Morgunblaðið - 09.06.1994, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
HVAPEWJ
GEEA HéR
Ferdinand
Smáfólk
h'ou're úsing up
ALL THE 5UN
e/t
Færðu þig-... ég er að Ég kem ekki við þig. Þú notar alla sólina!
rfeyna að fá sólbrúnku.
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Máleraðlinni
Frá Hjálmari Þ. Guðjónssyni Blön-
dal ogJóhanni Davíð ísakssyni:
I.
MARGAR ógnir hafa steðjað að ís-
lenskri tungu frá fornu fari sakir
erlendra svo og annarra áhrifa og
virðist nú sem nýr skaðvaldur hafi
litið dagsins ljós. Syndaflóð nýyrða
er komið á það stig að grípa verður
í taumana hið snarasta svo varanleg-
ur skaði hljótist ekki af. Sýnt þykir
að umræðan um íslensk nýyrði hafí
opnað áhuga almennings á hinum
ýmsu gildum og möguleikum sem
íslenskan býr yfir, en sitt sýnist
hverjum. Hin fjölmörgu torskildu
nýyrði sem komið hafa fram hafa
án efa orkað tvímælis. Hversu langt
hyggjast íslenskufræðingar ganga í
torveldingu sinni á almennum skiln-
ingi íslenskrar tungu? Mál er að linni.
II.
Eitt er þjóðarbrot í fjallahéruðum
N-Spánar er Baskar nefnist. Tungu-
mál þessa þjóðarbrots er sérstætt og
gætir lítt í því áhrifa annarra tungu-
mála. Þetta sögufræga þjóðarbrot
hefur gjörsamlega einangrast og
stendur það jafnfætis forfeðrum fyr-
ir 1.000 árum í þjóðfélagslegum
þroska. Svo fer einnig um okkur .ef
ekki er haldið rétt á spöðunum.
Nauðsynlegt er að hvert tungumál
lagi sig að aðstæðum og taki við
nýjungum sem án efa streyma inn í
landið með tilurð opnunar Evrópu á
viðskipta- og menningarlegum
grundvelli. Tækninni fleygir nú fram
á hinum ólíkustu sviðum sem orsakar
eftirspurn eftir nýjum nöfnum á nýj-
um hlutum/tækjum. Má í þeim flokki
nefna farsíma, geislaspilara, af-
ruglara, ljósritunarvél o.fl. o.fl. ís-
lenskufræðingum hefur tekist að
finna fjölmörg nýyrði sem aðlagast
hafa íslenskunni á skömmum tíma
og heppnast vel. En í stórri verk-
smiðju leynast alltaf verksmiðjugall-
ar. Nægir að nefna orð eins og
víðóma (stereo), kvikmyndahús (bíó),
myndbandstæki (video), bjúgverpill
(boomerang), ballskák (billiard) og
síðast en ekki síst hin fjölmörgu
nýyrði um orðið telefax (símbréf,
símriti, myndbréf, myndriti). Reynd-
ar hafa íslenskufræðingar myndað
svo mörg nýyrði um orðið að vart
verður tölu á þau komið.
íslenskufræðingar hafa greinilega
ekkert betra að gera en að góna út
í loftið og mynda samheiti erlendra
og íslenskra orða er hafa skipað sér
fastan sess í íslensku máli. Þeim
væri nær að mynda orð sem tilfinn-
anlega vantar í íslenskt mál en eru
til í mörgum öðrum germönskum
tungumálum. Má þar helst nefna orð
eða orðasmbönd eins og „afi og
amma“ (þ. Grosseltem, e. grandpar-
ents), „ekki á morgun heldur hinn“
(þ. Öbérmorgen), og nánari greining
ættmenna, t.d. „böm systur minnar"
(þ. Nichte) o.fl. íslenskufræðingar
verða að leita úrlausna á þessu máli
hið snarasta.
Spekingarnir hafa reyndar ekki
setið auðum höndum heldur tekist
að mynda mörg ágætis nýyrði, t.d.
á íþróttum: ruðningur (rugby),
hafnabolti (baseball), keila (bowling)
o.fl. Hvað heitir golf á íslensku?
Það vakti undrun okkar, undirrit-
aðra, er þáttur um íslenskt mál var
sýndur í sjónvarpinu nýverið, þegar
starfsmaður Málræktarnefndar hafði
tekið upp á því ódæði að mynda
nýyrði um rótgróna orðið púsluspii.
Þetta vildi hann kalla „stykkjaþraut"
og ætti fólk því að „stykkja" en ekki
að púsla! Sama var uppi á teningnum
þegar einhver íslenskufræðingurinn
vildi láta kalla sturtu „steypibað" og
geisladisk „geislaplötu" og bæri því
að kalla hana „GP“ sbr. enska orðið
„compact disc = CD“. Þetta ér án
efa stöðnun hjá spekingunum. Það
kallast ekki lengur lýðræði þegar
nefnd fimm manna fær öllu ráðið
varðandi myndun nýrra orða en hug-
myndir almennings virtar að vettugi.
III.
Með þessum skrifum viljum við,
undirritaðir, vekja athygli á þeirri
stöðnun er átt hefur sér stað í hug-
myndaflugi gagnvart myndun nýrra
orða í íslensku máli. Jafnframt er
brýnt að almenningur geri sér grein
fyrir því að tunga vor er ekki eign
fárra heldur arfur sem hlúa ber að.
HJÁLMAR Þ. GUÐJÓNSSON
BLÖNDAL,
nemi í MR og framkvæmdastjóri
listasamtakanna Giggg sf.
JÓHANN DAVÍÐ ÍSAKSSON,
nemi í MR.
í tilefni 17.júní
Frá Baldri Pálmasyni:
STUTT er til þjóðhátíðardags, sem
er markverðari i ár heldur en oftast
fyrr. Æði oft vill brenna við á þessum
árstíma að talað sé um að hitt eða
þetta gerist á 17. júní. Er þó marg-
sinnis á liðinni tíð búið að fínna að
hinni óþörfu og leiðu notkun forsetn-
ingar á þessum stað, enda þótt ná-
lægar þjóðir viðhafi sambærilegt orð.
Þetta verður okkur ljóst, ef við hugs-
um málið. Sé maður spurður, hvenær
hann er fæddur, svarar hann hik-
laust 1. júní, aldrei á 1. júní. Hinsveg-
ar á forsetningin við, þegar talað er
um að þetta eða hitt gerist á þjóðhá-
tíðardaginn, rétt eins og við segjum
á morgun, á jólum, á sumardaginn
fyrsta.
Annarrar meinloku er farið að
gæta varðandi 17. júní, og þarf að
koma henni fyrir kattarnef líka. Far-
ið er að kalla daginn sautjándann.
Aðeins einn dagur ársins hefur þá
sérstöðu að bætt er ákveðnum greini
við raðtöluna, svo að úr verður ígildi
nafnorðs. Það er þrettándi dagur jóla,
þrettándinn. Þarna er gömul málhefð
og á við endadægur jóla, 6. janúar,
en ekki mánaðardag. Ef nýju aðferð-
inni yrði beitt, ættum við að segja
„á sjöttanum"! Líkar einhveijum það?
BALDURPÁLMASON,
Vesturbrún 31, Reykjavík.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
tem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.