Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.1994, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Vinsælar tískusýningar ELLA er útskrifuð úr skóla sem sérhæfir sig í meðferð tisku- vamings og hefur staðið fyrir tískusýningum á mörgum helstu skemmtistöðum borgarinnar. Hún segir að sýningarnar séu nú orðið meira viðburður held- ur en sölusýningar. Ein slík tískusýning var haldin um helg- ina á Tveim vinum. Stúlkurnar sem tóku þátt í sýningunni heita: Hlín, Berglind, Sólveig, Anna, Guðný og Svala Björg- vinsdóttir, en hún syngur í hljómsveitinni Scope sem hefur gert lagið „Was it all it Was“ vinsælt. Scope er einmitt upp- hitunarhljómsveit á listahátíð- artónleikum Saint Etienne á föstudagskvöldið. Jerry Hall elskar eigin veislur ►FYRIRSÆTAN Jerry Hall var spurð hvernig veislu hún kysi sér helst: „Ég er ein af þeim manneskjum sem elska eigin veislur. Ég þarf að vera í óvenju góðu skapi og með öllum sem mér þykir vænt um. í minningunni er mér annst um fimmtugsafmæli Mick’s [Jag- ger]. Þá héldum við veislu í anda frönsku byltingarinnar. Ég klæddi mig eins og María Antoinette og út um allt voru fallaxir og afhöggvin höfuð.“ Jerry Hall þarf aukaaðstoð fyrir undirbúning stórra veisla eins og þessarar. A gestalistanum eru nöfn eins og Dave Stewart, Marie Helvin, Anjelica Huston og Lenny Kravitz. „Ég tel allt sem virkar örvandi á fólk nauðsynlegt góðri veislu, t.d. höfugur og áfengur ilmur, hvítar rósir og vel kryddaður matur. Góður gestgjafi verður að vera duglegur við að kynna gesti sína og má aldrei verða uppis- kroppa með áfengi eða mat.“ morgun frumsýnum við NÝLIÐANA, hörkumynd með Nick Nolte og NBA - stjömunum frá Orlando Magic, Shaquille O'Neal og Anfernee „Penny" Hardaway, auk gömlu Celtics - kappanna Larry Bird og Bob Cousey. HOLLYWOOD Aðeins ef ég vil deyja fyrir hana FYRIR tæpum tveimur árum notaði Jodie Foster sér það góða orðspor sem hún hafði skapað sér, með tveimur óskarsverðlaunum og frábærum dómum fyrir leikstjórn, og náði samningi við kvikmyndafyrirtækið Polygram. Hún fær að spreyta sig á eigin spýtur og heyrst hefur að Polygram muni fjárfesta allt að sjö milljarða ísl. króna í framleiðslu hennar. En hvað veldur þessari miklu vel- gengni hennar: „Mér finnst erfitt að gefa mig ekki 130 prósent þegar ég leik í kvikmynd . Líklega er það þess vegna sem ég leik ekki mikið. Ég get leikið í góðri kvikmynd, en hvers vegna að ómaka sig, þegar maður getur leikið í frábærri. Kvikmynd sem breytir lífi fólks, eins og kvikmyndir hafa breytt mínu lífi. Ef ég gef samþykki mitt fyrir kvikmynd er það vegna þess að ég vil deyja fyrir hana.“ FOLK Dennis Potter látinn London. Reuter. ► BRESKA leikskáldið Dennis Potter lést á þriðjudagsmorg- un 59 ára að aldri. Potter skrifaði meðal annars sjónvarpsþættina Ljúft er að láta sig dreyma (Lipstick on your Coll- ar), Skildingar af himn- um (Pennies From Heaven) og Söngelski spæjarinn (The Sing- ing Deteetive). Hann var illa haldinn af krabbameini og sórías- is. Eiginkona hans lést úr krabbameini fyrir viku. Potter vissi að dagar hans væru taldir, og hafði keppst við að Ijúka tveím sjónvarpsleikrit- um, „Karaoke" og „Cold Lazarus", sem hann rak smiðshöggið á skömmu áður en hann lést. „Mér varð þetta ljóst á Valentín- usardaginn [14. febrúar] - kom eins og vitrun,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í apríl. „Hvorki lyfjameð- ferð né skurðaðgerð dug- ar. Ég tek bara verkja- deyfandi þangað til, þú veist, farvel Frans, eins og sagt er. Af einhverjum undar- legum ástæðum • er ég alveg sallarólegur. Nýt lífsins." Lokasýning Möguleikhússins Dimmalimm vakti hrifningu barna og fullorðinna SÍÐASTLIÐINN mánudag hélt Möguleikhúsið sýningu á leikriti um Dimmalimm, sem unnið er upp úr sögu Guðmundar Thor- steinssonar eða Muggs. Margir krakkar mættu á sýninguna, tóku foreldra sína með sér og skemmtu sér konunglega, enda lögðu þeir sitt af mörkum til sýningarinnar. Þeir voru afar hjálplegir leikurun- um og iðnir við að benda á úr- ræði ef þeim þótti eitthvað fara úrskeiðis. Möguleikhúsið er atvinnuleik- hópur sem unnið hefur að leik- sýningum fyrir börn í tæp fjögur ár. Að því standa leikararnir Alda Arnardóttir, Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán Sturla Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.