Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 173. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forsætisráðherra Rúanda vill refsa stríðsglæpamönmmum 30.000 manns verði dæmdir fyrir drápin París, Kigali. Reuter. NÝJA stjómin í Rúanda vill sækja rúmlega 30.000 manns til saka fyrir fjöldamorð og dæma þá eftir eigin lögum þar sem hún telur að of lang- ur tími myndi líða áður en alþjóðleg réttarhöld geti farið fram. „Lög okk- ar ná til slíkra glæpa og við getum ekki beðið eftir því að alþjóðlegur stnðsglæpadómstóll verði stofnaður, það gæti tekið þrjú ár,“ sagði Faust- in Twagiramungu, forsætisráðherra Rúanda, í viðtali við franska blaðið Le Monde. Ottast hefndir Áætlað er að hálf milljón Rú- andabúa hafi verið drepin, einkum tútsar, sem eru í miklum minnihluta í landinu, eftir að hútúinn Juvenal Habyarimana forseti var drepinn 6. apríl. Nýja stjórnin er aðallega skipuð tútsum, en Twagiramungu er þó hútúi. Forsætisráðherrann áætlaði að 30.000 manns yrðu sóttir til saka fyrir aðild að fjöldamorðunum, að undanskildum liðsmönnum hersveita. „Slíkir glæpir varða dauða fyrir framan aftökusveit," sagði hann. Ummæli forsætisráðherrans gætu kynt undir ótta rúandískra flótta- manna í nágrannaríkinu Zaire, sem eru flestir hútúar og tregir til að snúa heim af ótta við hefndaraðgerð- ir af hálfu nýju valdhafanna. Ráð- herrar hútú-stjórnarinnar fyrrver- andi hafa alið á þessum ótta og sagt flóttamönnunum að þeir yrðu drepn- ir ef þeir sneru aftur heim. Starfsmenn hjálparstofnana hafa reynt að fullvissa flóttamennina um að þeim stafi engin hætta af nýju valdhöfunum í Rúanda. Brian Atwo- od, sérlegur sendimaður Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta, sagði í vik- unni sem leið að nýja stjórnin hefði fallist á að alþjóðlegur dómstóll rétt- aði í máli stríðsglæpamannanna en ekki rúandískur. Nýr flóttamannastraumur? Twagiramungu vísaði á bug um- mælum embættismanna Sameinuðu þjóðanna um að heimkvaðning fran- skra hermanna gæti orðið til þess að Rúandabúar flykktust að nýju yfir landamærin til Zaire. Reuter STARFSMENN hjálparstofn- unar tóku í gær 80 örmagna rúandíska flóttamenn, sem voru á leið til heimalandsins frá Zaire, upp í vörubíl og fluttu í læknaskýli. Sprengju- árásá sendiráð París. Reuter. FIMM franskir borgarar féllu í gær þegar skæruliðar, sem talið er að hafi verið úr röðum bókstafstrúar- manna múslima, reyndu að koma bíl með sprengju inn í húsaþyrpingu franska sendiráðsins í Algeirsborg. Vörðum tókst að aftengja sprengjuna í tæka tíð en tilræðismennirnir kom- ust undan. Þrír hinna föllnu voru herlögreglu- menn, hinir skrifstofumenn. Strang- ur vörður þrautþjálfaðra herlög- reglumanna gætir sendiráðsins. 4.000 fallnir Að minnsta kosti 54 útlendingar hafa verið myrtir í Alsír frá því að herinn frestaði kosningum árið 1992 er ljóst þótti að íslamskir bókstafs- trúarmenn myndu sigra. Alls hafa um 4.000 manns týnt lífi í átökum stjórnvalda og bókstafstrúarmanna. Hótað af múslimum Bosníu-Serbar efna til þjóðaratkvæðis Tilbúnir að beijast upp á eigin spýtur Pale, Sarajevó. Reuter. BOSNÍU-SERBAR sögðu í gær að þeir myndu efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um friðaráætlun fimmveldanna. Radovan Karadzie, leiðtogi þeirra, sagði að þjóð hans hlyti nú að búa sig undir að heyja stríðið upp á eigin spýtur. Ef Serbar gerðu alvöru úr þeim hótunum sínum að skera á öll tengsl við bræðraþjóðina í Bosníu yrði landamærum ríkjanna lokað, og ,jafnvel ekki fuglinn fljúgandi fengi að fara yfir þau“. Tauga- stríð milli Rússa og Dúdajevs Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. TAUGASTRÍÐ geisaði í gær milli rússnesku stjórnarinnar og yfir- valda í Kákasus-héraðinu Tsjetsj- eníu. Svo virtist sem Rússar vildu steypa leiðtoga héraðsins, Dzokhar Dúdajev, án þess þó að beita her- valdi. Allt var með kyrrum kjörum í Grozny, höfuðstað Tsjetsjeníju, og Dúdajev var enn við völd þótt hreyf- ing stjórnarandstæðinga, Bráða- birgðaráð Tsjetsjeníju, hefði lýst því yfir á þriðjudag að hún hefði steypt leiðtoganum. Yfirlýsingin var gefin út í Moskvu og birt tafar- laust í rússneskum fjölmiðlum, en það þykir benda til þess að stjórn Rússlands hafi samþykkt bylting- artilraunina. Rússar virðast hafa misst þolinmæðina gagnvart yfir- völdum í Tsjetsjeníu, sem lýstu yfir sjálfstæði frá Rússlandi 1991. Hervald útilokað Tsjetsjenar hafa lengi verið um- svifamiklir í skipulagðri glæpa- starfsemi í Rússlandi. Rússneska innanrikisráðuneytið sakar yfirvöld Tsjetsjeníju um að hálshöggva stjórnarandstæðinga, skapa óstöð- ugleika á Kákasussvæðinu og styðja við bakið á hermdarverka- mönnum. Viktor Tsjernomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði brýnt að grípa til harðra aðgerða gegn yfir- völdum í Tsjetsjeníju en bætti við að ekki yrði beitt hervaldi. Moskvu- stjórnin er treg til að reyna að leysa deiluna með slíkri íhlutun vegna misheppnaðrar tilraunar til þess eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna. RITHÖFUNDUR frá Bangladesh, Taslima Nasrin (ineð gleraugu), sést, hér á leið úr réttarsal í höfuð- borginni Dhaka í gær í fylgd tveggja bræðra sinna og lögfræð- ings. Hún gaf sig fram við yfir- völd, sem hyggjast lögsækja hana, eftir að hafa verið í felum í tvo mánuði vegna dauðahótana niúsl- imskra bókstafstrúarmanna er saka hana um guðlast. Nasrin, sem er menntaður læknir, var látin laus gegn tryggingu eftir að hafa sýnt iðrunarmerki og sagt að fjölmiðlar hafi rangtúlkað ummæli hennar. ■ Óljóst hvort iðrun/15 „Þunga vatnið“ fundið Þelamörk. The Daily Telegraph. TVEIR norskir kafarar hafa fundið flak feijunnar Hydro er flutti svonefnt „þungt vatn“ fyrir þýska vísindamenn er reyndu að smíða kjarnorku- sprengju. Hópur spellvirkja sökkti skipinu árið 1944. Flakið er á botni Tinnsjo- vatns. Kafararnir notuðu dvergkafbát við leitina og tóku með honum myndir af flakinu sem er lítt skaddað. Spellvirkjarnir norsku komu sprengju fyrir í feijunni og sökk hún á um 430 metra dýpi; þar með tókst að tryggja að Þýska- land nasistaforingjans Adolfs Hitlers yrði ekki á undan Bandaríkjunum að búa til kjarnorkuvopn. Þingið samþykkti einnig að hafna sem fyrr þeirri tillögu að Bosníu verði skipt um það bil jafnt milli Bosníu- Serba annars vegar og ríkjasam- bands múslima og Króata hins veg- ar. Atkvæðagreiðslan mun fara fram 27. og 28. ágúst, og sögðust þingfull- trúar vænta þess að með henni yrði höfnun þingsins staðfest. Fulltrúar stói’veldanna fimm sem lögðu friðaráætlunina fram hafa krafist hertra refsiaðgerða gegn Júgóslavíu, þ.e. Serbíu og Svart- fjallalandi, samþykki Bosníu-Serbar ekki áætlunina, og segja atkvæða- greiðslu um hana vera tímasóun. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, er sama sinnis. í fyrradag gagnrýndi hann bræðraþjóðina harðlega, og hótaði að slíta sambandi við hana ef ekki yrði sæst á áætlunina. Býst við algeru stríði Karadzic ávarpaði þingið í Pale í gær. Hann sagði að Bosníu-Serbar yrðu nú að búa sig undir algert stríð. „Okkur skilst nú að Júgóslavía getur ekki hjálpað okkur lengur," sagði hann við Reuters-fréttastofuna. „Við verðum engu að síður að ákveða hver framtíð okkar verður." Hann sagði að þjóðin yrði að vera viðbúin sulti og klæðleysi, ef hún hafnaði áætluninni í atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.