Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Mm FOLK ■ HAUKUR INGI Guðnason, sem skoraði annað mark unglinga- landsliðsins gegn Noregi í gær, er sonur þjálfarans kunna, Guðna Kjartanssonar frá Keflavík. Þetta var fyrsti landsleikur Hauks. I BJARNI Guðjónsson, sem leik- ur einnig með unglingaliðinu, er son- ur Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara KR. B BARCELONA er í æfingabúð- um í Hollandi og leikur á laugardag- inn við PSV. Liðið lék á þriðjudaginn við Groningen og gerði 5:5 jafn- mBB tefli. Rúmeninn prg Hagi klæddist þá Kjartani L. peysu Barcelona í Pálssyni fyrsta sinn og kunni 1 Hollandi vei vjg gig^ gerði tvö mörk. Mesta athygli vakti þó ungur piltur, Jordi Cruyff, sonur þjálfar- ans, en hann gerði þrjú marka Barc- elona. B JORDI er talinn einn alefnileg- asti knattspyrnumaður Evrópu, en kemst ekki í lið Barcelona þar sem pabbi hans, Johan Cruyff vill ekki gefa honum tækifæri enn sem kom- ið er. B PSV Eindhoven keypti á þriðju- daginn brasilíska knattspyrnumann- inn Ronaldo, en hann er aðeins 18 ára gamall og þykir minna um margt á Pele. Kaupverðið var tæpar 500 milljómr króna. B MÖRG lið hafa verið á eftir Ronaldo en hann ákvað að fara til PSV bæði vegna orða Romaríos og Johans Cruyffs sem sögðu gott fyrir hann að byija þar áður en hann færi til Italíu eða Spánar. Þetta virðist vera sama leið og Romarío fór á sínum tíma. KNATTSPYRNA Islenska drengjaliðið lagði Norðmenn í fyrsta leiknum ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu sigraði Noreg 2:1, ífyrsta ieik sínum á Norður- landamóti drengjalandsliða sem hófst í Danmörku í gær. Norðmenn skoruðu fyrsta mark- ið eftir stundarfjórðungs leik en íslenska liðið náði að jafna og komast yfir áður en flautað var til leikhlés. Enginn mörk voru síðan gerð í síðari hálfleik. Mörk Islands gerður þeir Árni Ingi Pjetursson leikmaður með KR og Haukur Ingi Guðnason leikmaður með ÍBK. Ásgeir Elíasson þjálfari liðsins sagði í samtali við Morgunblaðið að leikurinn hefði verið ágætur hjá strákunum. Hann sagði sigurinn sanngjarnan, íslenska liðið hefði reyndar verið taugaveiklað til að byija með, en hefði náð að jafna sig á því. Allir leikmennirnir nema einn, Ámi Ingi Fjetursson, voru að leika sinn fyrsta landsleik. Aðspurð- ur sagði Ásgeir að strákarnir hefðu allir staðið fyrir sínu og leikið vel, en nefndi þó sérstaklega að Árni Ingi hefði átt góðan leik. I dag leikur íslenska liðið við Englendinga sem taldir eru með sterkasta liðið í riðlinum. Ásgeir sagði að ensku strákarnir væru bæði sterkir og fljótir og leikurinn gegn þeim yrði því mjög erfíður. Á laugardaginn leikur liðið síðan gegn Dönum, sem einnig eru með sterkt Árni Ingi Pjetursson. lið. Á sunnudaginn verður síðan leikið um sæti. íslenska drengjalandsliðið lék ti! úrslita á síðasta Norðurlandamóti sem haldið var í Færeyjum en tap- aði úrslitaleiknum á móti Norð- mönnum með tveimur mörkum gegn engu. Aðspurður hvort stefn- an væri sett á úrslitaleikinn aftur sagði Ásgeir að það væri alltaf Morgunblaðið/Frosti Haukur Ingi Guðnason. óraunhæft að búast við slíku þegar andstæðingarnir væru þjóðir eins og Norðmenn, Danir og Englend- ingar, en stefnan væri auðvitað allt- af að gera sitt besta. Flestir leik- mennirnir væru að stíga sín fyrstu spor með landsliðinu og þetta mót væri hugsað fyrst og fremst sem æfingamót fyrir komandi Evrópu- keppni. Svíþjóð sigraði örugglega Kvennalandslið íslands í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði í gær gegn Sví- þjóð með 5 mörkum gegn einu á Opna Norðurlandamótinu sem haldið er í Þýskalandi. íslenska liðið fékk tvö góð-færi til að byija með leiknum sem ekki nýttust og um miðbik hálfleiksins gerðu sænsku stúlkurnar þijú mörk, öll eftir slæm varnarmistök. Margrét Ólafsdóttir skoraði eina mark ís- lands í fyrri hálfleik, úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á henni sjálfri. Svíar bættu síðan tveimur mörkum við í síðari hálfleik og inn- sigluðu sigur sinn. Logi Ólafsson þjálfari sagði að hitinn hefði gert liðinu erfitt fyrir, en um 35 stiga hiti var er leikurinn fór fram. Varnarleikur liðsins hefði verið slakur, og ekki bara öftustu línunnar. Hann var þó bjartsýnn fyrir leikinn gegn Finnum á föstu- daginn. Sigur í þeim leik þýðir að íslenska iiðið leikur um þriðja sætið á mótinu. golfmót fyrir trésmíðameistara, múrarameistara, pípulagningarmeistara, málarameistara og veggfóðrarmeistara haldið sunnudaginn 7. ágúst 1994 á Kiðjabergi í Grímsneshreppi. VEGLEG VERÐLAUN. Skráning í símum 36977 og 31277. Sími í golfskála 98-64495. OPNA REYKJALUNDAR- MÓTIÐ HÁFORGJAFARMÓT í GOLFI Laugardaginn 6. ÁGÚST 1994 Mótsstaður..: Skráning : Framkvæmd: Bakkakotsvöllur Mosfellsdal. Sími 668480 Fimmtudaginn 4. ágúst og Föstudaginn 5. ágúst klukkan 16,00 til 22,00 í síma 668480. 18 holu höggleikur, með og án forgjar, karla- og kvennaflokkur. Byijað að ræsa kh 8,00 Þátttökuréttur, kylfingar - forgjöf 20 og hærri. 1.2.og 3. verðlaun með og án forgjafar karla og kvennaflokki auk nándarverðlauna á par 3 brautum. Munið forgjafarskírteinin. Mótsgjald kr. 1.500 Styrktaraðili: Vinnuheimilið Reykjalundi Golfklúbbur Bakkakots Mosfellsdal HANDKNATTLEIKUR Valsmenn fyrst gegn nýliðum HK Islandsmeistarar Vals í handknatt- leik heíja titilvörnina gegn nýlið- um HK að Hlíðarenda miðvikudag- inn 21. september, en þá hefst Is- landsmótið með 1. umferð í 1. deild karla. Deildarmeistarar Hauka taka á móti Stjörnunni, KA og Víkingur leika á Akureyri, ÍR fær Aftureld- ingu í heimsókn, bikarmeistarar FH sækja Selfoss heim og KR og ÍH mætast í Laugardalshöll. 1. deild kvenna hefst laugardag- inn 1. október. íslandsmeistarar Vík- ings taka á móti Haukum, Fylkir og Valur mætast, ÍBV og Ármann, Grótta og KR og Stjarnan og FH. HANDKNATTLEIKUR Fjórir Svíar í héims- liðinu Bengt Johansson, landsliðsþjálf- ari Svía, hefur valið heimsliðið í handknattleik, sem leikur gegn Þýskalandi í Liibeck 8. september. Leikurinn er ágóðaleikur fyrir börn í Sarajevo. Johansson valdi fjóra af leik- mönnum sínum í heimsliðið, sem er þannig skipað: Markverðir Andrej Lavrow, Rússlandi og Thomas Svensson, Svíþjóð. Aðrir leikmenn: Jan E. Jörgenson, DanmÖrku, Magnus Wislander, Svíþjóð, Juan Alemany, Spáni, Andrej Parashenko, Hvita- Rússlandi, Wasili Kudinov, Rúss- landi, Marc Baumgarter, Sviss, Irf- Marc Baumgarter, skyttan snjalla frá Sviss. an Smajlagic, Króatíu, Pierre Thorssen, Svíþjóð, Jackson Ric- hardson, Frakklandi, Per Carlen, Svíþjóð, Stefan Kretzschmar, Þýskalandi og Erik Hajas, Svíþjóð. í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Stjörnuvöllur: Stjarnan - ÍA...19 Kaplakriki: FH - Valur.........19 Vestm.ey.: ÍBV - Breiðablik....19 Keflavík: Keflavík - KR........19 ■KR-klúbburinn gengst fyrir hóp- ferð á leikinn. Lagt verður af stað kl. 18 frá KR-heimilinu. 4. deild C: Siglufj.: KS - Neisti H.........19 HELGARGOLF Unglingameistaramótið Unglingameistaramótið hefst á morgun í Grafarholtinu og munu unglingarnir leika fram á sunnudag. Landsmót eldri kylfinga Landsmót eldri kylfinga verður í Leirunni og hefst í dag kl. 10 árdegis. Keppendur eru 140 og mótinu lýkur á laugardag. Húsavíkurmótið Opna Volvo - B.K. móitð verður haidið á Húsavík um helgina. Leiknar verða 36 hoi- ur með og án forgjafar. Keilir Opna Kays-mótið verður hjá Keili á laugar- dag. 18 holur með og án forgjafar. Kjölur Opna Stöðvar 2 mótið verður haldið ! Mos- felisbænum á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Selfoss Opna Citizen-mótið verður á Svarfhólsvelli á laugardag. 18 holur með og án forgjfar. Bakkakot Opna Reykjalundarmótið verður á Bakka- kotsvelli á laugardag. Leiran Bláalónsmótið verður í Leirunni á sunnu- daginn. 18 holur með og án forgjafar. Flúðir Opna Límtrésmótið verður að Flúðum á sunnudag. 18 holur með og án forgjafar. Leiðrétting í umijöllun um leik Þórs og FH i Morgun- blaðinu sl. föstudag féllu niður nöfn nokk- urra FH-inga í einkunnagjöf blaðsins vegna mistaka. Þorsteinn Jónsson fékk |>ar eitt M en átti að fá tvö og nöfn eftirtalinna leik- manna féllu niður í upptalningu yfir þá leik- menn sem fengu eitt M; Auðun Helgason, Petr Mrazek, Ólafur H. Kristjánsson, Hrafn- kell Kristjánsson og Drazen Podunavac.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.