Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 21 Lengri skóladagur - lengra skólaár í STUTTRI grein í Morgunblað- inu 29. júní sl. voru birtar niður- stöður úr könnun sem þrír kennar- ar gerðu á viðhorfum foreldra til lengingar skólaársins og skóla- dagsins. Það er gott framtak að leita álits hjá foreldrum á grund- vallaratriðum í skólamálum en það er líka vandasamt verk einkum í ljósi þess hve upplýsingar til al- mennings um skólamál eru af skornum skammti hér á landi. Varðandi lengd skóladagsins segja greinarhöfundar að foreldrar séu ánægðir með núverandi stöðu. Hins vegar kemur líka í ljós í könn- uninni að flestir foreldrar 12 ára barna vilja að þau hefji nám kl. 8-9 á morgnana og ljúki því kl. 14-15 á daginn. Foreldrar 6 ára bama vildu líka að þau væru í skól- um frá kl. 8-9 til kl. 12-14. Þetta tel ég sýna eindreginn vilja um lengri skóladag því eins og hann er í dag hjá 12 ára nemendum þá byrja flestir kl. 8 en eru búnir fyrir kl. 13 og suma daga jafn- vel enn fyrr. Vikulegur kennslu- stundafjöldi 12 ára nemenda í 6. bekk eru 30 stundir og í 7. bekk 32 kennslustundir á viku. Frá þeim fjölda dragast oft kennslu- stundir þar sem bekkn- um er skipt, t.d. í myndmennt , heimilis- fræði eða sundi. Fæstir nemendur fá í kennslu í þessum greinum allan veturinn og ná því ekki umræddum 30 eða 32 stundum á viku. Sama máli gegnir um skóladag 6 ára barnanna, þau eiga að hafa 24 stundir á viku en fá þær sjaldn- ast allar vegna skiptinga af ýmsu tagi. Það er æði algengt að 6 ára börn séu komin heim til sín upp úr kl. 11 flesta daga vikunnar eða fyrir kl. 15 ef þau byija kl. 12. Dæmi veit ég úr nokkrum skól- um þar sem börnin hætta kl. 11 einn dag í viku vegna kennara- funda og lítill vinur minn var í skólanum frá kl. 8.10 til kl. 9.25 á mánudögum eftir jólin í vetur vegna þess að hann var ekki í myndmennt eftir áramót og ekkert kom í staðinn. Það tók því varla að fara í skólann fyrir 1 klst. og 15 mín. Núverandi lengd skóladags er því ekki í samræmi við óskir for- eldra ef marka má niðurstöður könnunarinnar eins og þær birtast í blaðinu. Annað sem vakti athygli mína var að könnunin sýnir að 37% for- eldra 6 ára barna vilja að þau geti hafið nám sitt á hádegi en samtím- is er sagt að áhugi á einsetningu sé mikill. í einsetnum skóla hefja öll börn skóladaginn sinn að morgni og þar er ekkert val um skólabyij- un á hádegi enda er morguninn talinn besti tími til náms. Þessi staðreynd styrkir þá skoðun mína að margir foreldrar átti sig ekki á hugtakinu einsetinn skóli og því hvaða kostir fylgja slíku skóla- skipulagi sem aðrar þjóðir hafa búið við um áratugaskeið. Víkjum nánar að lengingu skóla- dagsins en í viðræðum við foreldra hef ég heyrt nokkur mismunandi sjónarmið á því máli. Foreldrar í sveitum landsins sjá ekki þörf á lengri skóladegi. Skóla- aksturinn, allt að klukkustund hvora leið, bætist við kennslutím- ann svo að dagurinn er orðinn æði langur þegar börnin koma heim. Skólar í sveitum eru yfirleitt ein- setnir, þ.e. öll börnin eru á sama tíma í skólanum. Þar eru heitar skólamáltiðir og skólinn er miðdep- ill félagslífsins fyrir börnin. Nem- endur eru fáir í hveijum bekk og kennarinn getur því sinnt hveijum og einum betur. Heimilisaðstæður barnanna eru oftast aðrar en jafn- aldrar þeirra í þéttbýli búa við. Þau koma sjaldan að tómum kofanum heima eftir að skóla lýkur. Þessir fámennu sveitaskólar hafa því ágætar forsendur til að bjóða nemendum sínum kjörað- stæður til náms, án lengingar skóladagsins enda er algengt að hann sé nú þegar frá kl 9 til 15 hjá eldri nemendum. Dæmi um jákvætt framtak í skólamálum má sjá t.d.í Reykhóla- sveit og í Biskupstungum. Þar eru yngstu nemendurnir í skólanum eins lengi og þeir eldri. Þeir fá auk lögbundinnar kennslu fjölbreytt viðfangsefni af ýmsu tagi, s.s. tón- listarkennslu auk að- stoðar við heimanám. Þarna hafa sveitarfé- lögin aukið við kennsl- una að eigin frum- kvæði. Á höfuðborgar- svæðinu og á flestum þéttbýlisstöðum landsins eru aðstæður allt aðrar og hinn stutti skóladagur barnanna skapar margs konar erfið- leika fyrir þau og for- eldra þeirra. Því hafa t.d. Reykjavíkurborg, Hafnarfjörður, Garða- bær og Seltjarnarnes brugðið á það ráð fjölga kennslustundum eða bjóða lengri viðveru í skólanum. Foreldr- ar hafa tekið þessari þjónustu feg- ins hendi. Á Seltjarnarnesi og í Fossvogsskóla eru foreldrar mjög ánægðir með lengingu skóladags- ins og börnin kvarta ekki. Kannan- ir Heimilis og skóla á viðhorfum foreldra benda eindregið í þátt átt að á stærstu þéttbýlisstöðum lands- ins mundi lenging skóladagsins fram til kl. 14-15 hjá yngri nem- endum vera kærkomin skipulags- breyting. Áðalrökin fyrir lengingu skóla- dagsins eru þó menntarökin, nefn- inlega þau að skólinn þarf meiri tíma til að geta sinnt hlutverki sínu. Hann getur það einfaldlega ekki á þeim nauma tíma sem honum er skammtaður í dag. Ég mótmæli þeim fullyrðingum að með óskum um lengingu skóla- dags séu foreldrar að varpa ábyrgð- inni á uppeldi barna sinna yfir á skólann. Þvert á móti eru kröfur flestra foreldra um betri og lengri skóladag byggðar á umhyggju þeirra fyrir velferð barnanna. Kröfur flestra foreldra um betri og lengri skóla- dag, segir Unnur Hall- dórsdóttir, er byggur á umhyggju fyrir velferð barnanna. Skólinn er menntastofnun með fjölþætt hlutverk. Honum er ætlað að undirbúa börnin okkar undir líf og störf í afar flóknu samfélagi framtíðarinnar. Fái skólinn ekki nægilegan tíma til að sinna því sem af honum er krafist fer á verri veg. Mín skoðun er sú að námsleiði barna, aukin sérkennsluþörf og slök útkoma of margra í samræmd- um prófum eigi að hluta til rætur að rekja til þess hve lítill tími er til að glíma við verkefnin. Kennar- ar verða að keyra bekkinn í gegn- um námsefnið og sáralítið svigrúm er til að sinna sérþörfum slakra jafn sem dugmikilla. Þeir sem ekki vilja fleiri kennslu- stundir fyrir börn sín ættu kannski að setjast niður með námsskrána og skoða hvaða námsgreinum eða verkefnum ætti að sleppa. Annað hvort verður að fækka viðfangsefn- um eða bæta við kennslustundum. Ég er sannfærð um að foreldrar almennt vilja góðan skóla og góða menntun fyrir börnin sín. Einsetinn skóli með lengdum skóladegi þar sem blandað er saman leik og starfi, bóklegu námi, verklegum greinum, íþróttum, söng, dansi, vettvangsferðum og tengslum við atvinnulíf og aðra þætti samfélags- ins er sjálfsögð krafa foreldra fyrir hönd barna sinna. Fjölbreytt skóla- starf af þessu tagi er ekki dýrara fyrir samféiagið en það framboð tónlistarnáms og fþróttaþjálfunar sem mörg börn sækja en önnur börn fara á mis við t.d. vegna efna- hags foreldra. Samfélagsbreytingar síðus" áratuga hafa bitnað harkalega börnunum okkar. Eigi þau að gott veganesti út í lifið þurfa þ; öðruvísi skóla og annan skólatín en við foreldrar þeirra fengum. Þ; eiga líka rétt á að við foreld þeirra leggjum rækt við uppe þeirra og sýnum þeim ást og hlýj I sumum fjölskyldum er misbrest á því að þessum gi-undvallarþörfu barna sé sinnt en er þá ekki ei brýnna að skólinn hafi tíma til sinna lögboðnum skyldum sínun Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Þau styrktu Rauða kross íslands ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu uýlega og varð ágóðinn 2.1 krónur sem þau létu renna til Rauða krossins. Þau heita Dari Sandra og Jana Katrín. Unnur Halldórsdóttir NEYÐARSÖFNUN FYRIR FLOTTAFOLK FRÁ RÚANRA Tekið á móti framlögum í síma 91-626722. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum. Rauöi kross íslands Þriggja Rétta KvÖLDVÐmUR Rjómalöguö sjávarréttasúpa Ristaáur karfi með mango-appelsínusósu Marenskaka með súkkulaöimús og Grand Marniersósu Verðkr. 1.960 Shólabní Sími 62 44 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.