Morgunblaðið - 09.06.1994, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
íslenska fánann í öndvegi
Ýmsar hugmyndir um íslenska fána
Enn er óútskýrt hvers vegna konungur ís-
lands stóð undir dönskum fána á alþingishá-
tíðinni 1930, segir Ólafur Asgeirsson, en
hann reifar hér sögu íslenska fánans.
Póst- og símafáni.
Hinn almenni þjóðfáni.
ÁÐUR hefur verið gerð grein
fyrir aðdraganda þess að ísiending-
ar völdu sér þjóðfána sinn og erfíðu
verkefni fánanefndarinnar sem
stóð andspænis því að
þurfa að hafna vinsæl-
um fána og finna ann-
an sem vel sæmdi þjóð-
inni. í starfi vann
nefndin markvisst og
gerði nánast vísinda-
lega greinargerð um
fána, sögu þeirra og
notkun almennt.
Nefndin ákvað sömu-
leiðis að leita til al-
mennings og freista
'd>ess að fá tij umfjöllun-
ar margar óskyldar til-
lögur að nýjum fána. I
janúarmánuði 1914
birtist svohljóðandi
auglýsing í blöðunum:
„Þeir sem hafa hug á
að senda fánanefndinni tillögur um
gerð íslenska fánans eru beðnir að
koma tillögum sínum til nefndar-
innar fyrir marsmánaðarlok og
senda þær formanni nefndarinnar
Guðmundi Björnssyni landlækni,
Amtmannsstíg 1, Reykjavík.“ Und-
irtektir voru góðar og er áhugavert
að rifja upp nokkrar þær tillögur
sem bárust nefndinni
en þær voru alls 46
talsins, lagðar fram af
35 aðilum.
Tollgæslufáni.
Eins o g vænta mátti L voru tillögur um l^i 1/»>OC!OT01V1 0 110 h '11>_ Ríkisfáninn. ■
KrOSbidlia ðO. /illb Ual" ust 19 tillögur um |1 fána hvítan og bláan, || flestar gerðu ráð fyrir || fána með hvítum f
11 krössi á bláum feldi, 11 en tvær vora um hvít- ■ an fána með bláum -# v-
Ólafur
Ásgeirsson
krossi. Alls bárust 13
tillögur um krossfána
sem var eins að gerð
og sá fáni sem valinn
var, ein tillaga um
grænan fáDa með
hvítum krossi og ein tillaga um
rauðan fána með svörtum krossi
og hvítum krossi innan í svarta
krossinum. Aðrar tillögur voru um
fána sem voru annarrar gerðar en
•aSO
•Ífé-O
I
Grensásvegi 50
- sími 885566
Ný hárgreiðslustofa
Bjóðum upp á alla almenna þjónustu í hári f|þ
og förðun, í nýjum og glæsilegum
húsakynnum við Grensásveg 50
þjónustu fyrir brúðir. \
%/ Útskriftarnemar!
Útskriftin byrjar hjá Primadonnu.
m t/Noname ð
fi V fördunarnamskei
✓
- y °Pið á laU3lÍ°verd.
í sumar, sama
Afgreiðslutími:
q|| Mánud-miðvikud. 9-18
Fimmtud. 9-20
Föstud. 9-19
2ö" Laugard. 10-15
%
rrty
Hlökkum til að sjá ykkur!
| REDKEN 5EBASTIAN
Fáni forseta íslands.
krossfánar. Verður nú vikið að
þessum tillögum um þjóðfána
handa íslendingum.
Bjami Sæmundsson kennari í
Reykjavík lagði til að fáninn yrði
hvítur kross á bláum feldi með
stjörnu með hvítri stjörnu í efri
stangarreit. Þá bárust tillögur um
bláan fána með hvítum Þórshamri
og sams konar fána að öðru leyti
en því að stjörnu var komið fyrir
í efri stangarreit fánans. Munu
þessir fánar hafa litið út eins og
fáni Eimskipafélagsins, en hann er
hvítur með bláum Þórshamri. Sum-
ar tillögurnar báru og vott um
mikla litagleði. Fáni blár að ofan
með gylltri stjörnu og hvítur að
neðan var tillaga Þorsteins Jóns-
sonar á Akranesi, köflóttur fáni,
dökkblár, hvítur, rauður, grænn,
ljósblár. Þá barst tillaga frá manni
sem kailar sig Jón Norðlending um
bláan fána með hvítri stjömu. Jó-
hannes Kjarval gerði að tillögu
sinni að fáninn yrði blár með hvít-
um krossi, en afar margbrotinn.
Carl Jensen í Sounding Creek,
Alberta, Kanada, lagði til að ís-
lenski fáninn yrði hvít og blárön-
dóttur með danska fánann í efri
stangarreit. Vestfírðingar létu sitt
ekki eftir liggja og lögðu til að
fáninn yrði skásettur, blár og
grænn, en rauð rönd á milli efra
og neðra horns fánans. Verður því
®
hlaupaskór
Verð kr.
2.490,-
St. 36-47.
Sendum í póstkröfu.
5% staðgreiðsluafsláttur
»hummel^
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655
Morgunblaðið/Gói
Hinn íslenski konungsfáni.
með sanni sagt að áhugi almenn-
ings á fánamálinu var mikill bæði
innan landa og utan því nefndinni
bárast tillögur frá Kanada og Dan-
mörku.
Þjóðfáni fullvalda ríkis
Þegar sambandslögin gengu í
gildi 1. desember 1918 gengu í
gildi bráðabirgðalög þess efnis að
ekkert íslenskt skip mætti hafa
uppi annan fána en hinn íslenska.
Var þá gefinn út nýr konungsúr-
skurður um fánann og var hann í
öllu óbreyttur, en nýju ákvæði
bætt við um nýja gerð fánans, rík-
isfána, sem er að því leyti frábrugð-
inn hinum almenna fána að hann
er klofinn að framan, tjúgufáni og
eru ytri reitir hans tvöfalt lengri
en stangarreitirnir. Fyrst var flagg-
að með tjúgufána hins nýja íslenska
ríkis á hádegi sunnudaginn 1. des-
ember 1918, er hann var dreginn
að húni á fánastöng stjórnarráðs-
hússins. Um leið og fáninn var
dreginn upp var honum heilsað með
21 fallbyssuskoti frá varðskipinu
Islands Falk. Sérstakur konungsúr-
skurður um notkun ríkisfánans var
gefinn út 12. febrúar árið 1919.
Var þá gefínn út konungsúrskurður
um sérfána landssímans, stjörnu
með neistum út frá til allra hliða
silfurlit krýnd ylltri kórónu. Póst-
fáni var búinn silfraðu pósthorni
krýndu gylltri kórónu. Hinn 13.
janúar 1938 var gefinn úr sérstak-
ur konungsúrskurður um póst- og
símafána eftir sameiningu þessara
stofnana og var pósthornið samein-
að stjörnu símans svo sem enn tíðk-
ast. Merkið var silfurlitað krýnt
gylltri kórónu. Fáni hafnsögu-
manns er hinn almenni þjóðfáni
með hvítum jaðri umhverfis fánann
jafnbreiðum krossinum.
íslenskur konungsfáni
Stjórnarskrá konungsríkisins Is-
lands tók gildi 18. maí árið 1920
og þar með varð Kristján X kon-
ungur íslands og Danmerkur. Var
því tekið til við að huga að íslensk-
um konungsfána og var sérstakur
konungsúrskurður um fánann gef-
inn út 5. júlí þá um sumarið. Var
konungsfáni heiðblár en í honum
hvítur íslenskur fálki krýndur hinni
íslensku kórónu, þeirri sömu sem
getið er um hér að framan á sérfán-
um ríkisins. Var konungsfáni þessi
notaður er konungur kom til lands-
ins árið 1921 og var hann dreginn
að húni á skipi konungs er það kom
í landhelgi Islands og blakti yfir
bústað konungs í menntaskólanum
meðan hann dvaldi þar. Nokkurri
furðu gegnir að fáni þessi er nú
ekki lengur til og frummynd hans
hefur ekki fundist. Hann má þó sjá
á mynd af skipi konungs á skraut-
keri sem er í eigu Alþingis. Virðist
konungur ekki hafa notað fánann
við seinni heimsóknir sínar til ís-
lands og vekur sérstaka athygli að
konungur skuli ekki hafa látið
draga hinn íslenska konungsfána
sinn að húni er hann ávarpaði há-
tíðargesti á alþingishátíðinni 1930.
Er enn óútskýrt hvers vegna kon-
ungur íslands stóð þar undir sínum
danska fána. (Myndin af íslenska
konungsfánanum sem fylgir hér á
síðunni, er sérstaklega gerð sam-
kvæmt heimildum um útlit fánans.)
Hinn 9. apríl 1940 hernámu
Þjóðveijar Danmörku og daginn
eftir samþykkti Alþingi að fela
ríkisstjórninni meðferð konungs-
valds. Er styrjöldin dróst á langinn
var ákveðið að hverfa frá þeirri
ráðstöfun og 16. maí 1941 var
samþykkt sérstök þingsályktun um
að kjósa ríkisstjóra til eins árs í
senn. Lög um þetta efni voru síðan
samþykkt og staðfest 16. júní
1941. Daginn eftir, 17. júní 1941,
kaus Alþingi Svein Björnsson ríkis-
stjóra til eins árs. Var ríkisstjóri
endurkjörinn 1942 og 1943. Hinn
9. desember var gefinn út sérstak-
ur úrskurður um fána ríkisstjóra,
var hann tjúgufáninn og í honum
miðjum stórt gullið R á ferhyrndum
hvítum reit.
Sérfánar lýðveldisins
Við stofnun lýðveldis á íslandi
17. júní 1944 voru hin sýnilegu
tákn konungsríkisins felld úr sér-
fánunum, en að öðru leyti eru þeir
óbreyttir, með silfurlitu merki á
efri stangarreit, þó einfaldari að
gerð en var í öndverðu. Þá var
gerður nýr fáni handa forseta ís-
lands, sem er tjúgufáninn með
skjaldarmerki lýðveldisins í honum
miðjum á hvítum ferhyrndum reit.
Höfundur er þjóðskjalavörður,
aðstoðarskátahöfðingi og
formaður fánanefndar BÍS.
Tölvuþjálfun
Windows • Word • Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeiö þar sem þátttakendur kynnast
grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í framtíÖinnil
* Tölvuskóli íslands
Höfðabakka 9 • Sími 67 14 66