Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 15 ERLENT Taslima Nasrin gefur sig fram við yfirvöld í Bangladesh Óljóst hvort iðr- un og afsökun- arbeiðni dugar Taslima Nasrin Dhaka. Reuter. RITHÖFUNDURINN Taslima Nasrin gaf sig í gær fram við yfir- völd í Dhaka, höfuðborg Bangla- desh. Hafði hún farið huldu höfði í tvo mánuði vegna líflátshótana af hálfu bókstafstrúarmanna í framhaldi af ummælum sem hún viðhafði í blaðaviðtali um Kóran- inn, helgirit múha- meðstrúarmanna. Var hún leidd fyrir rétt og henni lesin ákæra um að hún hefði misboðið íslam en dómari lét hana lausa gegn trygg- ingu. Taslima Nasrin hefur farið huldu höfði frá 4. júní sl. er ríkisstjómin fyrir- skipaði handtöku hennar fyrir að hafa sært trúarvitund þjóðarinnar með því að halda því fram í indverska dagblaðið Statesman að Kóraninn, hin helga bók múslima, þarfnaðist „gagn- gerrar endurskoðunar." Sjálf hélt hún því fram að ummæli sín hefðu verið slitin úr samhengi en blaðið hélt fast við frásögn sína. Áhyggjufull Ummæli Nasrin, sem er læknir að mennt en hefur helgað sig rit- störfum, ollu uppnámi og bók- stafstrúarmenn hétu peningaverð- launum fyrir að ráða hana af dög- um. Nasrin var þreytuleg og áhyggjufull er hún kom í dómshús- ið í fylgd herskara lögfræðinga en fyrir þeim fór Kamal Hossain fyrrverandi utanríkisráðherra Bangladesh. Hann hafði lagt fram bænarskjal fyrir hennar hönd en dómarar neituðu að taka afstöðu til þess nema hún kæmi sjálf fyrir þá. „Umsækjandinn sagði aldrei það sem honum er ætlað að hafa sagt og það hefur aldrei verið ásetningur hans að særa trúarvit- und nokkurs manns,“ sagði í bæn- arskjalinu. „Hafi ummæli, sem henni eru ranglega eignuð, sært trúarvitund einhvers manns harm- ar hún það og biðst innilega afsök- unar,“ sagði þar ennfremur. Lög- fræðingur ákæruvaldsins mót- mælti því ekki að Nasrin yrði látin laus gegn tryggingu en það er réttarfars- leg venja í Bangla- desh að synja ekki konu um að vera látin laus meðan beðið er réttarhalds. Aftur í felur „Ég óttaðist til- hugsunina við að gefa mig fram vegna líflátshótan- anna. Meira vil ég ekki segja á þessu stigi,“ sagði Nasrin við fréttamenn í Hún yfirgaf húsa- leið og lausnargjald hafði verið samþykkt, fór rakleiðis til heimilis síns í Dhaka til að hitta móður sína en hélt síðan á brott í einkabíl. „Okkur er óljóst hvar hún er niðurkomin,“ sagði lögreglumað- ur, sem stóð vörð við heimili Nasr- in, síðar. Skyldmenni neituðu að segja hvert hún fór, sögðust ótt- ast um öryggi hennar, en Aminul Huq saksóknari sagði að yfirvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að vernda Nasrin. Talsmenn lögregluyfirvalda og fréttaskýrendur sögðu of snemmt að meta hvort sú ákvörðun Taslimu Nasrins að gefa sig yfirvöldum á vald og auðsveipni í bænarskjali myndi duga til að friðþægja fjand- menn henna1'. „Það er ótímabært að fella dóma,“ sagði leiðtogi öfga- flokksins Jammat-e-Islami. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. dómhúsinu. kynnin um Hundruð þúsunda námamanna krefj- ast launahækkana Búkarest. Reuter. TUTTUGU þúsund kolanámumenn söfnuðust í gær saman í borginni Tirgu Jiu í Rúmeníu en þeir hafa verið í verkfalli í viku. Dumitru Popescu iðnaðarráðherra kom í gær til borgarinnar til viðræðna við leið- toga verkfallsmanna, en þeir hafa hótað að stöðva alla umferð um þjóðvegi landsins. Hann ávarpaði einnig mannfjöldann og sagðist hafa umboð ríkisstjórninarinnar til að semja um kröfur þeirra. Verkfallsmennimir fara fram á að laun þeirra verði hækkuð um 70% til að vega upp 172% verðbólgu í landinu. Til þessa hafa stjómvöld einungis boðið þeim 7% kauphækk- un sem verkfallsmenn segja „móðg- un og guðlast“. Verkfallið hófst á fimmtudag í síðustu viku er 15 þúsund kola- námumenn, sem starfa í Rovinari- námunum fyrir utan Tirgu Jiu, lögðu niður vinnu. Nokkrum dögum síðar höfðu 64 þúsund kolanámu- menn til viðbótar, í námum víðs vegar um Rúmeníu, einnig hafið verkfall auk 30 þúsund koparnámu- manna í borginni Deva. Popescu heldur þangað í dag. Tuttugu og fjórir námamenn eru í hungurverkfalli en læknar segja ástand þeirra ekki hættulegt. Miron Cosma leiðtogi stéttarfélags náma- manna í Jiu-dalnum hótaði því á þriðjudag að hann myndi halda með 200 þúsund námamenn til höfuð- borgarinnar Búkarest, ef einhver hungurverkfallsmannanna létist. Verkfallið hefur valdið orkuver- um miklum skakkaföllum en ríkis- stjórnin hefur ekki birt neinar upp- lýsingar um hið efnahagslega tjón. Stjórnarandstæðingar segja verk- fallið til marks um að Nicolae Vac- aroiu forsætisráðherra, fyrrum embættismaður kommúnistastjórn- arinnar, sé óhæfur til að stjórna landinu. Vænkast hagur Berlusconis Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, tekur við hamingju- óskum annarra ráðherra, eftir ræðu hans á ítalska þinginu i fyrradag. Pólitískur hagur for- sætisráðherrans hefur vænkast nokkuð á undanförnum dögum, ekki síst vegna þess að tveir helstu samstarfsflokkar hans í ríkisstjórninni, Norðurbanda- lagið og Þjóðarfylkingin, hafa lýst eindrægni sinni um styrka stjórn. Þá komst stöðugleiki á fjármálamarkaði, þar sem sýnt þótti að stjórnin myndi að minnsta kosti halda völdum til hausts. Talsmaður stjórnarinnar viðurkenndi þó, að það hefðu verið „pólitísk mistök“ af hálfu Berlusconi að bregðast ekki fyr við kröfu stjórnarandstæðinga, jafnt sem samstarfsmanna, um að hann gerði skarpan greinar- mun á hlutverki sínu sem for- sætisráðherra og sem einn eig- enda stórfyrirtækisins Finin- vest. íþróttagallar, íþróttaskór, bolir, sundfatnaður, úlpur, skíðagallar, regnfatnaður og margt fleira. pro rnax ambassadeur Besta ~ 7 ”7 Ambassadeur veiðihjól sem hefur verið smíðað! Tæknifeg fullkomnun og óbilandi styrkur •Áfta kúlulegur úr ryðfríu stúli • Heilsteypt grind úr renndu áli • Instant Ánti Reverse™ sveif varnar slaka á línu undir miklu álagi • Triple-Cross™ krosslöað línuröðun með kúlulegu varnar tlækju • Ultracast™nönnun • 25% léttari spóla úr sérstakri ólblöndu tryggir lengra kast • Innfelld festing til að hjólið sitji lágt ó stönginni - betra iafnvægi og stöngin verður þægilegri í hendi •FastCasf II™ þumalgrip auðveldar aftengingu við kast • Raðari úr títan mólmi • Hægt að aftengja raðara þegar kastað er - betra kast • Multi-Disc™ fjöldiskahemill með sérlega mjúku átaki • Miðflóttaaflshemill á spólu kemur í veg fyrir yfirsnúning • 4 mismunandi stærðir fyrir lax og silung • Hröð vinda með hlutfallinu 5,1:1 • Nýju Pro Max hjólin eru hönnuð at austurriska hönnuðinum Achim Storz og sænskum tæknimönnum Abu Garcia • Nýju Pro Max hjólin eru framleidd í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.