Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 17 Sumarbirta og gleði TONLIST Norræna húsið TVÍLEIKSVERK OG TRÍÓ Tvíleikur á flautu. Guðrún Birg- isdóttir, Martila Nardeau. Undir- leikur á píanó Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Tvíleiksverk fyrir flautu eftir Michael Haydn, Ku- hlau, Beethoven, Doppel-bræður, Dvorák og rússnesk þjóðlög. Laugardaginn 2. júní 1994. Tónleikamir hófust á Dúó nr. 2, einum af dúettunum frægu eft- ir Michael Haydn, sem hann samdi fyrir erkibiskupinn af Salzburg. Sagan segir að Michael hafi átt að semja sex dúetta fyrir fiðlu og lágfiðiu en aðeins tekist að semja ijóra áður en hann lagðist veikur og Mozart, sem var mjög góður vinur hans, hafi samið þá tvo sem vantaði upp á og gefið Michael leyfi til að framselja þá sem sín verk. Hvert sem sannieiksgildi sögunnar er, þá er víst að tveir síðustu dúettarnir era um margt ólíkir þeim fyrri og meðal annars er víóluröddin mun viðameiri í Mozart-dúettunum en hjá Mich- ael. Um flutning verksins þarf fátt eitt að mæla, nema að allt var þar vel gert hjá Guðrúnu og Martiai. Tríó fyrir tvær flautur og píanó, op 119, eftir Friedrich Kuhlau var næst á efnisskránni. Kuhlau var Hamborgari en flúði til Danmerk- ur 1810, til að komast hjá herk- vaðningu í her Napóleons. Eftir hann liggja margvísleg tónverk, 5 óperur, 2 píanókonsertar, 8 fiðlu- sónötur, fjöldinn allur af píanó- verkum, sem hann er þekktastur fyrir, svo og tónlist við leikritið Elverhöj, eftir Heiberg, sem flutt var við brúðkaup Friðriks prins (síðar Friðrik sjöundi). Þá er að nefna ýmis samleiksverk og er flaututríóið op. 119 eitt þeirra, ekta klassisk tónsmíð, leikandi létt en ekki sérlega frumleg og samin 1829, þegar rómantíkin var að springa út. Tríóið var mjög vel flutt, sérstaklega hægi þátturinn. Allegro og menúett, fyrir 2 flautur, eftir Beethoven, er nr. 26, af þeim verkum höfundar, sem ekki bera ópusnúmer og er samið 1792 en ekki gefið út fyrr en 1901. Þar með lauk alvarlegri hluta tónleikanna og var samspil Guðrúnar Birgisdóttur og Martial Nardeau sérlega glæsilegt og sömuleiðis samleikur allra þriggja í tríóinu eftir Kuhlau. Minningar frá Prag, eftir Dopplerbræður, leiktækniverk fyrir tvær flautur, var frábærlega vel flutt og sama má segja um glettuna (Humoreske), eftir Dvor- ák og tvö rússnesk þjóðlög. Þó fjögur síðustu verkin teljist ekki mikilfengleg tónlist, er nokkur skemmtan að heyra þau vel leikin og má segja að flutningur þeirra eigi sér samsvöran í sumarbirt- unni, andstæðu skammdegis- drungans, sem íslendingar eiga oft erfitt með að fæla frá sér, auk þess að vera aldir upp í því, að telja gleðina fánýta, jafnvel af hinu illa og kalla óhamingju yfir fólk. Sumarbirtan og gleðin var einkennismerki þessara hugljúfu tónleika. Jón Ásgeirsson. Uthlutun Menningarsjóðs Orðasöfn, dansar og kort BÆKUR um kortagerð á íslandi og gömlu dansana í tvær aldir hlutu hæstu styrki, 800.000 krónur, í annarri úthlutun Menningarsjóðs eftir að bókaútgáfa sjóðsins var iögð niður í fyrra. Alls bárust 108 umsóknir að upphæð ríflega 100 milljónir en veittir vora 27 styrkir sem samtals nema 8,5 milljónum. Hlutverk hins nýja Menningar- sjóðs, sem stofnaður var í maí 1993, er að veita fjárhagslegan stuðning til útgáfu bóka á íslensku sem verða mega til eflingar íslenskri menn- ingu. Fyrsta úthlutun, á 13 milljón- um króna, fór fram síðasta haust. Ákveðið er um upphæðina í fjárlög- um hvers árs i samræmi við áætl- aða innkomu af skemmtanaskatti. Landmælingar og Þjóðdansafé- lagið fengu nú hæstu styrki vegna bókanna sem getið er um í upp- hafi. Fimm bækur fengu svo hálfa milljón, raftækniorðasafn þar á meðal, handbók um lista- og menn- ingarmál hérlendis í útgáfu menntamálaráðuneytis og Skrímsli á Islandi eftir Þorvald Friðriksson. Lægri styrki hlutu m.a. bílorðasafn og hagfræðiorðasafn, líforðasafn milli íslensku og ensku og íslensk- japanska orðabók. NYJAR FLISAR Nýkomin sending af g flísum i o 11 c\ n i i m x vpji' Gerið verð- oggteða- samanburð / m JA. «1 i ■* / Ja 1 itll B- w 1 1 S, iu LF Stórhöföa 17 við Gullinbrú, sími 67 48 44 LISTIR Listasjóður framfaraskref STOFNUN Listasjóðs atvinnulífs- ins er skínandi mál að áliti forsvars- kvenna myndlistarmanna. Þær telja næsta skref að veita fyrirtækj- um sem kaupa listaverk skattafríð- indi. Sólveig Eggertsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistar- manna, sagði Listasjóðinn stórt skref fram á við. Gunnar Dungal ætti heiður skilinn ásamt öllum þeim sem að sjóðnum standa. Þetta kæmi til með að vekja athygli á ungum listamönnum og veitti ekki af því. Fjármagnið væri mikil við- bót við það sem ríki og borg leggja til listaverkakaupa. Eina gagnrýnin sem hún hefði heyrt væri frá ung- um listamanni sem fannst meðlimir listaráðs sjóðsins full gamlir. í gegnum tíðina hefðu einstakl- ingar leitað til fyrirtækja og mörg fyrirtæki gert sitthvað á eigin veg- um. Félagsmenn SÍM væru svo sjálfir að vinna að því að auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í’listaverk- um. Þeir rituðu að sögn Sólveigar menntamálaráðherra bréf í vetur þar sem hann var beðinn um að koma á skattaívilnunum fyrir þá sem kaupa hvers kyns list. Vona SÍM-félagar að málið verði tekið upp á þingi í haust. „Myndlistarmenn hljóta að vera ánægðir með þetta,“ sagði Bryn- hildur Þorgeirsdóttir, formaður Myndhöggvarafélags Reykjavíkur og varaformaður í stjórn SÍM. Hún sagði að stjórn SÍM hefði fengið drög að reglugerð um Listasjóð atvinnulífsins til umsagnar í vetur og samþykkt hana, og væru allir i stjórninni voða ánægðir með sjóð- inn. Næsta skref væri að fá í gegn skattafríðindi fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í list. Brynhildur sagði að forráðamenn hefðu aldrei þorað að kaupa verk eftir núlifandi lista- menn en nú hefðu þeir listfræðinga til að hjálpa þeim að velja og meta hvort kaup séu góð fjárfestinff. Viltu komast á / KÓKÓ FUPP TIL KÖBEN? Ævintýpafepð til Kaupmannahafnap fypip tíu pauða KÓKÓ flipa! Þú átt möguleika á aö komast í helgarferö til Kaupmannahafnar fyrir 10 rauða KÓKÓ flipa. Sendu tíu rauöa KÓKÓ flipa ásamt nafni, heimilisfangi og síma, merkt „KÓKÓ FLIPP TIL KÖBEN“, Mjólkursamsalan, Bitruhálsi 1,110 Reykjavík, fyrir 5. ágúst. 10. ágúst veröa dregnar út þrjár helgarferöir fyrir tvo til Kaupmannahafnar. Klippið og flippið með KÓKÓ í allt sumap! Aukavinningar: 100 KÓKÓKASSAR FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.