
þessari Evrópusambandsaðild okk-
ar varð ekkert afskaplega góð.
Reyndar varð hún frekar slæm,
jafnvel afskaplega slæm. Eftir að
menn fóru að gera sér grein fyrir
að betra væri fyrir okkur að standa
utan þessa Evrópusambands, tók
það þjóðina hundrað ár að losna.
Það vill svo kaldhæðnislega til að
einmitt í ár skulum við vera að
halda upp á hálfrar aldar afmæli
þess frelsis og sjálfstæðis sem er
SIEMENS
HM1994USA
orðið ykkur svona
þungbært.
Að vísu eru nokkuð
aðrir tímar núna og
kannski hristir þú bara
hausinn yfir svona rök-
semdum og hugsar
með þér að nú sé ég
endanlega genginn af
göflunum. En jafnvel
þótt við minnumst ekki
einu orði á aðildina að
gamla Evrópusam-
bandinu, sýnist mér
einhvern veginn að það
geti nú að minnsta
kosti orkað tvimælis
að ganga í Evrópusam-
bánd nútímans. Ég ætla ekki að
fara að tína hér fram röksemdirnar
gegn aðiid enda er ég viss um þú
þekkir þær flestar. Mig langar hins
vegar til að segja þér að ég er svo
sem búinn að vera að velta þessu
máli fyrir mér í nokkur ár en þyk-
ist samt ekki vera búinn að hugsa
það alveg til enda. Að minnsta
kosti hef ég ekki enn komist að
þeirri niðurstöðu að við eigum strax
að sækja um.
En þótt þú sért svona miklu fljót-
ari að hugsa en ég langar mig samt
til að benda þér á það að Jóhanna
Sigurðardóttir hefur svo sem ekki
beinlínis lýst því yfir að hún sé
ákveðið á móti aðild að Evrópusam-
bandinu. Ég hef að minnsta kosti
skilið yfirlýsingar hennar þannig
að hána langi til að fá að hugsa
sig pínulítið um áður en hún tekur
ákvörðun fyrir sitt leytí. Ég hef
fyrir mína parta alltaf átt erfitt
með að hafa mikið á móti fólki
fyrir þ'að að vilja fá að hugsa. Mér
hefur nefnilega alltaf fundist það
svo ósköp skynsamlegt að hugsa.
Af kynnum mínum af ungum
jafnaðarmönnum hefur mér yfir-
leitt fundist að þeir ættu sér hug-
sjónir um jafnrétti og velferð í þjóð-
félaginu. Þetta finnast mér fallegar
hugsjónir enda er ég ekki frá því
að þær blundi enn einhvers staðar
innra með mér sjálfum. Af einhveij-
um ástæðum hef ég líka dregið þá
ályktun að Jóhanna Sigurðardóttir
Viljir þú endingu og