Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk Reyndu aldrei að kyssa einhvern í gegnum íþrótta- grímu! NEVER TRy TO KI55 50MEB0PV THR0U6H A CATCHER'5 MA5K! . 4-20 O 1994 Umted Fealure Syndicate. Inc. c'Z/lJfM. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Fyrsta ársmót Reynifellsættar Frá Þór Jakobssyni: FYRSTA ársmót Reynifellsættar verður haldið að Laugalandi í Holt- um laugardaginn 13. ágúst 1994. Mun það hefjast kl. 14 og standa til kl. 18. Þeir sem tök hafa á geta þó dvalist lengur og pantað sér gistingu til næsta dags á sumar- hótelinu, innanhúss eða á tjald- stæði. Með þessu fyrsta ársmóti Reyni- fellsættar verður riðið á vaðið með tilraun til að halda slíkan fagnað árlega. Farið verður hægt í sakirn- ar að þessu sinni sökum hins skamma fyrirvara en þeim mun betur verður vandað til næstu sam- funda, að öllum líkindum að ári. Laugardaginn 13. ágúst nk. verður kaffi á boðstólum í Laugalandi, kynni munu takast með ættmenn- um úr Reynifellsætt og þá munu verða kynnt störf ættfræðinefndar Reynifellsættar. Fjórar ættkvíslir Reynifellsætt er rakin til hjóna sem bjuggu á Reynifelli í Rangár- vallahreppi á árunum frá því um það bil 1760 til 1790. Þau hétu Þorgils Þorgilsson (1718-1763) og Guðrún Erlendsdóttir (1722- 1798). Þau eignuðust sex börn og náðu fjórir synir fullorðinsaldri. Er margt manna frá þeim komið og má til hægðarauka skipta Reyni- fellsætt í íjorar ættkvíslir raktar til þeirra bræðra, en þeir hétu Magnús (1748-1814) í Tungu, Sig- urður (1752-1813) í Bolholti, síðar í Stúfholti og Kambi í Holtum, Jón (1757-1824) á Rauðnesstöðum og Finnbogi (1760-1833) á Reynifelli (Rangvellingabók Valgeirs Sig- urðssonar, 1982). Bærinn Reynifell liggur við fjallsrætur Þríhyrnings, norðanvert. Öflun upplýsinga og tölvuskrán- ing Reynifellsættar hófst fyrir 5 árum og hafa nú verið skráðir um 7.500 niðjar þeirra Þorgils og Guð- rúnar, ásamt mökum og tengdafor- eldrum niðja. Er hér um ærna vinnu að ræða eins og gefur að skilja. Það afrek hafa unnið mæðgurnar Selma Egilsdóttir á Selfossi, áður á Hvolsvelli, og Kristín Auður Jóns- dóttir í Garði á Suðurnesjum, nú nýflutt til Noregs. Vonir standa til að niðjatal með hinum fjórum ætt- kvíslum Reynifellsættar verði gefið út í nokkrum bindum með tíð og tíma. Undirbúningsnefnd Upplýsingar um fyrsta ársmót Reynifellsættar 13. ágúst nk, gefa eftirtaldir í undirbúningsnefnd: Þór Jakobsson veðurfræðingur og Selma Egilsdóttir ættfræðingur (s. 98-21917). Ennfremur fást upplýs- ingar í síma 98-76543 að Lauga- landi í Holtum (Inger Nielsen). Undirbúningsnefnd hvetur alla af Reynifellsætt að bregða sér á fyrsta ársmótið sem nú er í vænd- um. Það skal að lokum tekið fram að gamlir og ungir Rangæingar eru velkomnir að taka þátt í fagnaðin- um hvort sem þeir eru af Reyni- fellsætt eða ekki. ÞÓR JAKOBSSON veðurfræðingur, Espigerði 2,108 R. Að færa til aldamótin Frá Þórði Guðmundssyni: ÞANN 21. júlí síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu undir yfir- skriftinni: „20. öldin hvenær lýkur henni.“ Sigurbjörn Guðmundsson fer á kostum við að rökstyðja það að þessi áratugur hafi byijað 1. jan- úar 1991 og endi 31. desember 2000. Þessi grein var allsérstök og sé ég mig knúinn til að mótmæla örlítið þessari grein. Núll hross Sigurbjöm fór í hugskoti sínu út í haga ásamt tveimur vinum sínum til að telja fimm hross. Vinir hans tveir töldu fímm hross en Sigurbjörn aðeins fjögur. Síðan verður til ágreiningur sem stendur enn í dag. Það er vegna þess að hann bendir á hross og segir „0“, svo á næsta hross og segir þá „1“, og heldur síðan áfram. Satt best að segja þá er táknið „0“ tákn fyrir ekki neitt. Það er ekki hægt að nota það eins og venjulegt töluorð. Með því að núllgreina hluti eru þeir taldir eins og þeir séu ekki til. Þannig var fyrsti hesturinn núllgreindur eins og um engan hest væri að ræða. Angurgapar Þá var hoppað til baka í tímatal- inu. Segir Sigurbjörn „að upphafs- menn tímatals okkar hafi verið slík- ir angurgapar að þeir hafi byijað talninguna á einum í stað þess að byija á núlli". Upphafsmenn tíma- talsins gátu ekki farið að byija tíma- talið á núlli þar sem þetta tákn er ekki töluorð og það er ekki hægt að hafa ár með yfirskriftinni og tákninu „0“ sem táknar ekki neitt. Þess vegna var ákveðið að láta tíma- talið byrja frá núlli en ekki á núlli. Sem sagt, byijað er á einum og áfram. Af þeim sökum geta ekki upphafsmenn tímatalsins talist „angurgapar". Heilbrigð skynsemi Þó að tímatalið byiji á einum, þá er ekki þar með sagt að við förum að slíta í sundur áratugi og jafnvel færa til aldamót. Ef síðasta ár 20. aldarinnar er árið 2000 þá er um leið búið að færa til aldamótin um eitt ár! Þá byijar 21. öldin ári 2001! Það er enginn tilgangur í því að ofurselja sig þannig tölunum að heilbrigða skynsemi vanti. Núll verður að tölu þegar því er bætt aftan við töluorð og myndar töluorð ásamt því. Þannig verður fyrsta ár þessa áratugar 1990 en ekki 1991 þar sem núllið kemur á undan einum en það gagnast ekki að taka núllið eitt og sér, fara með það út í haga og ætla sér að telja hross! Síðasta ár þessarar aldar er 1999. Og hljóta flestir að vera sam- mála um það. Með þökk fyrir birt- inguna. ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON, guðfræðinemi, Laugarnesskóla 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.