Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 20

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Á nú að grafa undan hús- bréfakerfinu? Varla er það tilviljun að nánast sama dag og ég er leyst frá störf- um sem ráðherra, blas- ir við fyrirsögn í Mbl. um afnám ríkisábyrgð- ar og breytta umsýslu húsbréfa, sem síðan er sérstaklega fagnað í forystugrein sama blaðs. Nýr félagsmálaráð- herra þarf greinilega að standa fast í ístað- inu ef ekki á að takast að grafa undan hús- bréfakerfinu. Rök mín gegn af- námi ríkisábyrgðar af húsbréfum eru þessi: Væntanlega færi þá húsbréfakerfíð alfarið inn í bankakerfíð. Áhrifin yrðu þau að vextir húsbréfa myndu hækka, meiri krafa yrði gerð til veðhæfni eigna, sem gerði það að verkum að lánshlutfall myndi lækka og yrði sennilega mismunandi eftir verðlagi fasteigna um landið. Ekki er ólík- legt að nýbyggingar legðust af á landsbyggðinni. Minna yrði lánað úti á landsbyggðinni en á þéttbýlis- stöðum, greiðsluerfiðleikar fólks myndu aukast, færri myndu geta keypt sér íbúð og þrýstingurinn á félagslega kerfíð myndi vaxa. Krafa fjármálaráðuneytisins Allt þetta kjörtímabil hefur það verið krafa fjármálaráðuneytisins að afnema ríkisábyrgð af húsbréf- um. Þessi krafa kemur upp í hvert sinn sem gefinn er út nýr húsbréfa- flokkur ásamt ýmsum öðrum kröf- um, sem allar lúta að því að þrengja að húsbyggjendum og íbúðakaup- endum og ganga gegn því markaðslögmáli sem húsbréfakerfið byggir á um framboð og eftirspum. Varasjóður í tengslum við út- gáfu húsbréfaflokks í mars ’93 var ákveðið að fá mat á því deilu- efni sem uppi var milli félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra um afnám ríkisábyrgðar á húsbréf. Nefnd var fal- ið að athuga kosti og galla ríkisábyrgðar á húsbréfum. Nefndin lagði til í lok síðasta árs að stofnaður yrði varasjóðður til að mæta útlánatöpum. Þannig myndi ríkisábyrgð á húsbréfum ekki fela í sér áhættu fyrir ríkissjóð. Ríkis- ábyrgð á húsbréfum er allt annars eðlis en þegar um er að ræða ríkis- ábyrgð á lánum til atvinnureksturs. Fullyrða má að áhættan, eða kostn- aður, sé tiltölulega lítil þar sem áhættan er dreifð á marga lántak- endur. Varasjóður húsbréfadeildar gerir líka áhættu ríkissjóðs af ríkis- ábyrgðinni litla sem enga. Þegar svigrúm skapaðist til lækkunar vaxta á húsbréfum í 4,75% á þessu ári var stofnaður varasjóður með 0,25% vaxtaálagi. Gegn afnámi ríkisábyrgðar Að öðru leyti náði nefndin ekki saman. í skýrslu nefndarinnar mæla fulltrúar félagsmálaráðuneyt- isins og Húsnæðisstofnunar ríkisins gegn afnámi ríkisábyrgðar á hús- bréfum með eftirfarandi rökum: Jóhanna Sigurðardóttir □NSTAKT TÆKIFÆRI! Vorum að taka heim ný stórglæsileg fyrsta flokks sófasett alklædd leðri. Sófasett 3+1+1 aðeins stgr. kr. 155.000 Sérstakt kynningarverð með kKMWlilTH afslætti. Litir: Svart, brúnt, grænt, rautt, vínrautt, bleikt og Ijósbrúnt. Ath. Takmarkað magn. Greiðslukjör við allra hæfi. (§} "Es M u n a I á n Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375 Skýringar frá manna- nafnanefnd Heildsöluvæðing hús- bréfadeildar eða afnám ríkisábyrgðar af hús- bréfum er vísasti vegur- inn til að grafa undan húsbréfakerfínu, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, og telur það ekki t.ilviljun að málið komi upp nánast sama dag og hún lætur af störfum sem ráðherra. 1. Ríkisábyrgð er nauðsynleg út frá sjónarhóli ríkisvaldsins. Mikilvægt er að stjórnvöld geti stjómað og haft bein áhrif á þann þátt sem húsnæðismálin eru fyrir velferð ein- staklinganna. 2. Ástæðan fyrir því að sú leið var valin við mótun húsbréfakerfisins að treysta þau með ríkisábyrgð. og velja þeim samastað hjá Byggingar- sjóði ríkisins var að tryggja jöfnuð í þessum málaflokki með tilliti til búsetu og félagslegrar stöðu. Ríkis- ábyrgðin hefur í för með sér, eðli málsins samkvæmt, að vextir eru lægri en ella og þannig er unnt að tryggja sömu vaxtakjör án tillits til búsetu. 3. Án ríkisábyrgðar yrðu vextir hærri, þeir yrðu mismunandi eftir landshlutum og jafnvei gæti sú þró- un átt sér stað að láglaunafólk yrði krafið um hærrí vexti en þeir sem hærri tekjur hafa. Þess vegna er ríkisábyrgð á húsbréfum hornsteinn jafnréttis í húsnæðismálum og sjálfseignarstefnunnar sem fylgt hefur verið hér á landi. 4. Ríkisábyrgð á húsbréfum jafnar möguleika fólks án tillits til búsetu. Ríkisábyrgðin er því mikilvægt byggðastefnumál. Aukinn kostnaður Enn einu sinni voru sett fram skilyrði af hálfu fjármálaráðuneyt- isins fyrir útgáfu á nýjum húsbréfa- flokki í maí sl. Þá var hugmyndin sú að hús- bréfadeild yrði heildsölufyrirtæki og skipti eingöngu við banka og sparisjóði. Ég hef enga trú á því að þessi leið stuðli að ábyrgum lánveiting- um, eða að tryggt eftirlit verði með því að lánveitingar samræmist lög- um og reglum húsbréfadeildar. Beinast liggur líka við að bankar myndu taka verulega þóknun af íbúðakaupendum fyrir slíka milli- göngu á lánveitingum. Þegar þessi leið var athuguð fyr- ir nokkru síðan, þ.e. að bankastofn- anir afhentu skuldabréf í umboði stofnunarinnar reyndist það mjög kostnaðarsamt, og þeim kostnaði yrði örugglega velt yfír á lántak- endur. Til að hægt væri að gefa út nýj- an flokk húsbréfa í maí sl. féllst ég þó á að leitað verði eftir því við lánastofnanir hvort unnt sé að bæta þjónustuna við íbúðakaupendur án þess að það hafi aukinn tilkostnað í för með sér eða skerðingu á lána- möguleikum fyrir íbúðakaupendur. Samkvæmt þessu er éinungis verið að kanna hvort hægt sé að bæta þjónustu við íbúðakaupendur án aukins tilkostnaðar eða skérð- ingar á á lánamöguleikum. Heildsöluvæðing húsbréfadeildar eða afnám ríkisábyrgðar áf hús- bréfum er vísasti vegurinn til þéss að grafa undan húsbréfakerfinu. Höfundur er alþingismnður og fyrrvcrandi félagsmálaráðherra. Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá manna- nafnanefnd: Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um störf mannanafna- nefndar í Morgunblaðinu. Sama efni mun hafa verið til umfjöllunar í Ríkisútvarpinu laugardaginn 2. júlí og vegið var ómaklega að nefnd- inni í DV 1. júlí. Af þessu tilefni óskar mannanafnanefnd eftir því að Morgunblaðið birti eftirfarandi skýringar og athugasemdir. í 1. málslið 2. greinar núgildandi laga um mannanöfn stendur orð- rétt: Eiginnafn skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Mannanafnalögin (nr. 37/1991) eru sett af þjóðkjörnu Alþingi Is- lendinga og undirrituð af handhöf- um forsetavalds. Þau eru ekki á ábyrgð mannanafnanefndar og hún hefur ekki vald til að víkja frá þeim eða breyta þeim að nokkru leyti. Það getur enginn gert nema Al- þingi, löggjafarsamkundan sem þjóðin kýs sér. Mannanafnanefnd hefur á hinn bóginn það hlutverk að skera úr um hvort einstök nöfn eru í sam- ræmi við lögin og þar með vilja Alþingis og væntanlega fólksins sem kýs það. Til að það sé unnt þarf að styðjast við skýrar reglur um það hvaða nöfn skuli teljast ís- lensk og hvernig þau sem ekki telj- ast íslensk fara að því að vinna sér hefð í málinu. Reglur um þetta voru settar á fundum mannanafna- nefndar 17. ágúst og 12. október 1993 og hefur nefndin síðan farið eftir þeim í einu og öllu. Reglurnar hafa þegar verið kynntar nokkrum sinnum í Morgunblaðinu og afrit af þeim er jafnan sent til hlutaðeig- andi sé nafni hafnað á grundvelli þeirra. Reglur mannanafnanefndar voru settar að undangenginni ítarlegri rannsókn á mannanafnalögum, greinargerðinni með þeim, umræð- um Alþingis um þau, sögu íslenskr- ar nafnalöggjafar og öðru því sem máli þótti skipta. Niðurstöður rann- sóknarinnar voru birtar í tímariti íslenska málfræðifélagsins síðast- liðinn vetur (íslenskt mál og almenn málfræði, nr. 15, bls. 7-34). Reglurnar fela í sér skilgreiningu á hugtökunum „íslenskt nafn“ og „hefð í íslensku máli“. Þær tryggja jafnan rétt borgaranna gagnvart lögunum og koma í veg fyrir að mannanafnanefnd láti stjórnast af smekk eða geðþótta. Þeir sem verða fyrir því að nafni er hafnað sjá nú í einni sjónhending með hvaða rök- um það er gert og geta því t.d. rannsakað sjálfir hvort það er rétt að nafn af erlendum uppruna hafi ekki unnið sér hefð. Væri skýrum reglum ekki til að dreifa ættu borg- ararnir þessa ekki kost. Þrátt fyrir gagnrýni á einstaka úrskurði mannanefnanefndar hafa ekki komið fram neinar ábendingar um betri reglur. Hafi einhver vel rökstuddar tillögur um slíkar reglur er hér með skorað á þann hinn sama að gefa sig fram við mannanafna- nefnd. Nefndarmenn eru reiðubúnir til að íhuga allar slíkar hugmyndir gaumgæfilega. { hinni opinberu umræðu um mannanöfn að undanfömu hefur einkum verið staldrað við nöfnin Með þessum athuga- semdum heldur manna- nafnanefnd því ekki fram, að mannanafna- lög Alþingis séu eins og best verður á kosið. Formaður nefndarinnar telur að lögin séu of ströng og þeim þurfí að breyta. Elsabet og Arnold. Hvorugt nafnið er íslenskt í skilningi mannanafna- laganna og samkvæmt þeim gögn- um sem mannanafnanefnd eru til- tæk hafa þau ekki unnið sér hefð í íslensku. Nefndin átti því einskis annars kost en hafna báðum nöfn- unum og fór þar aðeins að settum lögum og reglum. Geti hlutaðeig- andi hins vegar sýnt fram á að þau gögn sem mannanafnanefnd reisti úrskurði sína á séu ófullnægjandi mun nefndin að sjálfsögðu endur- skoða þá. í viðtali við formann manna- nafnanefndar í Morgunblaðinu laugardaginn 2. júlí kemur fram að fólk þurfi sjálft að sanna hefð fyrir nöfnum af erlendum uppruna. Þetta gefur nokkuð villandi hug- mynd um starfshætti nefndarinnar og er því rétt að skýra það nánar en færi gafst á í stuttu blaðavið- tali. Hið rétta er að mannanafna- nefnd gengur sjálf úr skugga um hefð tökunafna eftir þeim lögum sem hún hefur. Telji málsaðilar hins vegar að úrskurðir nefndarinnar séu reistir á ófullnægjandi gögnum eða að henni hafí orðið á mistök gefst þeim kostur á að færa sönnur á mál sitt. Með úrskurðum sínum um Arn- old og Elsabet leggur mannanafna- nefnd engan dóm á ágæti þessara nafna. Úrskurðirnir fela það eitt í sér að þessi nöfn eru hvorki íslensk í lagaskilningi né hefðuð í íslensku máli, ekkert annað. Mannanafna- nefnd hefur samþykkt ýmis önnur framandleg nöfn og ritmyndir nafna, svo sem Walter, Fritz og Esther. Þessir úrskurðir gefa það ekki til kynna að síðarnefndu nöfn- in séu á einhvern hátt betri eða æskilegri en hin fyrrnefndu. Þeir eru byggðir á þeirri einföldu stað- reynd að síðarnefndu nöfnin hafa unnið sér hefð í íslensku máli, hvort sem mönnum líkar það betur eða ver. Krafa um annars konar úr- skurði er krafa um lögbrot. Margir telja það góðan sið að viðhalda nöfnum í fjölskyldum og síst af öllu vill mannanafnanefnd amast við því. En það er algengur misskilningur að þegar svo stendur á að nafn hefur tíðkast í tiltekinni fjölskyldu sé unnt að veita undan- þágur frá mannanafnalögunum. Það skal því tekið fram að engin undanþáguákvæði eru í lögunum. Þau kveða ekki heldur á um hefðir í einstökum fjölskyldum heldur um hefð í íslensku máli. Sé fallist á eitthvert tiltekið nafn einum til handa leiðir það sjálfkrafa til þess ) ) ) ) ► I > t i I’ * i I; I I I I I ! I > í l Tlada skutbíll

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.