Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ofaní kraumandi VÍSINDAMENN undirbúa átt- fætt vélmenni undir ferð ofan í kraumandi gíg eldfjallsins Mt Spurr í Alaska. Var vélmenninu sökkt ofan í kraumandi gíginn í fyrradag og er ætlunín að það sendi til baka upplýsingar sem vonast er til að auki þekkingu eldfjallafræðinga. -----» ♦ ♦ Dóminíska lýðveldið Aldraður forseti end- urkjörinn Santo Domin^o. Reuter. KJÖRSTJORN í Dóminíska lýð- veldinu lýsti því yfir á þriðjudag að Joaquin Balaguer forseti hefði sigrað í forsetakosningum í land- inu. Kosningarnar voru haldnar fyrir þremur mánuðum og segir kjörstjómin Balaguer hafa sigrað með 22 þúsund atkvæða mun og 42,4% atkvæða. Balaguer, sem þar með var end- urkjörinn í sjöunda sinn, gaf enga yfirlýsingu út er sigur hans var ljós. Stjómvöld í Bandaríkjunum hörm- uðu hins vegar að Balaguer hefði verið gerður að sigurvegara kosn- inganna og sögðu að hið eina rétta hefði verið að efna til nýrra kosn- inga. Nánast heyrnarlaus Við rannsókn kom í ljós að allt að 45 þúsund íbúum landsins hafði verið meinað að neyta kosninga- réttar síns en nefnd sem rannsak- aði málið sagðist ekki geta sagt til um hver bæri sök á því. Balaguer er 87 ára gamall, blind- ur og nánast heyrnarlaus og getur ekki gengið án stuðnings. Reuter. Aðstoðarfjármálaráðherra yfirheyrður vegna Whitewater-málsins Altman biðst afsökunar á misskilningi Reutcr ROGER Altman sver að segja sannleikann frammi fyrir banka- nefnd Bandaríkjaþings. Hann sagði það ekki hafa verið ætlan sína í febrúar, að afvegaleiða þingmenn, en þá veitti hann þeim ekki allar þær upplýsingar sem hann bjó yfir. Washingfton. Reuter. ROGER Altman, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði við yfirheyrslur hjá banka- nefnd Bandaríkjaþings í fyrradag, að það hefði aldrei verið ætlun sín að villa um fyrir þingmönnum, þegar hann veitti þeim ekki allar þær upplýsingar sem hann bjó yfir, við yfírheyrslur í febrúar síð- astliðnum, um tengsl milli starfs- fólks Hvíta hússins og fjármála- ráðuneytisins vegna Whitewater- málsins. Hann bætti við, að hafi honum misheyrst eða hann mis- skilið spurningar nefndarmanna „bið ég nefndarmenn alla innilega afsökunar." Fréttafulltrúi Bills Clintons, forseta, sagði forsetann bera fullt traust til Altmans. Krefjast afsagnar Altman greindi bankanefndinni frá því í febrúar að hann hefði átt fund með starfsfólki í Hvíta húsinu fyrr í þeim mánuði, til þess að ræða framkvæmdaatriði í rann- sókn á Madison-sparisjóðnum. Forstjóri sjóðsins, James McDoug- al, og kona hafis, voru meðeigend- ur Clintonhjónanna í fyrirtæki sem stofnað var um uppbyggingu á Whitewater-svæðinu í Arkansas, en varð gjaldþrota. I febrúar nefndi Altman ekki að þessir aðil- ar hefðu átt fundi fyrr á árinu, en breytti framburði sínum síðar í bréfum til nefndarinnar. Repú- blikanaþingmenn hafa gefíð í skyn að starfsfólk í Hvíta húsinu hafi reynt að hafa óviðurkvæmileg áhrif á rannsóknina, og krefjast þess að Altman segi af sér. Dee Dee Myers, fréttafulltrúi forsetans, sagði við fréttamenn: „Á þessu stigi ber forsetinn fullt traust til starfsmanna sinna - [Llo- yds] Bentsens ráðherra, Altmans aðstoðarráðherra, og allra annarra í fjármálaráðuneytinu.“ Myers neitaði því að hafa skilyrt fullyrð- ingu sína með því að segja „á þessu stigi.“ Forsetinn bæri fullt traust til starfsmanna ráðuneytis- ins. Skjöl Fosters hjá Clinton Myers greindi frá því á frétta- mannafundi í fyrradag, að skjöl af skrifstofu Vincents Fosters, fyrrum lögfræðiráðgjafa forseta- hjónanna, hefðu verið geymd í lok- aðri hirslu í íbúð Clintons eftir að Foster framdi sjálfsmorð á síðasta ári. Hvorugt forsetahjónanna hefði þó séð skjölin, sem hefðu verið geymd í íbúð þeirra yfir helgi, á meðan þau fóru að jarðarför Fost- ers í Arkansas. Síðan hefðu skjöl- in verið afhent Robert Barnett, sem þá var einkalögfræðingur Clintons. Áður höfðu fulltrúar for- setans sagt, að skjöl af skrifstofu Fosters hefðu verið afhent Iög- manni forsetans strax og þau hefðu verið tekin af skrifstofunni, en The Washington Post greindi frá því í fyrradag, að skjöl er vörð- uðu fjárfestingar Clintonhjónanna á Whitewater-svæðinu hefðu verið geymd í íbúð forsetans yfír helgi, eftir sjálfsmorð Fosters. „Eftir á að hyggja er augljóst að við hefðum átt að greina ná- kvæmar frá því hvar þessi skjöl voru geymd hveiju sinni,“ sagði Myers. Sjómenn hóta „tún- fiskstríði“ SPÆNSKIR sjómenn hótuðu í gær að heyja „túnfiskstríð“ gegn Bretum og loka höfnum eftir að þrír breskir bátar voru staðnir að veiðum með of stór reknet við strönd Norður-Spán- ar. Bresku bátarnir voru með 6 km löng reknet en Evrópu- sambandið hefur bannað tún- fískveiðar með stærri netum en 2,5 km. Áður hafði „túnfisk- stríð“ blossað upp milli Spán- veija og Frakka en því lauk með samningi, sem takmarkar stærð netanna og fjölda þeirra í hveijum báti. Grænfrið- ungnm sleppt NORSKA strandgæslan heim- ilaði í gær tveimur skipum Grænfriðunga að sigla úr höfn, en þau voru tekin í land í síð- asta mánuði fyrir mótmæli gegn hvalveiðum Norðmanna. „Strandgæslan telur að Græn- friðungar geti ekki truflað hvalveiðarnar úr þessu þar sem kvótinn er næstum búinn,“ sagði talsmaður strandgæsl- unnar. Friðargerð staðfest ÞING ísraels staðfesti friðar- samninginn við Jórdaníu með miklum meirihluta greiddra at- kvæða í gær. 91 þingmaður samþykkti samninginn og þrír voru á móti. Fyrr um daginn tilkynnti forsætisráðuneytið að orrustuvélum hefði verið skipað að fylgja fiugvél Husseins Jórd- aníukonungs yfir ísrael á heim- leið frá Evrópu. Bergling snýr heim ÞEKKTASTI njósnari Svíþjóð- ar, Stig Bergling, var hnepptur í fangelsi eftir að hafa snúið heim á þriðju- dagskvöld. Bergling var dæmdur í lífstíðarfang- elsi árið 1979 fyrir að njósna fyrir Sovétmenn en flúði árið 1987 þegar hann fékk að heimsækja konu sína án eftirlits í íbúð hennar í Stokkhólmi. Flóttinn olli miklu uppnámi á sínum tíma og varð m.a. til þess að dómsmálaráð- herrann sagði af sér. Ekki er vitað hvar njósnarinn hélt sig og heimkoman var jafn óvænt og flóttinn. Tölvuveirur lífverur? Stig Bergling BRESKI eðlisfræðingurinn Stephen Hawking, sérfræðing- ur í upphafi alheimsins, sagði á ráðstefnu um tölvur í gær að líta bæri á tölvuveirur sem líf- verur. Hann sagði að tölvuveir- ur féllu inn í skilgreininguna á lífverum þótt þær væru án eigin efnaskipta. Þess í stað notuðu þær efnaskipti hýsilsins, tölv- unnar, og væru því sníkjudýr. „Ég tel að það sé nokkuð til marks um mannlegt eðli að eina lífveran sem við höfum skapað er eyðileggingarafl. Við höfum skapað líf í eigin mynd,“ sagði eðlisfræðingurinn. U I i I t i m t m m t & i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.