Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNÝ SIG URÐARDÓTTIR + Guðný Sigurð- ardóttir fædd- ist í Hrísey, 21. nóvember 1933. Hún Iést á Land- spitalanum 25. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Baldrún Árnadótt- ir (f.28.5. 1897, d.2.3. 1983) og Sig- urður Jóhannsson ~*(f.2.11. 1896, d.8.9. 1945). Guðný var yngst þriggja systkina. Bróðir hennar var Mikael, fæddur 24.5. 1922, en hann lést á siðasta ári. Systir Guðnýjar er Guðrún Björg, fædd 23.9. 1923. Guðný útskrifaðist úr Húsmæðraskólanum á Laugum árið 1952. Eftirlifandi eigin- manni sínum, Olafi Bjarnasyni fiskmatsmanni, giftist Guðný árið 1954. Börn þeirra eru fjög- ur: Anna, hjúkrunarfræðingur, f.30.11. 1954, Sigurður, tré- smiður, f.28.12. 1958, Berglind, ». . sjúkraliði, f.15.9. 1967 og Bjarni vistmaður á Sólborg, f.24.8. 1968. Guðný og Ólafur tóku einnig í fóstur Sólveigu, leikskólakennara, f.8.8. 1962. Þau bjuggu allan sinn búskap á Húsavík. Útför Guðnýjar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag. EKKI grunaði mig að ég væri að kveðja elskulega tengdamóður mína hinsta sinni er ég kosskvaddi hana stuttu fyrir för mína til Bandaríkj- knna í upphafi síðasta mánaðar. Þrátt fyrir að hún lægi á sjúkra- húsi haldin illkynja sjúkdómi fannst mér hún svo sterk og hress að ég trúði ekki öðru en að hún lifði þeg- ar ég sneri heim á ný. Sú varð ekki raunin. Andlátsfregnin kom mér á óvart og það var þungbært að þurfa að takast á við sorgina fjarri fjölskyldunni. Stórt skarð hefur verið höggvið í flölskyldu okkar við fráfall Guðnýjar. Hún var lífið og andinn í hópnum, aðalsprautan, samein- ingartáknið eða hvað maður vill nú kalla þessa sterku einstaklinga sem virðast endalaust geta gefið af sér og innblásið öðrum dug og kraft til að takast á við lífið. Henni var annt um sitt fólk og hugsanir henn- ar dvöldu einlægt hjá fjölskyldunni. Til þess að tryggja að fólk hittist reglulega matbjó hún ávallt grjóna- graut í hádeginu á laugardögum. Þá komu börn, makar og barnabörn og hámuðu í sig besta gijónagraut á Norðurlandi. Guðný var heilsteypt manneskja og hreinlynd, það gust- aði af henni, engin lognmolla þar sem hún fór. Hún var ákveðin og sanngjörn. Hún átti auðvelt með að um- gangast fólk á öllum aldri, því að henni þótti gaman að spjalla. Á sumrin þegar við Sig- urður lögðum leið okk- ar til Húsavíkur sátum við Guðný oft yfir kaffibolla og spjölluð- um saman um lífið og tilveruna fram á rauða nótt. Guðný var stálm- innug, hún mundi öll ártöl, alla afmælis- daga. Alltaf voru af- mælisgjafirnar komn- ar daginn áður. Guðný var myndarleg húsmóðir. Hún lagði mikla vinnu í matargerð heima og alltaf kraumaði eitthvað í pottunum hjá henni. Hún stundaði bíómarækt af mikilli innlifun og pijónaði marga hlýja flíkina á barnabörnin. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Guðnýju og fyrir að hafa átt hana að. Hún fylgdist vel með sínum og átti þá ósk eina að öllum farnaðist vel hér í lífinu. Um ókomna tíma mun það ylja og styrkja í senn að hafa notið nærveru Guðnýjar árin sem við átt- um saman. En nú er komið að skiln- aðarstund. Megi blessun Guðs fylgja henni handan móðurnnar miklu. Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum. Arna B. Arnardóttir. Hún Guðný er dáin. Það er erfitt að trúa að hún hafi ekki fengið lengri frest en þetta frá Guði. Mér finnst tíminn hafa flogið áfram síð- an ég vissi að hún væri alvarlega veik. Innst inni vissi ég hvert stefndi, en hún var svo sterk hún Guðný. Mér fannst að það þyrfti meira til að buga hana en raun varð á. Þessi yndislega hláturmilda kona sem gaf mér svo margt. Það eru sex ár síðan við kynnt- umst fyrir alvöru. Hún tók mér strax opnum örmum líkt og hún gerði við flesta sem stóðu henni nærri. Hún var kletturinn í hafinu, sú sem stóð upp úr hvað sem á gekk í kringum hana. Hún var þakklát kona, vildi allt fyrir alla gera, en hafði samviskubit, ef vinir hennar gerður einhver smáviðvik fyrir hana. Þannig var hún. Það var notalegt að vera nálægt Guðnýju, hún hafði gjarnan orðið, skellti oft uppúr og gerði að gamni sínu. Það var alltaf ánægjulegt að hitta hana. Frásagnarhæfileikar hennar voru einstakir. Hlutir sem LEGSTEINAR MOSAIKH.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 HA UKUR KRISTJÁNSSON MINNINGAR virtust einskis verðir í meðförum annarra, urðu að bráðfyndnum at- burðum í frásögn hennar. Hún lét margt flakka, en hún kunni að „láta það flakka“. Það var ekki hægt að taka það nærri sér sem hún sagði, því að hún kom því þannig frá sér. Hún hefur þurft að reyna rnargt í gegnum áranna rás, og kannski hefur það skilið eftir ákveðin sár í sál hennar. En hún var skynsöm kona, og eflaust hefur það verið hennar heitasta ósk að fá að deyja fljótt eftir að ljóst varð að hún yrði ekki læknuð. Það er mín huggun, að hún þurfti þá ekki að vera fár- veik um lengri tíma. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu Guðnýjar í gegnum erfiða tíma, og bið Guð einnig að fylgja Guðnýju til látinna ættingja sinna sem henni voru svo mjög kærir. Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Okkur systkinin langar að minn- ast elskulegrar móðursystur okkar sem lést langt fyrir aldur fram að- eins 60 ára að aldri. Guðný greind- ist seint í vetur með krabbamein, sjúkdómurinn tók öll völd og var við ekkert ráðið þrátt fyrir alla þá erfiðu meðferð sem reynd var. Guðný var yndisleg kona og mynd- arleg á öllum sviðum. Það var mjög gaman að koma til Ola og Guðnýjar á Húsavík. Þar ríkti glaumur og gleði. Óli og Guðný eignuðust fjögur börn og eina fósturdóttur ólu þau upp sem Mikael bróðir Guðnýjar átti. Hana tóku þau nýfædda þar sem Sólveig, kona Mikaels, dó af barnsförum. Guðný og Óli bjuggu í eitt ár í Hrísey og þar fæddist þeirra fyrsta barn, Anna 1954. Þau fluttu til Húsvíkur 1955 og þar hafa þau búið síðan. Stuttu eftir að þau fluttu kom Baldrún amma okkar inn á heimilið og bjó hún þar til hún flutti á elliheimili í Reykja- vík. Þegar Guðný bjó í Hrísey bjó öll fjölskyldan saman, tvær ömmur, mamma okkar og tvö elstu systkini og var þetta eins og ein stór fjöl- skylda. Það myndaðist því systkina- kærleikur á milli Guðnýjar og systrabamanna, þeirra Sigrúnar og Mikaels, enda var aldursmunurinn ekki mikill. Oft höfum við óskað þess að styttra hefði verið á milli okkar því heimsóknirnar hefðu þá verið fleiri. Guðný var einstaklega barngóð kona og nutu barnabörnin hennar þeirrar ástúðar. Guðný og Óli voru mjög samhent og ber fal- legt heimili og yndislegi garðurinn þess glöggt merki. Nú er þessi yndislega kona fallin fyrir manninum með ljáinn. Elsku Óli og bömin, við systkinin vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsku amma, við vitum að harmur þinn er mikill. Það er erfitt að horfa á eftir báðum systkinum sínum hverfa hér af jörð með svo stuttu millibili. Við biðjum góðan Guð að geyma minningu Guðnýjar í hjört- um okkar. Systrabörn. Erfidrykkjur Glæsileg kíiffi- hlaðbonl fallegir s*dir og mjög góð þjóniLStíL Ipplvsingar í sínva 2 23 22 FLUGLEIDIR HÖTEL LOFTLEIDIR - kjarni málsins! + Haukur Kristjánsson var fæddur á Stapa í Lýtings- staðahreppi 13. júlí 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. júií síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 22. júlí. ÞEGAR blómin fölna og deyja á haustin þá höfum við mennirnir lært að taka því sem eðlilegum hlut og lært að sætta okkur við það, við vitum að þau lifna aftur að vori og koma með enn ferskari blæ en sum- arið á undan og ýta ærilega undir góða skapið og lífsgleðina. Þegar við missum góðan vin sem jafnframt er vinnufélagi okkar þá verður alltaf jafn erfitt að sætta sig við þá staðreynd að lífið tekur einhverntíma enda og því miður oftlega langt um fyrr en við getum með nokkru móti sætt okkur við. Undarlegur tómleiki greip okkur þegar okkur var tilkynnt lát Hauks Kristjánssonar sem eins og blómin á vorin var sífellt að koma okkur á óvart og ýta undir góða skapið með sínu oft óviðjafnanlega og hressi- lega viðmóti og skondnu athuga- semdum. Við vissum allir hve heilsu hans hrakaði þó hann kvartaði ekki og vissum líka að eftir stóra og erfíða aðgerð nú nýverið varð ljóst að brugðið gæti til beggja vona með að hann yrði með okkur í vinnunni á ný, en samt var trúlega enginn okkar við því búinn þá að þurfa að sætta sig við að Haukur yrði ekki meðal okkar á ný. Það er ekki auðvelt að finna vel valin kveðjuorð um mann eins og Hauk Kristjánsson. Eins og við þekktum hann þá vitum við jafn- framt að hann hefði lítið kært sig um orðskrúð og grát sín vegna og hefði trúlega frekar valið að um sig yrðu hressilegri eftirmál en þetta greinarkom er, svo sem góð vísa eða hressilegur gleðibragur vel rím- aður því ógrynni kunni hann af slíku sem Skagfirðingum einum er best gefið. En það er nú svo að gamlar siða- reglur kveðju- og minningargreina brýtur maður ekki jafnvel þó Hauk- ur vinur okkar eigi í hlut. Við félagarnir höfðum þekkt Hauk mis lengi, allt frá örfáum árum til áratuga en engum okkar duldist að þar fór maður óvenjuleg- ur og mjög svo minnisverður. Það var fátt sem óx honum í augum og trúlega minnist enginn okkar þess að hann hafi nokkurn tímann gefið sig með að hægt væri að smíða nánast hvaða hlut sem er, í það minnsta að bjarga málunum þar til annað betra byðist. Hann vildi á stundum fara öðru vísi að en sumir aðrir og var þá trúr þeirri + Þrándur Jakobsson fæddist í Götu í Færeyjum 21. febr- úar 1922. Hann lést á Landspít- alanum 7. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 13. júlí. HANN Þrándur er dáinn. Mikið finnst mér það skrýtið. Mér finnst eins og hann hafi alltaf fylgt KR- heimilinu, enda var það ekki eins að koma í KR-heimilið eftir að hann hætti. ERFIDRYKKJUR perlan sími 620200 sannfæringu sinni og það sjálfsör- yggi átti eftir að fleyta honum býsna langt. Hann vissi það að verk- stjóra ber að vera staðfastur og þannig var hann og naut virðingar fyrir. Hann lá aldrei á skoðunum sín- um, var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og hreinskilni hans var orðlögð, jafnvel svo að stöku sinnum áttu menn erfitt með að sætta sig við það. Hann hafði sitt mikla skap en var samt svo ótrúlega glettinn og kátur, hafði ómælt skopskyn og var aldrei síðastur manna til að taka þátt í einhveiju sprelli og óvenju gott var að leita til hans með vanda- mál eða kvabb því hann vildi öllum gott gera. Hann ætlaðist til að menn ynnu sína vinnu skammlaust, það gerði hann sjálfur og var lítið fyrir það að hvíla sig, og sem verkstjóri við- haldsdeildar Mjólkursamlags KEA í marga áratugi hefur að öllum öðrum ólöstuðum enginn verið fyr- irtækinu farsælli í verkum jafnt sem sparnaði fjármuna. Þá eru þau ótal- in verkin sem hann hannaði og smíðaði frá grunni. Haukur var hijúfur persónuleiki en hjartahlýr og við gengum ekkert að því gruflandi hveijar skoðanir hann hefði á hlutunum, hann vildi hafa sinn hátt á með hlutina og þó við vinnufélagar hans værum hon- um ekki alltaf sammála þá vorum við honum þakklátir fyrir það að hann sagði okkur skoðanir sínar hvort heldur sem var heflaðar eða óheflaðar og ætlaðist til slíks hins sama af okkur, og góða skapið og glensið var alltaf stutt undan þó svo að stundum hvessti og ekki minnumst við þess að hann hafi nokkurn tímann erft það við menn þó þeir væru honum ekki ævinlega sammála. Slíkan mann er gott að hafa fengið að þekkja og eiga að vini jafnt sem vinnufélaga. En þótt hann sé nú horfinn úr augsýn er alveg öruggt að hann á eftir að gefa okkur gaum að hand- an og vera með okkur í vinnunni og allavega verður minning hans sterk og geymd en aldrei gleymd og menn eiga eftir að brosa í kamp- inn þegar þeir hugsa til hans því það erum við allir sammála um að það var gaman að þekkja hann og minningarnar um hann vekja mönn- um gleði. Önnu, Úlfari, Selmu og fjölskyld- um þeirra sendum við okkar dýpstu samúðakveðjur og biðjum guð að blessa ykkur öll og minningu góðs vinar og félaga. Starfsmenn viðhaldsdeildar og mjólkureftirlits Mjólkur- samiags KEA. Þrándur var mikill húmoristi og kom alltaf vel fram. Einu atviki gleymi ég aldrei. Það var hádegis- æfing og ég kom hlaupandi á æf- ingu úr vinnunni á inniskónum. Ég hljóp náttúrlega inn á skónum en Þrándur kallaði á eftir mér að bann- að væri að fara inn á skónum, það ætti við um mína skó líka. Ég huns- aði þessi tilmæli og fór á mína æfingu. En viti menn, skórnir voru horfnir þegar æfingunni lauk. Ég leitaði út um allt. Fann ég þá eftir nokkra leit í ruslinu frammi við dyr. Þrándur sá til þess að ég fór ekki aftur inn á skónum, allavega ekki þegar hann var á vakt. Þrándur minn, ég þakka þér fyrir árin sem ég fékk að hafa þig hjá KR. Hvíl í friði. ÞRANDUR JAKOBSSON Nellý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.