Morgunblaðið - 09.06.1994, Page 52
m
HEWLETT
PACKARD
HPÁ Í5LANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavfk, sími (91) 671000
Frá muguleika til veruleika
MORGUNBLADID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sauð^yjar 0
Hrauneyjar;^ • ° Hvallátur; ;'
1 líergilsey f- £ _
' Skáleyjar
F1i>ípy
;f- 0,
Svefneyjar ^ ^
breiðáfj° .. a.
Þremur mönnun bjargað
er Hringur strandaði.
Ríkið greiði verjendum
TVEIR vetjendur í stóra fíkninefna-
málinu gerðu í gær kröfu um að í
Íjölfar lögfestingar Mannréttinda-
sáttmála Evrópu verði ríkissjóður
dæmdur til að greiða málsvarnarlaun
umbjóðenda sinna, sem játað hafa á
sig sakir í málinu.
Til þessa hefur ríkissjóður lagt út
fyrir málsvarnarlaunum skipaðra
veijenda en endurkrafið sakbom-
inga, sem dæmdir eru til refsingar
og greiðslu málsvarnarlauna og sak-
arkostnaðar um málsvarnarlaun og
annan sakarkostnað. Ríkið hefur þá
aðeins setið uppi án endurkröfuréttar
með málsvarnarlaun þeirra sem
sýknaðir eru af ákærum.
Lögmennimir Hilmar Ingimundar-
son og Sigurður Þóroddsson, tveir
veijenda í stóra fíkniefnamálinu,
kröfðust þess í gær að ríkissjóður
yrði dæmdur til að greiða málsvarnar-
laun sín en ekki sakborningarnir.
Ástæðan væri sú að með lögfest-
ingu Mannréttindasáttmála Evrópu,
sem tekið hefur lagagildi hér á landi
eftir birtingu í stjórnartíðindum 23.
maí sl., hefði það ákvæði sáttmálans
lagagildi að hver sá maður sem bor-
inn sé sökum fyrir glæpsamlegt at-
hæfi eigi þau lágmarksréttindi að
kjósa sér veijanda og hafí hann ekki
efni á að greiða lögfræðilega aðstoð
skuli hann fá hana ókeypis ef réttar-
sjónarmið krefjist þess.
Lögmennirnir sögðu umbjóðendur
sína ekki hafa fjárhagslega burði til
að greiða málsvamarlaunin og því
beri nú að fella þann kostnað á ríkis-
sjóð.
H Bera höfuðpaurinn sökum/4
Ovæntir nágrannar í nýreistu húsi
Þremur
bjargað af
strandstað
ÞRIGGJA tonna trébátur, Hringur,
steytti á skeri við Hrauneyjar, rétt
hjá Hergilsey á Breiðafirði, síðdegis
í gær. Þrír menn voru um borð og
voru þeir aldrei í hættu.
Hringur var á grásleppuveiðum og
vom skipveijar að vitja lagna þegar
báturinn strandaði. Hraðskreiður
björgunarbátur frá Bijánslæk fór út
að Hring og tvær gráslepputrillur
fóra einnig að strandstað. Ágætis
veður var og voru mennirnir þrír um
borð aldrei í hættu.
Breiðafjarðarfeijan Baldur lagði
lykkju á leið sína og bjargaði Hring
af strandstað. Til þess var notaður
kraninn um borð í Baldri og Hring
lyft um borð. Áætlun Baldurs rask-
aðist um eina klukkustund vegna
þessa óvenjulega björgunarstarfs,
en trillunni var lyft úr Baldri og upp
á land við Bijánslæk í gærkvöldi.
Einhveijar skemmdir munu hafa
orðið á botni hennar.
-----» ♦ ♦-----
^Samdrætti
mætt með
útflutningi
RÚMLEGA 12% veltusamdráttur
hefur orðið hjá verkfræðistofum síð-
ustu 3 árin. Þetta er niðurstaða
könnunar sem Félag ráðgjafarverk-
fræðinga hefur unnið. Fækkun
starfsfólks á þessum tíma er 6%.
Verkfræðingar hafa reynt að
mæta samdrættinum með aukinni
áherslu á verkefnaútflutning. Til
skamms tíma var hlutur útflutnings
í veltu verkfræðistofa almennt ekki
mælanlegur en skv. könnuninni fór
hann úr 2,5% árið 1992 í 5,0% 1993.
■ íslenskar verkfræðistofur/B4
Ráðuneyti standa ekki við áætlanir sínar um niðurskurð
Hlúð að
ungTim
maríuerlu
SIGURÐUR Rúnar Jónsson
tónlistarmaður hefur eignast
óvenjulega nágranna. Fyrir
skömmu gerði maríuerlupar sig
heimakomið í nýreistu húsi hans
og síðan hefur húsbóndinn
fylgst gaumgæfilega með dag-
legu lífi hústökufuglanna. Þeir
eru mjög gæfir og treysta Sig-
urði vel. í hvert sinn, sem þau
fara að heiman, fljúga þau út
um glugga en inn um dyrnar.
í gærmorgun færðist svo enn
meira líf í íbúðina þegar sjö
ungar maríuerlunnar litu dags-
ins ljós í fyrsta sinn. Náið sam-
band virðist strax hafa myndast
milli húsbóndans og litlu ung-
anna, því að í hvert sinn sem
hann blístrar opna ungarnir
gogg sinn; ef til vill í von .um
Saumað fyrir síldina
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
MARGIR bátar bíða nú í start-
holunum eftir fréttum af síld-
veiði fyrir norðan land. Fimm
Eyjabátar eru að gera sig klára
ef góðar fréttir berast af miðun-
um og í gær unnu starfsmenn
Netagerðar Ingólfs við að sauma
saman nýja nót fyrir Gígju VE.
Nótin er frá Noregi og að sögn
Birkis Agnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Netagerðarinnar,
urðu vandræði með að flytja hana
til landsins. 40 feta gámur brotn-
aði undan þunga hennar og varð
að skipta henni í tvo hluta. Nú
vinna netagerðamenn í við að
setja nótina saman á ný en hún
er engin smásmíði, 320 faðmar
að lengd og 90 faðmar á dýpt.
Þórshamar GK átti stutt stím
eftir á miðin í gær. Börkur NK
var í gærkvöldi kominn á miðin,
en ekki náðist samband við hann
til að kanna aflabrögð.
Blóðbank-
inn auglýsir
eftir blóði
ÓVENJU mikið álag hefur verið á
Blóðbankanum undanfama daga.
Ólafur Jensson, forstöðumaður
Blóðbankans, segir að þetta aukna
álag megi rekja til verkfalls meina-
tækna. Meðan á því stóð hafi að-
gerðir, sem nú er verið að gera,
safnast upp. Ofan á þetta bætist
svo aðgerðir, sem þarf að ljúka fyr-
ir sumarfrí.
Ólafur segir að mikið hafi gengið
á blóðið um síðustu helgi og verið
sé að safna birgðum fyrir þá næstu.
Mest vantar blóð í blóðflokknum
0 Rh- að sögn Ólafs en það er sér-
stakt bráðaþjónustublóð, sem er
notað þegar ekki vinnst tími til að
greina blóðflokk blóðþegans. Mjög
góð viðbrögð hafa verið við auglýs-
ingunni og segir Ólafur að fyrirhug-
uð sé ferð Blóðbankans út á land
á næstunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
eitthvað gott. Það þarf í sjálfu
sér ekki að koma á óvart að
maríuerlan gerist jafn mann-
blendin og raun ber vitni. Kjör-
lendi hennar er oft í grennd við
vötn og hún verpir iðulega utan
í húsum, í holum eða undir
brúm.
Stefnir í að halli ríkis-
sjóðs verði 13 milljarðar
HORFUR eru á að útgjöld ríkisins á yfirstand-
andi fjárlagaári verði um 3-4 milljörðum hærri
en gert var ráð fyrir á fjárlögum eða rúmir 13
milljarðar í stað 9,6. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er ástæðan aðallega sú, að ráðu-
neytin hafa ekki hrundið í framkvæmd öllum
þeim aðgerðum sem áformuð voru og munar
þar mest um heilbrigðisráðuneytið. Útgjöld þess
stefna í að verða á annan milljarð króna hærri
en áætlað var.
Fjárlög ársins voru afgreidd með 9,6 milljarða
halla, en verði ekkert að gert stefnir í að hallinn
verði rúmir 13 milljarðar. Ástæða aukinna út-
gjalda er að hluta til aðgerðir ríkisstjórnarinnar
í sambandi við kjarasamninga nú í maí, en veiga-
meiri hluti er að ráðuneytin hafa ekki hrundið
í framkvæmd þeim niðurskurðaráformum sem
fyrirhuguð voru. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins stefnir til dæmis í að útgjöld heilbrigðis-
ráðuneytisins verði 1-2 milljörðum hærri en
áætlað var við gerð fjárlaga.
Aætlanir heilbrigðisráðu-
neytis standast ekki
Veigamestu ástæðurnar til að heilbrigðisráðu-
neytið stefnir í að fara fram úr áætlunum munu
vera þær, að áform um að lækka útgjöld sjúkra-
trygginga um 600 milljónir króna hafa ekki
skilað sér nema að óverulegu leyti. Þá var fallið
frá áformum um að skera útgjöld lífeyristrygg-
inga niður um 200 milljónir króna. Loks má svo
nefna að rekstur sjúkrahúsanna stefnir í að fara
100-200 milljónir fram úr áætlunum.
Þá hafa önnur útgjöld komið til skjalanna, sem
ekki var ráð fyrir gert við gerð fjárlaga, til
dæmis fer hálfur milljarður til kaupa á nýrri
björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Alls
stefnir því í að útgjöld ríkissjóðs verði 3-4 millj-
örðum hærri en gert var ráð fyrir við afgreiðslu
fjárlaga.
Ríkisstjórnin ræddi þessa stöðu ríkisfjármála
á fundi sínum á föstudag, en samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins var ekki tekin ákveðin af-
staða til þess hvernig bregðast ætti við.