Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKIPHOLTI 50B - SÍMI62 20 30 - FAX 62 22 90 Grafarvogur 4075 Glæsilegt „penthouse“ Stórglæsileg 150 fm „penthouse“-íbúð á tveimur hæð- um ásamt bílskúr. Eignin er nú þegar tilbúin undir tré- verk. Öll sameign fullfrágengin, þ.m.t. lóð og þílaplan. Skipti á ódýrari eign möguleg. Verð 8,9 millj. Til sölu eru eftirtaldar íbúðir: í Hamrahverfi, Grafarvogi eru 120 fm nýjar íbúðir með góðu útsýni. 2-4 svefnherb., góðar stof- ur, sérþvottahús, stórar svalir mót suðri og bílskúr. Þessu til viðbótar er rými í risi sem nota má á margan hátt. Við Stelkshóla í 3ja hæða húsi rúmgóð 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Gott útsýni. Stórar svalir mót suðri. ibúðin er nýmáluð, flísar á gólfum í stofu, baði og eldhúsi, parket í svefnherb. Áhugaverð íbúð. Við Snorrabraut 3ja herb. 90 fm íbúð á 4. hæð mót suðri. íbúðin er í nýju húsi og ætluð fyrir 55 ára og eldri. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. '0DAL FASTEIGNASALA Suðurlondsbraut 46, (Blóu húsin) 88*9999 Lækjasmári 78—80 Til sölu stórglæsilegar sérhæðir ásamt stæði í bílgeymslu. (búðirnar afh. fullb. að utan, tiib. u. trév. að innan. Neðri hæð 137 fm. Verð 11,1 millj. Efri hæð 142 fm ásamt 100 fm rishæð. Verð 11,8 millj. Greiðslukjör við allra hæfi. Jón Þ. Ingimundarson, sölumaður Svanur Jónatansson, sölumaður Helgi Húkon Jónsson, viðskiptofræðingur Ingibjörg Krisfjðnsdóttir, ritori, Ðröfn Agústsdóttir, gjoldkeri SÍHBRÉF 682422 0PIÐ KL.9-I8 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N. framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteigmasau Til sýnis og sölu m.a. eigna: í fremstu röð við Barðaströnd Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr, 221,2 fm. Frábært útsýni yfir sundin til Esjunnar og Akrafjallsins. 2ja herb. - gott verð - góð kjör Hraunbær 2. hæð, 53 fm. Sólsvalir. Langtímalán kr. 3,1 millj. Kríuhólar lyftuhús, 7. hæð, 63,6 fm. Ágæt sameign. Fráb. útsýni. Dunhagi 1. hæð, 56,1 fm. Sérinng. Tæki og innréttingar 3ja ára. Glæsilegar sérhæðir - eignaskipti Skammt frá Vesturbæjarskóla, 5 herb. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Gott timburhús - hagstæð eignaskipti Á kyrrlátum stað í Skerjafirði. Mjög gott timburhús, ein hæð um 150 fm. Þar af eru tvö herb. með sér inng. og sér snyrtingu. Eignarlóö 816 fm. Hveragerði - einbýlish. - eignaskipti Gott timburhús, ein hæð um 120 fm. 4 svefnh., rúmg. stofa. Bílskúr með geymslu um 30 fm. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Stór og góð við Hagamel 3ja herb. íb. á 4. hæð. Nýtt gler. Sér þvottaaðstaða. Ágæt sameign. Tilboð óskast. Einstakt tækifæri Fyrir smið eða laghentan: 6 herb. sér efrihæð á úrvalsstað í borg- inni. Bflskúr fylgir. Teíkning og nánari uppl. á skrifstofunni. Gnoðarvogur - sólrík - gott verð Sólrík 3ja herb. íb. á 2. hæð. Vel skipulögð. Vinsæll stáður. Tilb. óskast. í vesturborginni óskast 3ja herbergja íbúð. Opið á iaugardag. ALMENNA FAST EIGNASAl AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 NORDISK FORUM Ekkert lýðræði án þátttöku kvenna Turku, Morgunblaðið. VALGERÐUR Gunn- arsdóttir er formaður Nordisk Forum nefnd- arinnar á ísiandi og fulltrúi í stýrihópnum sem ber ábyrgð á öllu skipulagi og fram- kvæmd í Turku. Blaðamaður ræddi stuttlega við hana á miðvikudagsmorgun. Valgerður var þá nýbú- in að stjórna daglegum blaðamannafundum sem stýrihópur Nor- disk Forum stendur fyrir. Aðspurð um starfsemi stýrihópsins á sjálfu kvennaþinginu sagði hún að auk þess að bera ábyrgð á öllu, bæði fjárhags- lega og pólitískt, þá væri hlutverk hópsins að fylgjast með og sjá um að leysa öll vandamál sem koma upp. Þar fyrir utan stæði stýrihópur- inn fyrir fundum um frumbyggjakon- ur á Norðurlöndum, velferðarmál, kvennaþingið í Bejing og stöðu kvenna í þriðja heiminum. Fjöldinn sprengdi skipulagið Á svona stórri og viðamikilli ráð- stefnu getur margt farið úrskeiðis og nokkrar íslenskar konur fengu að kynnast því við komuna til Turku. Að sögn Valgerðar var vandinn falinn í stað- setningu og útliti nokk- urra íbúða í stúdenta- görðum. Nú hafa mis- tökin verið leiðrétt. Val- gerður sagði að íslenska undirbúningsnefndin væri að störfum á ráð- stefnusvæðinu og alltaf tilbúin að grípa inn í. Annað umkvörtunar- efni hefur verið að ná milli fyrirlestra í þeim kortershléum sem eru á milli þeirra. Valgerður sagði upphaflega hefði verið ætlað að ein- skorða kvennaþingið við háskólasvæðið en svo mörg framlög hefðu komið að allt skipulag hefði sprungið og fleiri hús hefði þurft til að koma öllu fyrir. íslenzkur fyrirlesari frá Alþjóðabankanum Daginn sem blaðamaður ræddi við Valgerði var hún á leið að halda fund um stöðu kvenna í þróunarlönd- unum sem stýrihópurim. stendur fyr- ir. Hún sagði að á fundinum ætti að ræða um þróun mála í ríkjum þriðja heimsins, stöðu kvenna og hvaða ráð væru vænleg til úrbóta. Fyrirlesarar á fundinum væru Vand- ana Shiva sem rekur rannsóknar- stofnun fyrir landbúnað í Indlandi og er vel þekkt baráttukona, Helga Jónsdóttir aðstoðarbankastjóri hjá Alþjóðabankanum og Majoria F. Thorpe frá UNIFEM. Valgerður sagði að Alþjóðabankinn hefði ákveð- ið að leggja sitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna í þriðja heiminum. Þessi ákvörðun kæmi m.a. til af því að Norðurlöndin hefðu barist fyrir því að þessum konum væri hjálpað og miklu máli hefði skipt í þeirri baráttu að norrænar konur hefðu verið í stöðum bankastjóra hjá bank- anum. Valgerður benti á að það skil- aði sér best að mennta konur þegar reynt væri að bæta efnahagsleg- og félagsleg gæði í þróunarlöndum. Þetta væru efnahagsleg rök sem Alþjóðabankinn færði fyrir ákvörðun sinni. Þegar konur væru menntaðar minnkaði t.d. ungbarnadauði í þess- um löndum, og einfaldlega væri ekki hægt að koma á fót lýðræði án þátt- töku kvenna. Blaðamaður spurði Valgerði að lokum hvernig henni fyndist kvenna- þingið hafa heppnast og sagði hún að hún væri mjög ánægð með það. Margt spennandi væri til umræðu og aðalvandamálið væri að velja hvetju ætti að fylgjast með þar sem mörg hudruð fundir og uppákomur væru í boði daglega. FYRIRTÆKIASALAN \/ADCI A Slðu™li15* Páll Bergsson VAiVJLA Sími812262 • Fax812539 Söluturn meö ís og skyndirétti Höfum til sölu vel staðsettan söluturn í eigin húsnæði, sam- tals 150 fm. Veruleg umsvif. Fyrirtækið er vel tækjum búið. Húsnæði og rekstur seljast saman. Verð 22-24 millj. Ál- og plastsmíði Til sölu er fyrirtæki, sérhæft í smíði úr ál- og plastprófílum. Fyrirtækið er rekið í ca 160 fm leiguhúsnæði. Góður og mikill tækjakostur. Verkefnastaða er góð. Verð 8,5 millj. Upplýsingar um ofangreind fyrirtæki og önnur á söluskrá okkar eru aðeins gefnar á skrifstofunni í Siðumúla 15 eftir hádegi virka daga. '&sucfi IqnOUœAjO' í 10 án FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA^O SVERRIR KRISTJAHSSONLOGGILWRfASTflGHASALI^M^^ SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVIK, FAX 687072 MIÐLUN SÍMI68 77 68 Sævangur — Hf. — tvíbýli. Vandað og gott um 400 fm tvíbýlish. f húsinu er mikiö aukapláss og bílsk. M.a. eru stórar stofur og arinn. Húsiö stendur við hraunjaðarinn í ótrúlega fallegu um- hverfi. Nýl. og gott hús með góðum inn- róttingum. Eignaskipti koma til greina. Logafold - laus fIjótl. I fallegu tvíbhúsi bjóðum viö mjög rúmg. 400 fm íb. sem er kj. hæð og ris. Á hæðinni eru m.a. 4 stór svefnherb., stórar stofur, fal- legt og rúmg. eldhús. í risi er mikiö pláss og á jarðhæð (kjallara) er 2ja-3ja herb. ósamþ. íb. Tvöf. bílskúr. Eign sem hentar tveimur fjölskyldum. Áhv. 8,5 millj. veðd. og húsbr. Verð aðeins 14,9 millj. Kringlan - sér inng. - laus fljótl. Vorum að fá í einkas. glæsil. íb. á sléttri jarðh. með sórinng. Rúmg. stof- ur, laufskáli útaf. Sórgarður. Fallegar innr. Parket og flísar á gólfum. Stæði í bíl- skýli. Verö 12,2 millj. Langagerði — einb. Mjög gott ca 215 fm einb. sem er kj., hæð og ris ásamt stórum bílsk. 3 stofur, 4 -5 svefn- herb. Parket. Fallegur garöur. Skipti á ódýrari eign. Hjardarhagi — skipti á dýr- ara. Falleg 135 fm íb. á 3. hæð. 3 svefn- herb. Skipti á dýrari eign í Vesturbæ. Verð 7,9 millj. Mávahlíd — hæð — líttu á verðið. Góð ca 150 fm efri hæð (hæð og ris) með sérinng. 5-6 svefnh. Parket. Þakkantur nýl. endurb. Mikil eign. Áhv. 5,6 millj. V. 10,5 m. Búðargerði. Rúmg. ca. 90 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð. 3 svefnh., rúmg. stofa, sólskáli útaf, rúmg. eldh. Skjólgóður stað- ur og frábær staðsetn. Áhv. 2,9 millj. Verö 8,3 millj. Njörvasund — 4—5 svefn- herb. Mjög rúmg. ca 122 fm sérh. í fallegu húsi. íb. er mjög vel skipul. og pláss er mikið. Stór stofa og fjögur svefn- herbergi. íb. er laus til afh. Lyklar á skrifst. Áhv. 4,4 millj. Verð 9,4 millj. Fálkagata. Háskólafólk og aðrir Vesturbæingar, til sjávar og sveita! Vorum að fá í einkasölu lítið en mikið endurn. einb. á einni hæð. 3 svefnherb. Verð 8 millj. Miðbærinn — hæð og ris. í gömlu húsi í miðbænum bjóðum við hæð og ris. Á hæðinni eru 2 svefnherb., stofa, eldh. og bað. í risi eru herb., geymslur o.fl. Alls eru 4 herb. í íb. Laus fljótl. Verð 6,9 millj. Islenskir jólasveinar í Turku Turku, Morgunblaðið. HANDVERKSKONUR milli heiða sýna hluta af framleiðslu sinni á verkstæði Katredalskolan, en þar er sérstök kynning á lífi og starfi vestnorrænna kvenna. Félagið var stofnað árið 1992 til að auka at- vinnu- og tekjumöguleika og stuðla þannig að því að byggð gæti hald- ist í þremur hreppum í Suður-Þing- eyjarsýslu þrátt fyrir verulegan samdrátt í landbúnaði. í félaginu eru 99 konur en á svæðinu búa tæplega 600 manns. Jóhanna Rögnvaldsdóttir var stödd í sýningarbás félagsins þegar blaðamann bar að garði. Hún er einn af stofnendum samtakanna og umsjónarmaður þess. Hún sagði að mikill áhugi hefði verið á vörum Handverkskvenna. Þær sýna ein- göngu hluti úr íslenksu hráefni og eru það mest minja- og nytjahlutir. -----♦ ♦ ♦---- > Islenzkur einleikur Turku, Morg-unblaðið. Á KVENNAÞINGINU í Turku er ekki eingöngu boðið upp á fyrir- lestra og umræðufundi heldur einnig mjög fjölbreytta menningar- dagskrá. Þar kennir ýmissa grasa og eru íslenskar konur með mörg athyglisverð framlög. Eitt af þeim er einleikurinn Skilaboð til Dimrnu eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Salurinn var fullur af áhorfend- um þegar Þórey Sigurþórsdóttir flutti leikritið á sænsku í fyrra skipti á Cafenoir sl. þriðjudags- kvöld. Verkið fjallar um uppgjör einmana konu við fortíðina, elsk- huga sinn og föður. Það tekur á ástinni, lífinu og tilgangi þess. Viðbrögð áhorfenda voru mjög góð. Fjöldi annarra eigna á skrá. Minnum á sýningar- sal okkar með myndum af öllum eignum á skrá. Opið á laugardag frá kl. 11—14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.