Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Til Mistar TONLIST Skálholts- k i r k j a Flytjendur: Hrafn- hildur Guðmundsdótt- ir, söngur, Guðrún Birgisdóttir, flautu, Martial Nardeau, flautu, Elísabet Wa- age, hörpu, Helga Ing- ólfsdóttir, sembal, Örnólfur Kristjáns- son, selló. Kórstjórn: Gunnsteinn Ólafsson, kór skipaður ellefu söngvurum. 30. júlí 1994. Mist Þorkelsdóttir Helga Guðmundsdótt- ir í Galleríi Sautján FRÁ - og til - getur til dæmis afmarkáð tíma- bil eða æviskeið, tíma sem engnn fær að vita hvenær lokað verður á, sum- um gefinn langur tími öðrum stuttur. Skrefin virðast skilja eftir misdjúp spor við þessa ferð þroska. Á efnis- skrá tónleikanna voru ijögur verk fyrir söng eftir Mist Þorkelsdóttur, Magnificat, fyrir kór, Dicamus grac- ias, fyrir alt-rödd, barokkselló semb- al og kór, hvorutveggja samið 1990. Hugleiðing fyrir tvær barokkflautur hörpu- og kór og Alleluia fyrir kór, tvö síðari verkin frumflutt á tónleik- unum. Þótt Mist sé enn ung að árum hefur hún náð góðri fæmi í að skrifa fyrir hljóðfæri sem vel mátti heyra á tónleikunum hér fyrr um daginn. Margir halda að lítill vandi sé að skrifa fyrir söngrödd, eða söngradd- ir, þar séu möguleikarnir svo miklu Nýjar bækur ■ Út er kominn 43. pakki íslenska kiljuklúbbsins hjá Máli og menn- ingu og hefur hann að geyma þijár bækur. Þær eru Hvalirnir í Tang- anyikavatni eftir Lennart Hager- fors, Engill, pípuhattur og jarða- ber eftir Sjón og Ljúf er sumar- nótt í Færeyjum eftir Jógvan Is- aksen. Sænski rithöfundurinn Lennart Hagerfors hefur komið til íslands og kynnt verk sín, og hefur Lesbók Morgunblaðsins birt sögu eftir hann. Skáldsagan sem íslenski kiljuklúbburinn gefur nú út byggist á leiðangri Stanleys til Afríku árið 1871. Asgeir Ásgeirsson þýddi söguna o g er hún gefin út með styrk frá Norræna þýðingarsjóðnum. Kápu gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir; bókin er 169 síður og kostar 799 krónur. Skáldsaga Sjóns kom fyrst út fyrir fimm árum. Þetta er saga um ungt fólk í samtímanum. Kápuna hönnuðu þeir Sjón og Þór Eldon; bókin er 139 blaðsíður að lengd og kostar 799 krónur. Sakamálasaga Jógvan Isaksen kom fyrst úr í Færeyjum árið 1990 og síðar í Danmörku á dönsku. Þýðinguna gerði Ásgeir Ásgeirs- son. Kápuna hannaði Næst; bókin er 224 blaðsíður og kostar 799 krónur. Skiptibók klúbbsins er Hamlet eftir William Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar og kostar 787 krónur. Bækumar eru allar prentaðar í Skotlandi. ■ Út er komin ljóðabókin Hugar- fóstur á vegum höfundar, Eiríks H. Thorarensen, í samvinnu við Braga Halldórsson. Bókin inni- heldur 29 ljóð og ljósmynd á kápu gerði Elín E. Thorarensen. Bókin fæst hjá höfundi. ■ Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð hafa gefið út bók- ina Norden - Kvinners paradis? Ritstjórar hennar éru Brit Fougner og Mona Larsen-Asp. í bókinni em greinar, pistlar og ljóð eftir höfunda frá öllum Norðurlöndunum. Frá ís- landi birtist greinar eftir Sigurð Svavarsson og Stefaníu Trausta- dóttur. Bókin er gefín út bæði í til- efni af Nordisk Forum í Finnlandi og verður sérstaklega kynnt þar í tengslum við umræðu um jafnréttis- mál. Hún verður einnig gefin út á ensku fyrir kvennaþing Sameinuðu þjóðanna í Beijing árið 1995. færri en í hljóðfæmn- um. Og rétt er það að hljóðfærin hafa miklu fleiri litasamsetningar en söngröddinn eða kór- inn, en þar kemur ein- mitt vandinn, að gera kórþáttinn áhugaverð- an. Til þess þarf, held ég, að þekkja mögu- leika söngraddarinnar mjög vel og einnig tak- markanir og hér er Mist ennþá í miðju skrefi. Þættimir fjórir gætu verið liðir í einfaldri messugjörð, en þrátt fyrir oft fínleg vinnu- brög, of eintóna sem konsertnúmer. Hrafn- hildur Guðmundsdóltt- ir, með sína fallegu rödd, skilaði ekki fullnægjandi sínum hluta í Dica- mus gracias, til þess vantaði helgi og einföldun í flutninginn. Kórinn náði því miður heldur ekki að lyfta verkunum, til þess var hann of dauf- ur og litlaus, hugsaði of mikið um að syngja hreint, sem hann gerði þó ekki alltaf, og spennu - expressivo - vantaði í flutninginn auk þess sem hlutföll milli radda voru hljómnum í kirkjunni óhagstæð. T.d. var bassin of veikur og vildi hljómurinn því verða einhvemveginn botnlaus. Þrátt fyrir þetta er Mist Þorkelsdóttir lof- andi tónskáld. Hún virðist skrifa af þörf fyrir að skapa, hefur sinn eigin persónulega stíl og góðar óskir fylgja henni í skrefínu sem er óstigið. Ragnar Björnsson HELGA Guðmundsdóttir sýnir vatnslita- og akrýlmyndir í Gall- eríi Sautján, Laugavegi 91, dag- ana 5. ágúst til 5. september. Helga er fædd í Reykjavík og hefur starfað að myndlist í frí- stundum í nokkur ár. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Hún hefur sótt ýmis námskeið í teikn- ingu og málun undanfarin ár og hyggur á frekara nám í framtíð- inni. Flestar myndanna eru vatnslita- myndir, en nýlega byijaði Helga að vinna með akrýl og sýnir nokk- ur þeirra verka nú. Allar myndirn- ar eru málaðar á síðastliðnum þremur árum. Gaileríið er opið frá kl. 11-18 á mánudögum, kl. 10-1'J frá þriðju- dögum til fímmtudaga, kl. 10-19 á föstudögum og kl. 10-16 á laugardögum. Langi Seli og Skuggarnir. Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Reynisson. Nl+. sveit Stefáns P. og lyfir öllu í æðri satírískar hæðir með ótrúlegu lagi, Rokk og ról, sem sómt hefði sér vel í Austurbæjarbíói fyrir 30 árum eða svo. Viðlagið eitt er nóg til að menn skelli uppúr, en þegar „Fjörkálfarn- ir“ Ómar Ragnarsson og Hermann Gunnarsson bregða á leik í næsta lagi, Allir í fjörið, líta menn ósjálf- rátt á dagatalið til að gá að ártal- inu. Sniglabandið gefur svo lítið jarðsamband áður en Haraldur Reynisson fer að syngja um „flösk- una“. Það kemur síðan í hlut Rabba að koma hlustandanum niður á jörð- ina eftir þennan ótrúlega útúrdúr, en eftir þetta er lygn sjór með Silfur- tónum, Langa Sela og félögum og Mannakomum, áður en komið er að endurteknu efni; Pálmi Gunnars- son flytur ótrúlegan mærðartexta Ómars Ragnarssonar um „íslensku konuna"; lag sem var væmið og leiðinlegt þegar það kom út á jóla- plötu Omars og því óþarfi að gefa það út aftur. „Já takk“ er sérkennilegur samtíningur um margt. Á plötunni eru ágætis lög hljómsveita sem mættu gjarnan láta í sér heyra aft- ur, en gæðasían hefur bilað ein- hversstaðar í vinnsluferlinu. Árni Matthíasson SNIGLABANDIÐ & Borgardætur. Sumarsamtíningur TONLIST Poppblanda „JÁ TAKK“ Ýmsir flytjendur á disknum „Já takk“; Nl+, Silfurtónar, Sniglaband- ið & Borgardætur, Langi Seli og Skuggamir, Mannakom, Haraldur Reynisson, Fánar, Hljómsveit Stef- áns P., Ómar Ragnarsson og Her- mann Gunnarssson, Rafn Jónsson, og Pálmi Gunnarsson. Japís gefur út, 64,29 mín. 1.990 kr. SAFNDISKAÚTGÁFA stendur með blóma. Flestir safndiskar eru sambland erlendra popplaga og inn- lendra, en stöku diskar eru með ís- lenskri tónlist eingöngu, þar á með- al „Já takk“ sem Japís gefur út og á eru sautján lög ýmissa flytjenda, Nl+, Silfurtóna, Sniglabandsins & Borgardætra, Langa Sela og Skugganna, Mannakoma, Haraldar Reynissonar, Fána, Hljómsveitar Stefáns P., Omars Ragnarssonar og Hermanns Gunnarsssonar, Rafns Jónssonar og Pálma Gunnarssonar. Tónlistin er upp og ofan, sem von- legt er með svo ólíka listamenn, en því verður ekki neitað að sitthvað á disknum hefði að skaðlausu mátt liggja óútgefið. Nl+, hljómsveit Sigríðar Bein- teinsdóttur og félaga, á tvö lög á disknum, dægileg popplög en líf- laus. Fyrra laginu spillir illilega mássöngur Sigríðar og misheppnuð fyndni í útsetningu seinna lagsins er ekki til að gera það eftirminni- legt, þó lagið sjálft sé ekki ílla gert. Silfurtónar láta í sér heyra eftir nokkurt hlé með tvö lög á disknum í sínum sérkennilega stfl. Fyrra lag- ið, Tælandi fögur, er ekki fullburða, þó þekkilegt áheyrnar, en síðara lagið, um Jóa mussu, er öllu skemmtilegra, þó það þurfí meiri hlustun. Textinn í því er sérdeilis góður. Apríkósusalsa með Sniglaband- inu og Borgardætrum er gott dæmi um „gervisalsa"; í raun hreinræktað popp. Lagið gengur þó ágætlega upp en annað lag Sniglanna á diskn- um, Sveifla og galsi, er frekar klénn samsetningur. Lítið hefur heyrst til Langa Sela og Skugganna frá því sveitin sendi frá sér eina bestu breiðskífu seinni ára. Sveitarmenn hafa þó verið iðn- ir með ýmusm öðrum sveitum þar til þeir ákváðu að taka upp þráðinn snemmsumars. Á „Já takk“ má ,þeyra að litlar breytingar hafa orðið á tónlistargrunni þeirra félaga; ef eitthvað eru lögin tvö á „Já takk“ öllu hrárri en þau sem áður hafa komið, en Um leið full kraftlítil þó viða séu góðir sprettir. Mannakom eru líklega með lang- lífari rokksveitum, þó ekki hafi sveitin starfað með látum. Hún læt- ur þó á sér kræla af og til með góðum árangri, enda er Magnús Eiríksson helsti popplagasmiður þjóðarinnar. Fyrra lag sveitarinnar á disknum fer þó fráleitt í meistara- flokk, en það síðara, Gálgablús, er afbragð og Magnús syngur það skemmtilega sjálfur. Trúbadúrinn Haraldur Reynisson á einnig tvö lög á disknum, en hann kvaddi sér hljóðs síðasta haust með sinni fyrstu breiðskífu. Haraldur leikur einskonar þjóðlagapopp, með áherslu á poppið, og sem fyrr eru textarnir hans veika hlið, til að mynda er væmnin yfírgengileg í laginu Allt sem ég óska mér, og kímnin í því síðara, Flöskunni, end- ist ekki út lagið. Um miðbik disksins er eins og allt fari úr böndunum, því þá breyt- ist þessi hefðbundna poppplata í brandarasúpu; Nl+ breytir prýði- legu lagi Guðmundar Jónssonar í brandara með hallærislegum milli- kafla, Fánar bera á borð aulafyndn- ina Greidd skuld er glatað fé, þó vel sé spilað, og svo kemur Hljóm- Skálholtstónleikar Verk eftir Þorstein Hauksson SÍÐUSTU tónleikamir í tón- leikaröðinni Sumartónleikar í Skálholti verða nú um helgina. Flutt verður verk eftir staðartón- skáldið Þorstein Hauksson. Dagskráin hefst á laugar- dag, 6. ágúst, klukkan 13.30 með því að Þorsteinn Gylfason flyt- ur fyrirlestur, sem hann nefnir Um heimspeki og tónlist. Klukkan 15.00 leikur Guðrún Óskarsdóttir sembal- tónlist frá 17. öld eftir Cham- bonniéres, D’Anglebert, L. Cou- perin og Froberger. Klukkan 17.00 verður síðan frumflutn- ingur óratóríunnar Psychomac- hia við ljóð Prudentius, fyrir ein- söngvara, kór, strengjakvintett og sembal. Stjórnandi er Bern- harður Wilkinson. Verk Þorsteins verður endur- tekið á sunnudaginn, 7. ágúst, klukkan 15.00. Sama dag, klukkan 17.00 verður messa með þáttum úr tónverkum helg- arinnar. Brasilísk píanótónlist SIGRÍÐUR Hulda Geirlaugs- dóttir, pianóleikari, flytur verk eftir brasilísk tónskáld í Nor- ræna húsinu, sunnudaginn 7. ágúst. Tónleikamir hefjast klukkan 15.00 og mun Sigríður Hulda einnig flytja erindi um brasilíska tónlist. Á efnis- skránni eru verk eftir al- þýðutónsk- áldið Emesto Nazareth, nú- tímatónskáldið J.G. Ripper og Heitor Villa- Lobos. Sigríður Hulda lauk einleikaraprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1985 og útskrifaðist frá New England Conservatory í Boston vorið 1989. Papgírstextíll í Umbru FINNSKA listakonan Ritva Pu- otila opnar sýningu á nokkrum verka sinna í Galleríi Úmbru á Bemhöftstorfunni í dag, fimmtudaginn 4. ágúst. Ritva Puotila er víða kunn fyrir pappírsteppi sín, ekki síst ofín gólfteppi, sem hún hefur hannað og framleidd em í heimalandi hennar, segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin þriðjudaga til laugardaga klukkan 13-18 og sunnudaga klukkan 14-18 og stendur til 24. ágúst. Sýning á verkum Dags í TILEFNI af fímmtán ára af- mæli veitingahússins Hornsins við Hafnarstræti, stendur yfír sýning á grafískum tréskurðar- myndum eftir Dag Sigurðarson, sem Iést snemma á þessu ári. Myndirnar eru frá árunum 1958 til 1964 og hafa ekki verið sýnd- ar áður. Sýningin er í gallerí Djúpinu í kjallara veitingahússins en þar hafði Dagur nýtt sér aðstöðuna til sýningar á verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.