Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg bijóstagjafar- vika 1. til 7. ágúst 1994 VIKAN 1. til 7. ágúst er helguð bijóstagjöf um allan heim. Alþjóðlega bijóstagjafarvikan er orðin árviss viðburð- ur. Hún var fyrst haldin 1992 og er þetta því þriðja árið sem fyrsta vika ág- ústmánaðar er helguð bijóstagjöf. Dagsetn- ingin er valin í tilefni þess að Sameinuðu þjóðirnar héldu ríkj- aráðstefnu um rétt- indi barnsins 1. ágúst 1990 og samþykktu þar meðal annars að hvert barn ætti rétt á bestu hugsanlegri nær- ingu, sem er bijóstamjólk, og að efla skyldi bijóstagjöf um allan heim. Samtökin World Alliance for Breastfeeding Action (WABA) standa að skipulagningu alþjóð- legu bijóstagjafarvikunnar á hveiju ári, en WABA eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru í tengsl- um við ráðstefnuna um réttindi barnsins. Alþjóðlega brjóstagjafarvikan 1992 Árið 1992 var fyrsta alþjóðlega bijóstagjafarvikan helguð barátt- unni fyrir bamvænum sjúkrahús- um. Þessu átaki var hrundið af stað af Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðana (UNICEF) sem hluta af áætlun þeirra um heilbrigði fyrir alla árið 2000. Þau sjúkrahús sem vilja gerast bam- væn verða að fara eftir ákveðnum reglum sem settar voru fram í sameiginlegri yfirlýsingu þessara tveggja stofnana árið 1989. Þessi yfirlýsing felur í sér tíu þrep til velheppnaðrar bijóstagjafar, sem em undirstaða þess að geta orðið bamvænt sjúkrahús Ekkert íslenskt sjúkrahús hefur uppfyllt til fulls þessi tíu þrep og ekkert íslenskt sjúkrahús hefur held- ur sótt um að fá viður- kenningu sem barn- vænt sjúkrahús. í tengslum við fyrstu alþjóðlegu bij óstagj afarvikun a var stofnaður á veg- um kvennadeildar Landspítalans sam- starfshópur um bijóstagjöf. í þessum hóp era ýmsir aðilar heilbrigðisstofnana sem tengjast mæðrum og börnum. Sam- starfshópurinn hittist reglulega og hefur það markmið að efla bijóstagjöf á Islandi. Hefur hann m.a. gengist fyrir nám- skeiðahaldi um bijóstagjöf fyrir heilbrigðisstarfsfólk um allt land. Alþjóðlega brjóstagjafarvikan 1993 Alþjóðlega bijóstagjafarvikan 1993 var helguð -lengingu fæð- ingarorlofs og breytingum á vinnulöggjöf þannig að konum gefist tími til bijóstagjafar og annarrar umönnunar ungbarna. I þeim málum er víða pottur brotinn um allan heim. Alþjóðlega brjóstagjafarvikan 1994 Markmið alþjóðlegu bijósta- gjafarvikunnar 1994 er að vekja athygli fólks á þeirri vá sem notk- un bijóstamjólkurstaðgengla (þurrmjólkur) hefur í för með sér og þeim viðmiðunarreglum sem reynt hefur verið að koma á varð- andi markaðssetningu þeirra. Árlega líða meira en ein og hálf milljón barna óþægindi, veik- indi og dauða vegna þess eins að þau voru alin á öðru en bijósta- mjólk. Börn sem alin eru á þurr- mjólk eiga meiri hættu á melting- arfæra- og efriloftvegasýkingum, ofnæmi og offitu en þau böm sem alin era á bijóstamjólk og nýlegar Markmið alþjóðlegu brjóstagj afavikunnar 1924, segir Dagný Zo- ega, er að vekja athygli fólks á þeirri vá sem notkun bijóstamjólkur- staðgengla hefur í för með sér. rannsóknir benda til að sykursýki og ýmsir aðrir efnaskiptasjúkdóm- ar séu algengari hjá börnum sem ekki hafa verið á bijósti. Hvað mæður varðar má benda á að óhindruð bijóstagjöf veitir þeim konum sem ekki hafa aðgang að öraggum getnaðarvörnum vörn gegn þungun í allt að 3 ár og að auki benda nýlegar rannsóknir til að bijóstagjöf minnki líkur á bij óstakrabbameini. Mörg þeirra fyrirtækja sem framleiða þurrmjólk nota óprúttn- ar aðferðir við að koma vöru sinni á framfæri og bitnar það lang- mest á mæðrum og bömum í þró- unarlöndunum. í maí 1981 setti World Health Assembly fram viðmiðunarreglur varðandi markaðssetningu á bijóstamjólkurstaðgenglum, svo- kallaðar International Code of Marketing of Breastmilk Subst- itutes. Megininntak þessara viðm- iðunarreglna er að: * ekki megi auglýsa eða kynna vöru sem ætlað er að koma í stað bijóstamjólkur. * ekki megi gefa sýnishorn af slíkri vöru. * ekki megi kynna vörana á heilbrigðisstofnunum. * ekki megi kynna vörana eða mæla með henni við heilbrigðis- starfsfólk. * lesefni um vörana byggi á staðreyndum en sé ekki auglýs- ingalegs eðlis. * á merkimiðum vörunnar séu yfirburðir bijóstamjólkurinnar tí- undaðir og dregin upp skýr mynd af þeirri áhættu sem fylgir pelag- jöf. World Health Assembly mæltist til að allar ríkisstjórnir kæmu þess- um reglum á í sínu heimalandi. Dagný Zoega Nú gefst gullið tækifæri Eldhúsinnréttingar með tækjum á frábæru Profil eldhúsinnréttingar, böð og fataskápar. Fagor ofnar, helluborð, ísskápar og uppþvottavélar. Eldhúspakkinn sem allir ráða við, í samvinnu við Rönning. Vönduð vara og falleg á frábæru kynningarverði næstu daga. NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 44011 PÓSTHÓLF 167,200 KÓPAVOGI Eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir höfum við íslendingar ekki tekið þessar reglur upp. Þar sem stærstu þurrmjólkur- framleiðendurnir fara í engu eftir viðmiðunarreglunum um markaðs- setningu bijóstamjólkurstað- gengla, hafa ýmis mannúðarsam- tök farið þess á leit við almenning að h'ann sniðgangi vörur frá þess- um fyrirtækjum. Þessi áskorun virðist ekki hafa náð eyrum nógu margra þar sem sá þurrmjólkur- framleiðandi sem notað hefur ópr- úttnustu söluaðferðirnar er orðinn alger risi á matvælamarkaði um allan hinn vestræna heim og virð- ist ekkert ætla að láta af markaðs- herferð sinni. Hér á landi eru sælgætisauglýsingar þessa fyrir- tækis mjög áberandi, en enn sem komið er auglýsir það ekki þurr- mjólkiná, e.t.v. vegna þess að sam- keppnin um þurrmjólk er svo lítil hér þar sem á íslandi seljast mest tvær þurrmjólkurtegundir, þurr- mjólk þess og önnur svipuð frá fyrirtæki sem einnig brýtur viðm- iðunarreglurnar en á ekki eins stóra markaðshlutdeild í öðrum fæðutegundum á íslandi. Það er sorgleg staðreynd að þótt íslenskar konur séu allra kvenna duglegastar að hefja bijóstagjöf eftir fæðingu barna sinna, selst samt árlega gífurlegt magn af þurrmjólk, pelum og tútt- um, svo ekki sé nú minnst á snuð- in. Hvað það er sem veldur verður ekki skýrt með einni ástæðu en vafalaust væri mikill hluti þessarar þurrmjólkurnotkunar óþarfur ef rétt væri á málum haldið og fjöl- skyldur fengju öflugri fræðslu og stuðning við bijóstagjöfina. Sem betur fer horfir það til betri vegar með aukinni þekkingu heilbrigðis- starfsfólks á mikilvægi bijósta- mjólkurinnar og úrræðum þegar bijóstagjöfin gengur illa. Einnig vex Barnamáli, áhugafélagi um bijóstagjöf, stöðugt fiskur um hrygg og hjálparmæður þess fé- lags hafa mikla þekkingu á bijóstagjöf sem þær miðla fúsar þeim mæðrum sem til þeirra leita. í tilefni alþjóðlegrar bijósta- gjafarviku vill Samstarfshópur um bijóstagjöf leggja áherslu á mikil- vægi þess að á Islandi verði mörk- uð skýr stefna yarðandi markaðs- setningu bijóstamjólkurstað- gengla sem byggi á þeim viðmið- unarreglum sem settar hafa verið og hefur samstarfshópurinn leitað eftir upplýsingum frá heilbrigðis- ráðuneyti og landlækni um stöðu þessara mála á íslandi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur með sérmenntun í brjóstagjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.