Morgunblaðið - 09.06.1994, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Til leigu
Dodge Dakota ferðabílar
Sólstólar - sólbekkir
Sólstóll kr. 4.890,-
Sólbekkir frá kr. 3.470,-
5% staðgreiðsluafsláttur
einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga
ÚTILÍFr
GLÆSIBÆ . SÍMI 812922
tffl
LONGCHAMP
P A R I S
Fallegar leburtöskur
í mörgum litum
'eomwd
KRINGLUNNI, SÍMI 677230
IDAG
Hlutavelta
Ertu viss um að rimalarnir séu nógu sterkir
Þuríður, Kolbrún og Brynja
styrktu krabbmeinssjúk börn
ÞESSAR stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og varð
ágóðinn 5.000 krónur sem þær létu renna í sjóð
krabbameinssjúkra barna.
Andri, Gunnar og Haukur
styrktu Rauða kross íslands
ÞESSIR drengir héldu hlutaveltu nýlega og varð
ágóðinn 855 krónur. Þeir heita Andri Erlingsson,
Gunnar Harðarson og Haukur Hannesson.
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Stóll fannst
SÁ SEM tapaði stól að-
faranótt 23. maí sl. á
Reykjanesbraut vinsam-
lega hafi samband í síma
91-34090.
Gullhálsmen
fannst
VIÐ ALASKA í Vatn-
smýrinni fannst gull-
hálsmen sem er hálft
hjarta. Upplýsingar í
síma 20631.
Gæludýr
brúnum og gulum lit,
fannst í Laugarneshverfi
sl. helgi. Kannist einhver
við köttinn er hann vin-
samlega beðinn að hafa
samband í síma 684031.
Páfagaukur
fannst
DÍSARPÁFAGUKUR
fannst í Blesugrófinni sl.
þriðjudagskvöld. Eigandi
má hafa samband í síma
685337.
Kettlingar
ÞRÍR kettlingar, tveir
gulir högnar og ein læða,
fást gefins. Upplýsingar
í síma 672582.
Köttur á flækingi Kettlingar
FJÖGURRA til fimm TVÆR níu vikna svartar
mánaða hálfstálpuð læður fást gefins. Upp-
læða, bröndótt í svörtum, lýsingar í síma 14843.
Farsi
[/Af/werf LiyisuLoki/Ád -4
3-4
UAISáUiSS/cóOC-TUAOT
01983 Faoa C«rtoonsÆ)iartx<ad by Unk>wsal Pi»m Syndta>l«
Víkverji skrifar...
Oft vill það bregða við, að það
nægi að bregða sér rétt út
fyrir borgarmörkin, til þess að
upplifa það sem landsmenn utan
höfuðborgarsvæðisins búa við í
verðlagningu á vörum og þjónustu,
sem að mati Víkveija er oft óheyri-
lega há, í samanburði við það sem
gengur og gerist í henni Reykja-
vík. Þannig gat Víkveiji nú fyrir
skömmu gert samanburð á verð-
lagningu á ekki merkilegri vöru-
tegund en barnaís, á tveimur stöð-
um austur af Reykjavík nú fyrir
skömmu og minntist þá verðsam-
anburðar sem gerður var á ýmsum
ísstöðum í Reykjavík hér í Morg-
unblaðinu eigi alls fyrir löngu, þar
sem barnaísinn kostaði á bilinu
50 krónur til 100 krónur. Víkveija
er minnisstætt að tvær ísbúðir í
Reykjavík voru í fararbroddi með
lágt verðlag, 50 krónur, og hefur
hann jafnan lagt leið sína í þær
tvær búðir, þegar ísþörf barna í
hans félagsskap hefur orðið brýn.
xxx
Fyrri stansinn sem gerður var
á austurför Víkveija og ferða-
langa hans var Eden í Hvera-
gerði. Þar kostar barnaís í brauð-
formi hvorki meira né minna en
160 krónur og 185 krónur, ef
keyptur er með munaður er nefn-
ist súkku- laðidýfa. Þetta fínnst
Víkveija hærra verðlag en svo að
þegja beri um það. Það getur vart
nokkuð annað að baki búið, hjá
þeim sem reka Eden, en beinlínis
að okra á viðskipavinuin sínum,
sem eru jú að uppistöðu til ferða-
menn. Vart getur það verið ferða-
þjónustu á íslandi til framdráttar,
á því ári ^sem boðskapurinn er
„Sækjum ísland heim“, að gera
þeim sem leggja land undir fót,
að greiða liðlega þrefalt hærra
verð fyrir barnaísinn, en greiða
þarf í Reykjavík. Ekki er flutning-
skotnaðinum fyrir að fara hjá
Eden sem flytur til sín Kjörís í
mjúku formi, því höfuðstöðvar
Kjöríss eru einmitt í Hveragerði,
þannig að Eden er betur staðsett
gagnvart framleiðandanum en
nokkur ísbúð á Reykjavíkursvæð-
inu. Fróðlegt væri að vita, hvert
heildsöluverð er á ísnum frá Kjör-
ís til Eden.
XXX
að var að vísu á leiðinni aftur
til Reykjavíkur sem höfð var
viðdvöl í Þrastarlundi, m.a. til þess
að fullnægja barnaísþörf barna í
hópnum. Þar er boðið upp á mjúk-
an MS ís úr vél, og kostar barnaís-
inn 110 krónur og 120 krónur
með dýfunni fyrrnefndu. Þama
skýtur skökku við. Að vísu er ekki
löng flutningsleið á hráefninu frá
MS, sé það flutt frá Selfossi í
Þrastarlund, en engu að síður er
hún margfalt lengri en frá Kjörís
í Hveragerði til Eden í Hvera-
gerði. Raunar er Þrastarlundur
með þessari verðlagningu á barna-
ísnum samkeppnisfær við dýrustu
ísbúðimar í Reykjavík.
xxx
Auðvitað era þessi tvö verð-
dæmi um barnaís hér í næsta
nágrenni höfuðborgarinnar langt
frá því að teljast til úttektar af
einni eða annarri gerð, en Vík-
veiji er þó þeirrar skoðunar, eftir
að hafa í fyrra gert nokkurn sam-
anburð á verðlagningu veitinga-
húsa á Suður- og Vesturlandi, að
þeir sem hafa mestra hagsmuna
að gæta, að því er það varðar að
auka við og glæða ferðamanna-
straum um landið, ættu að fara
sér hægt um gleðidyr verðlagning-
arinnar, því þeir kynnu að sitja
uppi með himinháa verðlagningu,
en enga viðskiptavini, gæti þeir
ekki að sér.