Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á BAKI hökulsins er smári með táknum kristinnar trúar. SÓLIN framan á höklinum kostaði mikla vinnu. Sigrún Jónsdóttir gerir hökul fyrir Grafarvogskirkju Miðnætursólin heillaði mig SIGRÚN Jónsdóttir, kirkjulista- kona, hefur nýlokið við að gera hökul fyrir Grafarvogskirkju, sem séra Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur þar mun skrýðast. Sigrún hefur fengist við gerð kirkjumuna i mörg ár og segir að líklega hafi hún gert um 200 hökla. Hökuliinn fyrir Grafarvogs- kirkju er grænn, með gylltu og rauðu mynstri. Að aftan er smári, sem í eru tákn kristinnar trúar, fiskur, fugl og þríhyrning- ur, sem er tákn heilagrar þrenn- ingar. Framan á höklinum er svo sólin. „Ég hef aldrei lagt eins mikla vinnu í jafn lítinn hlut á ævinni eins og þessa sól,“ segir Sigrún. Hún saumaði sólina í júní í íbúð sinni á Skólavörðustíg og í þakhýsinu þar sást vel eldrautt sólarlagið. Hún segist hafa unnið á nóttunni, sem sé mjög óvenju- legt þar sem yfirleitt vinni hún snemma á morgnana. „Ég varð fyrir svo sterkum áhrifum af miðnætursólinni," segir hún. „Hún hreif mig svo mikið að það sem ég bróderaði að morgni reif ég oft upp að kvöldi, því sólin var alltaf á hreyfingu. Hún varð að vera eins og hún er.“ Nú hafi sólin á höklinum hins vegar öðl- ast sjálfstætt líf og hún nái ekki til hennar lengur. í hökli Grafarvogskirkju er rauði liturinn áberandi í mynstr- inu og segir Sigrún að hann tákni kærleikann sem gefi lífinu gildi. Einnig er mikið gyllt sem er tákn trúarinnar. Hökullinn er ekki ekki sá fyrsti sem Sigrún vinnur fyrir séra Vigfús Þór, en hún hefur gert marga kirkjumuni fyrir Siglu- fjarðarkirkju þar sem hann þjón- aði áður og einnig fyrir fyrir- rennara hans. Hún segir að það sé þýðingarmikið að vera í nánu sambandi við prestinn þegar ver- ið er að búatil kirkjumuni. Sigrún býr og vinnur öllu jöfnu í Svíþjóð og hún segir að það sé langt síðan að hún vann að hökli hér á landi. „Það er langt síðan að ég hef unnið í svona sterkum tengslum við prest," segir hún. Sigrún hefur gert tvo aðra hökla fyrir Grafarvogskirkju, en annan er hægt er að nota báðum megin, þar sem hann er bæði fjólublár og hvítur. Einnig hefur hún unnið altarisklæði fyrir kirkjuna og á eftir að hanna klæði á predikunarstólinn sem tilheyri höklinum. Sigi’ún hefur ákveðnar skoð- anir á kirkjulist og segir að oft sé hörmulegt að sjá þá kirkju- muni sem til séu í kirkjum hér á landi. Ástæðuna segir hún meðal annars vera að hér sé kirkjulist ekki sýndur skilningur að sama skapi og til dæmis í Svíþjóð. „Kirkjurnar eru menningarstað-- ir og andlit hvers lands, því er hörmulegt að sjá marga þá kirkjumuni sem er að finna í ís- lenskum kirkjum," segir hún. Sænsk tilraun í Garðyrkjuskóla ríkisins með vikur sem ræktunarefni Aukinn áhugi erlendis á vikri sem ræktunarefni Morgunblaðið/Sig. Jóns. CATHERINE Petterson, Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Unn- steinsson í gróðurhúsinu þar sem tilraunin fer fram. Selfossi, Morgunblaðið. ÁHUGI fer vaxandi erlendis á um- hverfisvænum ræktunarefnum til ræktunar grænmetis í gróðurhúsum. Vikur er eitt þeirra efna sem til greina þykir koma í stað steinullar sem víða er notuð og þykir ekki nægilega umhverfisvæn. Sænskur garðyrkjukandídat hefur í sumar unnið að tilraun með ræktun græn- metis í vikri í Garðyrkjuskóla ríkisins í Reykjum í Ölfusi. Rannsókn Catherine Pettersson kandídats er Iokaverkefni hennar við landbúnaðarháskóla í Svíþjóð Um er að ræða samstarfsverkefni Garð- yrkjuskóla ríkisins og garðyrkjuvís- indastofnunar sænska landbúnaðar- háskólans í Alnarp. Rannsóknin fer fram undir handleiðslu Sveins Aðal- steinssonar sérfræðings sem starfar við skólann. Auk beins samanburðar við steinuli er athugað hvort kísill í ábuaðarvatninu geti haft jákvæð áhrif á uppskeru og viðgang plantn- anna. Tilraunin tengist rannsóknum samstarfshóps um ræktun í vikri, sem hefur meðal annars starfað við Garðyrkjuskólann í nokkur ár. Forsvarsmenn Garðyrkjuskólans og rannsóknarinnar telja að að með auknum rannsóknum á vikri og þar með kynningu erlendis aukist líkur á útflutningi vikurs sem ræktunar- efnis. Lokaverkefni Tilraun Catherine er lokaverkefni hennar. I tilrauninni er fylgst með efnaflutningi um plönturnar. Tekin eru sýni úr plöntunni sem efnagreind verða í Svíþjóð. Tilraunin fer fram í 12. lokuðum kerfum sem gerir mögulegt að fylgjast með magni líf- rænna efna sem koma frá rótum plöntunnar við ræktun hennar í vikri. Auk stuðnings frá sænska landbún- aðarháskólanum og Garðyrkjuskóla ríkisins greiða norrænir sjóðir kostn- aðinn við rannsóknina, þar á meðal NORFA, sem heyrir undir norrænu ráðherranefndina. Niðurstöður kynntar erlendis „Við höfum fullan hug á að halda þessu verkefni áfram og horfum fram til nýrra tilraunagróðurhúsa sem fyrirhugað er að reisa hér við skólann," saðgi Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskóla ríkisins. „Það er góð aðstaða hér við skólann cg mögulegt að gera enn betur með meiri tækni,“ sagði Sveinn Aðal- steinsson. Hann sagði að tilraunin gæfi meðal annars upplýsingar um gæði íslenska vikursins sem ræktun- arefnis og að þær færu mjög víða erlendis I ritum og skýrslum. Síðan verða niðurstöðumar skýrðar á stórri ráðstefnu í Hollandi í septem- ber. Alþjóðatengsl garðyrkjuskóla rík- isins em orðin veruleg að sögn Grét- ars Unnsteinssonar, en á hverju ári eru við skólann erlendir nemendur. Tveir nemendur frá Sviss og Noregi luku námi í vor og nú eru við skól- ann nemi í ylrækt frá einni virtustu stofnun Þjóðveija og annar í skrúð- garðyrkju frá danska landbúnaðar- háskólanum. Carlos Ferrer í Kolfreyjustaðarprestakalli Langar að færa kirkjuna nær fólkinu Prestar eru eflaust stærri hluti af lífi fólks í smærri byggðarlögum úti á landi en í höfuðborginni og ávallt þykir tíðindum sæta þegar nýr prestur tekur við prestakalli. Ekki er viðburð- urinn minni ef presturinn er ungur og óþekktur eins og á sér stað þegar nýr prestur tekur við Kolfreyju- staðarprestakalli í byijun september. Nafnið er líka fjarlægt, ber með sér suð- rænan andblæ, þó guðfræð- ingurinn sé alinn upp á ís- landi. Carlos Ferrer útskýrði góðfúslega hvaðan nafnið er komið þegar rætt var við hann í vikunni. „Ég Heiti eftir föður mínum. Hann var frá Puerto Rico. En nafnið er spánskt enda var landið nýlenda frá Spáni fram á öldina. Sem „ngur maður þjónaði faðir minn í banda- ríska hernum og kynntist móður minni, Ingrid Krúger, sem er þýsk, í Þýskalandi. Þau giftu sig árið 1960, ég fæddist svo ári síðar en missti ungur föður minn. Nokkru síðar kynntist móður mín íslensk- um háskólastúdent. Hann heitir Guðmundur Ólafsson og er núna forstöðumaður Fjarskiptaeftirlits- ins. Við mæðginin fluttumst með honum til íslands þegar ég var átta ára árið 1969.“ - Hvernig var fyrir þýskan strák að koma til íslands? „Flutningurinn var að mörgu leyti erfíður og aðstæður allt aðrar en ég átti að venjast í Þýskalandi. Ég fékk lykil um hálsinn til að komast inn í íbúðina á meðan móð- ir mín var að vinna og lék ég mér frjáls með félögum mínum. Að geta leikið svona lausum hala inn í miðri borg var alveg nýtt fyrir mér,“ segir Carlos. Hann fór fljótt í ís- lenskan skóla og síðar lá leiðin í guðfræðideild Háskóla íslands. - Hvers vegna valdir þú guðfræði? „Ég var trúaður sem barn og unglingur og guðfræðin var beint framhald af þeirri trú. Með henni vildi ég takast á við trúna á vits- munalegri hátt en áður. Ég kalla það forvitni. Ég vildi afla vitneskju um hvernig trúin getur staðið hlið annarrar mannlegrar hugsunar. Það hefur eiginlega aldrei hætt hjá mér. Eftir eins eða tveggja ára nám í guðfræði tók ég svo ákvörðun um að verða prestur." - Hefur þú starfað sem prestur áður? „Þegar ég útskrifaðist úr guð- fræðideild Háskólans árið 1988 var Yrsa, konan mín, prestur í Háls- prestakalla. Þar bjuggum við í tvö ár þangað til hún fékk stöðu hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Við fluttum út og smám saman áttað ég mig á því að ég var orðinn meiri Islendingur en ég hafði hald- ið. Ég hélt upphaflega að ég var að fara til eins konar heimkynna en komst fljótlega að því að svo var ekki. Maður var farinn að hugsa á íslenskum nótum og kom- inn með íslenskan húmor.“ - Kolfreyjustaður er langt frá Strassborg. Hvers vegna sóttir þú um prestakall svo fjarri borgarlíf- inu sem þú ert vanur? „Ég hefði ekki sótt um presta- kallið hefði ég viljað vera í stór- borg. Við fluttum úr 240 manna prestakalli að Hálsi í stórborg. Mér fannst það ágætt. En einhvern tíma fær maður nóg. Bömin eiga líka fáa félaga í borginni. Ef þau vilja leika við önnur börn utan skólatíma verður eiginlega að panta tíma hjá foreldrunum því önnur börn eru Ingibjörg, og Tumi. Morgunblaðið/Þorkell Carlos ► Carlos Ferrer er fæddur 2. mars 1961 í Heidelberg í Þýskalandi. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð jólin 1981 og lokaprófi frá guðfræði- deild Háskóla íslands haustið 1988. Undanfarin tvö ár hef- ur Carlos stundað framhalds- nám í samkirkjulegri guð- fræði í Tiibingen í Þýska- iandi. Eiginkona hans er séra Yrsa Þórðardóttir og börn þeirra Tumi 6 ára og Ingi- björg 3 ára. einfaldlega annað að gera en að leika sér úti. Þau eru á alls konar námskeiðum, í skóla og ég veit ekki hvað og hvað, og foreldrarnir þurfa að fylgja börnunum allt. Þannig er hægt að verða voðalega heftur í fjölmenninu. Ég held ég komi ekki til með að sakna þess. Annars er Fáskrúðsfjörður ekki smátt byggðarlag þó það liggi fjarri Reykjavík. Þarna búa 750 til 760 manns og stutt í Egilsstaði." - Fylgja nýjar áherslur nýjum sóknarpresti? „Ég veit ekki hvort mínar áhersl- ur eru nokkuð nýjar. En það sem mig langar sérstaklega til að gera er að færa kirkjuna nær fólkinu sem tilheyrir henni. Mig langar til að fólk hafi greiðan aðgang að mér, nái saman í kirkjustarfinu og margir axli einhveija ábyrgð. Mér fínnst að kirkjan eigi að veita fólki eins konar leiðsögn frá vöggu til grafar. Að menn snerti kirkjuna ekki aðeins tímabundið heldur séu nálægir alla tíð. Ég sá á Hálsi að slíkt getur gengið. En er samfélag- ið þar er reyndar minna.“ - Finnst þér að kirkjan og fólkið hafí fjarlægst og ef svo er gæti sökin að einhveiju leyti legið hjá kirkjunni? „Að leiða kirkju í stórborg er erfitt. Félagslegt framboð er mjög mikið og kirkjan er samkeppnisað- ili. Hún er ekki vön að lenda í þessu hlutverki og svo virðist sem við höfum stundum sofíð á verðinum fyrir breyttum tímum. En sem bet- ur fer held ég að það sé að breyt- ast. Annars er eitt af því sem ég sé við fámennið að einingamar eru smærri og auðveldara ætti að verða að koma inn í það starf sem fyrir er. Ég held líka að fólki finnst kirkj- an svolítið vera þar sem presturinn er, ekki ósvipað því að lögin séu þar sem lögreglan er. Ég vil vera sýnilegur og að fólk hafí alltaf aðgang að mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.