Morgunblaðið - 09.06.1994, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Höfum til afgreiðslu til fyrirtækja, félagasamtaka og
leyfishafa sölutjalda álblöðrur fyrir helíum með
50 ára afmælismerki þjóðhátíðar í fullum litum.
cc
cc
o
ÁSRÚN
Heildverslun
Sími: 81 10 95 - 6810 39 - 64 36 31
ÞJÓÐH ÁTÍÐARBLÖÐRUR
Ósanníndum sjálf-
stæðismanna svarað
SVO BAR við í nýafstaðinni
kosningabaráttu að sjálfstæðis-
menn upphófu hina hatrömmustu
óhróðursherferð og ósannindi á
hendur því fólki sem fór með stjóm
Reykjavíkurborgar árin 1978-82.
Á þessum ámm höfðu fulltrúar
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags
og Framsóknarflokks meirihluta í
borgarstjóm Reykjavíkur.
Sem dæmi um málflutninginn
sagði Ámi Sigfússon á kappræðu-
fundi í sjónvarpinu að það eina sem
meirihlutinn á þessum ámm hefði
gert hefði verið að auka álögur á
borgarbúa. Þar sagði hann einnig
að oddvitar meirihlutans hefðu
lýst yfir að tilraunin hefði mistek-
ist og yrði ekki reynd aftur. Vitan-
lega em þessi ummæli algjört mgl.
Annar málflutningur um þetta
tímabil hjá einstökum frambjóð-
;endum bæði í ræðu og riti var
ámóta íjarstæðukenndur. Allt var
rangfært. Þetta tímabil er nú orð-
ið dálítið fjarlægt í tímanum og
fékk að mestu að vera í friði í
kosningunum 1986 og 1990. Eng-
ir þeirra sem skipuðu meirihlutann
1978-82 vom í forystusveit
Reykjavíkurlistans núna. Það fólk
gat því illa komið vömum við og
leiðrétt rangfærslumar sem slengt
var fram án rökstuðnings. Hér
verður gerð tilraun til að bæta þar
úr og leiða fram það sem rétt og
satt er í þessu máli.
Samstarfið í meirihlutanum
Flokkamir þrír sem mynduðu
meirihlutann 1978 gengu ekki
sameinaðir til kosninga heldur
hver í sínu lagi. Þeirra fyrsta verk
eftir að meirihlutinn lá fyrir var
því að koma sér saman um mál-
efnasamning. Eitthvað svipað og
nú er að gerast þessa dagana í
fjölmörgum sveitarfélögum lands-
NÝTT!
NYTT!
Fyrir upprennandi
körfuboltastjörnur
Höfum ti! sölu hinar þekktu
„Supershot" körfur.
Tilvaldar í sumarbústaðinn,
út í garð eða hvar sem er.
Verð aðeins
kr. 9.900 m/vsk.
Flokkamir þrír, sem
mynduðu meirihlutann
1978, segir Krislján
Benediktsson, gengu
ekki sameinaðir til
kosninga heldur hver í
sínu lagi.
ins. Það var hvorki fum né fálm
við þau vinnubrögð heldur gengið
hreint til verks. Algjört samkomu-
lag var milli flokkanna um skipan
í starfsnefndir og stjórnunarstörf
í borgarráði og borgarstjóm. Þrátt
fyrir skamman tíma tókst svo vel
til í upphafí að ekki þurfti að gera
breytingu á þeirri skipan út kjör-
tímabilið. Það er meira en sagt
verður um hið „samhenta" lið hjá
Sjálfstæðisflokknum, þegar skipt
hefur verið um borgarstjóra tvisv-
ar og þrisvar á kjörtímabili. Hvað
þá minni spámenn,- Þvi er haldið
fram að mikil óeining hafí verið
innan meirihlutans á þessum
árum. Það er ekki rét þegar á
heildina er litið. Það sem gerðist
var að einn borgarfulltrúi meiri-
hlutans var ekki samstiga í tveim-
ur mikilvægum málum þannig að
þau náðu ekki fram að ganga.
Úr þessum ágreiningi var mun
meira gert en efni stóðu til. Algjör
samstaða náðist öll árin um gerð
fjárhagsáætlunar og fram-
kvæmdaáætlun sem vitanlega
skipti mestu máli. Stjórnarand-
staða sjálfstæðismanna á þessu
tímabili var gjörsam-
lega máttlaus. Tillög-
ur þeirra má telja á
fíngrum annarrar
handar. Þeir virtust
gjörsamlega hug-
myndasnauðir þegar
þeir höfðu ekki lengur
embættismennina til
að semja fyrir sig til-
lögur og greinargerð-
ir. Þeir kunnu einfald-
lega ekki að vera í
minnihluta. Oddviti
minnihlutans á þess-
um tíma var enginn
annar en núverandi
forsætisráðherra,
Davíð Oddsson. Hann
notaði tækifærið sunnudaginn eft-
ir kjördag, sjálfsagt svekktur og
reiður eftir ósigurinn, að vera með
skítkast út í meirihlutann
1978-82. Sagðist hann oft hafa
skemmt sér við vitleysur og vand-
ræðagang meirihlutans á þessum
árum. Menn ættu ekki að kasta
skít úr glerhúsi fremur en steinum.
Sumar ræður Davíðs Oddssonar
frá þessum tíma bera það a.m.k.
með sér að honum hafí ekki alltaf
verið hlátur í huga.
Sú mynd sem dregin var upp
af störfum þeirra sem stjómuðu
borginni árin 1978-82 nú fyrir
kosningarnar var búin til í þeim
'tilgangi að reyna að hræða fólk
frá stuðningi við Reykjavíkurlist-
ann. Sú tilraun tókst ekki sem
betur fór og er þeim til skammar
sem að henni stóðu.
Kosningabaráttan fyrir borgar-
stjómarkosningamar 1982 snerist
ekki um dugleysi eða glundroða
hjá meirihlutanum. Hún snerist
um framkvæmdir sem stóð til að
ráðast í.
Samstarfið við borgarstjóra
Samstarfíð við borgarstjóra,
Egil Skúla Ingibergsson, var að
mínum dómi mjög gott á ámnum
1978—82. Ekki vissi ég annað en
hann hefði verið ánægður í því
starfí og vel getað hugsað sér að
gegna því áfram ef sami meiri-
hluti héldist. Þannig gerði Fram-
sóknarflokkurinn það
að kosningamáli 1982
að Egill Skúli yrði
áfram borgarstjóri ef
meirihlutinn héldi velli
í kosningunum. Inn-
legg hans í kosninga-
baráttuna nú fáum
dögum fyrir kosningar
olli vissulega von-
brigðum og sárindum
hjá okkur sem á sínum
tíma störfuðum með
honum. Einnig hjá því
fólki í borginni sem
ekki vill beygja sig
undir ofurvald Sjálf-
stæðisflokksins og leit
á Egil Skúla sem tákn
þess tímabils þegar þetta ofurvald
var brotið á bak aftur. Vitanlega
er það einkamál Egils Skúla að
styðja Árna Sigfússon sem borgar-
stjóra og lofa hann og prísa í
Morgunblaðinu og annars staðar
að vild. Málið snýst ekki um það
heldur á þeirri túlkun Áma Sigfús-
sonar sem hann viðhafði í sjón-
varpskappræðum og einnig annars
staðar að stuðningur Egils Skúla
við sig byggðist á beiskri reynslu
hans frá borgarstjóraárunum í
samstarfí við þá flokka og það
fólk sem nú stæði að baki Reykja-
víkurlistanum. Raunar mátti lesa
svipað út úr grein Davíðs Oddsson-
ar í Morgunblaðinu 28. maí sl. á
kosningadaginn. Aðrir minni spá-
menn tönnluðust á þessu sama
síðustu dagana fyrir kosningamar.
Framhjá mér hefur farið hafí Eg-
ill Skúli mótmælt þessari túlkun
Áma Sigfússonar og annarra
þannig að hún stendur óhögguð í
vitund fólks.
Hitt hlýtur að koma upp í hug-
ann þegar váldsvið borgarstjóra
er skoðað bæði skv. lögum og sam-
þykktum borgarinnar hvort það
snertir ekki verksvið borgarstjóra
að einhveiju leyti þegar sjálf-
stæðismenn og málgögn þeirra
halda því fram að á kjörtímabilinu
1978-82 hafí ríkt „glundroði og
óstjórn" í málefnum borgarinnar.
Höfundur erfv. borgarfulltrúi.
Kristján
Benediktsson
Heildverslun
Alberts Guðmundssonar,
Grundarstíg 12,
121 Reykjavík.
Upplýsingar
í síma 20222.
eftir Atla Heimi Sveinsson
við Ijóð Steins Steinarrs. Frumflutningur.
Kammersveit Reykjavíkur, kór og einsöngvarar Marta G.
Halldórsdóttir, Bergþór Pálsson og Sverrir Guðjónsson.
Stjórnandi: Paul Zukofsky
Langholtskirkja, sunnudaginn 12. juní kl. 20.00
Miðasala í íslensku óperunni sími 11475