Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Gera við og breyta fatnaði „VIÐ GERUM við allt milli himins og jarðar í fatnaði", segja mæðgun- ar Dúfa Kristjánsdóttir og Jóhanna Harðardóttir sem eru eigendur saumaviðgerðarstofunnar Saum- sprettunnar í Veltusundi. Þær gera við og breyta fötum og leðurfötum. „Við erum fimm sem vinnum hérna, og það er alltaf opið á venjulegum verslunartíma, en samt er svo mikið að gera að við höfum varla undan.“ Mest er komið með buxur og jakka, mjög oft þarf að skipta um rennilás, stytta, þrengja og víkka. Lágmarksviðgerð kostar 400 kr. og dýrast er að þrengja axlir á jökkum eða um 2.500 kr. Að skipta um rennilás á buxum kostar 1.000 kr. og rennilásinn er innifalinn í verð- inu. Að þrengja jakka kostar frá 1.800 kr. Þær gera aðeins við fatn- að og einstaka dúka og gardínur, þannig að þeir sem þurfa að láta gera við tjaldið verða að leita annað. * Islensk parketsápa NÝLEGA kom á markaðinn íslensk parketsápa frá Nóa-Síríus og Hreini. Ekki er vitað til að slík sápa, sem sérlega er ætluð parketi og viðargólfum, hafi verið á markaðn- um hérlendis áður. Hreins-parketsápan hreinsar vel og hentar á öll bónuð og lökkuð parket- og viðargólf. 1 parketsáp- unni eru efni, sem vernda náttúru- legt útlit gólfefnisins. Parketsápan myndar áferðafallega gegnsæja hlífðarhúð, sem endurnýjast við hvern þvott og varnar því að óhrein- indi festist við gólfið, segir m.a. í fréttatilkynningu. KitchenAid Kóróna eldhúttim Mest selda heimilisvélin í 50 ár. íslensk handbók fylgir. Fæst um land allt. ///■• Einar Farestveit&Cohf. Borgartúni 28 Tt 622901 og 622900 WÍ-'F Þjónusta íþína þágu Dýrasti ís- inn 115 kr. dýrari en sá ódýrasti BARNAÍS með súkkulaði-dýfu kost- ar allt frá 75 krónum hjá Skalla í Reykjavík og Hafnarfirði og upp í 190 krónur í Blönduskálanum á Blönduósi, samkvæmt verðkönnun Neytendasíðunnar. Mismunurinn á ódýrasta og dýrasta ísnum nemur því hvorki meira né minna en 115 krónum. Þegar fjölskyldur eru á ferðalög- um þykir öllum gott að fá sér ís öðru hveiju. Ástæða virðist til að huga að því hvar verð er best eftir þessari könnun að dæma. Haft var samband við 26 sölu- skála víða um land og var eingöngu spurt um hvað barnaís í brauðformi með ídýfu kostaði. Staðirni' voru valdir af handahófi. Rétt er að taka fram að ekki er tek- ið tillit til gæða íssins auk þess sem stærðarmunur kann að vera einhver á milli einstakra aðila þegar af- greiddur er-barnaís. Sé reiknað út meða' ’erð hjá við- komandi stöðum, er það 139 krónur. Hvað kostar barnaís Morgunblaðið/Emilía Morgunblaðið/Árni Sæberg SAUMASTOFAN Saumsprettan Staður Esso-Patró, Patreksfirði 75,- Skalli, Reykjavík 75,- Grillskálinn, Ólafsvík 100,- Aktu taktu, Reykjavík 105,- Söluskálinn, Ólafsfirði 110,- Esso-skálinn, Blönduósi 115,- Fitjagrill, Njarðvík 115,- Söluskáli Skeljungs, Húsavík 120,- Bitinn, Egilsstöðum 125,- Hafnarbúðin, Höfn 125,- ísbúðin, Akureyri 130,- Hyrnan, Borgarnesi 140,- Brúarnesti, Borgarnesi 145,- Fossnesti, Selfossi 145,- Braut, Grindavík 150,- Brú, Hrútafirði *150,- Söluskáli Esso, Húsavík 155,- Ferstikla, Hvalfirði 160,- Frábær, ísafirði 160,- Þyrill, Hvalfirði 160,- Ábær, Sauðárkróki 165,- KS-Varmahlíð, Skagafirði 170,- Lindin, Akureyri 175,- Nýja bíó, Siglufirði 180,- Eden, Hveragerði 185,- Blönduskálinn, Blönduósi 190,- * Súkkulaðiídífa ekki til í Brú, Hrútaf. „Það er algengt að fólk komi með heilu fataskápana til okkar, t.d. koma ungar stúlkur með gömul föt af ömmu og mömmu af háaloft- inu og láta gera við og breyta. Að sjálfsögðu reynum við að koma til móts við þetta fólk og gefum því magnafslátt ef flíkur eru margar. Við erum líka í samstarfi við sjö verslanir í borginni. Það eru aðal- lega herrafataverslanir, og þá þarf að stytta eða þrengja buxur.“ „Fólk kemur með ótrúlegustu hluti í viðgerð, og oft er það að afsaka sig, til dæmis hvers vegna það geti ekki gert við sjálft. Stund- um koma viðskiptavinir með flík sem aðeins þarf að festa á tölu á, og það eru oft ekklar eða fráskildir karlar.“ Saumsprettan hefur starfað í sex ár og stofan hefur gengið það vel að ekki hefur þurft að auglýsa. Hvernig á að spæla egg ÞEGAR spælt er egg, springur oft rauðan og allt fer í klessu. Slíkt getur farið í skapið á manni, en til er gamalt er gott húsráð til þess að binda endi á þann vanda. Þá er þjóðráð að leysa málið og setja örlitla vatnslögg út á pönnuna með smjörinu, eða smjörlíkinu, og þar með er minni hætta á að eggin festist við pönn- una. Þá er hægt að ná eggjunum af pönnuni í heilu lagi, og einfald- ara verður að þrífa pönnuna á eftir. Verðkönnun vikunnar Uppskriftir Ferðamanna- straumurinn fylg- ir góða veðrinu ÓHÆTT er að mæla með heimsókn til Hríseyjar við þá ferðamenn, sem á annað borð ætla að leggja leið sína um Norðurland. Ferjan Sævar er með reglulegar siglingar frá Ár- skógssandi á tveggja tíma fresti til eyjarinnar frá kl. 9.30 til 23.30 og tekur siglingin um fimmtán mínútur. Eftir góða eins til tveggja tíma gönguför um eyna er gott að slappa af í hlýlegu umhverfi veitingahússins Brekku, sem starfrækt hefur verið frá árinu 1984 og heldur því upp á 10 ára afmæli sitt í sumar, nánar tiltekið síðustu helgina í ágúst. Eigendur Brekku eru hjónin Smári Thorarensen og Steinunn Siguijóns- dóttir. I eldhúsinu ræður ríkjum Reyðfirðingurinn Elís Árnason, sem er bæði matreiðslu- og kjötiðnaðar- meistari. Þetta er íjórðá sumarið hans í Hrísey, en á veturna starfar hann hjá Kjötiðju KEA á Akureyri. - fyrir golfara ""JLI „Mér líkar vel að vinna í Hrísey. Hér er maður í mun betra sambandi við kúnnana en á stærri veitingastöðum. í staðinn fyrir að vera sífellt yfir pottunum sest maður niður með fólk- inu og blandar geði við það á milli tarna.“ Elís segir að traffíkin fylgi gjarnan góða veðrinu. Fastir hópar frá Ferða- skrifstofu íslands, útlendingar, koma þrisvar í viku í hádeginu. Þeim er boðið upp á súpu og fisk. Fram til þessa hefur Brekka verið þekkt fyrir svokallað Galloway-nautakjöt, sem framleitt hefur verið í kynbótastöð- inni í Hrísey. Nú hefur verið snúið af þeirri braut að auglýsa það sér- staklega þar sem að framleiðsla Galloway-kynsins er nú í lágmarki. í staðinn hefur verið hafín ræktun á nýju og betra kyni í Hrísey og verða fyrstu steikurnar af því væntanlega tilbúnar á pönnuna árið 1996, að sögn matreiðslumeistarans. Félag íslenskra kúabænda hefur nú tekið við rekstri kynbótastöðvarinnar í Hrísey. Það nautakjöt, sem í boði er á Brekku nú, er sérvalið hjá kjötiðju KEA. Matseðillinn á Brekku er hinn girnilegasti á að líta og hefur veit- ingastaðurinn vínveitingaleyfi. For- réttir kosta frá 650 til 790 kr., fisk- réttir 1.280-1.380 kr., kjötréttir 1.950-3.050 kr., eftirréttir 590-690 kr. og grillréttir 470-1.290 kr. Sér- stakur matseðill er fyrir börnin þar sem verðlagið er frá 140-350 kr. Að þessu sinni leggur meistara- kokkurinn á Brekku okkur til upp- skriftirnar. Fyrir valinu varð forrétt- ur, sem á matseðlinum gengur undir Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir VEITINGAHÚSIÐ Brekka í Hrísey EIís Árnason, matreiðslu- og kjötiðnaðarmeistari. nafninu „Passion-leginn lax á fersku salatbeði með cokedressingu.1' í aðal- rétt völdum við „nautamedalíur með sveppum og lauk í ijóma“. Passion-leginn lax (fyrir fjóra) 400 g lax, skorinn í teninga laukur, fínt saxaður 1 tsk. sítrónupipar _______passion-ávaxtasafi_____ safi úreinum sítrónubát Allt sett í skál og passion-ávaxta- safa hellt í og látinn fljóta yfir. Geymt í ísskáp í um það bil tólf tíma og látið marinerast. Sósa 200 g majones coca-cola karrí aromat Majones sett í skál. Coke hrært saman við þangað til mátulega þykkt. Kryddað með karrí og aro- mat. Marineraður laxinn borinn fram á fersku salati með ristuðu brauði og sósunni. Nautamedalíur 800 g nautafile _________150 g sveppir____ 100 g laukur ___________lítri rjómi________ kjötkraftur Nautafile skorið í 100 g steikur, sem brúnaðar eru á pönnu eftir smekk. Þær teknar af og haldið heitum. Sveppir skornir í sneiðar og laukurinn skorinn í laukhringi. Laukur og sveppir brúnaðir á pönnu og Vi lítra af rjóma hellt út á. Látið sjóða þar til sósan þykknar. Kjöt- krafti bætt út í ef vill. Borið fram með bökuðum kartöflum og fersku grænmeti að eigin vali. @ í . « « € « I % 4 4 4 4 I v 4 4 í 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.