Morgunblaðið - 09.06.1994, Side 41

Morgunblaðið - 09.06.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ____________ BRÉF TIL BLAÐSINS Erfiðir kostir í Evrópumálum Frá Krístni Þorsteinssyni: ALLT útlit er nú fyrir að grann- þjóðir okkar gangi í Evrópusam- bandið í lok þessa árs. Við íslend- ingar lokuðum lengi augunum fyr- ir þessari þróun og virðumst hafa vonað að viðræður Finnlands, Noregs og Svíþjóðar við Evrópu- sambandið myndu renna út í sandinn. Sú varð ekki raunin og við horfumst nú í augu við þá stað- reynd að Evrópska efnahagssvæð- ið kemur til með að þarfnast gagn- gerðra breytinga eftir að hafa aðeins verið í gildi í rúmt ár. Enn fremur verðum við að sætta okkur við að framtíð norrænnar sam- vinnu verður innan Evrópusam- bandsins og allar líkur á að áhrif okkar verði lítil sem engin í því samstarfi við óbreyttar aðstæður. Erfiðir kostir Nú hljóta að standa fyrir dyrum viðræður við Evrópusambandið um framtíð samskipta okkar við ESB. Árni Vilhjámsson starfsmað- ur hjá ESA (EFTA Surveillance Authority) benti réttilega á í grein á viðskiptasíðu Morgunblaðsins fyrir nokkru að íslendingar verða að horfast í auga við erfiða kosti í þeim viðræðum. íslendingar hafa ekki bolmagn til að halda úti þeim stofnunum sem nauðsynlegar eru til að halda Efnahagssvæðinu gangandi, enda myndu þær skorta trúverðugleika, oj* hinn kosturinn að samþykkja úrskurði ESB-stofn- ana á Islandi þýðir fullveldisafsal, án þess að hafa nokkurn kost á að hafa áhrif á þróun þessara stofn- ana. Fram til þessa hafa íslendingar getað treyst því að mikilvæg hernaðarleg lega lands- ins hefur gefið þeim samningsað- stöðu langt fram yfir það sem annars væri raunin. Sú tíð er lið- in, íslendingar geta ekki lengur treyst því að þá verði hlustað og tekið verði tillit til sérstöðu lands- ins. Þetta hefur verið greinilegt í samningum íslendinga við Banda- ríkjamenn varðandi framtíð her- stöðvarinnar á Miðnesheiði og Ijóst að íslenskir ráðamenn eiga erfitt með að sætta sig við þessar breyt- ingar í alþjóðamálum. Islendingar eru nú í Evrópumál- um að upplifa það sama og vina- þjóðir okkar hafa þegar gengið í gegnum. Það er greinilegt að ein höfuðástæða þess að Norðmenn, Svíar og Finnar sóttu um inn- göngu í Evrópusambandið er að þessar þjóðir töldu að þegar upp væri staðið, fælist meira valdaaf- sal í að standa utan ESB en að ganga í það. Það var ljóst að lög og reglur ESB mundu gilda innan EEA (Evrópska efnahagssvæðið) og eina leiðin til að geta haft áhrif á þær var að vera innan ESB en ekki utan þess. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Nor- egs var greinilega þessarar skoð- unar þegar hún sagði í norska þinginu: „Enginn getur sagt með neinni sannfæringu við norska kjósendur að við Norðmenn getum leyst öll okkar vandamál á eigin spýtur. Að útiloka okkur frá þeim vettvangi þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar er í raun að takmarka fullveldi okkar.“ (Eigin þýðing.) ESB hefur sveigjanleika Lengi vel hefur verið álitið að íslendingar eigi ekki erindi í ESB sökum hinnar sameiginlegu físk- veiðistefnu ESB. Sú ályktun var ekki út í loftið, sú fiskveiðistefna sem var við lýði áður en Norðmenn gerðu sinn samning við ESB var með öllu óaðgengileg fyrir íslend- inga. En Norðmenn hafa nú sýnt að það er hægt að semja við ESB um þessi mál. Þeirra árangur er að vísu ekki að öllu aðgengilegur fyrir íslendinga en sýnir samt sem áður að ESB hefur sveigjanleika í þessum málum. Bæði Maastricht- samkomulagið og nýyfirstaðnar aðildaviðræður við EFTA-löndin fjögur sýna að ESB getur og vill koma til móts við þarfír einstakra ríkja til að tryggja stuðning þeirra við ESB. Útilokum ekkert Hér er ekki verið að halda fram að við eigum ekki annan kost en að ganga ESB á hönd, en mikil- vægt er engu að síður að útiloka ekki þann möguleika fyrirfram. Það er vel hugsanlegt að fullveldi íslendinga verði best tryggt með því að ganga í ESB. Sá valkostur að vera fámenn eyþjóð án mögu- leika til þess að hafa áhrif á þær leikreglur sem við verðum að fylgja er ekki svo glæsilegur. KRISTINN ÞORSTEINSSON, er að ljúka mastersnámi í alþjóðastjórnmálum. FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 41 Blab allra landsmanna! *****““***fi& - kjarni malsms! PHILIPS Heimsmeistarakeppnin í knattspymu er sannkölluð sjónvarpsveisla. Keppnin hefst 17. júní n.k. og þá munu milljónir manna um allan heim setjast fyrir framan siónvarpstækin. PHILIPS býður sjónvarpsta:ki með bestu x. fáanlegu myndgæðum og steríóhljómi. PHILIPS hefur verið brautryðjandi á þessu sviði um árabil og er r viðurkennt sem slxkt um allan heim. efni af HM 94 bjóða Heimilistæki tvær gerðir af PHILIPS sjónvarpstækjum 25"og 28"á sérstöku heimsmeistaratilboði. Rétt verö 104.000 kr. stgr. 28" 89.900 kr. stgr. boði' (Hj » Heimilistæki hf PHILIPS WorldCuþJSm SÆTUNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt. r TIL LÚXEMBORGAR MEÖ FLUGLEIÐUM • TIL LÚXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM á manninn f viku m.v. 4 (2 fullorðna og 2 börn, 2 - 11 ára) í bíl í A-flokki. 35.940 kr.* á manninn í viku m.v. 2 f bfl í A-flokki, ITafðu samband við söluskrifstoíur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofumar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud. frá ld. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 - 16.) ^ á manninn í tvíbýli í 4 daga og 3 nætur á Hótel Arcade. Náðu þér í ferðabæklinga Flugleiða, Ut í heim og Út í sól. FLUGLEIÐIR * Flugvallarskattar innifaklir. 14 daga bókunarfyrirvari. ** Flugvallarskattar ekki innifaldir. 21 dags bókunarfyrirvari. Tmustur íslenskur ferdafélagt TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐUM • TIL LUXEMBORGAR MEÐ FLUGLEIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.