Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 19

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 19 AÐSENDAR GREINAR Silfurrefir og silfurskottur Þórarinn Eldjárn í SVOKÖLLUÐU silfursjóðsmáli sem ýmsir fjölmiðlar aðrir en Morgunblaðið hafa verið að fjalla um að undanförnu sýnist mér augljóst að nokkrir háttsettir embættis- menn sem starfa eða starfað hafa í umboði menntamálaráðherra hafi hagað sér ósæmi- lega og í raun komið á framfæri þungum ásökunum og áfellis- dómum yfir íjórum vammlausum einstakl- ingum, þ.e.s. finnend- unum Hlyni Halldórssyni og Eddu Björnsdóttur í Miðhúsum, Þór Magnússyni þjóðminjaverði og loks Kristjáni Eldjárn sem fyrstur manna kvað upp úr um háan aldur silfur- munanna. Þar sem mér rennur blóð- ið til skyldunnar þegar fræðimanns- heiður látins föður míns er annars vegar langar mig að tæpa á nokkr- um þáttum þessa stórfurðulega upp- hlaups embættismannanna. Ólafsþáttur Einn umræddra embættismanna, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður og formaður Þjóðminjaráðs, hefur á síðum DV og í sjónvarpi ítrekað fullyrt að hluti gripanna sé frá tutt- ugustu öld og þeir því falsaðir. Á þessu þykist hann hafa fengið óyggjandi staðfestinu í skýrslu frá prófessor við Lundúnaháskóla, dr. James Graham-Campbell. Ég tel mig þó hafa vitneskju um að skýrsla dr. Campbells sé ekki jafnafdráttar- laus og í er látið skína, auk þess sem ljóst er að þessi breski fræði- maður, hversu ágætur sem hann Farið hefur verið fram á það við menntamála- ráðherra, segir Þórar- inn Eldjárn, að ýtarleg rannsókn fari fram á ásökunum embættis- manna í tengslum við silfursjóðinn frá Mið- húsum. kann að vera, mun engan veginn geta talist neinn hæstiréttur um foma silfuijsóði í íslenskri jörð, hvað þá alþjóðadómstóll eins og verkbeið- endur hans og gestgjafar láta í veðri vaka. Þess má einnig geta til fróð- leiks að gestgjafar gættu þess vand- lega þe'gar dr. Campbell staldraði hér við á dögunum að hann hitti ekki Þór Magnússon og hefur þó enginn maður í veröldinni skoðað umrætt silfur betur en Þór, sem skrifaði m.a. um það langa ritgerð í Árbók fomleifafélagsins 1,980. Ég er alveg viss um að Þór hefði getað frætt hann um ýmislegt. Til að fá úr því skorið hvað þarna er á ferðinni segi ég: Upp með skýrslu dr. Campells. Fram í dagsljósið með hana. Guðmundarþáttur Umijöllunin hefur mest verið í DV, en var þó víst þjófstartað í Tímanum, framsóknar- afbrigði DV. Það er því ekki úr vegi að minna á þá staðreynd, að nú- verandi fréttastjóri blaðsins, Guðmundur Magnússon, gegndi starfi þjóðminjavarðar til skamms tíma, og raunar var það því hann sjálfur sem hlutaðist til um það ásamt Ólafi Ásgeirssyni að hinn breski fræðimaður kom til landsins í lok maí gagngert til að kanna silfr- ið! Þeir félagar era sem sagt verk- beiðendumir og gestgjafarnir. Heimatökin hafa því vissulega verið hæg við öflun „fréttanna". Starfs- heitið fréttastjóri á hér rayndar af- skaplega vel við, því hvað er þetta annað en fréttaSTÝRING? Sú spuming hlýtur hins vegar að vakna hvort það sé ekki ámælisvert að fyrram embættismaður sem tekur að starfa við fjölmiðil, skuli fáeinum vikum eftir að hann lætur af emb- ætti farinn að mata blað sitt á upp- lýsingum sem hann hafði aðgang að sem embættismaður. Ekki fæ ég betur séð en að slíkt hljóti að vera mjög alvarlegt trúnaðarbort, a.m.k. í tilviki eins og þessu þar sem „rann- sókn“ sem enn virðist á algjöra framstigi er básúnuð út á svo fran- talegan hátt og saklausu fólki þann- ig valdið óþægindum og hugarangri. Vilhjálmsþáttur Víkur nú sögunni að uppsprett- unni: Mér hefur skilist að Islands- ferð og skýrslugerð dr. Campbells megi rekja til „grunsemda" um téða silfurgripi sem dr. Vilhjálmur Örn Vilhjámsson fornleifafræðingur og safnvörður á Þjóðminjasafni Islands mun hafa alið í hugskoti sínu nú um allnokkur ár. í hvetju þær grun- semdir felast veit ég ekki, hann hefur hvergi sett þær fram á prenti eða opinberað þær á annan hátt þó meðgöngutíminn sé að sögn orðinn . alllangur. Það munu vera vísinda- störf dr. Vilhjálms sem Ólafur Ás- geirsson á við þegar hann talar í DV 27. júní sl. um „orðróm“ sem leitt hafí til þess að dr._ Campbell var fenginn á vettvang. í fjölmiðla- ati síðustu daga má því sakna þess sárlega að þessi lykilmaður í mál- inu, dr. Vilhjálmur Örn, skuli ekki láta í sér heyra. Hann virðist algjör- lega gufaður upp. Vitnisburður hans hlýtur þó að vera mjög mikilvægur, enda eru það þessar meintu grum- semdir hans sem komu málinu af stað. Ég vil eindregið hvetja dr. Vilhjálm Öm til að stíga nú fram og tjá sig opinberlega um það hvar, hvenær, hvernig og hvers vegna hans illi grunur kviknaði. Sveinbj örnsþáttur Síðast en ekki síst vil ég nefna til sögunnar dr. Sveinbjörn Rafns- son formann fomleifanefndar og sagnfræðiprófessor, einkum hvet ég fólk til að kynna sér viðtal við hann sem birtist í DV 28. júní sl. þar sem hann kveður vægast sagt sterkt að orði í krafti embættis síns, talar m.a. um „sviksamlegt athæfi" „lög- reglumál" ofl. í svipuðum dúr. Slík- ar ásakanir hljóta meðan annað kemur ekki fram að beinast að öllum sem komu að silfurfundinum á sín- um tíma, þar á meðal Kristjáni Eld- jám. Lítilsvirðingarorð dr. Svein- björns um „fræðilega burði" Þjóð- minjasafnsins og Þórs Magnússonar hljóta einnig eins og allt er í pottinn búið að hitta fyrir Kristján og fræði- mannsheiður hans, þó ekki sé hann nefndur á nafn. Sérstaka athygli vekur að þó árásir dr. Sveinbjörns séu gerðar með tilvísun til margnefndrar skýrslu dr. Campbells lætur hann þess jafnframt gerið í sama viðtali að hann hafi ekki séð hana! Alvarlegt mál Það er skoðun mín að hér sé um mjög alvarlegt mál að ræða. Emb- ættismenn þessir hafa allir hagað sér svíriðilega, hver svo sem niður- staðan verður á endanum um aldur silfursins. Þess hefur því verið farið á leit bréflega við hæstvirtan menntamálaráðherra að hann láti umsvifalaust fara fram ýtarlega rannsókn óvilhallra og dómbærra aðila á þeim fullyrðingum, ásökun- um og dylgjum sem ofangreindir undirmenn hans hafa borið fram í málinu og að allir þættir þess verði upplýstir til fulls og viðkomandi embættismenn síðan víttir og dregn- ir tii ábyrgðar fýrir málatilbúnað sinn. Það er hugboð mitt áð þegar ljósi verður varpað á allt þetta mál muni margur sem nú hyggur sig silfurref ekki reynast annað en silfurskotta. Höfundur er rithöfundur. 3ja dyra 882.000 kr. 5 dyra 932.000 kr. í tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið f verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla farþega bílsins í átta sunnudaga. 4 dyra 985.000 kr. HYunoni ...til framliðar ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.